Morgunblaðið - 12.09.1985, Síða 25

Morgunblaðið - 12.09.1985, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 25 þar sem hann gat ekki farið í ár vegna tímaskorts og heilsuleysis. Kórinn hélt áfram tónleikahaldi sínu fram undir hádegi þar til al- menningurinn var orðinn tómur og bændur höfðu allir fundið sitt fé og dregið það í dilka. Þá héldu menn heim á leið með fjárhópa sína og tók það t.d. bændurna, sem bjuggu lengst frá réttinni, 5—6 tíma að koma fénu heim. í réttum í 85 ár Hrútafjarðarrétt var lokið og þá var eins gott fyrir blaðamann að fara að koma sér af stað ef hann ætlaði að ná í Miðfjarðarrétt, því Hrútfirðingar hugðust teppa þjóð- veginn næstu klukkutímana með fjárrekstri sínum. Miðfjarðarrétt var mun stærri og fjölmennari. Fjallkóngar voru fjórir: Rafn Benediktsson fór með hóp um Núpsheiði, Friðrik Böðv- arsson tók Tunguna sem er vestari hluti Aðalbólsheiðar, Jóhannes Kristófersson fór um Kjálkann, sem er austari hluti heiðarinnar, og Þorsteinn Helgason fór með leitarflokk um Húksheiði. Réttar- stjórinn, Björn Einarsson á Bessa- stöðum, sagði að hluti af mann- skapnum hefði lent í þoku annan morguninn eins og Hrútfirðingar og tafist i eina tvo tíma, en það hefði ekki háð þeim. Leitarmenn komu til byggða milli kl. 19.00 og 20.00 á laugardagskvöld. Féð var geymt í girðingum í Vesturárdal, Núpsdal og í Austurárdal. Stóð- Guðjón Einarsson frá Huppahlíð. rétt hófst síðan klukkan 7.00 sunnudagsmorgun og kom fyrsti fjárreksturinn klukkan 10.15. Hann Skúli Benediktsson var manna fyrstur til að verða á vegi blaðamanns i Miðfirðinum og sagðist hann ekki hafa komið i réttirnar í 20 ár. „Mér finnst tím- Bjðrn Einarsson á Bessastöðum var réttarstjóri í Miðfjarðarrétt. arnir hafa breyst nokkuð miðað við það sem áður var.“ Guðjón Einarsson frá Huppa- hlíð í Miðfirði varð níræður í júlí sl. og gat ekki hugsað sér að sleppa réttunum. „Mig hefur ekki vantað á eina einustu rétt siðan ég var 5 ára gamall, nema hvað ég var haustið 1925 i Fljótstungurétt í Mýrasýslu. Breytingin í gegnum árin hefur verið töiuverð, sérstak- lega eftir áð girt var milli Borg- firðinga og Miðfirðinga árið 1947. Fyrir þann tíma var samgangur- inn mikill og fjárréttir stóðu jafn- vel á annan dag ef eitthvað var að veðri. Nú kemur mikið af aðkomu- fólki i réttirnar, en hér áður fyrr kom aðeins fólk úr næstu sveitum riðandi á hestum sinum.“ Guðjón hætti að búa fyrir 14 árum. Hann sagði að búið hefði verið á allt að 60 bæjum í Miðfirðinum hér áður, en nú væru fjöldamargir þeirra farnir í eyði. „Krakkar mínir, út úr almenn- ingnum ... allir frá,“ hrópaði réttarstjórinn og almenningurinn fylltist enn einu sinni af fé. Ungir sem gamlir hófust handa, skemmtu sér konunglega og unnu hörðum höndum. „Dúddi, eigum við að segja blaðamanninum frá hrossunum á Barði ... ah, ah, ah?“ segir rödd ein í næsta dilk. Blaðamaður sperrir eyrun og bíð- ur. „Já, hann Dúddi vinur minn lenti í að elta hrossin. Það var þriggja tíma ævintýraleg orrusta.“ „Elskan mín, slepptu þessu með hrossin,“ segir Dúddi. „Ég vil ekki eiga við þetta núna u „Stelpur, stelpur, ekki stinga mig af. Ég ætla að dansa við ykkur á ballinu," heyrist í fjarska og senn líður að lokum réttardags í Miðfirði. VEGNA HAGSTÆÐRA SAMNINGA VIÐ FRAMLEIOENDUR STÓRKOSTLEG . VERÐLÆKKUN HJA ▲ NISSANSUNNY ðkr.370.000.- NISSAN MICRA íkr.317.000.- NISSANPULSARCHERRY 4 kr.336.000.- Aöeins þessi eina sending. Tökum flesta notaöa bíla upp í nýja. Munið okkar landsfrægu kjör. Bílasýning laugardag og sunnudag ki. 14' INGVAR HELGASON HF Sýningarsalurinn/Rauðageröi, simi 33560. ■ 17. LÍNUEFNI BLÝ-TEINATÓG FLOTTEINN NÆLON-TÓG STÁLVÍR allskonar SNURPUVÍR 28m/m 6x24x7 800 mtr. rúllur KARAT LANDFESTATÓG 50% aukinn styrkleiki BAUJUSTENGUR ÁL, BAMBUS, PLAST BAUJULUKTIR ENDURSKINSHÓLKAR ENDURSKINSBORÐAR LÍNUBELGIR NETABELGIR BAUJUBELGIR ÖNGLAR — TAUMAR MÖRE- NETAHRINGIR NETAKEÐJA NETALÁSAR NETAKÓSSAR LÓÐADREKAR BAUJUFLÖGG NETAFLÖGG HSKKÖRFUR FISKGOGGAR FISKSTINGIR SALTSKÓFLUR ÍSSKÓFLUR FLATNINGSHNÍFAR FLÖKUNARHNÍFAR BEITUHNÍFAR KÚLUHNÍFAR SVEDJUR VASAHNÍFAR STÁLBRÝNI HVERFISTEINAR í KASSA OG LAUSIR RAFMAGNS- HVERFISTEINAR GÚMMÍ - OG PLASTSLÖNGUR ALLAR GEROIR OG STÆROIR LAKK- OG MÁLN- ING ARUPPLE Y SIR NÚ EINNIG! FULLKOMIN MÁLNINGAR- ÞJÓNUSTA ALLIR LITIR OG ÁFERÐIR Á VEGGI, GÓLF, GLUGGA, VINNUVÉLAR OG SKIP. ANANAUSTUM SÍMI 28855 Opið laugardaga 9—12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.