Morgunblaðið - 12.09.1985, Page 6

Morgunblaðið - 12.09.1985, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 ÚTYARP/SJÓNVARP Ljóðlistar- hátíð Kveðjur berast nú fyrstu Nor- rænu ljóðlistarhátíðinni í Norræna húsinu við Hringbraut — af síðum dagblaðanna — og ýmsar heldur í kaldara lagi. Þann- ig mátti sjá hér í blaðinu í gær eftirfarandi kveðjur frá Þriðju norrænu ráðstefnunni um kvenna- bókmenntir er nú stendur yfir í Skælsker í Danmörku: Við lítum á Ijóðahátíð ykkar sem viðleitni til að halda vörð um þetta listform sem alls staðar er ógnað, en með ákafa ykkar gangið þið of langt þegar þið viljið líka verja ljóðið fyrir konum, sem hafa hneyksl- anlega fáa fulltrúa á hátíðinni. Já, konur geta verið miskunnarlausar þegar fýkur í þær og miskunnarl- ausastir eru kvenkynsbók- menntafræðingarnir er stefna leynt og ljóst að yfirráðum yfir bókamarkaðinum hér á Norður- löndum, kannski ekki nema von að þær séu orðnar langþreyttar blessaðar á ofríki karla i lista- heiminum. Nóg um það. í ein- hverri snjöllustu háðsádeilugrein er sést hefir langa lengi í íslensku dagblaði víkur Jóhann Hjálmars- son skáld einnig hér í blaðinu f gær að ýmsu er betur má fara í skipulagi þessarar fyrstu ljóð- listarhátíðar norrænna manna. Þáttur sjónvarpsins Ekki legg ég neinn dóm á fyrr- greindar ádrepur kvennabók- menntaráðstefnunnar í Dan- mörku og Jóhanns Hjálmarssonar skálds og bókmenntagagnrýn- anda, en þó leiddu þessi áhrif huga minn að einu framkvæmdaratriði hátíðarinnar er tengist skrifum mínum hér á blaðinu. Á ég þá við hve klén tengsl ljóðlistarhátíðar- innar eru við ríkisfjölmiðlana og þá fyrst og fremst við áhrifamesta fjölmiðil þjóðarinnar, íslenska ríkissjónvarpið, en í dagskrá sjón- varps er ekki að finna tangur né tetur af ljóðlist þessa vikuna, ef frá eru taldir þættirnir af sam- tímaskáldkonunum sem Nordvis- ion hefir látið gera góðu heilli. En ekkert er að finna í dagskránni um Ijóðlistarhátíðina sem slika, mættu karlarnir að ósekju mót- mæla þessu ofríki skáldkvenn- anna í sjónvarpsdagskránni. En hverju veldur að svo illa tekst til um kynningu þessarar fyrstu nor- rænu Ljóðlistarhátíðar í menning- arsögunni? Ekki kann ég skýringu á því en mætti ekki kippa þessu í liðinn, svona eins og þegar stjórn- mál og iþróttir eiga í hlut, til dæmis með spjallþáttum og beinni útsendingu frá Norræna húsinu? Ljóðið má ekki loka inni í fila- beinsturni, því eins og Einar Ben. segir í Skáldmenn Islands: Al- máttka, dýra Óðins mál, -/ hve oft var ein hending svalandi skál/ og lifinu langferðanesti. Þáttur útvarpsins Útvarpið hefir sinnt mun betur þessari norrænu Ijóðlistarhátið en blessað sjónvarpið, til dæmis hafa þeir morgunútvarpsmenn kvatt til forystumenn stjórnmálaflokka að lesa ljóð og spjalla um kveðskap. 1 fyrradag mætti þannig Þorsteinn Pálsson til leiks, í gærdag Svavar Gestsson og í fyrramálið Kvenna- listakona. Er ánægjulegt til þess að vita að þessir áhrifamiklu ein- staklingar skuli leggja rækt við hið... dyra Óðins mál, enda vær- um við Islendingar núll og nix án bókmenntaarfsins, þau alkunnu sannindi mega ekki gleymast i söl- um valdsins, því einsog Einar seg- ir í lokaerindi fyrrgreinds ljóðs um Skáldmenn Islands: Því eitt verður jafnan, sem mannar mann,/einn munur, sem greinir annan og hann,/ orðlist hans eigin tungu. ólafur M. Jóhannesson Létt spjall við Steingrím Sigurðs- son listmálara Islenska hljómsveitin með sveiflu íslenska hljómsveitin ■i Að loknu út- 20 varpsleikriti “■ kvöldsins verð- ur þáttur sem nefnist „Sveiflur" og í honum leikur íslenska hljóm- sveitn létta tónlist. Ein- leikarar með hljómsveit- inni verða þeim Björn Thoroddsen og Vilhjálm- ur Guðjónsson. Fyrsta verkið sem hljómsveitin flytur að þessu sinni heitir „Partit- etta di Liverpool" og er eftir Ríkharð Örn Páls- son. Eins og nærri má geta af nafni verksins má reikna með að áhrifa þeirra bítla, Lennons og McCartney, gæti i því, en það mun vera um stef eft- ir þá fyrrum félaga. Annað verkið er eftir annan einleikara kvölds- ins, Vilhjálm Guðjónsson, og var það samið fyrir tvo rafgítara og hljómsveit. Þriðja verkið í þessum „Sveiflum" verður eftir ólaf Gauk og nefnist það Broadway í 60 ár. Líklega er ekki verið að fjalla um það Broadway sem Reyk- víkingar þekkja í Mjódd- inni, líklegra er að verið sé að semja verk til heið- urs götu einni í New York þar sem menningarlíf á sviði leiklistar, tónlistar og dans fer fram. ■i Það verður 00 gestagangur — hjá Ragnheiði Davíðsdóttur í dag og að þessu sinni kemur Stein- grímur Sigurðsson, list- málari, til hennar í heim- sókn. Ragnheiður sagði í ör- stuttu spjalli, að Stein- grímur væri alveg sér- staklega skemmtilegur maður og hún hefði veitt honum athygli alveg frá því að hún var lítil stelpa. Nú hefði hún sem sagt fengið hann í heimsókn til sín og um leið fengið tæki- færi til að kynnast honum betur, og einnig tækifæri til að kynna hann fyrir þeim útvarpshlustendum sem ekki þekktu til hans. Ragnheiður bætti því við að Steingrímur hefði ferðast mikið um landið og haldið sýningar víðs- vegar og því mætti eflaust búast við skemmtilegum frásögnum af ferðum hans. Þá væri ekki ólík- legt að hann viðraði ein- hverjar skoðanir sínar, en Steingrímur er sagöur hafa óvenjulegar skoðanir. Hann veröur gestur Ragnheiöar Davíðsdóttur í þættinum „Gestagangur“. hann þykir kannski hafa svolítið skrýtnar skoðanir á lífinu og er ekkert að fara í launkofa með þær. Leikrit um gyðingaofsóknir f Ungverjalandi ■i Fimmtudags- 00 leikritið er að *™ þessu sinni eft- ir ungverska leikritahöf- undinn George Tabori og heitir það „Móðir mín hetjan“. Þýðinguna gerði Jón Viðar Jónsson en leik- stjóri er Hallmar Sigurðs- Leikritið fjallar um sannsögulegan atburð á tímum gyðingaofsókna nasista í Ungverjalandi og lýsir því er móðir Tab- oris er handtekin og sett í lest sem er á leið til Auschwitz en með ein- dæma hugrekki og still- ingu tekst henni að bjarga sér úr klóm varðanna. Leikendur eru: Þor- steinn Gunnarsson, Guð- rún Þ. Stephensen, Sig- urður Skúlason, Bríet Héðinsdóttir, Baldvin Halldórsson, Erlingur Gíslason, Bjarni Stein- grímsson, Guðmundur Ólafsson, Eggert Þorleifs- on og Guðný Helgadóttir. Tæknimenn eru Runólf- ur Þorláksson og Ástvald- ur Kristinsson. Höfundurinn, George Tabori, fæddist f Búda- pest árið 1914, sonur blaðamanns af gyðinga- ættum sem síðar lést í fangabúðum nasista. Tab- ori sjálfum tókst með naumindum að flýja land. Hann er nú þekktur leik- ritahöfundur og hefur m.a. hlotið alþjóðleg bókmenntaverðlaun fyrir leikrit sín. son. ÚTVARP FIMMMTUDAGUR 12. september 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarp. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar 7.55 Málræktarpáttur. Endurt. pðttur Helga J. Halldórsson- ar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurtregnir. Morgunorð: Ragnar Snær Karlsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Glatt er I Glaumbæ" eftir Guöjón Sveinsson, Jóna Þ. Vernharösdóttir les (12). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.).Tónleikar. 10.45 Málefni aldraöra. Þáttur I umsjá Þóris S. Guðbergs- sonar. 11.00 .Ég man pá tlö". Lög frá liðnum árum. Umsjón: Her- mann Ragnar Stefánsson. 11.30 Létt tónlist. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 1230 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 „Nú brosir nóttin", æviminningar Guömundar Einarssonar. Theódór Gunn- laugsson skráöi. Baldur Pálmason les. 14J0 Miödegistónleikar: 15.15 Af Austurlandi. Umsjón Eínar Georg Einarsson. 1540 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir 16.20 A frlvaktinni. Þóra Mar- teinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpiö. Stjórn- andi: Kristln Helgadóttir. 17Æ0 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Kvöldfréttir Tilkynningar. Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „Móöir mln, hetj- an" eftir Georg Tabori. Þýö- andi: Jón Viöar Jónsson. Leikstjóri: Hallmar Sigurös- son. Leikendur: Þorsteinn Gunnarsson, Guðrún Þ. 19.15 Adöfinni Umsjón: Marlanna Friöjóns- dóttir. 19.25 Bráðum kemur betri tlð (Alting er næste ár) Dönsk barnamynd um lltinn kúasmala og fjölskyldu hans I Afrlkurlkinu Zimbabwe. Þýöandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpiö) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 21.05 Kosningar I Svfþjóð Fréttaþáttur frá Boga Stephensen, Brlet Héöins- dóttir, Baldvin Halldórsson, Erlingur Glslason, Sigurður Skúlason, Bjarni Steln- grlmsson, Guömundur Ölafsson, Eggert Þorleifss- on, Guöný Helgadóttir og Kolbrún Erna Pétursdóttir. Planóleikari: Katrln Sigurð- ardóttir. 21.30 „Sveiflur", Islenska hljómsveitin leikur létta tón- list. Einleikarar: Björn Thor- oddsen og Vilhjálmur Guð- jónsson. a. „Partitetta dl Liv- erpool" eftir Rlkarð örn Pálsson um stef eftir Lennon og McCartney. b. Konsert fyrir tvo rafgltara og hljóm- sveit eftir Vilhjálm Guðjóns- Agústssyni. 21.05 Skonrokk Umsjónarmenn Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.30 Gatsby (The Great Gatsby) Bandarfsk blómynd frá 1974 gerö eftir frægustu skáld- sögu F. Scotts Fitzgeralds. Leikstjóri Jack Clayton. Aöalhlutverk: Robert Red- ford, Mia Farrow, Sam Wat- erman, Bruce Dern og Karen Black. Arið 1925 kemur ungur son. c. „Broadway I sextlu ár" effir Ólaf Gauk. Kynnir: Magnús Einarsson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Trúðar, ský og svartir svanir. Umsjón: Anna Ólafsdóttir Björnsson. 23.00 Kvöldstund I dúr og moll. Umsjón: Knútur R. Magnús- son. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. maöur til New York til að læra veröbréfaviöskipti og leigir sér hús á Long Island. Hann kemst I kynni víð auðugan en leyndardóms- fullan granna sinn, Gatsby að nafni, vegna frændsemi viö æskuunnustu hans sem nú er gift öðrum manni. Samskipti þessa fólks og vina þeirra einkennast af glaumi og glæsibrag á yfir- borðinu en leiöa þó til voveif- legra atburöa. Þýöandi Óskar Ingimarsson. 23.50 Fréttir I dagskrárlok 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Asgeir Tómas- son. 14.00—15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leópold Sveins- son. 15.00—16.00 Ótroönar slóöir Kristileg popptónlist. Stjórnandi: Andri Már Ing- ólfsson og Halldór Lárusson. 16.00—17.00 Jazzþáttur Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 17.00—18.00 Gullöldin Lög frá 7. áratugnum. Stjórnandi: Þorgeir Ast- valdsson. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Hlé. 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21.00—22.00 Gestagangur Gestlr koma I stúdió og velja lög ásamt léttu spjalli. Stjórnandi: Ragnheiöur Dav- (ðsdóttir. 22.00—23.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00—00.00 Kvöldsýn Stjórnandi: Júllus Elnarsson. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 13. september

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.