Morgunblaðið - 12.09.1985, Síða 26

Morgunblaðið - 12.09.1985, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUK 12. SEPTEMBER 1985 Símamynd/AP Járnbrautarbrúin yfir Öreálven stó&st ekki vatnsflauminn. Annar brúarstólpanna brast og skolaðist í burt. Talið er, að það taki a.m.k. mánuð að gera við brúna. Svíþjóð: Miklir skaðar af flóðum í Dölunum Stokkhólmi, 11. september. AP. MIKLIR vatnavextir eru í ám í Mið-Svíþjóð og eru akrar víða undir vatni og þorp umflotin. Hefur neyð- arástandi verið lýst yfir í mörgum bæjum og þorpum næst ánum. Olof Palme, forsætisráðherra, varð að gera hlé á kosningabaráttunni í dag og fara til flóðasvæð- anna í Dölunum og Helsingjalandi og er sagt, að honum hafi brugðið í brún þegar hann sá hve ástandið var alvarlegt. Fara verður allt aftur til ársins 1916 til að finna sambærilega vatnavexti. í Mið-Svíþjóð hefur rignt næstum hvern dag síðan i júlí og árnar stöðugt verið að vaxa, einkum þó Dalelfur. Það bætti svo ekki úr skák, að sl. laugardag brast stífla við vatnsorkuver og milljónir tonna af vatni geystust niður fljótið. Rofnuðu þá vegir og brýr og byggingar brotnuðu. Bóndabæir og þorp á þessum slóðum eru um- flotin vatni og vegna þess, að mjólkurbílarnir komast ekki til að sækja mjólkina verða bændur að hella henni niður. Súrnar svo mjólkin þar sem henni er kastað og leggur þá lyktina víða. Tjónið á ökrum, skógum, vegum og brúm er metið á hundruð milljóna skr. Hussein við Bandaríkjamenn: Leyfið PLO að sanna góðan ásetning sinn Ráðist að portú- gölskum sendi- herra í Beirút — sjálfsmorðsárás gerð að varðstöð Beirút, 11. september. AP. VOPNAÐIR hermenn réðust að portúgalska sendiherranum, Lous Gozaga Ferreira, er hann fór ásamt konu sinni frá kristna hlutanum í Beirút yfir tii vesturhluta múhameðstrúarmanna, en líbanski herinn bjargaði honum. „Þetta gerðist með skjótum hæteti og var líka fljótt afstaðiö, guði sé lof. Ég þakka líbanska hernum af heilum hug,“ sagði Ferreiera, í samtali vð frétta- mann AP. Jerwufcm, II. eeptember. AP. HUSSEIN Jórdaníukonungur sagði í dag við sendinefnd bandarískra gyð- inga, að stjórnvöld í Bandaríkjunum Veður víða um heim Lngst Hreat Akurayri 11 ekýfaO Anwtnrdam 7 21 akýjaO Aþnna W 27 heiðekírt Barcekma vantar Bertín 7 18 •kfioo BrUeaet « 25 haióekirt Chiceflo 17 21 heióekirt Oubtín 15 20 hatOekfrt Fenertar vantar Frankturt S 20 hetóskírt Oanl 11 19 haióekírt Hetainki 7 13 ekýjeó Hong Kong 26 29 heióekfrt Jerúutem 16 26 hatóekfrl Kaupmannah 10 15 heióskfrt taa Palmae vanter Lieeabon 20 31 akýlaó London 14 25 heióakirt Loa Angatee 18 22 akýjaó Lúnemborg 19 heióekírt Mataga 30 léttakýjað Mallorca 30 Wttakýiaó Miaml 26 31 ekýjaó Montreal $ 15 haióekirt Moekva • 15 rignfng Maw Vork 1« 26 hatóskfrt Oeió 6 13 heiðekírt Perie 12 23 heiðekírt Peking 1$ 26 heióekírt Beykiavrk 12 rigntng Ribde Janerro 16 27 « iS-t.l-1 neiosnin Hómaborg 17 31 hetóeklrt Stokkhólmur 9 14 akýjað Bydney 13 20 rigning Túkýó 24 26 rtgning Vmarborg 10 ■■ * ekýjaó • bórsböfn 12 ekýjaó ættu að hitta samningamenn Frels- issamtaka Palestínumanna, PLO, að máli og gefa þeim tækifæri til að sanna góðan ásetning sinn. Hussein sagði, að PLO mundi gangast undir að viðurkenna ályktun Sameinuðu þjóðanna, þar sem ísrael er viðurkennt skilyrð- islaust, svo fremi sem Richard Murphy, sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar, kæmi á fund PLO-manna til viðræðna. Einn af sendinefndarmönnun- um, Henry Rosovsky, sagði, að stæði PLO ekki við þetta, mundi Jórdaníukonungur hætta liðveislu við samtökin í samningaumleitun- um þeirra. Israelskur embættismaður hafði eftir Shimon Peres forsæt- isráðherra, að loforð PLO væru „vafasöm" í ljósi síðustu atburða. London, 11. september. AP. BANDARÍKJADOLLAR hélt áfram að hækka í verði í dag gagnvart öll- um helstu gjaldmiðlunum sökum spár um aukinn hagvöxt í Bandaríkj- unum. Búist er við að tölur um heild- sölu og iðnframleiðslu, sem birtar verða á fostudag, muni gefa gleggri mynd af efnahagsástandi I Banda- ríkjunum. Gull féll í verði í dag. Dollarinn kostaði 243,325 jap- önsk yen í London síðdegis, en kostaði 243,00 yen í gær. Sterl- ingspundið kostaði 1,30775 doll- I Líbanon fórst líbönsk ungl- ingsstúlka í sjálfsmorðsárás er hún ók bíl hlöðnum sprengiefni inn í varðstöð mannaða suður-líbönsk- um hermönnum. Þjóðernisflokkur Sýrlands fullyrðir að 20 menn hafi farist í sprengingunni, 18 Líbanir og tveir fsraelsmenn. Hernaðar- yfirvöld í Tel Aviv sögðu hins vegar að enginn hefði farist í árás- inni nema stúlkan, en tveir menn hefðu særst. Flugslysið í Japan: Vísbendingar finnast um málmþreytu Tókýó, 11. september. AP. FUNDÍZT hafa vísbendingar um málmþreytu í aftara þrýstingsskil- rúmi japönsku júmbóþotunnar, sem fórst í innanlandsflugi í Japan fyrir mánuði, með 520 manns, að því er japanskir fjölmiðlar hafa eftir sér- fræðingum, sem vinna að rannsókn slyssins. Málmþreyta getur valdið skyndilegum bresti í málmi, en talið er einmitt að stélkambur þotunnar hafi rifnað af er skil- rúmið gaf sig og loft úr farþega- klefanum æddi upp í stélið. Loft í farþegaklefanum er undir miklum þrýstingi, en enginn loftþrýstingur er I stélinu. ara, en kostaði í gær 1,3150 doll- ara. Gengi dollarans var annars á þá leið, að fyrir hann fengust: 2,9570 v-þýsk mörk (2,9420), 2,4370 svissneskir frankar (2,4262), 9,0050 franskir frankar (8,%50), 3,3175 hollensk gyllini (3,3020), 1.964,00 ítalskar lírur (1.956,00) og 1,37225 kanadískir dollarar (1,37195). Gullúnsan kostaði síðdegis 320,50 dollara en kostaði í London í gær 321,75 dollara. Ferreira sagði að bíll sinn hefði rétt verið kominn yfir „grænu línuna" sem skiptir borgarhlutun- um þegar hann var stöðvaður af tveim eða þrem vopnuðu mönnum. „Þeir rifu upp afturhurðina og reyndu að draga mig út. Bílstjóri minn, sem er fyrrverandi undirfor- ingi í hernunr, var að reyna að komast að samkomulagi við menn- ina, þegar líbanskir hermenn komu mér til hjálpar. Við héldum áfram undir vernd hersins, og sáum þar síðast til að líbanskir hermenn deildu við árásarmenn- ina,“ sagði sendiherrann. Ferreira var á leið til starfa í sendiráðinu í vesturhluta Beirút, þegar atvikið átti sér stað. Reagan vill að Danir efli varnir Vesturlanda Washington, 11. september. AP. RONALD Reagan hvatti Poul Schliiter, forsætisráðherra Dan- merkur, til að leggja sitt af mörkum til að efla varnir Vesturlanda, á fundi sem leiðtogarnir tveir áttu í Washington í gær. Reagan sagði að ætti friður að ríkja í heiminum næstu öldina, yrði að efla varnarkerfi Vestur- landa, því friður fengist ekki með almannatengslaherferðum, né góðum óskum. Schlúter sagðist vonast til þess að leiðtogafundur Reagans og Mikhails Gorbachev í nóvember myndi marka upphaf bættra samskipta stórveldanna, sem kæmu Bandaríkjunum, Sov- étríkjunum, aðildarríkjum Atl- antshafsbandalagsins og heimin- um öllum að góðum notum. Leiðtogarnir fordæmdu báðir í ræðum sínum verndarstefnu í viðskiptamálum og hvöttu til frjálsra markaðsviðskipta og auk- inna alþjóðlegra samskipta á sviði verslunarmála. Njósnamálið í V-Þýskalandi: Ritari forsetans játar á sig njósnir frá 1970 Bonn og Koblenz, 11. september. AP og Observer. MARGRÉT Höke, fyrrverandi ritari Richard Von Weizacker, forseta Vestur-I*ýskalands, sem sökuð er um njósnir í þágu Austur-Þjóðverja, hefur nú játað að hafa stundað njósnir allt frá 1970. Þá var einnig háttsett- ur embættismaður í innanríkisráðuneyti V-Þjóðverja dæmdur f S'/i árs fangelsi í dag fyrir njósnir. Höke var handtekin fyrir tveimur vikum og segist hún hafa fengið A-Þjóðverjum í hendur ýmsar leynilegar upplýsingar síð- an 1970, en hefur neitað að stað- festa að yfirmaður hennar hafi verið Franz Becker, sem starfaði fyrir öryggisráðuneyti A-Þjóð- verja í Bonn. Becker þessi er tal- inn hafa verið njósnari, sem sér- hæfði sig í ástarsamböndum við einmana konur í ábyrgðarstöðum í þeim tilgangi að ná frá þeim leynilegum upplýsingum. Hann kynntist Höke árið 1968, en þá hafði hún þegar aðgang að öllum helstu leynigögnum v-þýska ríkisins. Þá var Franz Arthur Roski, fyrrum háttsettur embættismað- ur i innanríkisráðuneyti V-Þýskalands, dæmdur í 5Vfe árs fangelsi í dag, fyrir að hafa njósnað í þágu A-Þjóðverja í 13 ár. Roski fór með málefni pólit- ískra flóttamanna í Vestur- Þýskalandi og játaði hann á sig njósnir á fyrsta degi réttarhald- anna 27. ágúst sl. Hann sagði hins vegar að hann hefði ekki hafið njósnirnar fyrr en komm- únískir embættismenn hefðu hót- að honum öllu illu vegna gjald- eyrissvika, sem áttu sér stað í A-Þýskalandi 1971 þegar Roski var þar í heimsókn. Dómarinn í máli Roski, sagði að hann hefði alit frá þvi hann var handtekinn í júlí í fyrra verið mjög samvinnuþýður og hefði verið tekið tillit til þess þegar dómsúrskurðurinn var kveðinn upp. Roski hefði getað hlotið allt að lífstíðarfangelsi. Dómarinn sagðist einnig vonast til þess að málsmeðferðin yrði hvatning til annarra, sem hefðu njósnir á samviskunni, um að gefa sig fram við lögregluna. Gengi gjaldmidla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.