Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 9 —Hikers— NÝ SENDING Þessir vinsælu dönsku lakkskór aftur fáanlegir. Verö aöeins kr. 1.495 og 1.795. KUt4 LAUGAVE LAUGAVEGI 40 SÍMI16468 HÖFÐABAKKA9 SÍMI 685411 Virðing Aiþingis Alþingi sætir oft óréttmætri gagnrýni, fyrst og fremst vegna ókunnugleika gagn- rýnenda. Stöku sinnum hittir gagnrýnin hinsvegar í mark. Og Alþingi er engan- vegin hafiö yfir gagnrýni, þó aö þaö sé einn af hornsteinum fullveldis þjóöarinnar. Staksteinar staldra í dag viö fjölmiöla- fréttir gærdagsins af vinnubrögöum þingsinsífyrradag. Ný þingskapar- lög Alþingi samþykkti ný þingskapalög I fyrra sem komu til framkvæmda nú f haust Þau fólu í sér gagngerar breytingar og algjör nýmæli, sem stóöu til skipulegri og markviss- ari vinnubragóa. Forseti sameinaös þings sagði við þinglausnir síðastliðið vor: „Hér veröur ríkisstjóm, hver sem hún er, einnig að koma til. Það er höfuðatriði að stjórnarfrumvörp dreif- ist sem jafnast á þingtím- ann. Það getur ekki gengið að þingis sé verkefnalítið lengi fram eftir þingtíman- um en stjórnarfrumvörp hlaðist upp f lok þingsins." Vantar mál í efri deild Ef ríkisstjórn kemur vel búin til þings á hún að geta dreift málum á þingtíma og þingdeildir, þann veg, að starfskraftar og starfs- tími nýtist sem bezt Þrátt fyrir ný þingsköp og þrátt fyrir brýningu þingforseta við þinglausnir síðastliðið vor hafa vinnubrögð á Al- þingi, það sem af er hausti, lítt verið til fyrirmyndar. Efri deild hefur ekki verið ofhlaðin störfum. Þar hefur nánast verið mála- þurrð. Fundir stuttir og jafnvei fallið niður. í fyrra- dag vóru þrjú mál á dag- skrá þingdeildarinnar. Þau vóra öll tekin út af dagskrá í upphafi fundar. Eitt málið var ekki tímabært Tvö skorti framsögu. Önnur þingdeildarmál vóru ekki tiltæk. Uppákomur sem þessi segja að vísu ekki allan sannleikann um störf þingsins. Langt því frá. En þær segja þó að landsfeður, ekki sizt ríkisstjóm og stjórnarflokkar, þurfa að taka sjálfum sér tak. Ein- hveraveginn búast menn ekki við stórræðum frá stjórnarandstöðu. En þeir gera þá kröfu til þeirra sem fara með stjórnarábyrgð að „virðingar þingsins sé gætt“. Vantar menn í neðrí deild Þegar rúmur klukkutími var að baki af fundartíma neðri deildar í fyrradag kvaddi Guðrún Agnars- dóttir, Kvennalista, sér hljóðs um þingsköp. Hún vakti athygli þingdeildar forseta á því að aðeins fjórir þingdeildarmenn væru í þingsal (af fjörutíu). Spurði hún þingdeildarforseta þeirrar spurningar, efnis- lega eftir haft, hvern veg stæði á því að svo fáir þingmenn mættu á þeim vinnustað sem þeir berðust þó svo hart fyrir að komast á. Þingdeildarforseti kvað sjö þingmenn hafa fjarvist- arleyfi, meðal annars vegna funda á vegum Norðu-- landaráðs — utan land- steina. Önnur skýring væri sér ekki tiltæk. Þegar hringt var til at- kvæða mættu tuttugu og fimm þingmenn þar af tveir ráöherrar. Fimmtán neðri- deildarmenn virtust fjar- verandi, þar af sjö með fjarvistarleyfi. Áhugi þing- deildarmanna, sem f þing- húsi vóru, á framsögu þing- mála, nægði þó ekki til viðveru þeirra í þingsal nema takmarkað, enda flest málin endurflutt (gamlir kunningjar). Á sama tíma var tómur salur í efri deild, enda fundi slitið þar strax eftir setn- ingu sem fyrr segir. Hornsteinn lýðræðis og þingræðis Þjóðkjörið þing, Alþingi, er hornsteinn lýðræðis og þingræðis í landinu. Nú eru liðin 1.055 ár frá stofnun Alþingis að Þingvöllum. Þing það, sem nú starfar er 108. löggjafarþing þjóð- arinnar, frá því þessi aldna stofnun var endurreist Mestu máli skiptir þó að Alþingi er fulltrúaþing fólksins í landinu, sem fer með löggjafarvald, stefnu- mörkun og ákvarðanir í flestu því er varðar heill og hamingju þjóðarinnar. Það er því mjög miður ef Alþingi setur niður í hugum þjóðarinnar, sem kýs það. Eðlilegt er að gera þá kröfu til skoðanamynd- andi aðila, eins og til dæmis fjölmióla, að „virðingar þingsins" sé gætL En fjöl- miðlar verða að sinna fréttaskyldu sinni. Og sann- leikur er sagna beztur. Þessi krafa hbtur þó fremur að beinast að þing- mönnum sjálfum. Þeir eru sú mynd sem birtist í fjöl- miðlaspeglinum út í þjóð- félagið. Híðast en ekki sízt snýr krafan um „viröingu þings- ins“ að þjóðinni sjálfri þegar hún velur frambjóð- endur í prófkjörum og þing- menn í kosningum. Það fær hver þjóð það þing sem hún á skilið var eitt sinn sagL Sú staðhæfing er ekki út í hött. TJöfóar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! Hjartans þakkir til ykkar allra er glöddu mig á 95 ára afmælinu 27. október sl. með kær- kominni nærveru, skeytum, símtölum og öðrum hlýhug. Ég bið að blessun Guðs breiði yfir ykkur öll. Rebekka Þiðríksdóttir. Innilegar þakkir til vandamanna og vina fyrir hlýjar kveðjur og góðar gjafir á 90 ára afmæli mínu 9. nóvember. Guð blessi ykkur öll. Theódóra Hallgrímsdóttir frá Hvammi, Vatnsdal. Kjósum Katrínu---konu í 2. sæti Kosningaskrifstofan í Nýja bíó-húsinu Lækjargötu 2 (3. hæð) er opin kl. 4—10 virka daga og kl. 2—10 um helgar. Símar: 621808 og 11933. Haföu samband Stuðningsmenn Katrínar Fjeldsted itrínu ---- konu ■ 2. sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.