Morgunblaðið - 12.09.1985, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.09.1985, Qupperneq 1
72 SIÐUR B 204. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Átökin hjaðna í Birmingham — Andúð milli blökkumanna og Asíubúa eykst Kirmingham, 11. september. AP. ÓEIRÐIR héldu áfram í fáUtkrahverfi Birmingham þriðjudagsnótt og hefur andúðin milli Asíubúa og blökkumanna þar aukist. Lögregluyfirvöld borgar- innar skoruðu í dag á bæjarbúa að selja fram þá ungu óeirðarseggi, sem að látunum hafa staðið, og í kvöld var allt með kyrrum kjörum í borginni. Blökkumenn frá Vestur-Indíum hjálpuðu lögreglu við eftirlit með hverfinu. Lögreglan í Birmingham sagði að ekki hefði verið jafn mikið um róstur þriðjudagsnótt og mánu- dagsnótt, en þá brunnu tveir menn inni. í nótt voru um 1.400 lögreglu- menn kvaddir til Birmingham til að koma í veg fyrir frekari óeirðir. Engu að síður var kveikt í nokkr- um verslunum og eldur lagður að Mitterrand fer til Muroroa bílum. 128 manns hafa verið hand- teknir frá því að átökin hófust mánudagsnótt og þar af voru 92 handteknir fyrir þjófnað og óspektir þriðjudagsnótt. Mikil spenna ríkti á fundi sem fulltrúar blökkumanna og Asíu- búa héldu með sér í dag til að draga upp stefnuskrá fyrir áfram- haldandi sambúð kynþáttanna í hverfinu, og leystist fundurinn upp. Suður-Afríka: Bifreið stendur í Ijósum logum í óeirðunum í Handsworth-hverfi f Birmingham í dag. AP/simamynd Strangari efnahagsaðgerðir í Jóhannesarborg, 11. september. FRÉTTIN um að Nelson Mandela, leiðtogi blökkumanna í Suður-Afríku, þurfi að gangast undir uppskurð á eftir að gera stjórnvöldum í landinu erfitt fyrir að halda Mandela áfram í fangelsi. Dóttir Mandela, Zenani, segir að fréttirnar um bólgu í blöðruhálskirtli og blöðrur á lifurhafi ekki fengið mikið á hann, en hann vill fá álit sérfræðinga áður en hann gengst undir uppskurð samkvæmt ráði fangelsislækna. París, 11. september. AP. FRANCOIS Mitterrand, forseti Frakklands, heldur, ásamt Charles Hernu, varnarmálaráðherra, til Mur- uroa-kóralrifsins á fimmtudag til viðræðna við sendiherra og embætt- ismenn Frakka í nálægum eyríkjum. Sem kunnugt er ætla Green- peace-samtökin að senda skip á tilraunasvæðið til að mótmæla kjarnorkutilraunum Frakka og hefur Mitterrand lýst því yfir að reynt verði að stöðva skip samtak- anna með öllum tiltækum ráðum. För Mitterrands er talin undir- strika hversu ákveðnir Frakkar eru í að halda áfram tilraunum sínum í Suður-Kyrrahafi, þrátt fyrir aukin mótmæli. En Mitter- rand er undir þrýstingi frá um- hverfisverndarsinnum, sem telja að geislun frá neðansjávarspreng- ingum sé of há, og ríkjum í grennd við rifið, sem vilja kjarnorkulaust Kyrrahaf. í dag voru greidd atkvæði í öld- ungadeild bandaríska þingsins um efnahagsaðgerðir gegn Suður- Afríku. Frumvarpið var fellt, það hlaut aðeins 57 atkvæði en þurfti 60 til þess að öðlast gildi. Demó- kratar og repúblikanar, sem snúist hafa á sveif með þeim, vildu boða harðari efnahagsaðgerðir en þær, er Ronald Reagan vill grípa til gegn Suður-Afríku. Þetta er öðru sinni sem frumvarpið er fellt. Botha, forseti Suður-Afríku, til- kynnti í dag að blökkumenn, sem upprunnir eru í heimalöndum sem hafa sjálfstjórn að nafninu til, fái fullgild suður-afrísk borgararétt- indi. Hann sagðist einnig reiðubúinn að veita íbúum heimalandanna tvö- faldan ríkisborgararétt. Botha sagði að saga heimaland- anna væri órjúfanlega tengd sögu Suður-Afriku og hér sýndi hann í verki að hann vildi lausn á deilun- um um aðskilnaðarstefnuna. Þar með er ekki sagt að svartir fái atkvæðisrétt í Suður-Afríku, og sagði Desmond Tutu um tilslakanir Botha að hann hefði alltaf litið á sig sem Suður-Afríkubúa- I Höfðaborg var lögreglumaður stunginn til bana við jarðarför fórnarlambs óeirðanna þar að und- anförnu. Að sögn lögreglu hóf lög- reglumaðurinn, sem var af blönd- uðum kynþætti, skothríð á lík- fylgdina og særði einn syrgjenda ar á hann var ráðist. dag var fjögurra ára stúlka skotin til bana af óeirðalögreglu, þar sem hún var að leik fyrir utan heimili sitt í höfuðborg landsins, Pretoriu. Dóttur forseta E1 Salvador rænt: Engar vísbendingar um ræningjana San .Sahador, 11. aeptember. AP. SEX vopnaöir menn rændu dóttur Joses Napoleons Duarte, forseta El Salvador, á þriöjudag þegar hún var á leiö í háskólafyrirlestur. Bílstjóri hennar var myrtur og lífvöröur hennar særöur. Ræningjarnir, sem voru borg- aralega klæddir, hófu skothríð á lífverði Ines Guadelupe Duarte Duran, drógu hana frá bifreið hennar og neyddu hana inn í sendiferðabíl, að því er nánasti ráðgjafi forsetans, Julio Adolfo Rey Prendes, sagði á þriðju- dagskvöld. Hún var ómeidd þegar síðast sást til hennar. Prendes sagði að ekkert hefði heyrst frá ræningjunum og eng- inn hefði lýst yfir ábyrgð sinni á verknaðinum. Höfuðsmaður, sem fer með ör- yggi forsetans, sagði að hér hefðu skæruliðar ugglaust verið að verki, en útvarpsstöð skærulið- anna, Venceremos, minntist ekki á mannránið í fréttatíma sínum í morgun. Duarte Duran er fráskilin þriggja barna móðir. Hún leggur stund á fjölmiðlafræði og auglýs- ingagerð við háskólann i San Salvador. Hún stjórnaði kosningabaráttu föður síns 1984 og stjórnaði út- varpsstöð í San Salvador, sem kennir sig við frelsi. Prendes neitaði að leiða getum að því með hvaða skilyrðum hún yrði látin laus, en hann sagði að forsetinn, sem hefur sinnt störf- um sínum heima fyrir undanfarið vegna veikinda, hefði verið hrærður, en ákveðinn, vegna ránsins. Vitni sögðu frá því að öryggis- viðbúnaður hersins hefði verið óvenju mikill í dag og settar hefðu verið vegatálmanir þar sem götur liggja út úr borginni. Leit að Duarte Duran hefur engan árangur borið. AP/Slmmmynd Öryggisverðir leita vísbendinga og ummerkja eftir ræningja Ines Duarte Duran, dóttur forseta El Salvador, ( skriöu í San Salvador, höfuðborg landsins. Hafa nú að minnsta kosti 709 manns fallið síðan óeirðir hófust vegna aðskilnaðarstefnunnar fyrir þrettán mánuðum. Portúgal: 100 manns farast í lestarslysi Viaeu, Portúgal, II. september. AP. HRAÐLEST á leið til Frakklands rakst í dag á járnbrautarlest í inn- anlandsferðum í grennd við þorpið Viseu í Portúgal og fórust rúmlega 100 manns, en 140 særöust aö því er talið er. Þegar lestirnar skullu saman urðu vagnar þeirra alelda á skömmum tíma og kviknaði í trjám meðfram teinunum. Mario Soares, forsætisráðherra Portúgals, sem flaug á slysstað, sagði að þetta væri mesta járn- brautarslys sem átt hefur sér stað í landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.