Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 33 Frá vinstri: Astrid Gjertsen, neytendamálaráðherra Noregs; Bo Holmberg, innanríkisráðherra Svíþjóðar; Kaisa Raatikainen, innanríkisráðherra Finn- lands; Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra; Britta Scholl-Holberg, innanríkisráðherra Danmerkur og Niels Pauli Danielsson, landstjórnarmaður frá Færeyjum. Fundað um sveitar- stjórnarmál Sveitarstjórnarmálaráðherrar Norðurlanda héldu fund í Kiruna í Svíþjóð snemma í ágúst stíðastliðn- um. Af íslands hálfu tóku þátt í fundi þessum Alexander Stefánsson, fé- lagsmálaráðherra, Jóhann Einvarös- son, aðstoðarmaður hans, og Hall- grímur Dalberg, ráðuneytisstjóri. Þetta er í fyrsta skipti sem ís- lenskur ráðherra tekur þátt í fundi af þessu tagi, en hin Norðurlöndin hafa haldið þá reglulega frá 1981. Tilgangurinn með fundarhöld- unum er að bera saman bækur um hvað sé helst að gerast í sveitar- stjórnarmálum hverju sinni. Auk þess er jafnan fjallað nánar um eitthvert afmarkað svið. Á þessum fundi var til dæmis rædd verka- skipting ríkisins og sveitarfélaga. Álexander Stefánsson, félags- málaráðherra, bauð til næsta fundar sveitarstjórnarmálaráð- herranna, en hann verður haldinn hér á landi 1987. (flr rrétUtilkynninga) , MorgunblnðiA/tJlfar ÁgúsUson. Stúdentaleikhúsið á götunni í eiginlegri merkinu. Ekki er að sjá að það dragi úr leikgleði þátttakenda. Verö aðeins kr. 284.000 Lánum helminq í 12 mánuöi 142.000 Þér greiðið 142.000 Landbúnaðarvélar hf Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600 Guðirnir ungu vestra ísafirði, 4. september. í BÍTÍÐ í morgun fyllti fjörlegur söngur ungmenna Hafnarstrætið og nærliggjandi hús svo hýrnaði yfir ísfirðingum í morgunsvalanum. Þarna var á ferðinni leikhópur frá Stúdentaleikhúsinu, sem nú fer hrað- fari um landið með rokksöngleikinn Guðirnir ungu eða EKKO til að minnast þess að í ár er ár æskunnar, en unglingar ásamt börnum og þroskaheftum eru þeir þjóðfélags- hópar sem minnst er sinnt af hálfu leikhúsanna að áliti Stúdentaleik- hússins. Leikurinn er eftir finnska skáld- ið og sálfræðinginn, Claes Ander- son og þýðandi er ólafur Haukur Símonarson rithöfundur. Við verk- ið er leikin músík eftir Ragnhildi Gísladóttur, fyrrverandi Grýlu, sem hún samdi fyrir þetta verk. Andrés Sigurvinsson leikstýrir, Karl Aspelund hannaði leikmynd og búninga, en Guðný B. Richards gerði brúður sem notaðar eru í hlutverk hinna fullorðnu í verkinu. Þrettán leikarar taka þátt í sýn- ingunni, ásamt hljómsveit, sem skipuð er fjórum hljóðfæraleikur- um. Fyrstu sýningarnar voru á Vesturlandi, síðan á Vestfjörðum, síðan liggur leiðin norður i land. Dúndrandi lífsgleði og kraftur var í leikhópnum hér í dag og er ekki að efa að áhorfendur eiga von á skemmtilegri sýningu um háal- varleg málefni. - Úlfar. Tækin eru byggö upp í einingum sem þú getur aukiö viö og raöar saman aö vild. Aö notkun lokinni má auöveldlega leggja tækin saman svo aö lítiö fari fyrir þeim. Líkamsræktartæki fyrir heimili og íþrótta- hús, einstaklinga og hópa. Vinsæl og vönd- uö tæki á góöu veröi. Mikil fjölbreytni — ótal möguleikar. r A' útilíf Glæsibæ, sími 82922.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.