Morgunblaðið - 12.09.1985, Síða 32

Morgunblaðið - 12.09.1985, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 Gítartónleik- ar í Áskirkju FIMMTUDAGINN 12. sept. kl. 20.30 halda gítarleikararnir Símon ívarsson og Siegfried Kobilza frá Austurríki tónleika í Áskirkju í Reykjavík. Eru þetta einnig loka- tónleikar þeirra hér á landi að þessu sinni. léku á nokkrum tónleikum við góðar undirtektir. Símon ívars- son og Siegfried Kobilza hafa þrisvar sinnum áður haldið tón- leika saman hér á íslandi og nú síðast í vor er þeir fóru í tón- leikaferðalag um landið. Á efnisskránni er létt klassísk tónlist eftir þekkt tónskáld, má þar m.a. nefna Beethoven, J.C. Bach, M. Praetorius, Boccherini og fleiri. Siegfried Kobilza hélt velheppnað gítarnámskeið í Reykjavík í byrjun sejjtember í samvinnu við Símon Ivarsson á vegum Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. í framhaldi af því héldu þeir Símon og Sieg- fried til Vestfjarða þar sem þeir Siegfried Kobilza hefur víða haldið tónleika í Evrópu og nú nýverið lék hann á hinni frægu tónlistarhátíð í Salzburg „Salz- burger Festspiele". Einnig hefur hann leikið inn á tvær hljóm- plötur. Símon ívarsson hefur marg oft haldið tónleika víða um landið á undanförnum árum og leikið einnig í sjónvarpi og út- varpi. Hér sjást nokkrir „böðlar“ með einn bnsann á leið til „vígslu' MorgunblaðiA/Þorkell Busar siðaðir í Kvennaskólanum í GÆR var inntaka nýliða haldin hátíðleg í Kvennaskólanum í Reykjavík. Athöfnin fór þannig fram að fyrst var busunum safnað sam- an í skólastofum, en síðan leidd- ir til vígslu í sal skólans. Ný- nemarnir voru leiddir í gegnum salinn framhjá eldri nemendum sem hæddu þá óspart. Því næst var þeim gefinn kjarngóður heilsudrykkur, sem innihélt lýsi og ýmislegt annað sem eldri nemar töldu nauðsynlegt til að örva þroska þeirra. Að lokinni drykkju var ný- nemum veitt skjal er tiltók að viðkomandi hefði verið tekinn í tölu fullgildra nemenda við Kvennaskólann. Loks var ný- nemunum gert að gleðja eldri nema með söng, þ.e. þeir sem höfðu hagað sér skikkanlega. Hinir sem minna kunnu fyrir sér í mannasiðum voru settir á einskonar námskeið í þeim efn- um. Gunnar Karls- son sýnir í Flotta galleríinu GUNNAR Karlsson opnaði þriðju- dag kl. 13 aðra einkasýningu sína í Flotta galleríinu, salnum á Vestur- götu 3. Sýnir hann í þetta skipti akrýlmálverk máluð í heitum litum og miklum kulda austur í Finnlandi þegar hann dvaldi í norrænu lista- miðstöðinni í Helsinki veturinn 83-84. Eitt verka Gunnars á sýningunni. Gunnar stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskólanum á árun- um 75—79 og í konunglegu Lista- akademíunni i Stokkhólmi 80—82 Hefur hann verið búsettur í Stokkhólmi undanfarin ár sýnt og selt og fengið styrki. Sýningin verður opin frá kl. 1 til 6 alla daga og eitthvað fram yfir helgi. (Frétlatilkynning) nSINLENTV Ingvar Þorvaldsson með tvö verka sinna. Morgunblaðið/Árni Sœberg Asmundarsalur: Ingvar Þorvaldsson sýnir vatnslitamyndir INGVAR Þorvaldsson sýnir um þessar mundir 25 vatnslitamynd- ir í Ásmundarsal við Freyjugötu. Sýningin var opnuð hinn 7. þ.m. og henni lýkur að kvöldi sunnu- dagsins 15. þ.m. Hún er opin um helgar frá kl. 14 til 22 og kl. 16 til 22 virka daga. í stuttu spjalli við Ingvar kom fram að myndirnar á sýn- ingunni væru í anda þess sem kallað væri raunsæi en annars sagði hann erfitt fyrir sig að flokka verk sín. Þetta væru myndir af landslagi, myndir frá höfninni og myndir af hús- um, málaðar á síðustu tveimur árum. Ingvar kvaðst hafa lagt stund á listmálun í rúm 15 ár og hefði hann haldið 16 einka- sýningar á þeim tíma bæði í Reykjavík og úti á landi, meðal annars á Akureyri og Húsavík. Hann kvaðst hafa lagt stund bæði á olíumálverk og vatns- liti, en nú á seinni árum hefði hann helgað sig vatnslitunum. Þeir ættu vel við sig og það væri spennandi að vinna með þeim. Hann kvaðst vinna þannig að hann færi 'ut í nátt- úruna og gerði skissur sem hann fullgerði síðan heima hjá sér. Ingvar er lærður húsamálari og vinnur að iðn sinni jafn- framt listinni. Hann var að lokum spurður hvernig þetta færi saman: „Mér finnst það fara vel saman. Þó þetta sé um margt ólíkt er þetta þó að ýmsu leyti skylt og maður er að fást við sömu efnin. Mér hefur gengið vel að samræma þetta enda sýnir sagan okkur að þetta hefur fylgst að í gegn- um aldirnar. Margir gömlu meistaranna í myndlist voru jafnframt húsamálarar," sagði Ingvar Þorvaldsson að lokum. -.—r „J- ^ Myndbrengl í þriðjudagsblaði Morgunblaðsins í frásögn af bónusvinnustöðvun á Eskifírði urðu þau mistök að röng mynd birtist af tveimur viðmælendum fréttaritara Morgunblaðsins. Hér birtist rétt mynd af þeim Stefaníu Árnadóttur og Guðnýju Stefánsdóttur við vinnu sína í frystihúsinu. Hluti myndanna, sem boðnar verða upp í kvöld. Klausturhólar: Málverkauppboð í kvöld KLAUSTURHÓLAR efna til mál- kvöld. Meðal annars verða boðnar verkauppboðs í Súlnasal Hótel Sögu upp myndir eftir Kristínu Jóns- í kvöld klukkan 20.30. Myndirnar dóttur, Jón Stefánsson, Ásgrím verða til sýnis á sama stað í dag Jónsson, Jóhannes Kjarval og Finn klukkan 14 til 18. Jónsson. Boðin verða upp 70 númer í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.