Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ.MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER1985 Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík fást við verkefni í Stærðfræðikeppninni í gærmorgun. Góð þátttaka í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema MIKIL ÞÁTTTAKA var í stærð- fræðikeppni framhaldsskólanema sem fór fram í framhaldsskólum um allt land í gærmorgun, en um fjögur- hundruð nemendur höfðu skráð sig til keppninnar í um 20 framhalds- skólum. Það eru Félag raungreina- kennara í framhaldsskólum og ís- lenska stærðfræðifélagið sem að keppninni standa en keppnin er kostuð af IBM á íslandi. í stærðfræðikeppninni er keppt á tveimur stigum, lægra stigi fyrir fyrstu tvö námsárin í framhalds- skólum, en efra stigi fyrir þá sem lengra eru komnir. „Við munum veita viðurkenningar fyrir bestu úrlausnir á lægra stiginu, því þeim hluta keppninar er lokið,“ sagði Benedikt Jóhannesson stærðfræð- ingur í samtali við Morgunblaðið. „Þeim sem ná bestum árangri á efra stiginu verður hins vegar boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem fara mun fram í Reykjavík í mars. Þá verða veitt peningaverð- laun fyrir bestu úrlausnir og efstu menn hafa möguleika á að verða fulltrúar Islands á Ólympíukeppni í stærðfræði sem haldin verður í Varsjá í Póllandi í sumar, en ís- lenskir framhaldsskólanemar tóku þátt í ólympíukeppninni í fyrsta sinn á síðasta ári. Þess má geta að menntamála- ráðuneytið hefur verið okkur mjög hlynnt við framkvæmd þessarar keppni og ætlar að greiða kosnað við þjálfun nemenda fyrir úrslita- keppnina. Þá sýndi fyrrverandi menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, þessu máli áhuga og gaf m.a. leyfi til þess að keppnin færi fram á skólatíma, og hefur það eflaust ýtt undir þessa miklu þátttöku núna,“ sagði Benedikt. BB framboö í Reykjanes- og Reykjavíkurkjördæmi: ZU „Er ekki til um- ræðu í okkar hópi — segir Jóhann Einvarðsson, sem skipaði efsta sæti Framsóknarflokksins í Reykja- neskjördæmi í síðustu alþingiskosningum „í FYRSTA LAGI, þá kemur mér það mjög spánskt fyrir sjónir að Sunnlendingar skuli hefja umræður um það hvernig við á Reykjanesi og í Reykjavík ættum að haga fram- boðsmálum í næstu alþingiskosning- um,“ sagði Jóhann Einvarðsson fyrr- verandi alþingismaður Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjördæmi, er blm. Morgunblaðsins spurði hann álits á umræðum á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins á Suðurlandi um hugsanlegt BB framboð Fram- sóknarflokksins í næstu alþingis- kosningum. Jóhann sagði jafnframt að engar viðræður hefðu farið fram á milli kjördæmanna um þetta mál. „Slík- ur möguleiki er því ekki til um- ræðu í okkar hópi, þó svo að ein- hverjir einstaklingar hafi hreyft þessu máli,“ sagði Jóhann. Hann sagði að á kjördæmisþingi Fram- sóknarflokksins á Reykjanesi á sl. ári hefðu þessi mál verið mikið rædd, og það verið kannað hvernig hægt væri að haga þessu máli. „A þingi okkar nú í október,“ sagði Jóhann, „gerðum við hins vegar samþykkt þar sem við segjum að við viljum hafa kosningaréttinn því sem næst jafnan. Þetta verði að laga annað hvort með fjölgun þingmanna hjá okkur eða með tryggðum uppbótarþingmönnum. Við bendum á að það geti ekki talist eðlilegt að við framsóknar- menn í Reykjavík og á Reykjanesi erum með einn þriðja af framsókn- arfylginu í landinu, en aðeins einn af fjórtán þingmönnum flokksins." Jóhann benti á að það væri ekki hægt að fara af stað með BB lista fyrir Framsóknarflokkinn, nema boðinn væri fram B listi og það væri erfitt að sjá einhverja trygg- ingu fyrir því að BB listi næði til sín öllu atkvæðamagninu frá B listum, þannig að mikil hætta gæti verið á enn verri útkomu, ef ráðist yrði í slíkt framboð. Miklar byggingaframkvæmdir hjá Flugleiðum í Keflavík á næstunni: Fjárskaöar í Meðallandi Byggja eldhús og geymslu fyrir yfir 100 milljónir kr. MIKLAR byggingaframkvæmdir á Keflavíkurflugvelli standa nú fyrir dyrum hjá Flugleiðum, verði teikningar fyrirtækisins að byggingu samþykktar hjá bygginganefnd flugstöðvarinnar. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær að fyrirhugað væri að byggja á næstu tveimur árum hús, sem myndi rúma flugeldhús, fraktgeymslu, tækjaverkstæði og varahlutalager fyrir ákveðna varahluti í flugvélar. Sagði hann að áætlaður kostnaður við þessa byggingu væri yflr 100 milljónir króna. Sigurður sagði að í ljós hefði komið að ekki væri aðstaða í flug- stöðvarbyggingunni til þess að taka við allri þeirri starfsemi sem tengist rekstri Flugleiða í Keflavík og þvi hefði fyrirtækið orðið að ráðast í undirbúning þessara framkvæmda. Sigurður sagði að verktakar sem vildu bjóða í ýmsa verkhluta væru þegar farnir að hafa samband og sagðist hann eiga von á að fyrstu áfangar, eins og jarðvegsvinna og fleira yrðu boðnir út á næstu vik- um. Stefnt væri að því að þessar byggingar yrðu tilbúnar vorið 1987, það er að segja, ef engin seinkun yrði á framkvæmdum við flugstöðvarbyggi nguna. Leifur Magnússon, fram- kvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða hefur umsjón með undir- búningi þessa verks. Hann sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins að byggingin yrði væntan- lega vestan við flugstöðvarbygg- inguna. Um tíma hefði staðið til að flugeldhúsið yrði í flugstöðvar- byggingunni, en síðar hefði komið á daginn að þar væri ekki nægilegt pláss. Hann sagði að flugeldhúsið væri hannað í samvinnu við SAS Service-Partner, dótturfyrirtæki SAS, sem hann sagði hafa mikla reynslu í hönnun flugeldhúsa. Að öðru leyti hefði byggingin verið hönnuð af Ingimar Hauk Ingi- marssyni hjá Klöpp. Leifur sagði að byggingin yrði 3.800 fermetrar að flatarmáli og 19.800 rúmmetrar. Leifur sagði að Flugleiðir hefðu sótt um lóð til utanríkisráðuneyt- isins. Hjá ráðuneytinu stæðu mál- in þannig að verið væri að ganga frá skipulagi að svæðinu og búist væri við að skipulagsuppdráttur yrði tilbúinn síðar í þessum mán- uði. Eftir það væri svara að vænta frá ráðuneytinu. Hnausum, Meöallandi 12. nóvember. LAUGARDAGINN 2. þessa mánaðar gerði hér byl að austri. Þá urðu fjárskaðar hér á Grund og Melhól. A Melhól drápust 7 ær, sem hafði hrakið í læk og 3 vantar sem gæti hafa hrakið í Kúðafljót. Á Grund fannst ein ær dauð í læk en 27 vantar. Sáust merki um að fé hafði hrakið í Kúðafljót og þar sem þær voru á því svæði má fullvíst telja að þær hafi farið þá leið. Á Grund urðu ábúendaskipti í vor, en þá tók nýtt fólk þar við og er nógu erfitt að byrja búskap þótt ekki fylgi svona óhöpp. Þess má geta að fé var ekki komið á gjöf, og það tók nokkurn tíma að átta sig á hversu mikill skaðinn hafði orðið. Kúðafljót er með mestu ám á landinu og þegar allt er upp- bólgið af krapa og ís fer lítið fyrir hverjum rolluskrokknum. í þess- um byl urðu einnig fjárskaðar í Mýrdal. Síðar gerði mikinn byl á þrijudagskvöldið og stóð hann fram á miðvikudag. Vilhjálmur Rannsóknaráð ríkisins: 50 milljónir króna til 32 rannsóknaverkefna Verkefni á sviði líftækni hlaut 15 milljónir en alls voru umsækjendur 122 talsins FIMMTÍU milljónum króna var veitt á vegum Rannsóknarráðs ríkisins f gær til 32 aðila sem um styrkina sóttu til rannsókna og þróunarstarf- semi, en féð er hluti þess fjármagns sem ríkisstjórnin ákvað að verja á þessu ári til nýsköpunar í atvinnulífi. Alls bárust 122 umsóknir og var heildarupphæð umsókna 205 milljónir króna, en áætlað er að heildar- kostnaður rannsóknarverkefna, sem mörg standa í 2-3 ár, verði um 680 milljónir króna á núverandi verðlagi. Umsóknir frá fyrirtækjum voru 47 talsins, 26 frá einstaklingum og 16 frá einstökum opinberum stofnunum. I 33 umsóknum var um að ræða samstarfsverkefni stofnana, fyrirtækja og einstakl- inga. Til að meta umsóknir þessar skipaði Rannsóknarráð ríkisins sérstaka matsnefnd sem skipuð var þeim Sigmundi Guðbjarnasyni háskólarektor, sem jafnframt var formaður nefndarinnar, Jóni Sig- urðssyni forstjóra íslenska járn- blendifélagsins og Þráni Þorvalds- syni framkvæmdastjóra Otflutn- ingsmiðstöðvar iðnaðarins. Þá var einnig leitað umsagna fjölda sér- fræðinga varðandi verkefnaval. 93% styrkjanna fara til verk- efna á þeim forgangssviðum sem tiltekin eru í reglum menntamála- ráðuneytisins, þar af fer um þriðj- ungur til eins verkefnis á sviði líftækni, sem unnið er í samvinnu fjögurra stofnana: Iðntæknistofn- unar, Líffræðistofnunar HÍ, Raunvísindastofnunar HÍ og Rannsóknarstofnunar fiskiðnað- arins. Rannsaka á ensímvinnslu úr islenskum hráefnum. Um 20% fjármagnsins fer til tíu verkefna á sviði fiskeldis og rúmlega 17% til níu verkefna á sviði upplýsinga- tækni. Önnur verkefni sem hlutu styrk eru m.a. á sviði matvæla- tækni, orkunýtingar og bygginga- tækni. í þrettán verkefnum með 63% styrkupphæðar eru opinberar stofnanir umsækjendur, en í nítj- án verkefnum með um 37% fjárins eru fyrirtæki og einstaklingar umsækjendur að hluta eða öllu leyti. Auk hinna 32 verkefna sem hljóta styrk voru 21 umsókn að upphæð 55.6 milljónir króna sem einnig voru metnar styrkhæfar, en urðu að víkja í forgangsröðun, að sögn Vilhjálms Lúðvíkssonar, forstjóra Rannsóknarstofnunar ríkisins. „Þurfti því að hafna all- mörgum góðum umsóknum og raunar að skera niður styrkveit- ingu til nokkurra dýrurstu verk- efnanna sem hlutu styrk í von um að það skaði ekki framkvæmd viðkomandi verkefna og að hægt verði að styðja þau verkefni áfram.“ Vilhjálmur sagði að í fjárlaga- frumvarpinu fyrir næsta ár væri gert ráð fyrir sömu upphæð I „rannsóknasjóð" eða 50 milljónum króna. „Verulegur hluti þess fjár- magns verður þó bundinn í áfram- haldandi stuðningi við verkefni, Mon?unblaöiö/Bjarni Frá blaðamannafundi er haldinn var í tilefni styrkveitinganna. Frá vinstri eru: Jón Sigurðsson forstjóri íslenska Járnblendifélagsins, Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, Sigmundur Guðbjarnason háskólalektor og Þráinn Þorvaldsson framkvæmdastjóri Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins. sem nú hefur verið samþykkt að styrkja. Af fjölda og gæðum umsókna, sem fram komu við þessa fyrstu úthlutun, má ráða að æskilegt væri að nokkru meira fé yrði til ráðstöfunar á næsta ári en gert er ráð fyrir. Ég hef hins- vegar ekki enn séð fjárlagafrum- varpið og veit ekki hvort ráðherra hefur aukið fjárframlag til sjóðs- ins.“ Sigmundur Guðbjarnason sagði að slík styrkveiting væri uppörvun fyrir þá sem unnið hafa lengi að tilteknum verkefnum á vegum Háskóla Islands, en hluti fjárins rennur til rannsókna á vegum hans. „Flest eru þau verkefni þó samstarfsverkefni. Verið er fyrst og fremst að tengja rannsóknar- stofnanir saman nýta þann mann- afla og þekkingu sem fyrir er í landinu." Jón Sigurðsson sagði að nauð- synlegt væri fyrir íslendinga að standa sjálfir að og styrkja slíkar rannsóknir þó svo að svipaðar rannsóknir hefðu verið fram- kvæmdar í öðrum löndum og miklum fjármunum I þær eytt. „Við verðum að geta tileinkað okkur þá þekkingu sem aðrar þjóð- ir hafa, svo að við getum sjálfir heimfært þeirra rannsóknir upp á okkar séríslensku aðstæður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.