Morgunblaðið - 21.08.1985, Síða 43

Morgunblaðið - 21.08.1985, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. AGOST 1985 43 Heiti lækurinn í Nauthólsvík. Bréfritari segist aldrei hafa séó eins vonda umgengni og kringum hann. Haldið heita læknum þrifalegum Náttúruunnandi skrifar: Ég lagði leið mína í Nauthólsvík um daginn. Ég hafði ætlað mér að fara í heita lækinn en varð fyrir miklum vonbrigðum þegar þangað kom því gjáin var þurr með öllu. Þó var annað sem mér þótti verra. Þarna var svo sóðalegt að ég hef aldrei séð annað eins. Ég ræddi málið við vörubílstjóra sem þarna var á bíl sínum og var hann mér sammála um að hér þyrfti að taka rækilega til hend- inni. Það varð því úr að ég fékk lánaða skóflu og kúst hjá Siglinga- klúbbnum og hófst handa við verkið. Annar maður sem ég hitti þarna sagði mér að lækurinn hefði verið opinn tvisvar eða þrisvar í sumar en alltaf færi á sama veg. Taldi hann þó mögulegt að hleypt yrði í lækinn vatni að morgni en skrúfað fyrir að kveldi. Þá væri hægt að hafa eftirlit með honum. Með aðstoð tveggja drengja tókst mér á nokkrum klukkutímum að hreinsa burtu megnið af glerbrot- unum og ruslinu. En aðstaða öll þarna er líka fyrir neðan allar hell- ur. Steypt plata sem þarna er hefur öll sprungið svo þar er moldarflag. Ég held það væri ráð að koma upp skýli þótt fábrotið væri og steypa einhverja stétt. ast að óskum. Slíkt getur verið erfitt fyrir barnið og foreldrið ekki síður. Eins getur það haft' slæm áhrif á hin börnin á deild- inni. Þetta gildir bæði um fóstrur og annað starfsfólk barnaheimil- anna. Skinnkragi í óskilum ÞJ. hringdi: Ég hef haft undir höndum skinnkraga sem ég fann fyrir utan Háteigskirkju í vor. Ef einhver saknar hans getur sá hringt í síma 28332. Úr týndist í Öskjuhlfð Esther Magnúsdóttir hringdi: Ég hringi vegna úrs sem tapað- ist í Öskjuhlíðinni þriðjudags- kvöldið 13. ágúst. Þetta er Pier- point-karlmannsúr. Ef skilvís finnandi vildi vera svo vænn að hringja í síma 38276 yrði ég hon- um mjög þakklát. Svívirði- legur dóna- skapur Helga hringdi: Mig langaði að segja frá nokkru sem ég varð fyrir og finnst bera dónaskap unglinga glöggt vitni. Maður getur varla gengið óhultur um bæinn að kvöldi fyrir þessum óþjóðalýð. Þannig var að á fimmtudags- kvöldið átti ég leið niður Hverfis- götuna. Þegar ég var komin nokk- urn spöl framhjá lögreglustöðinni við Hlemm heyri ég að það er kall- að á eftir mér „Mamma“. Ég leit auðvitað við og sé þá þrjá strák- slöttólfa sem standa þarna við hús. Þegar ég sá að þetta voru engir sem ég þekkti ætlaði ég að halda göngunni áfram. Þá öskrar einn strákanna: „Það ætti að ræna þig helvítis ... “ og svo er fram- haldið nú ekki prenthæft. Ég varð fokreið og langaði mest að snúa við og segja nokkur vel valin orð við þá, en svo þorði ég það ekki þvi þeir hefðu alveg eins getað ráðist á mig. Ég er nú ýmsu vön en það er bara óhugnanlegt þegar er hrópað á eftir manni með svona ógeðslegu orðbragði úti á götu. Svo fóru þeir niður einhverja götu þarna, niður á Skúlagötuna, er ekki einhver skemmtistaður þar? En það verður nú bara að gera eitthvað í þessu, það gengur ekki að þurfa sífellt að vera á varðbergi ef maður er einn á ferð um bæinn að kvöldi til. Einstakar móttökur aö Skógum Á.H. hringdi: Mig langar að koma á framfæri þakklæti til Járniðnaðarmannafé- lagsins fyrir ferð sem var farin á þeirra vegum austur að Skógum núna nýlega. Einnig vil ég koma á framfæri þakklæti til unga fólks- ins sem stóð fyrir móttökunni vegna mjög myndarlegrar fram- komu og sérstaklega góðs matar. Ég er nú búin að fara víða í suraar og sjá ýmsa staði þar sem boðið er upp á mat eða gistingu en þetta ber af. Hreinlætið er svo mikið og vandvirknin við allt sem gert er, að það er alveg sérstakt. 600 fermetra hús fyrir ketti Margrét H. hringdi: í Ártúnshöfða hér í Reykjavík er að rísa mikið hús. Þetta hús hefur þá sérstöðu að þar á að starfrækja heimili fyrir ketti. Stærð þessarar byggingar er áætl- uð yfir 600 fermetrar svo þarna verður frjálslegt og gott heimili fyrir kisurnar. Sagt er að mikil þörf sé fyrir slíkt heimili, enda standa einlægir dýravinir að byggingu hússins. Stjórn Kattavinafélags Islands hefur af mikilli elju aflað fjár til framkvæmdanna með flóamörk- uðum, sýningum og fleiru. Nú sel- ur félagið fallega platta í sama til- gangi. Þekktur listamaður, sr. Bolli Gústavsson, hefur hannað útlit plattanna og rausnarleg hjón gefið þennan fallega grip sem seldur er á lágu verði til ágóða fyrir húsbygginguna. Allt þetta fólk á virðingu skilda fyrir starf í þágu góðs málefnis. Áð vera dýravinur er að rækta einn af bestu þáttunum í mann- legu eðli. Hvers vegna stöðumæla? — eftir Krístófer Magnússon Tilgangur stöðumæla er að- tryggja sem flestum þegnum hvers bæjarfélags aðgang að eftir- sóttum bifreiðastæðum, þar sem almenningur þarf ýmissa orsaka vegna að sækja margbreytiiega þjónustu, eins og t.d. í miðbæ Reykjavíkurborgar. Sem slíkir, má segja, að stöðumælar eða stöðuskífur, sem ég kem nánar inn á á eftir, séu nauðsynlegar. Gallar stöðumælakerfísins Frá mínu sjónarmiði, getur það varla verið tilgangur í sjálfu sér, með uppsetningu stöðumæla, að skattleggja bifreiðaeigendur, nóg er fyrir. Bifreiðaeigendur hafa í langflestum tilfellum borið uppi mikinn hluta af þeim kostnaði sem það hefur kostað að byggja upp vegakerfi og bifreiðastæði borgarinnar, með sköttum sínum og álögum. Flestir ef ekki allir bifreiðaeig- endur kannast við óhagræði, og tímastuld, ef þeir eru ekki með rétta mynt í stöðumælana, eða þá þeir hafa ekki handbæra peninga, þó upphæðin sé ekki há. Taka þá margir áhættuna á að sleppa við sekt, með því að láta ekkert gjald í stöðumælinn, sem þó oftar en ekki, samkvæmt minni reynslu, endar með óþægindum og útgjöld- um. Eru stööumælar tekjustofn? Það hefur sýnt sig að tekjur af stöðumælum standa varla undir viðhaldi, afskriftum og rekstrar- kostnaði. Fyrir utan að stöðumæl- ar í sjálfu sér hafa kostað þjóðina tug milljóna í gjaldeyrir. Þá í hvers þágu? Einnig hefur það sýnt sig nú seinni árin, að unglingar hafa mjög sóttst eftir að tæma stöðumælana, og þar með framið skemmarverk fyrir milljónir, sem síðar er oft vísir að stærri afbrot- um. Það getur varla verið takmark stjórnenda hvers sveitarfélags, að setja upp stöðumæla, eingöngu til þess að valda bifreiðaeigendum erfiðleikum, eða til að sjá mönnum fyrir atvinnu, þegar aðr- ar lausnir og einfaldari eru fyrir hendi. Slíkt samræmist varla hugmyndum frjálshuga manna, og er aðeins eins og margt annað til að flækja kerfið, án þess að menn hugsi nánar út í, hvað er um að vera, og myndar oft um leið nei- kvætt andrúmsloft gagnvart stjórnvöldum. Önnur lausn Margir þeir sem hafa átt heima erlendis eða staðið í ferðalögum, kannast við hinar svokölluðu stöðuskífur. Stöðuskífur eru t.d. límdar í framrúðu bifreiða eða lagðar á mælaborð þeirra til að eftirlits- menn geti sannreynt að rétt sé stillt. Eru skífurnar annað hvort stilltar á þann tíma er bifreiðinni er lagt á stæði eða þegar bifreiðin á að vera búin að yfirgefa stæðið, og er allt eftirlit með aðsettum reglum sé fylgt, fullt eins einfallt, og við stöðumæla. Það hefur sýnt sig erlendis að t.d. bankar, tryggingarfélög og ýmis fyrirtæki hafa sóst eftir að gefa viðskiptamönnum sínum slík- ar stöðumælaskífur vegna auglýs- ingagildis, svo ekki þarf það f sjálfu sér að auka kostnað sveita- Kristófer Magnússon „Stöðuskífum væri hægt, með sáralitlum til- kostnaði, að koma á um land allt þar sem að- stæður kalla á slíkt og þess yrði óskað, eins og t.d. á nokkrum stöðum í Hafnarfirði, á Akureyri og í Keflavík, þar sem eftirlit með stöðumæl- um og rekstri þeirra er óraunhæft.“ félaga eða bifreiðaeigenda við sjcipti yfir í skífukerfið. Kostir stöðuskífa Ég get ekki, þrátt fyrir að ég sé mikið búinn að velta þessum mál- um fyrir mér, séð neina kosti stöðumæla fram yfir stöðuskíf- urnar ef hafðar eru í huga aðstæð- ur og hugsunarháttur almennings hér á landi. Virðist mér eina af- sökun ráðamanna, ef þeir sjá sér ekki fært um að breyta um kerfi, vera sú, að öll vandamál skal leyst með boðum og bönnum eða skatt- langingu, hversu gölluð sem sú að- ferð er, og hvað sem hún kostar almenning. Stöðuskífun væri hægt, með sáralitlum tilkostnaði, að koma á um land allt þar sem aðstæður kalla á slíkt og þess yrði óskað, eins og t.d. á nokkrum stöðum í Hafnarfirði, á Akureyri og í Keflavfk, þar sem eftirlit með stöðumælum og rekstri þeirra er óraunhæft. Hvað ber aö gera Ég skora á Samtök sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu og reyndar öll bæjarfélög á landinu að taka þessi mál til athugunar og^ reyna að ná samstöðu um þessi mál, til hagsbóta fyrir alla neyt- endur. Að mínu áliti yrði það enn ein skrautfjöður í hatt okkar ágæta borgarstjóra, Davíðs Oddssonar, og myndi auka enn á vinsældir hans, ef hann létti þessum álögum og óþægindum af bifreiðaeigend- um, álögur sem hafa sýnt sig að færa borgarsjóði sáralitlar eða engar tekjur, og eru aðeins til óhagræðis fyrir borgarbúa og gesti þeirra. llöfundur er tæknifræðingur. . og formaöur umferöanefndar Hafnarfjaröar p .uripsjM 3 £ MetsöluNad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.