Morgunblaðið - 12.09.1985, Page 55

Morgunblaðið - 12.09.1985, Page 55
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 55 Dansgólfið á Borginni ku vera með allra minnsta móti og dansgestir eins og sfld í tunnu á dansgólfinu. Þessi mynd er reyndar ekki tekin á Borginni en engu að síður virðist all mannmargt á dansgólfinu. Ólafur Laufdal, hafðu dansgólfið stórt á Borginni Unnandi gömlu dansanna skrifar: Nú hafa verið gerðar breytingar á Hótel Borg. Sumar eru góðar og smekklegar, en það sem mér og öðrum líkar ekki er hvað dansgólf- ið hefur verið minnkað mikið. Eins og allir vita þarf gott pláss til að dansa gömlu dansana og mátti því gólfið ekki minna vera. Nú hefur hins vegar verið teppa- lagt meðfram öllu öðru megin, langt inn á gólf, hinu megin hefur hins vegar hljómsveitinni verið komið fyrir og því er plássið ekki mikið sem eftir er til að dansa á. Þegar heim er komið af dansleik er maður blár og bólginn, með rifna sokka. Má þakka fyrir að enginn rotist þarna. Slík eru þrengslin. Það lítur út fyrir að ætlunin sé að fólk bara tvístígi þarna eða hoppi upp og niður, nú eða haldi sig bara á barnum því það er þar sem gróðinn er mestur. Ég vona að nú þegar ólafur Laufdal er tekinn við að hann fjarlægi þetta teppi af gólfinu og leyfi parketinu að njóta sín. Mér er sagt að teppið hafi verið lagt ofan á það. Sem sagt: Ekkert teppi í danssalnum framar og allir unn- endur gömlu dansanna verða ánægðari. Flytjum „Dægurflug- ur“ aftar í Ein áhyggjufull skrifar: Mig langar að koma því á fram- færi við stjórnendur rásar 2 að reyna að setja þátt Leopolds Sveinssonar, Dægurflugur, aftar í dagskrána. Þátturinn er núna milli klukkan tvö og þrjú á fimmtudögum en þá eru svo marg- dagskrána ir unglingar í skólanum. Viljum við að þátturinn verði færður til klukkan 5 og standi þá til 6, því þá missum við ekki af þessum góða þætti. Vona ég að stjórnendur rásar 2 aðhafist eitthvað í þessu máli. Þessir hringdu . . Fleiri tónlistar- þætti fyrir krakka Tvær úr Hveragerði hringdu og höfðu eftirfarandi að segja: Við erum alveg sammála Ó.A. sem tjáði sig í Velvakanda um daginn. Það er nauðsynlegt að fleira verði reynt að gera fyrir krakka á aldrinum 11 til 16 ára á þessu ári æskunnar. Á ftalíu og í Bandaríkjunum eru tónlistarþættir fyrir ungt fólk á hverjum einasta degi en hér er einungis Skonrokk aðra hverja viku og þegar það er er það alveg drepleiðinlegt og ekki horfandi á það. Hörmulegt að sjá leik Þróttar og Þórs fara fram á ónýtum velli Knattspyrnuáhugamaður hringdi og hafði eftirfarandi að segja: . Ég horfði á leikinn Þróttur — Þór í sjónvarpinu og varð alveg yfir mig hneykslaður á því að svona mikilvægur leikur skyldi leikinn á Valbjarnarvelli sem bæði er þröngur og mjög illa far- inn. Það var alveg synd að sjá hinn völlinn standa fagurgrænan og ónotaðan fyrir handan. Val- bjarnarvöllur var þannig að það var hreinlega ekki hægt að bjóða upp á knattspyrnu á vellinum. Gott erindi hjá Bryndísi Helga hringdi og hafði eftir- farandi að segja: Ég hringdi nú aðallega vegna erindisins sem hún Bryndís flutti í útvarpið á mánudags- kvöldið. Mér fannst það alveg sérstaklega gott. Þá langar mig einnig að nefna Helgu finnst allt í lagi að hlusta á þætti Jóns Ólafssonar og pínulítið bull. það að mér finnst allt í lagi þó hann Jón Ólafsson bulli svolítið i útvarpinu. Ég er nú kannski ekki neitt bráðung en mér finnst ekk- ert við það að athuga. Mér finnst alveg óþarfi að fólk sé að kvarta undan þessu. Það er allt í lagi að hlusta á pínulítið bull. Rútuleysi í Villta tryllta Villa Óánægðir foreldrar hringdu og höfðu eftirfarandi að segja: Undanfarna daga hef ég reynt að ná í eigendur Villta tryllta Villa til að koma á framfæri kvörtun vegna framkomu þeirra við unglinga sem sækja þennan vafalaust ágæta stað. Þar sem erfiðlega gengur að hafa upp á eigendum staðarins og þeir ekki skráðir í símaskrána, tók ég það til bragðs að koma kvörtuninni á framfæri í gegnum Velvakanda. Hvernig stendur á því að að- gangseyrir er 300 krónur með rútuferðum en síðan er engin rúta og því neyðast unglingarnir til að taka sér leigubíl eða koma sér heim á einhvern annan hátt. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk á lögreglustöðinni leita margir unglingar til hennar í því skyni að fá liðsinni við að kom- ast heim til sín vegna svikinna loforða eigenda staðarins. Læt ég þetta nægja að sinni, en ef einhver þessara huldu- manna vill svara þessari grein í gegnum Velvakanda væri það vel þegið. LYFTARAR Eigum til afgreiör.lu nú þegar mikiö úrval notaöra rafmagns- og diesel- lyftara, ennfremur snúninga- og hliöarfærslur. Tökum Lyftara upp í uppgeröan, leigjum lyftara, flytjum lyftara. Varahluta- og viögeröaþjónusta. Líttu inn — viö gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboössölu. LYFTARASALAN HF. Vitastíg 3, símar 26455 og 12452. m^^^^^mm^^^m—mmmmmm^^ ★ ★ ★ ★ ★ Microline 182/192/193 Ný kynslóð tölvuprentara! Kostimir eru ótvíræðir: • Þriðjungi minni og helmingi léttari en áður. • Miklu hljóölátari en áður. • Fullkomlega aðhæfðir IBM PC og sambæri- legum tölvum. • Tfengjast öllum tölvum. • Prenta 160 stafi á sekúndu, skáletur og gæðaletur. • Notandi getur sjálfur hannað eigin leturgerðir. • Fullkomin varahluta- og viðhaldsþjónusta. • Til á lager. Nýjungarnar koma alltaf fyrst frá MICROLINE. Það er því engin furða að MICROLINE eru mest seldu tölvuprentarar á íslandi. ÍmikficdI Skeifunni 11 Sími 685610

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.