Morgunblaðið - 12.09.1985, Síða 49

Morgunblaðið - 12.09.1985, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 49 <- Fyndnasti maður í heimi Dario Fo hinn ítalski, leik- stjórinn frægi og leikskáldið, hefur oft fengið þá umsögn að hann sé einn fyndnustu manna í heimi. Hér á landi eru sjálfsagt einhverjir sem gætu tekið undir það, leikrit hans hafa að minnsta kosti verið sýnd í leikhúsum hér við miklar vinsældir, svo sem „Við borgum ekki, við borgum ekki“, og „Stjórnleysingi ferst af slysför- um“, sem Alþýðuleikhúsið sýndi. Eins „Hassið hennar mömmu“, sem Leikfélag Reykjavíkur ætlaði aldrei að losna við vegna vinsælda. Nú er Fo búinn að semja enn eitt leikritið. Það heitir „Kona af tilviljun: Elísabet" og fjallar um tvo daga í lífi Elísabetar Englands- drottningar hinnar fyrri. Þótt leik- ritið gerist snemma á sautjándu öld, þykjast menn lesa út úr því eitt og annað um það sem helst hefur verið á döfinni á síðustu árum, svosem hryðjuverk og spill- ingu. Einnig ku enginn sem á horfir geta varist því að láta sér detta í hug morðið á Aldo Moro. Varla munu ítölsk stjórnvöld ærast af hrifningu yfir þessu nýja verki Fos. Þau hafa alltaf haft illan bifur á honum fyrir róttækar skoðanir, og eru löngu hætt að veita leikhúsi hans nokkra fyrir- greiðslu. Dario Fo og kona hans Franca Rame í hhitrerkum sínum f „Kona af tilvilj- un: Elísabet“. Marija með allt á hreinu Marija Erika Schwepper er þýsk spákona, sem þykir merkilega glögg á framtíð fólks. Sumir halda því jafnvel fram að hún hafi hana á hreinu, og sjái ljóslifandi fyrir sér eins og bíó- mynd. Kona nokkur fór til Mariju sér til skemmtunar fyrir nokkrum árum og bað hana að spá fyrir sér. „Þú átt eftir að skilja við manninn Verkfreðingurinn myndarlegi ásamt konu og barni í kurteisisheimsókn hjá Mariju. þinn, fara til Afríku, giftast aftur og eignast tvö börn,“ sagði Marija strax. Konunni þótti þessir spá- dómar ekki beint trúverðugir, því hún var hamingjusamlega gift og óbyrja þar að auki. En viti menn, tæpu ári seinna hrundi hjónabandið í rúst og hún skildi við manninn. Hún setti auglýsingu í blöð um að hún vildi komast í kynni við karlmann með hjónaband i huga. Meðal svar- bréfanna var bréf frá stórmyndar- legum verkfræðingi, þýzkum en búsettum í Líberíu. Hún flutti hið snarasta þangað suður eftir, hitti manninn og giftist honum. Seinna fór hún í aðgerð vegna ófrjósemi sinnar, sem litlar líkur voru á að heppnaðist, en hún varð ófrísk. Þannig rættust allir spádómarnir á örfáum árum. Mariju ku vera nóg að heyra rödd fólks í síma til þess að geta spáð mjög nákvæmlega fyrir því. Þannig hringir fjöldi fólks í hana daglega og spyr um hagi sína og sinna og Marija svarar eins og hún hafi svörin öll skrifuð niður. COSPER S.S"* W "" COSPER — Réttu mér gleraugun mín, ég held að það hafi bitið á hjá mér. Marija hefur nóg að gera við að svara í símann enda er fólk æst í að vita hvað framtíðin ber í skauti sínu. r Gordon Jackson Gordon þung- lyndur Flestir fslendingar kannast lík- lega við breska leikarann Gordon Jackson. Hann lék í fram- haldsþáttunum um Húsbændur og hjú, sem sýndir voru í íslenska sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Jackson hefur síðastliðin fjörutíu ár leikið fjölda hlutverka i sjón- varpi, kvikmyndum og á sviði. Hann hefur leikið á móti stórstirn- um eins og Marlon Brando og Steve McQueen og þarf því varla að kvarta. Samt segist hann ævinlega verða þunglyndur af að sjá sjálfan sig á hvíta tjaldinu eða í sjónvarp- inu. Enda ætlaði hann sér aldrei að verða leikari. Honum fannst alltaf meira öryggi ( því að gerast verk- fræðingur í bílaiðnaðinum. En nú situr hann uppi með frægðina og verður að sætta sig við að vita sí- fellt af sér i sjónvarpin, eða bfó, þótt hann þurfi kannski ekki að horfa sjálfur. ★ ★ ★ ★ ★ Eyöileggiö ekki gott hráefni meö bitlaus- um hníf. Kaupiö held- ur ÞRÍFORKINN frá SOLINGEN: Eigum nú allar stærö- ir og geröir JHstjgmiblfibib Asknftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.