Morgunblaðið - 12.09.1985, Page 35

Morgunblaðið - 12.09.1985, Page 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. SEPTEMBER 1985 Finnur sagði að laxaseiðin yrðu höfð í sjókvíunum í vetur auk þess sem keypt yrðu 10 þúsund regn- bogasilungsseiði sem alin yrðu í þriðju kvínni. Hann sagði að vetur- inn yrði prófsteinn á það hvort heils árs eldi í sjó gengi en vitað væri um ýmis ljón í veginum. Hann kvaðst til dæmis hræddur við ýmsa umhverfisþætti, svo sem ísrek, ísingu, en einnig væri alltaf hætta á undirkælingu, það er að hitastigið fari niður fyrir frost- mark. Finnur sagði að Hvalfjörður hefði verið valinn til sjókvíaeldis vegna þess að hann væri tiltölu- lega skjólgóður og aðdjúpur og svo væri hann einnig í nágrenni við hlýjasjóinn. Finnur sagði að ef þetta eldis- form gengi ekki hefðu þeir það í bakhendinni að fara með fiskinn í tjarnir uppi á landi en það væri háð því að heitt vatn næðist á svæðinu, en fyrirhugað væri að bora tilraunaholu til að kanna það. Ef heitt vatn næðist sköpuð- ust jafnframt möguleikar á eigin seiðaframleiðslu í framtíðinni. Finnur sagði að eldið sjálft hefði gengið vel í sumar, það er að segja á þeim seiðum sem lifðu af áföllin í upphafi. Þyngdaraukning hefði verið að meðaltali 2% á dag í besta hópnum, sem væri með því besta sem gerðist hér á landi. í lökustu hópunum hefði þyngdaraukningin verið 1% á dag. Bjóst Finnur við að eldið yrði aukið til muna næsta vor ef vel gengi í vetur, taldi hann ekki ólík- legt að settar yrðu út 5 kvíar í viðbót með 50 þúsund seiðum. Síðan væri hægt að auka eldið enn meira á næstu árum því þarna kæmust fyrir margfalt fleiri kvíar. Næsta haust er fyrirhugað að slátra laxinum sem nú er i kvíun- um og bjóst Finnur við að laxarnir yrðu þá orðnir 2-2'/4 kg eða tals- vert á annan tug tonna af slátur- fiski. Járnblendifélagið: Afgangsorka nýtt til fiskeldis íslenska járnblendifélagið hefur verið með tilraunir með seiðaeldi á Grundartanga frá því í byrjun desember sl. Þá fengu þeir 8 þús- und seiði úr Kollafirði. Fjórðungur þeirra drapst fljótlega fyrir slysni en eldi á þeim 6 þúsund seiðum sem lifðu af í upphafi hefur gengið vel. Til seiðaframleiðslunnar er notað ferskt kælivatn frá kælivift- um sem kemur út sem næst kjör- hita fyrir eldið. „Frumtilraunin gengur út á það að athuga hvort eldi á fiski hér í nábýli við verksmiðjuna, með þeim hávaða og ryki sem því er samfara, gengur. Til samanburðar er fiskur alinn hér spölkorn frá. Niðurstað- an varð sú að þetta gengur, um- hverfið virðist engin áhrif hafa á fiskinn," sagði Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri íslenska járn- blendifélagsins. Sagði Jón fyrir- hugað að gera áætlun um nýtingu alls vatnsins sem rennur í gegn um kælibúnaðinn til seiðafram- leiðslu og yrði áætlunin lögð fyrir stjórn fyrirtækisins. Bjóst hann við að vatnið dygði til framleiðslu á 100-150 þúsund gönguseiðum á ári og að framleiðslukostnaður yrði tiltölulega lítill. I nóvember verða seiðin sett í eldisker með söltum sjó niður við höfnina á Grundartanga. Jón sagði að með áframhaldandi eldi væri verið að gera tilraunir með tvo hluti í senn. Athugað yrði hvort seiðin sem alin voru upp í nábýli við verksmiðjuna hefðu orðið fyrir varanlegum skemmdum vegna mengunar sem fram kynnu að koma seinna. Þá sagði hann að við eldið yrði notað eldisker úr for- steyptum einingum úr trefja- steypu sem verið er að þróa á vegum Sérsteypunnar sf., sem er fyrirtæki í eigu Járnblendifélags- ins og Sementsverksmiðjunnar. Auk þessa sagði hann að fyrir- hugað væri að gera ljóslotutilraun- ir, þar sem lýsing í kerjunum yrði eftir ákveðnu kerfi, til að reyna að stytta tímann í seiðaframleiðsl- unni. Jón sagði að allar þessar fiskeld- istilraunir gengju út á það að reyna að nýta þann mikla varma sem færi ónýttur frá verksmiðj- unni. Hann sagði að ekki væri áhugi hjá verksmiðjunni sjálfri að vera með matfiskeldi, áhugi væri fyrir að fela öðrum aðilum að sjá um það. Verksmiðjan gæti hins vegar selt þessum aðilum orku, til dæmis sem heitan sjó. Sagði hann möguleika matfiskeldis ekki full- kannaða en sagði að orkan gæfi möguleika til framleiðslu hundr- uöa tonna af laxi. Laxalón: Hugmyndir um framleiðslu á 250 tonnum af regnboga- silungi í Hvammsvík Fiskeldisstöðin Laxalón við * Bergmann með il en þrír starfsmenn á Grundartanga veiða ála í gildrur í Eiðsvatni, skammt frá verksmiðjnnni og geyma í kassa við verksmiðjuna. Álinn borða þeir sjálfir og hafa líka seh til reykingar. Starfsmenn Laxalóns hafa seiði úr sjókvfum sínum í Hvammsvík, en rayndin var tekin í vor, þegar norskt seiðaflutningaskip náði í hluta seiðanna sem Laxalón seldi til Noregs í fyrra. Reykjavík á jörðina Hvammsvík í Hvalfirði. Þar eru þeir með 5 þús- und regnbogasilungsseiði í tveim- ur sjókvíum í sumar. Voru silung- arnir um 1 kg í vor og verða orðnir um 2 kg í haust þegar þeim verður slátrað þannig að uppskeran verð- ur um 10 tonn af matfiski. ólafur Skúlason framkvæmda- stjóri Laxalóns sagði að upphaf- legar áætlanir um Hvammsvíkina miðuðust við að nýta framleiðslu- getuna á Fiskalóni í ölfusi þar sem regnbogasilungseldi Laxalóns er og framleiða þar 50 tonn af regn- bogasilungi og setja síðan í sjó- kvíar í Hvammsvík í byrjun maí. Þar yrði silungurinn alinn yfir sumarið og slátrað þegar hann næði lágmarksstærð að hausti og fram eftir vetri. Til þessarar fram- leiðslu þarf um 20 flotgirðingar af þeirri stærð sem venjulegust er nú. í framtíðinni yrði síðan jafn- framt farið út í heilsárseldi á laxi í Hvammsvík. ólafur sagði að ekki hefði enn verið hægt að hrinda þessum áformum í framkvæmd vegna þess að nauðsynlegt fjármagn hefði ekki fengist þrátt fyrir að mikið hefði verið reynt til þess og því hefði orðið að selja regnbogasil- ungseiðin úr landi á síðasta ári. Bjóst hann við að næsta vor yrði líka að selja seiðin til Noregs, útlit- ið væri þannig nú. Sagði hann að pantanirnar streymdu inn og væru nú þegar komnar fyrirspurnir og pantanir á rúmlega milljón regn- boga- og laxaseiðum. Sumar stöðv- arnar væru líka að falast eftir langtímasamningum, sem væri nýtt í þessum viðskiptum. „Það er gott að vita af þessum útflutnings- möguleikum, en við höfum þó allt- af viljað ala fiskinn sjálfir í slátur- stærð. Það höfum við ekki getað fjármagnað og því kom þessi út- flutningur í fyrra eins og himna- sending fyrir okkur," sagði Ólafur. ólafur er trúaður á möguleikana í Hvalfirði. Hann nefnir nálægðina við Reykjavíkursvæðið og fleiri kosti eldis þar. Þá eru taldar miklar líkur á því að heitt vatn sé í landi Hvammsvíkur og það opnar möguleika til strandkvíaeld- is í framtíðinni. BYKO og Nesskip í fiskeldi Byggingavöruverslun Kópavogs og Nesskip, eða stjórnendur fyrir- tækjanna, eru með hugmyndir um sjókvíaeldi fyrir landi Hvamms í Hvalfirði. Hafa þeir staðið í samn- ingum við eigendur Hvamms um eldi í víkinni norðan á nesinu sem skilur að Hvammsvík og Hvamm. Var fyrirhugað að vera með flot- kvíar þar í vetur til reynslu en af því varð ekki og er því fyrirhugað að byrja á næsta ári í smáum stíl. HBj. æskmm Enskuskóli æskunnar er fyrir böm á aldrinum 8—12 ára og veröur í vetur starfræktur á vegum Málaskólans Mímis í félagsmið- stöðinni Prótthelmam við Sævið- arsund og menningarmiðstöðinni Gcróobcrgi í Breiðholti. Nám- skeiðið sem við kynnum hér stendur yftr frá 16. scptember tll 6. desember, i samtals 12 vikur og hægt er að velja á milli Ijögurra þyngdarstiga. Ef þið viljiö bstta árangorinn i skólanum eða skilja texta Dnran Dnran og Madonna er enska lykil- orðið. Lærið ensku á nýjan og skemmtiiegan hátt með enskum kennara í Enskuskóla æskunnar. Enska |T| mánud, Enska [2l mánud, Enska Enska mánud mánud -miðvikud. 16-17 -miðvikud. 17-18 -miðvikud. 18-19 ,-miðvikud. 19-20 í Þróttheimum MALASKOLINN og Gerðubergi Upplýslngar og innrltun I síma 10004/21655 AnAiiausvrtn 1 =>

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.