Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 7-2 imnm „Eg Fékk dsasamstec&u.ÆUum \j\b ab Scbja. Arisona. undir?* Ast er .. ... aö bíöa þol- inmóöur ... TM R#o. U.S. Pat. Off — all riflhts reserved «1SB5 Los Angeles Times Syndicate Mundu það vinur minn að fvrstu 10 árin í hjúskapnum cru reynsluár. Það var reynsla afa hennar! HÖGNI HREKKVÍSI Leiðinlegt þegar fólk er að hnýsast á slysstöðum Ingimar F. Jóhannsson skrifar: Góði Velvakandi! Ég er knúinn til að skrifa þér vegna stórhættulegra og leiðin- legra athafna fólks í umferðinni. Sú venja sem sumt fólk hefur er að stöðva bifreiðar sínar þar sem nýlega hefur orðið umferðarslys M.G. skrifar: Kristján Sveinsson augnlæknir, sem lézt þann 23. maí, var einhver ástsælasti maður þessa lands. Hann var sístarfandi seint og snemma á langri ævi að læknis- og líknarstörfum og hirti ekki um greiðslur, allra síst ef fátækir áttu í hlut. Þúsundir manna og kvenna fóru frá honum heilir án endur- gjalds. Hann var gerður að heiðurs- borgara Reykjavíkur og var það verðug og makleg ráðstöfun, sem mæltist vel fyrir hjá öllum. Útför Kristjáns heitins var fábrotin, og mun það vafalaust hafa verið að ósk þess látlausa manns. Núverandi borgarstjóri og og fylgjast með því er lögregla og hjúkrunarfólk sinnir störfum sín- um. Þetta fólk sem hefur þetta sem venju að standa og glápa svona á ætti að athuga að lítil hjálp er í að það standi og geri öll störf annarra erfiðari. Umferð- arslys er sorgaratburður sem fyrrverandi borgarstjóri báru kistuna úr kirkju. Kirkjugestum var boðið til kaffidrykkju á heim- ili ættingja við Túngötu. Þar var þröngt um manninn. Einn borg- arráðsmaður var mættur. Mér hefði fundist viðeigandi af borgarstjórn að láta heiðursvörð standa við kirkjudyrnar og bjóða að athöfn lokinni til veizlu að Héð- inshöfða. Hann hefði rúmað alla sem vildu kveðja hinn mæta mann. Þar átti og að flytja ræðu vinar, sem þekkti Kristján gerla. Minna mátti ekki vera. Mig furð- aði á fálætinu, einkum þar sem ég vissi að Davíð Oddsson borgar- stjóri er maður röggsamur. ókunnugir ættu ekki að hnýsast í. Lögregla og hjúkrunarfólk hef- ur margkvartað undan því hversu erfitt það er að sinna þessum störfum hópist allir þétt að vett- vanginum þar sem slysið hefur átt sér stað. Þessir „áhorfendur" ættu að gera sér það ljóst. Allir Reykvikingar þekkja þá sjón þar sem hópur fólks þrengir sér að slysstað, vitandi að það er ekki á þeirra færi að veita neina aðstoð, en samt er forvitnin svo mikil að jafnvel illa getur farið. Vil ég nú beina þeim orðum til fólks að það hafi ekkert að gera á slysstað eftir að greinilegt er að aðstoð hefur borist. Komi fólk hins vegar áður en aðstoð hjúkrunarfólks ellegar lögreglu hefur borist, þá er það borgaraleg skylda hvers manns að aðhafast það sem í hans valdi stendur. Það er áreiðanlegt að ekki er gaman fyrir þann sem í slysi lend- ir að hafa þennan forvitna skara i kringum sig. Þá ættu einnig þeir ökumenn sem fram hjá slysstað fara á bif- reið sinni ekki að hægja á ferðinni vegna forvitni, því slíkt getur einnig orsakað slys. Rétt er að leiða hugann að þvi að það er fyrir mestu að umferðin gangi eðlilega fyrir sig. Hvers virði er að vera heið- ursborgari Reykjavíkur? Þörf á fleiri göngustígum í Breiðholtshverfunum Trimmari skrifar: Ég hef farið i nokkrar heilsu- bótargöngur í Breiðholtshverfun- um i góða veðrinu i sumar og þá uppgötvað hvað hverfin eru mis- jafnlega vel skipulögð með tilliti til gönguferða og útivistar. I Seljahverfinu eru t.d. margir göngustígar, bæði malbikaðir og steyptir, inn á milli húsaraða og á opnum svæðum. Þeir eru ýmist lagðir á jafnsléttu eða upp og niður brekkur, og henta því vel þeim sem vilja þjálfa hjartað. íbúar hverfisins nota þessa stíga talsvert, hefur mér virst, a.m.k. sjást þess merki á steyp- unni að þar hafa bæði hjólreiða- menn og ferfætlingar verið á ferð áður en steypan harðnaði. Éinnig má sjá brotnar gosdrykkjaflöskur og sælgætisumbúðir en varla get- ur það samt verið eftir þá sem eru að trimma sér til heilsubótar. Það sem mig langar að fá að vita í framhaldi af þessu er hvers vegna stígar sem þessir hafi ekki verið lagðir í Bakka- og Stekkja- hverfi og Fella- og Hólahverfi? Nú eru þessi hverfi öll álíka gömul, Seljahverfi þó eitthvað yngra. Og þó að landslagið í Selja- hverfi bjóði upp á skemmtilegar gönguleiðir, eru einnig margir möguleikar I hinum hverfunum sem ekki eru nýttir. Þar eru stígar miklu færri og þeir fáu sem gerðir hafa verið virðast gerðir út í blá- inn og tengjast ekki hver öðrum. Það má þó ekki skilja orð mín sem svo að nauðsynlegt sé að steypa gangstéttir eða malbika hlaupastíga undir fæturna á skokkurum. Það ku meira að segja vera hollara fyrir bakveika að ganga á grasi. Það kom mér hins vegar frekar spánskt fyrir sjónir að sjá í Blesu- gróf malbikaðan stíg þar sem áður hafði verið ágætur malarstígur (raunar gamall akvegur sem ekki fékkst endurnýjaður þegar á árum áður umferð var þar sem mest). Mig langar að biðja Velvakanda að fá svör við því hjá réttum aðil- um hvort gangstígagerð í Breið- holti sé lokið. Ef svo er, er þá ekki hægt að tengja saman þá búta sem fyrir eru með því að slétta á milli þeirra eða lagfæra á annan hátt? Með þeim hætti mætti koma í veg fyrir að fólk þyrfti að ganga eftir umferðargötum. Á Arnarbakka er t.d. skortur á gangbrautum þrátt fyrir mjög hraða umferð þar. Þar að auki liggur gatan í hring og erfitt fyrir gangandi vegfarendur að sjá hvort bíll er skammt undan eða ekki. Þegar bílarnir aka hratt er fyrir- varinn oft stuttur sem menn hafa Jóhannes Gunnarsson skrifar: Vegna ummæla Katrínar Eyj- ólfsdóttur í Velvakanda 7. sept- ember sl. um nýgerða verðkönnun á skólavörum, vill Verðlagsstofn- un taka fram eftirfarandi: Þegar starfsmenn Verðlags- stofnunar fóru í bóka- og ritfanga- verslanir til að kanna verð á nokkrum skólavörum, skráðu þeir verð á vörunum á sérhannað eyðu- blað þar sem fram kom vöruheiti, vörumerki og vörunúmer á hverri einstakri vöru. Neðst á blaðinu var eftirfarandi yfirlýsing: „Und- irritaðir hafa kannað verð á ofangreindum vörum í versluninni ... og er verðið hér að framan í samræmi við það.“ Undir þessa yf- irlýsingu skrifuðu starfsmenn Verðlagsstofnunar og fulltrúar allra þeirra verslana sem könnun- in náði til. Staðfestu þeir þar með til að forða sér, enda hefur hurð oft skollið nærri hælum á þessum stað og nokkrum sinnum orðið slys. Þá má einnig taka það fram að þetta er gata sem íbúar norðan hennar þurfa að fara yfir til að sækja skóla og verslanir. Lesendur Velvakanda eru stundum hvattir til að þess að skrifa og stofna til umræðna um einhver mál. Vona ég að þetta bréf verði til þess að við í Breiðholtinu, sem notumst við þessa göngustíga, fáum frekari upplýsingar um áform borgaryfirvalda á þessum stað. Því miður verður svar við fyrir- spurn bréfritara að bíða til morg- uns. að allar upplýsingar sem komu fram á eyðublaðinu um verð vör- unnar væru réttar. Því miður kom síðar i ljós, að í tveimur tilvikum voru veittar rangar upplýsingar. Þess má geta, að í öðru tilvikinu hafði starfs- maður Verðlagsstofnunar sam- band við viðkomandi verslun á nýjan leik til að kanna verðið nán- ar, enda var það allt annað en i öðrum verslunum. Starfsmaður verslunarinnar itrekaði að áður- gefnar upplýsingar væru réttar. Síðar kom í ljós að það var rangt. Af þessu tilefni vill Verðlags- stofnun brýna fyrir þeim verslun- armönnum sem veita fulltrúum stofnunarinnar upplýsingar, að þær séu án nokkurs vafa réttar svo firra megi alla aðila þeim vandræðum og leiðindum sem birtingar rangra upplýsinga hefur í för með sér. Brýnt að gefnar séu réttar upplýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.