Morgunblaðið - 12.09.1985, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.09.1985, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐJÐ, FIMMTUDAGUR 12. 'SEPTEMBER 1985 ste,tarssMBAND BÆNUM AÐALFUNDUR 1985 Mor)(unbl«óiA/Hel|p Bjirnason Stjórn Stéttarsambandsin.s ásamt landbúnaóarrádherra á fundinum. Magnús Sigurðsson fundarstjóri í rædustóli, þá koma: Böóvar Pálsson, Ingi Tryggvason, Jón Helgason landbúnaóarráóherra, Þorsteinn Geirsson, Guómundur Ingi Kristjánsson, Þórarinn Þorvaldsson og Gísli Andrésson. Þrír fulltrúar afurðastöðvanna, sem voru meóal gesta á fundinum: f.v.: Matthías Gíslason fulltrúi forstjóra Sláturfélags Suðurlands, Gunnlaugur Björnsson fráfarandi framkvæmdastjóri Grænmetisverslunar landbúnaóar- ins og Óskar H. Gunnarsson forstjóri Osta- og smjörsölunnar. Ályktanir aðalfundar Stéttarsambandsins: Framleiðslunni verði skipt milli héraða miðað við búmark 1980 AÐALFUNDUR Stéttarsambands bænda á Laugarvatni samþykkti afurðasamninga landbúnaðarráó- herra og saraninganefndar Stéttar- sambandsins „í trausti þess að birgða- og verðvöntunarvandamálið nú 1. september verði leyst áfalla- laust fyrir bændur“, með tilvísunar til bókunar með samningnum. í framhaldi af þessum samningi var samþykkt að skipta umsömdu magni á milli héraða miðað við heildar- búmark eins og það var í árslok 1980, lækkað hlutfallslega niður að umsömdu magni. Ekki var tekin afstaða um hvernig skipta ætti magninu á milli einstakra bænda og því vísað til stjórnar. Fjöldi annarra tillagna var samþykktur á fundinum, m.a. ábendingar um lækkun búvara i verði til neytenda, að leitað verði leiða til að auka nýtingu á raf- magni til grasþurrkunar í gras- kögglaverksmiðjum og á bænda- býlum, að g- og j-lán hjá Stofn- lánadeild verði lengd um 10 ár, athugað verði með lengingu slát- urtíma sauðfjár, fagnað var frum- kvæði fjármálaráðherra í stöðvun búvöruinnflutnings til varnarliðs- ins og lagðar til breytingar á greiðslum fyrir ull. Lýsti fundurinn ánægju með þá fyrirgreiðslu sem ákveðin hefur verið til uppbyggingar loðdýra- rækt í landinu, en benti jafnframt á vanda þeirra sem hófu búskap án hennar. Lögð var áhersla á að Framleiðnisjóður veiti auknu fjár- magni til að leysa fjárhagsvanda fóðurstöðva og til að byggja nýjar. Samþykkt var að heimila stjórn sambandsins að byggja þrjú or- lofshús á þessu og næsta ári, tvö hús á landi Stéttarsambandsins i Ásgarði í Grímsnesi og eitt á Hól- um í Hjaltadal. Einnig skuli stefnt að því að Stéttarsambandið leiti eftir aðstöðu til byggingar orlofs- húsa í öðrum landshlutum ef reynslan sýni að fleiri húsa sé þörf. Allra leiða verði leitað við markaðsöflun fyrir dilkakjöt Fundurinn beindi því til stjórn- valda að leitað verði allra mögu- á að skv. lögum nr. 46-1986 er ráð- inu ekki lengur ætlað frumkvæði um markaðsöflun fyrir búvörur og er því eðlilegt að beina þessum tilmælum til ráðuneytisins. Fram- leiðsluráð leggur til að staðið verði að þessu máli á þann hátt að dr. Sigurgeiri Þorgeirssyni verði gert kleift með leyfi frá störfum sínum sem ríkisstarfsmaður að vinna að þessu verkefni næstu mánuði. Jafnframt verði tryggt að fé fáist úr Framleiðnisjóði landbúnaðar- ins til að kosta þetta verkefni sbr. 37. grein laga nr. 461985.“ Endurgreiddir verði 75/80 hlutar hins sér staka fóðurgjalds Aðalfundurinn lagði til að end- urgreiddir verði 75/80 hlutar hins sérstaka kjarnfóðurgjalds vegna afurða nautgripa og sauðfjár, í samræmi við tillögu Framleiðslu- nýjar leiðir ■ f' S ÞRÓUNARFÉLAG ÍSLANDS HF. Áskrift hlutafjár stendur nú yfir og liggur stofn- skjal félagsins frammi í ölium bönkum og útibú- um þeirra ásamt kynn- ingarbæklingi. í bæklingnum eru eyðu- blöð til þess að skrifa sig fyrir hlutafé og sækja um lán úr ríkissjóði til hluta- fjárkaupa. Athygli er vakin á því, að þeir sem vilja fá svör við því áður en áskriftar- frestur rennur út, þann 30. september, hvort lánsumsóknir þeirra séu lánshæfar, þurfa að senda umsóknir sínar fyrir 16. september næst- komandi. betri lífskjör Mikið pappírsflóð var á þessnm fnndi eins og mörgum öðrum. Hér er sýnis- hornafþví. legra leiða til markaðsöflunar fyrir íslenskt dilkakjöt innanlands sem utan, svo ekki þurfi að fækka sauðfé í landinu meira en orðið er, og lýsir fullum stuðningi við álykt- un Framleiðsluráðs frá 28. ágúst 1985 um markaðsöflun. Þá telur fundurinn að fullkomin þörf sé á könnun þess hvort óheilbrigði í fjárstofnum landsmanna kunni að hafa neikvæð áhrif á markaðsöfl- un. Sé svo beiti Stéttarsambandið sér fyrir róttækri aðgerð hvað varðar hreinsun stofnsins af sjúk- dómum. Ályktun Framleiðsluráðs sem vitnað er til er svohljóðandi: „Framleiðsluráð landbúnaðarins skorar á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir því að markaðsleit fyrir kindakjöt í Bandaríkjunum, í framhaldi af könnun dr. Sigur- geirs Þorgeirssonar og Gunnars P. Ingólfssonar í sumar, verði fylgt eftir af fremsta megni á næstu mánuðum. Framleiðsluráð bendir ráðs landbúnaðarins þar að lút- andi. í tillögu Framleiðsluráðs er gert ráð fyrir að endurgreiðslan verði 1 tvennu lagi, fyrst verði greitt sem svarar 60/80 hlutum sérstaks fóðurgjalds af ákveðnu magni fóðurs til framleiðslu kg. eða lítra afurðar, j)ó einungis inn- an framleiðslukvóta. 15/80 hlutar gjaldsins verði gerðir upp í lok verðlagstímabils afurðar m.a. með tilliti til framleiðsluréttar og stöðu fóðursjóðs. Aðalfundurinn vildi einnig að kannaðar verði leiðir til að taka sem fyrst upp aðferðir við kjarn- fóðursköttun sem hindra óþarfa fjárbindingu vegna samnings- bundinnar búvöruframleiðslu. Þá var í annarri ályktun skorað á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir því að verulegur hluti grunn- gjalds á kjarnfóður renni til Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins sem aukafjárveiting á næsta ári. -HBj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.