Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 FIMMTUDAGS-OG SUNNUDAGSKVÖLD VEITINGAHÚS AMTMANNSSTÍG 1 REYKJAVÍK SÍMI 91-13303 500 manns hafa látið lífið í Mafíuátökum Róm, 11. nóvember. AP. I SÍÐUSTU viku var kynnt á Italíu umfangsmikil skýrsla, sem fimm rannsóknardómarar hafa unnið að í þrjú ár og fjallar um glæpi maf- íunnar í þvísa landi, eftir að flokka- drættir hófust á ný innan samtak- anna fyrir um fimm árum. Friðargerð mafíunnar, „Pax Mafiosa", entist í rúman áratug, eða frá því seint á 7. áratugnum til 1981. Þá var hún rofin, vegna þess að tvær af fylkingum sam- takanna vildu með engu móti deila milljarðagróða með öðrum og hófu blóðuga baráttu við keppinautana. Siðan hafa um 500 manns iátið lífið í hjaðningavíg- um þeirra. Þegar brýnan stóð sem hæst Iét einn af æðstu glæpáforingj- unum, Carlo Alberto Dalla Chiesa, lífið ásamt eiginkonu sinni. Var það í september 1982, að þau hjónin féllu í valinn fyrir byssukúlum andstæðinga sinna í Palermo, höfuðborg Sikileyjar. Síðan þá hafa fimm ítalskir dómarar ekki gert annað en rannsaka þessi mál, og er árang- urinn af starfi þeirra ákæruskjal eitt mikið að vöxtum, eða það sem eitt dagblaðanna kallaði „alfræðibók mafíuglæpanna á Sikiley". Þegar skjalið var gert opinbert í síðustu viku gáfu dómararnir út 475 handtökuskipanir vegna yfir 90 morða, þar á meðal á Chiesa- hjónunum, auk tuga annarra refsibrota glæpafylkinganna. Ákæruskjal dómaranna er um 8.000 blaðsíður og þar getur að lita í hnotskurn brotabrot af öllu því ofbeldi og valdniðslu, sem „Drengskaparfélagið" eða öðru nafni Cosa Nostra (Okkar mál- efni), mafían eða „La Piovra" (Kolkrabbinn), hefur beitt fyrir vagn sinn í gegnum tíðina. Þetta reyndist kleift vegna þess að nokkrir af æðstu foringj- unum, sem farið höfðu halloka í átökunum, sviku lit og gengu í lið með yfirvöldum. Meðal þeirra var Tommaso Buscetta. Leiddu uppljóstranir hans m.a. til þess, að 200 mafíósar voru handteknir á Italíu í fyrra. Þar að auki hefur hann vitnað gegn félögum mafí- unnar í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þetta olli birting skjalsins vonbrigðum í hópi þeirra, sem vonast höfðu til, að þar mundi hið svokallaða „þriðja þrep“ verða afhjúpað, þ.e. stjórn- málamenn og spilltir embættis- menn, sem taldir eru hafa verið dyggir stuðningsmenn mafíunn- ar. Einn rannsóknardómaranna fimm, Leonardo Guarnotta, var spurður, hvort gengið hefði verið af mafíunni dauðri með ákæru- skjali þeirra: „Nei,“ svaraði hann. „Mikilvægustu leiðtogarn- ir og hættulegustu morðingjarn- ir leika enn lausum hala. Meðan svo er og þeir eru ekki dregnir fyrir lög og dóm, má segja að höfuð Kolkrabbans sé enn að með ráðabrugg sitt.“ 230 þúsund sovéskir hermenn í Afganistan Bonn, 12. nóvember. AP. GULLBUDIN Hekmatyar, leiðtogi skæruliða í Afganistan, sagði á blaða- mannafundi í Bonn í dag að 230 þúsund sovéskir hermenn væru nú í Afganistan til þess að styrkja ríkis- stjórnina í sessi og brjóta á bak aftur andspyrnu skæruliða. Hakmatyar sagði að skærulið- arnir myndu ekki láta deigan síga, heldur halda áfram baráttunni þar til Sovétmenn kveddu hermenn sína, brott frá Afganistan. Sovét- 1 SVNISHORN AP ATKVJEDASEDLl 1 PRÖFKJORI SJXLFSTEÐISMANNA I REYKJAVÍK DAGANA 24. OG 2S. NÖVEMBER 1985 Utankjörstaða kosning katrin Kjt ld>tcd. 1h kn.r, liul.itoip 4 Katrin Gunnarsdottir. framkva mda>tj*»i i. Kriuholum 4 Kriitín Sigtryggsdottir. gjaldken. Fhfti ugranda 8 Magnus L Sveinsson, íormaðm Verslunarmannafcl K\ ikui. Gcitasti'kk h Málhildur Angantysdottir. sjukruliói. Bustahavcgi 55 Pall Gislason, læknir. Huldulandi 8. Ragnar Brciðfjorð. iðnverkamaður. Asparfeili 8 Sigurbjorn Porkelsson versIunarmaður.Kleppsvegi 132 Sigurjon Fjeldstcd. skolast jori. Brekkuscli 1 Sólveig Pctursdottir. logfra ðmgui. Bjarnialandi 18 Vilhjalmur G. Vilhjalmsson. augly.singatciknari. Moðrufclli 5. Vilhjalmur Þ. Vilhjahnsson, logfraðingui. Mashoium 1' Þórir Larusson. lafverktaki. Hliðargerði 1 Þorunn Gestsdóttir. blaðamaður. K\ istalandi 8 Anna K Jonsdottir, lyfjafraðmgur. Langholt>\et»' Arni Sigfússon, rekstrarraðgjafi. Espigerði * Bald\ m Einarsson. loprcgluþjonn. Kr’ Bjarni A Friðnksson. \crslune^ 41. BrynhildurK Andcrscn »u53. Davíð Oddsson. borgar Einar Hakonarson. lisima.^J^ \í\ 1 Guðmundur Hall\ arðs-»on. formaður Sjomannafcl K\ ikur. Sluðiascli 34 Guðn> Aðalstemsdottir. husmoðn. Hiassalciti 41 Guðrún Zoega. verkfraðmgur. Lerkihlið r Gunnar S Bjornsson. framk\a mdastjori. C.eitlaiuli 25 Gústaf B Einarsson. \erkstjon. Hverfisgotu 5V Guttormur P. Einarss<»n. forst.Kin. Klcifarasi 13 Haraldur Blondal. hæstarcttarlogmaðui'. Hvassaleiti 15 Hclga Johannsdottir. \ erslunarmaður. Haalcitishraut 2~ Hilmar Guðlaugsson. murari. Háaleitisbraut 16 Hulda Valtysdottir, hlaðamaður. Sólheimum 5 Jóhanna E Sveinsdóttir. viðskiptafra'ðjnemi. Garðastræti 4. Jona Gróa Sigurðardottir. franikvæmdastj«»ri, Bulandi 28 Július Hafstcin. frarr.k\æmdastjóri, Kvistalandi 11 ATHUGIÐ: Kjosa skal fæsl 8 framhjoAendur og flesl 12. Skal þaö gert með þvi að setja tolustaf fyrir framan nofn frambjoði nda i þi irri roð wm óskað er að þeir skipi endanlegan framboðslista. I»anni|{ að talan I skal setl fjrir framan nafn þess frambjóðanda sem oskaðer að skipi f) rsta sa ti framhoðslistans, talan 2 f > rir framan nafn þcss frambjoðanda sem oskað er að skipi annað s*ti framboðslistans. lalan 3 fyrlr framan nafn þess sem oskað er að skipi þriðja sæti framboðslistanso.s.frs. EÆST 8 — FLF.ST 12 I TÖLURÖD vegna prófkjörs um skipan framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík við næstu borgarstjórnarkosn- ingar fer fram virka daga í Valhöll, Háaleitisbraut 1, frá kl. 9:00—17:00, laugardaginn 19. nóvember kl. 10:00—12:00 og laugardaginn 23. nóvember kl. 14:00—17:00. Utankjörstaðakosningunni lýkur laugardaginn 23. nóvember. Utankjörstaðakosningin er þeim ætluö sem fjarver- andi veröa úr borginni aöalprófkjörsdagana 24. og 25. nóvember, eða geta ekki kosið þá af öörum ástæöum. Ráölegging til kjósenda í prófkjörinu: Klippiö út meöfylgjandi sýnishorn af kjörseöli og merkiö þaö eins og þér hyggist fylla út atkvæöaseöilinn. Hafiö úrklippuna meö á kjörstaö og stuðlið þannig aö greiöari kosn- ingu. Atkvæðisrétt eiga: Allir félagsbundnir sjálfstæöismenn í Reykjavík sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörs- dagana og þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarétt í Reykjavík við borgar- stjórnarkosningarnar og undirritað hafa inntöku- beiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík fyrir lok kjörfund- ar. Yfirkjörstjórn Sjátfstæðisflokksins í Reykjavík. menn gripu í taumana þar í landi 1979 og komu vinstri stjórn Babr- aks Karmal til valda. Hekmatyar þessi er leiðtogi samtaka sjö skæruliðahreyfinga, sem gerðu nýlega með sér sam- komulag um samvinnu. Hann kvaðst vera á ferðalagi um þau ríki, sem fordæma hersetu Sovét- manna í Afganistan, til að leita skæruliðunum pólitísks stuðnings. Skæruliðaforinginn kvað Sovét- menn hafa drepið eina miljón Afgana frá því að þeir gerðu inn- rás í landið og aðrar fimm milljón- ir manna hefðu neyðst til að flýja land á þeim tíma. Hann taldi Sovétmenn hafa sent aukinn herafla til Afganistan í því skyni að vinna endanlegan sigur á and-kommúnískum skæruliðum. Sovéskir hermenn í Afganistan væru nú 230 þúsund. Hingað til hefur verið talið að 90 til 120 þúsund sovéskir hermenn væru í Afganistan. Hekmatyar tjáði blaðamönnum að Sovétmenn hefðu lagt níu nýja flugvelli og hleypt af stokkunum hryðjuverkaherferð í þeim tilgangi að letja Afgana til stuðnings við skæruliðana. Sagðist Hekmatyar hafa átt viðræður við Willy Brandt, leið- toga Sósíaldemókrataflokksins (SPD) og ýmsa aðra framámenn í þýskum stjórnmálum. Hann kvað samtök sín vilja stofna hlutlaust ríki múhameðstrúarmanna í Afg- anistan. Vestur-Berlín: Sprenging í Tækniháskóla Vestur-Berlín, 11. nóvember. AP. MIKLAR skemmdir uróu á bygging- um Tækniháskólans f Berlín, er sprengja sprakk þar snemma í morg- un. Sprengjunni hafði verió komið fyrir í slökkvitæki vió skrifstofu stjórnanda skólans og meiddist enginn í henni. Skemmdirnar eru metnar á 50 þúsund vestur-þýsk mörk. Eldur braust út í kjölfar sprengingarinn- ar, en slökkviliðsmenn náðu fljótt tökum á honum. Skemmdir urðu einnig á tölvuherbergi í nágrenn- inu vegna reyks. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér vegna sprengingarinn- ar, en málið er nú I rannsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.