Morgunblaðið - 12.09.1985, Síða 24

Morgunblaðið - 12.09.1985, Síða 24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 Yngsta kynslóðin lét sitt ekki eftir liggja við að finna réttu mörkin. „Hvar ætli ég fínni mínar kindur,“ gæti þessi unga Miðfjarðarstúlka verið að hugsa. Ho, Ho, Ho — smalað saman í almenninginn. Eftir réttirnar hófst heimreksturinn og fóru bændur um svo að önnur umferð gekk heldur ógreiðlega á meðan. „NEI, KOMDU sæll gamli minn. Langt síðan við höfum sést. Líklega ekki síðan í fyrra í réttunum. Þú ert bara orðinn kenndur. Hvar hafíð þið hestana? Hva ... það er nú allt í stakasta lagi með þá ... svona komdu og fáðu þér einn með okkur.“ Þetta voru fyrstu samræð- urnar er blaðamaður Morgunblaðs- ins varð vitni að þegar hann renndi í hlað í Staðarskála í Hrútafirði seint sl. laugardagskvöld, en þá voru leit- armenn nýkomnir með fé sitt af fjöl- lum og hinn árlegi réttardagur átti að hefjast árla næsta morguns þar í sveit, og í næstu sveit við: Hrúta- tungurétt í Hrútafírði og í Miðfjarð- arrétt í Miðfírði. Leitarmenn voru tvo daga i göngum og gistu nótt í leitar- mannaskálum eins og þeirra er vani. Tuttugu menn fóru um Stað- arhrepp og komu með 4—5.000 fjár til byggða og 55 leitarmenn fóru um Ytri- og Fremri-Torfu- staðahrepp og komu með um 15.000 fjár til byggða að sögn fjallkónga. í báðum réttum var hafist handa eldsnemma á sunnu- dagsmorgun. Hrútatungurétt lauk um hádegi og rak þá hver sitt fé til síns heima og fór Jaðarsbóndinn fyrstur af stað þvi hann átti lengst heim að sækja. Siðan fóru bændur koll af kolli hver með sinn fjárhóp eftir þjóðveginum svo að önnur umferð þar gekk heldur ógreiðlega á meðan. Miðfjarðar- rétt stóð aftur á móti langt fram eftir degi svo að menn rétt náðu að skola af sér réttarrykið, fara i ballfötin og drífa sig á dansleik um kvöldið i Ásbyrgi í Miðfirði, en þar var réttardansleikurinn hald- inn með pomp og prakt. Megum til með að taka lagið „Ég gæti svo sannarlega hugsað mér að vera bóndi hérna núna,“ sagði Björn Jónsson, annar Fossbræðra, sem nú er burtfluttur Hrútfirðingur og bróðir hans Gunnlaugur og Vigfús Vigfússon tóku undir það. „Vigfús er að vísu ekki Hrútfirðingur, i húð og hár. Hann fluttist hingað 13 ára gam- all og var fljótt tekinn inn í sam- ir hlýddu. Kvenfélag Staðarhrepps sá um veitingarnar: ilmandi kaffi, kleinur, pönnukökur og sódakökur í gömlum réttarballsbragga, Sík- árbragga, sem stendur við réttina og þar var einnig haldin hluta- velta fyrir yngstu kynslóðina. Menn fóru að skeggræða um gömlu góðu réttarböllin, sem haldin voru þarna í bragganum og söknuðu þeirra daga greinilega. Þá sátu kvenmennirnir á mjóum bekkjum beggja vegna dansgólfs- ins og biðu eftir dansherrum. Elstu karlarnir héldu sig hinsveg- ar i skála nokkrum út undan bragganum og sungu hver sem betur gat. Gullbrúðkaup fjallkóngs Fyrrverandi fjallkóngur, Trausti Jónasson á Hvalshöfða sagðist hafa farið fyrst í göngur fyrir 50 árum þannig að í raun ætti hann einskonar gullbrúðkaup í dag. „Reyndar samdi vinur minn, Árni Jón á Bálkastöðum, um mig vísu í gær í tilefni tímamótanna og hljóðar hún svona: Ungur Trausti átti þrá, úti loftið seiðar. Fimm eru tugir farnir hjá, fram um allar heiðar. Trausti sagðist eiga tik sem heitir Píla og vann hún heilmikið afrek í gær. „Þegar við komum af heiðinni og ætluðum að fara að setja féð inn í girðingu, kom ein- hver styggð í það svo að það rudd- ist allt í öfuga átt. Píla min aftur á móti brá skjótt við og hljóp eins og fætur toguðu fyrir féð og smal- aði því saman áður en illa fór.“ Trausti sagði að aðeins hefðu þrír hundar verið með í leitinni og væri það allt of lítið. Björn Jónsson, söngstjóri, var kominn með kór heimamanna út i eitt horn gamla braggans og kyrj- aði nú hver sem betur gat. „Árni Jón, komdu, það vantar bassann." Og við svo búið var Árni Jón rok- inn og stillti sér upp bassamegin í kórnum. Hann gaukaði því þó að blaðamanni að þar í sveit væri sungið án söngvatns. „Við erum svo hressir að eðlisfari." Og áfram var haldið: Bjartar vonir vakna, Blessuð sértu sveitin mín, Lóan er komin, Kátir voru karlar og mörg fleiri lög voru kyrjuð þarna f braggahorninu og voru þau meira að segja rödduð. Kristján Isfeld sagði að sér hefði verið steypt af stóli sem fjallkóngi, en það gerði ekkert til Séð yfir Hrútatungurétt. I gamla bragganum við réttina voru réttardansleikirnir haldnir fyrir fáeinum árum, en nú veittu kvenfélagskonur kaffí og meðlæti þar inni. félagið og hefur verið meðal okkar siðan þó hann búi nú í Reykjavík eins og við bræður. Þó getum við þremenningarnir ekki látið rétt- artímann líða hjá án þess að heimsækja gömlu góðu sveitina okkar. Það er alltaf viss „sjarmi" yfir þessu. Við komum hingað á hverju ári og höldum til hjá hon- um Magnúsi í Staðarskála. Já, ég var léttur á mér í göngun- um í gamla daga og hafði góðan hund. Strákar, við megum til með að fara að taka lagið," hélt Björn áfram. „Hrútfirðingar hafa nú hingað til getað tekið lagið ef við þekkjum þá rétt og síðan ætlum við í Miðfjarðarrétt eftir hádegið og vita hvort þeir kunna að syngja þar. Við erum að bíða eftir kaffi- tímanum — þá byrjar kórinn. Það versta er að undanfarin ár hafa stjórarnir hér aðeins gefið 40 mín- útna kaffihlé, en ég hef nú imprað á þvi við þá að gefa nú klukkutíma í kaffi ... já, við skulum sjá til.“ Sverrir Björnsson í Brautar- holti var réttarstjóri í fyrsta sinn og tók hann við af Kristjáni ísfeld, sem haldið hafði embættinu fimm sl. ár. Sverrir sagði að rekið hefði verið niður í tveimur hópum, niður óspaksstaði og Fossdal. Geymt var í safngirðingu nærri réttinni um nóttina. „Þokan er okkar versti farartálmi og komust leitarmenn ekki fyrr en klukkan 10.30 úr leitarmannaskálum seinni daginn. Ekki er enn ákveðið hvenær seinni leitin verður farin. en líklega verður hún úr þyrlum. I fyrra fundust 14 kindur við seinni leit. Nú var fé töluvert niður við girðingu vegna kuldanna sem gerði í byrjun mánaðarins.” „Kaffi!“ hrópaði stjórinn og all- í réttum með Hrútfirð- ingum og Miðfirðingum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.