Morgunblaðið - 12.09.1985, Page 4

Morgunblaðið - 12.09.1985, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 Okkur hefur hvergi liðið betur en hér Rætt við fyrrverandi sendiherrahjón Banda- ríkjanna á íslandi, herra og frú Irving „f níu ár höfum vid stöóugt verið að tala um heirasækja ísland aftur og nú loksins höfðum við taekifæri til að láta þann draum rætast. Við höfum starfað í ófáum löndum á 35 ára ferli okkar í bandarísku utanríkisþjónustunni, en hvergi hefur okkur liðið betur en hér,“ sagði Frederick Irving, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi, en hann og kona hans, Dorothy J. Irving, eru stödd hér á landi í stuttu fríi. Frederick Irving gegndi sendiherrastörfum á íslandi á árunum 1972-76, sem var við- kvæmur tími í utanríkismálum Is- lendinga og í samskiptum við Bandaríkin: vinstrí stjórn við völd sem vildi herinn af landi brott og þorskastríð við Breta, og ýmsum þótti sem Bandaríkjamenn liðs- inntu litium bandamanni sínum lítið í þeirri baráttu. „Þetta var virkilega viðkvæm- ur tími,“ rifjar Irving upp, „sem ég held eftirá að vel hafi spilast úr. Á þessum tíma lærði ég meðal annars að meta islenska samn- ingamenn; ég komst að því að þeir eru almennt sannir ættjarð- arvinir, mjög vel að sér og harðir í horn að taka. Og mér er ánægja að segja það, að þegar ég hóf störf sem aðstoðarmaður Kiss- ingers eftir dvöl mína hér á landi, var það mitt fyrsta verk að telja hann á að samþykkja útfærslu fslendinga á landhelg- inni í 200 mílur.“ Eftir íslandsdvölina gegndi Frederick Irving sendiherra- stöðu á Jamaica, auk þess sem hann var um tíma aðstoðarmað- ur utanríkisráðherra Bandaríkj- anna á sviði hafréttar, vísinda og tækni. Nú hefur hann hins vegar látið af störfum í utan- ríkisþjónustunni, en þau hjónin sitja síður en svo með hendur í skauti. Frú Irving er kennari að mennt og hefur alla tíð unnið mikið að skólamálum og helgar sig nú menntunar- og þroskamál- um barna. Irving hins vegar er á hinum endanum, eins og hann segir sjálfur, vinnur ötullega að málefnum aldraðra, sem hann segist alltaf hafa haft áhuga á. Frederick Irving lagði á það mikla áherslu, að þau hjónin hefðu unnið mjög mikið saman þau ár sem hann gegndi störfum sendiherra. Þau hjónin verða hér í daga og munu nota tímann til að heilsa upp á gamla vini og kunn- ingja, og frú Irving fær kærkom- ið tækifæri til að rifja upp ís- lenskuna, sem hún lærði þegar hún dvaldist hér. Frá íslandi halda þau til Skotlands, en þaðan er frúin ættuð. „Við eignuðumst mikið af vin- | um hér á íslandi og það verður gaman að hitta þá,“ segir frú Irving. „Sem betur fer erum við stundum sótt heim af íslenskum vinum okkar þegar þeir eru á ferð í Boston, og við viljum að íslendingar viti að á litlum stað í Boston geta þeir ávallt gengið að vinum og kaffibolla vísum. Við erum í símaskránni!" Frederick og Dorothy J. Irving. Þau voru sendiherrahjón á tslandi irín 1972—1976. Morgunblaðið/Ól.K.Mag. Auður og Halldór Laxness ræóa við Erró um verk listamannsins. „Mystísk upplifun fyrir sálarlífið“ Halldór Laxness á sýningu Errós í gær hittust listmálarinn Erró og skáldið Halldór Laxness í sýningarsaln- um í kjallara Norræna hússins, en þar verður opnuð sýning nk. laugardag á 31 olíumálverki sem Erró hefur unnið á sl. þrem árum. Á sýningunni er auk þess málverk af Halldóri Laxness sem málarinn hefur lofað Reykjavikur- borg og var skáldið að sjá málverkið í fyrsta sinn í gær. Skáldið: Er vanalegt að búa til svona myndir? Listmálarinn: Nei, það held ég ekki. Skáldið: Hvað eru þessir englar að gera þarna? Listmálarinn: Þeir eru að fylgj- ast með þér, snúast með þér. Skáldið: Þá veit ég það. Þögn. Listamaðurinn: það tók mig rúmt ár að vinna myndina, upp- haflega átti hún að vera mjög flókin, ætlaði að reyna að koma að öllum ferðalögum þínum ... Skáldið: ... átti þetta að verða einhver ævisaga? Listmálarinn: Nei, ég hætti við það, hún varð svona. Skáldið: Þetta er eins og í rit- listinni, einfaldleikinn er bestur, best að strika út allan óþarfa, alla bókina ef með þarf. Listamaðurinn: Ég kunni ekki við annað en hafa hæsta fjall heims í baksýn. Skáldið bendir á málverkið: Það er miklu meira gaman að hafa menn í svona stígvélum. Þeir snúa frá málverkinu og ganga um salinn, en þar eru aðal- lega þrjár myndraðir, stúlkurnar frá Marokkó, ljósmyndir frá Kína og þúsund og tvær nætur. List- málarinn skýrir verk sín út fyrir skáldinu, í þúsundustu og annarri nóttinni má sjá mörg ævintýr, meistara Mozart á tannlækna- stofu sinni, gamla manninn og dauða hafið, dálítinn amerískan draum frá 1930—1940, tvíhleypu Hemingways og skáldinu verður að orði: Mikið er gaman að skoða þetta, þetta er mystísk upplifun fyrir sálarlífið. Afmælishátíð Jazzvakn- ingar hefst í kvöld FJÖGURRA daga jasshátíó Jazzvakningar, í tilefni af tíu ára afmæli félags- ins, befst í Háskólabíói í kvöld kl. 21. Þar koma fram spænski píanóleikarinn Tete Montoliu og hinn þekkti danski bassaleikari Niels-Henning Örsted Pedersen. Þá syngur bandaríska blökkusöngkonan Etta Cameron vió undir- leik Niels-Hennings, danska píanóleikarans Ole Kock Hansens og trommu- leikarans Péturs Östlund, sem búsettur befur veriö í Svíþjóð sl. 14 ár. Saman skipa Niels-Henning, Ole Kock Hansen og Pétur öst- lund trió á hátíðinni sem þeir nefna Tríó Niels-Henning Örsted Pedersens. Þeir þremenningar eru íslendingum allir að góðu kunnir. Niels-Hennning er hér í sjötta sinn og Ole Kock Hansen í þriðja sinn. Pétur Östlund er sem fyrr segir búsettur í Svíþjóð þar sem hann kennir við Tónlistarháskól- ann i Stokkhólmi. Hann hefur ekki leikið hér á landi í þrjú ár. Er Morgunblaðsmenn litu við i Tónlistarskóla FÍH í gær voru þeir þremenningarnir á æfingu ásamt strengjakvartett sem leika mun með þeim í Háskólabíói á föstudagskvöld. Þar munu þau flytja fjögur íslensk þjóðlög í út- setningu Ole Kock Hansens og lög af nýútkominni hljómplötu Niels- Henning Örsted Petersens. Afmælishátíð Jazzvakningar stendur fram á sunnudag og verð- ur ýmist í Háskólabíói, á Hótel Loftleiðum eða í Átthagasal Hót- els Sögu. Af öðrum þeim sem fram koma á jasshátíðinni má nefna sænsku hljómsveitina Emphasis on Jazz, sem Pétur Östlund leikur með, Mezzoforte, Kvartett Krist- jáns Magnússonar og Kvintett Tómasar R. Einarssonar. Morgunblaðið/Bjarni. Þeir leika saman á jasshátióinni, Pétur Östlund á trommur, Niels-Henning Örsted Pedersen á bassa og Ole Kock Hansen á píanó. Morgunblaðið/RAX Á tali við Svein Einarsson, leikstjóra. F.h. Katrín Sigurðardóttir, Kristján Jóhannsson, Elísabet F. Eiríks- dóttir, Viðar Unnarsson, Robert W. Becker, Sigríður Ella Magnúsdóttir og Kristinn Sigmundsson. Grímudansleikurmn „færður í búning" SENN líður að frumsýningu Þjóð- ieikhússins á óperunni „Grímu- dansleikur" eftir Giuseppe Verdi, en hún verður laugardaginn 21. september nk. Með stærstu einsöngshlut- verkin í óperunni fara Kristján Jóhannsson, Kristinn Sig- mundsson, Elísabet F. Eiríks- dóttir, Sigríður Ella Magnús- dóttir, Katrín Sigurðardóttir, Robert W. Becker og Viðar Unn- arsson. Er Morgunblaðsmenn litu við í Þjóðleikhúsinu í gær- dag voru ofangreindir söngvarar að æfa í búningum sínum í fyrsta sinn, og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Texti óperunnar er eftir Ant- onio Somma og er hann byggður á leikriti eftir Eugéne Scribe. Leikstjóri er Sveinn Einarsson og Sinfóníuhljómsveit íslands leikur undir stjórn Maurizio Barbacini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.