Morgunblaðið - 12.09.1985, Page 21

Morgunblaðið - 12.09.1985, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 21 Óleyst verkefni — eftir Gísla Sigurbjörnsson Þau eru óteljandi óleystu verk- efnin. í blöðunum er sí og æ verið að skrifa um þau. Fiskeldi í vötn- um, ám og sjó er líklega mest um- rædda verkefnið og vafalaust það mikilsverðasta. Þá koma virkjanir og stóriðja, álbræðsla, járnblendi — lífefnaiðnaður og tækni. Allt þetta og ótal margt fleira má upp telja, að ógleymdum sjávarútvegi, landbúnaði og alls konar iðnaði. Reisa þarf skóla, stofnanir, sjúkrahús, íþróttahús og fleira og fleira. Ekki má gleyma höfnum, vegum, brúarsmíði, jarðgöngum, leikhúsum, útvarpshöll, banka- byggingum, húsum — og svo má endalaust telja. Allt lífsnauðsyn- legt en við verðum að velja og hafna, vit og fjárhagur verða að ráða ferðinni, ekki pólitík og ráð- leysi. Þetta kostar ailt peninga og við skuidum þegar allt of mikið. Barnalánið hjá Hambrosbank á að endurgreiða á öðrum tug næstu aldar. Vinna barna er bönnuð víð- ast meðal menningarþjóða, hér er hún leyfð og skattlögð. Heimilispósturinn lætur þetta allt afskiptalaust, fæst orð bera minnsta ábyrgð. Við munum að- eins skrifa grein um eitt af okkar sérmálum, framtíðina í ellinni. Heilbrigðismálin eru vandasöm og erfitt um þau að skrifa, hér hefur allt verið sagt enda árang- urinn stórkostlegur. Lyfsalar eru í hæsta flokki skattgreiðenda. Læknar fjölmargir, 995 eru með lækningaleyfi samkvæmt nýrri skýrslu frá landlækni. Sumir eru þó ekki enn með starfsleyfi, nokkrir hættir vegna aldurs eða lasleika. Landsmenn eru liðlega 240.000 talsins. Fleiri læknar bæt- ast við á næstunni, enda er Há- skóli íslands fjölmennur. í Breiðholtinu, reyndar víðar á landinu, eru margir aldraðir, einnig öldruð hjón, sem þurfa stundum á dvöl á sjúkrahúsi eða hjúkrunarheimili að halda. Um þessi hjón er greinin skrifuð. Þau búa í íbúð sinni, t.d. í stóru húsi í Breiðholtinu. Eiginkonan þarf að fara á sjúkrahús eða hjúkrunarheimili um stundarsak- ir. Erfitt er að fá pláss en gerum ráð fyrir að það takist, þá verður annað hjónanna heima í íbúðinni, oft hjálparvana einstæðingur. Hér væri hægt að ráða bót á ef til væri heimili, þar sem væri hjúkrunar- deild fyrir þá sjúku, en einnig hús- rúm fyrir hitt hjónanna, þar sem heilbrigt fólk væri. Með öðrum Gísli Sigurbjörnsson Höfundur kemst hér ad þeirri niöurstöðu aö „full verðtrygging“ sé ótvírætt „besti grund- völiurinn fyrir skynsam- legri langtímafjármögn- un húsnæöislána“. orðum, hjónin fengju bæði initi undir sama þaki. Er ég sann- færður um að það myndi verða til þess, að heilsan lagaðist fyrr hjá þeim sjúka og hinum liði betur, heldur en að vera einn eftir í íbúð- inni. Með því að veita þeim báðum hjúkrun og húsaskjól í sama hús- inu, væri oft leystur mikill vandi. Tilraun í þessa átt hefur verið gerð í Vestur-Berlín og er talið að hún hafi reynst vel. Væri vissu- lega þess virði að athuga um slíka lausn á oft erfiðu vandamáli, en til þess að það gæti orðið, þarf margt að breytast. Áhugi á þessum mál- um finnst mér vera hverfandi, menn hugsa svo mikið um sjálfan sig, og hitt allt verður útundan. Hvað varðar okkur um þetta blessað aldraða fólk? Jú, við skul- um ekki alveg gleyma því, það er ljótt, en vera si og æ að staglast á, hvað hægt sé að gera fyrir það og hvað eigi að gera fyrir það? Blöðin eru að mestu hætt slíkum skrifum, en Heimilispósturinn heldur sínu striki — en hversu lengi? Höfundur er forstjóri Elliheimilis- ins Grundar. Skortur á raforkuverkfræð- ingum á Nórðurlöndum Ársfundur Nordel, samtaka for- vstumanna helstu raforkufyrirtækja og -stofnana á Norðurlöndum, fór fram í Reykjavík dagana 28. til 30. ágúst sl. Arsfundir þessir eru haldn- ir til skiptis á Norðurlöndunum og eru fjórir meðlimir frá hverju landi í samtökunum. „Okkar ávinningur af þessu samstarfi felst fyrst og fremst í upplýsingastreymi," sagði Jakob Björnsson orkumálastjóri á fundi sem boðað var til með blaða- mönnum í tilefni af ársfundinum. „íslendingar eru ekki beinir aðilar að nefndum Nordel, en við fylgj- umst með því sem þar er verið að ræða og tökum mið af því sem kemur fram í þeim umræðum. En ísland er af landfræðilegum ástæðum ekki tengt raforkukerf- um hinna Norðurlandanna og get- ur af þeim sökum ekki tekið þátt f samstarfinnu með sama hætti og þau.“ Sem dæmi um mál, er varðar allar Norðurlandaþjóðirnar og var rætt á ársfundinum, nefndi orkumálastjóri tilfinnanlegan skort á raforkuverkfræðingum á Norðurlöndum, þar eð stúdentar sem ljúka námi í rafmagnsverk- fræði kjósa sér fremur starfs- vettvang í rafeindagreinum en orkugreinum að námi loknu. Umferðarslys við Akureyri: Ekið á brúarstólpa ALVARLEGT umferðarslys varð við Akureyri á mánudag, þegar ung kona missti vald á bifreið sinni við austustu brúna á Þver- brautinni svokölluðu, með þeim afleiðingum að bifreiðin skall á annan brúarstólpann. Konan slas- aðist verulega, m.a. fót- og lær- brotnaði. Bifreiðin, sem var ný af gerðinni Honda, er gjörónýt, að sögn lögreglunnar. KARNABÆR y Austurstræti 22 M __ sími 45800 9 ffll Mn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.