Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 23 Fjárlagafrumyarp- ið og verðbólgan — eftir Þorvald Gylfason Nú þegar frumvörp til fjárlaga og lánsfjárlaga fyrir næsta ár hafa verið lögð fyrir Alþingi samtímis (sem er nýbreytni), er tímabært að hyggja vandlega að inntaki þeirrar fjármálastefnu, sem felst í frumvörpunum, og fyrirsjáanleg- um afleiðingum hennar fyrir þjóð- arbúskapinn. Á síðustu árum hef- ur ekki verið hægt að mynda sér skynsamlega skoðun á fjárlögun- um fyrr en eftir dúk og disk vegna þess, að lánsfjárlög hafa ekki séð dagsins ljós fyrr en löngu á eftir fjárlögum — þangað til nú. En eins og kunnugt er lýsa fjárlögin fyrirhuguðum gjöldum og tekjum ríkissjóðs (og nokkurra fyrirtækja og sjóða í ríkiseign) á komandi ári, meðan lánsfjárlög lýsa fyrirhug- aðri lánsfjáröflun til að brúa bilið milli gjalda og tekna. Því ber að fagna, að frumvörpin tvö skuli lögð fram samtímis að þessu sinni, því að þannig gefst stjórnmálamönn- um og almenningi tóm til að skoða þau í samhengi, svo að hægt sé að lagfæra þau í tæka tíð, ef nauðsyn krefur. Sjálf segir ríkisstjórnin í inn- gangi að athugasemdum við fjár- lagafrumvarpið: „Með fjárlagafrumvarpi þessu nást þrjú meginmarkmið. í fyrsta lagi er erlendum lántökum stillt í hóf, þannig að nýjar erlendar lán- tökur opinberra aðila verða ekki meiri en nemur afborgunum eldri gengisbundinna lána. í öðru lagi er með þessu frumvarpi séð til þess, að sem næst jöfnuður verði á rekstri ríkisins, en það er veiga- mikil forsenda jafnvægisbúskapar á efnahagssviðinu almennt...“ Ónákvæmni Þessar fullyrðingar eru villandi. Ástæðan er sú, að frumvarpið endurspeglar aðeins hluta opin- berra umsvifa og gefur því ófull- nægjandi mynd af heildarumsvif- um opinberra aðila og áhrifum þeirra á efnahagslífið. Til dæmis nær ofangreindur „jöfnuður“ á rekstri ríkisins aðeins til fjárhags ríkissjóðs (svo nefnds A-hluta fjárlaga), en skilur fjármál ríkis- fyrirtækja (svo nefndan B-hluta) og annarra opinberra og hálfopin- berra fyrirtækja og sjóða (sem ég kalla C-hluta ríkisfjármálanna) útundan. Að vísu hefur sú breyting orðið frá fyrri árum, að endurlán ríkissjóðs hafa verið flutt úr B-hluta í A-hluta, þannig að skil- greining A-hlutans hefur víkkað, sem þessu nemur. En til að fá glögga mynd af væntanlegum heildarumsvifum opinberra aðila á næsta ári þarf engu að síður að skyggnast víðar en í A-hluta fjár- laganna einan eins og hefur tíðkazt, enda er A-hlutinn aðeins hluti af miklu stærri heild. Áhrif fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar á efnahagslífið, verðbólgu og er- lendar skuldir ráðast af heildar- umsvifum opinberra aðila, en ekki af umfangi Á-hlutans eins. Ónákvæmni af þessu tagi er algeng, en hún getur skipt miklu máli. Margir muna til dæmis eftir kosningabaráttu Reagans Banda- ríkjaforseta 1980. Hann lagði áherzlu á, að hallinn á ríkisbú- skapnum í Bandarikjunum kynti undir verðbólgu og væri líka til marks um of mikil ríkisafskipti. Þó var það svo á þessum tíma, að þegar starfsemi annarra opinberra aðila (þ.e. rfkjanna 50 og sveitarfé- laga innan þeirra) var tekin með í reikninginn, kom i ljós, að opin- beri geirinn í heild hafði skilað af- gangi árum saman. Ástæðan var að sjálfsögðu sú, að tekjuafgangur ríkjanna og sveitarfélaganna var meiri en hallinn á fjárlögum alrík- isstjórnarinnar. Það var ekki fyrr en Reagan komst sjálfur til valda, að hallinn á fjárlögum Banda- ríkjastjórnar varð svo mikill, að opinberi geirinn í heild var rekinn með halla og er enn, en það er önnur saga. Lánsfé og verðbólga Til að geta gert sér grein fyrir væntanlegum áhrifum fjármála- stefnu ríkisstjórnarinnar næsta ár eins og hún birtist í fjárlagafrum- varpinu og lánsfjárlagafrumvarp- inu, þarf að hyggja að tveimur grundvallaratriðum, sem hafa verið vanrækt i umræðum um stjórn opinberra fjármála hér að mínum dómi. I fyrsta lagi þarf að skoða, hversu mikils lánsfjár ríkisstjórn- in hyggst afla til allrar opinberrar eyðslu 1986 samkvæmt frumvörp- unum tveim. Lánsfjárþörfin sýnir beint, hversu langt útgjöldunum er ætlað að fara fram úr skatt- heimtu, og gefur því miklu betri vísbendingu um fyrirhugaðan greiðsluhalla á búskap opinberra aðila heldur en niðurstöðutala rekstrarreiknings A-hluta ríkis- sjóðs, sem hingað til hefur verið höfð til marks um áhrif ríkisfjár- mála á efnahagslífið (sbr. tilvitn- unina að ofan í athugasemdir rík- isstjórnarinnar við fjárlagafrum- varpið). í þessu efni dugir sem sagt ekki að einblína a fjárhag ríkissjóðs í A-hluta, heldur verður líka að taka ríkisfyrirtækin í B-hluta og önnur opinber og hálfopinber fyrirtæki og sjóði í C-hluta, ekki sízt fjárfestingar- sjóðina, með í reikninginn. Þetta er nauðsynlegt vegna þess, að aðhald í opinberum fjármálum hefur sömu áhrif á efnahagslífið og verðbólguna, hvort sem því er beitt við t.d. útflutningsuppbætur landbúnaðarafurða í A-hluta, Skipaútgerð ríkisins í B-hluta eða lánveitingar Framkvæmdasjóðs í C-hluta. Á þessu þrenns konar aðhaldi er enginn munur, sem máli skiptir. Með því að ríkisstjórnin tekur erlend lán í stórum stíl handa fyrirtækjum og sjóðum í B- og C-hluta samkvæmt láns- fjárlögum og gengur í ábyrgð fyrir sum þeirra, hefur hún verulegt fjárhagslegt húsbóndavald yfir B- og C-hluta opinbera geirans eins og yfir A-hlutanum. Þess vegna hefur hún líka verulegt svigrúm til aðhalds og sparnaðar í B- og C-hluta ríkisfjármálanna eins og í A-hlutanum. í öðru lagi er nauðsynlegt að draga fram þann hluta heildar- lánsfjárþarfar opinberra aðila, sem hefur verðbólguáhrif innan- lands, og halda honum aðgreindum frá þeim hluta lánsfjárþarfarinn- ar, sem hefur engin slík áhrif. Til dæmis valda miklar erlendar lán- tökur verðbólgu, ef féð er notað til eyðslu hér heima, en þær hafa hins vegar engin verðbólguáhrif, ef féð er notað til að endurgreiða eldri erlendar skuldir, því að þá streyma peningarnir strax aftur úr landi. Þessi aðgreining er nauðsynleg vegna þess, að það er einmitt höf- uðmarkmið fjárlagafrumvarpsins að „draga úr þenslu í þjóðarbú- skapnum og sporna gegn við- skiptahalla og verðbólgu" eins og það er orðað í upphafi athuga- semda ríkisstjórnarinnar við frumvarpið. Lánsfjárþörf Lítum nú á fjárlagafrumvarpið í ljósi þeirra sjónarmiða, sem lýst var að framan. Strax í 1. grein frumvarpsins kemur fram, að lánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs nemur 4,6 millj- örðum. Þess fjár verður aflað með innlendri útgáfu verðbréfa (1,9 milljarðar) og erlendum lántökum (2,7 milljarðar). Til viðbótar er húsnæðislánakerfinu í B-hluta ætlað að taka 1,2 milljarða að láni innanlands (hjá lífeyrissjóðum). Þannig er lánsfjárþörfin komin upp í 5,8 milljarða (4,6 +1,2). En þetta er ekki allt. I frum- vörpunum kemur líka fram, að Framkvæmdasjóði, Landsvirkjun, Byggðastofnun o.fl. opinberum og hálfopinberum aðilum í C-hluta er heimilað að taka erlend lán allt að 3,4 milljörðúm auk innlendra lána að upphæð 0,8 milljörðum (hjá bönkum og lífeyrissjóðum). Þá er lánsfjárþörf opinberra aðila 1986 komin up i 10 milljarða (5,8 + 3,4+ 0,8). Þessi 10 milljarða lánsfjárþörf, sem nemur um 8% af áætlaðri þjóðarframleiðslu 1986, sýnir, hversu langt útgjöldum opinberra aðila er ætlað að fara fram úr tekjum. Vegna þess að hún nær til opinberra umsvifa í heild og ekki aðeins til hluta þeirra, gefur lánsfjárþörfin miklu betri vís- bendingu um fyrirhugaðan halla á opinberum búskap heldur en Jöfn- uðurinn" á rekstri ríkisins (þ.e. A-hlutanum), sem vitnað var til í upphafi. Verðbólguáhrif fÞess ber þó að gæta, að 10 milljarða greiðsluhalli opinberra aðila þarf ekki endilega að vera fvrirboði mikillar verðbólgu. Ástæðan er sú, að verulegur hluti þeirra útgjalda, sem þessum 10 milljörðum er ætlað að standa straum af, veldur ekki þenslu í þjóðarbúskapnum. í fyrsta lagi munu afborganir og vextir af er- lendum lánum opinberra aðila nema um 8,4 milljörðum eftir því sem næst verður komizt. Þar af verða afborganir um 3,7 milljarðar og vextir um 4,7 milljarðar. Þessar greiðslur fara til útlanda og hafa því engin verðbólguáhrif hér heima. Sama á einnig við um þann hálfa milljarð, sem verður varið af þessum 10 milljörðum til að greiða afborganir og vexti af skuldum ríkissjóðs við Seðlabank- ann. Þessi upphæð verður „fryst“ í Seðlabankanum og veltur því ekki út í efnahagslífið. Eftir stend- ur þá 1,1 milljarður (10 - 8,4 - 0,5). Þessari fjárhæð munu opinberir aðilar veita út í efnahagslífið umfram það, sem þeir innheimta með sköttum, ef fjárlagafrum- varpið verður að lögum og þeim verður fylgt. Þessi halli, 1 milljarður eða þar um bil, er að visu ekki mikill í sjálf- um sér, innan við 1% af þjóðar- framleiðslu. En hann getur samt kynt undir verðbólgu og viðskipta- halla, þvert ofan í áform ríkis- stjórnarinnar. Auk þess sýnir reynslan, að fjárlagafrumvörp taka næstum alltaf verulegum breytingum í meðförum Alþingis, þannig að fjárlögin sýna meiri halla á endanum en frumvarpið gerði ráð fyrir. Þar að auki er margföld reynsla fyrir því, að út- gjöld opinberra aðila fara iðulega langt fram úr fjárlögum eins og hefur gerzt á þessu ári. Þess vegna er hætt við því, að „verðbólguhall- inn“ á búskap opinberra aðila verði miklu meiri en 1 milljarður, þegar upp verður staðið í árslok 1986. Þannig virist fj ármálastef na ríkis- stjórnarinnar líkleg til að stuðla að vaxandi verðbólgu á næsta ári, ef ekki verður gripið í taumana. Að vísu er verðbólguhallinn, eins og ég hef lýst honum að ofan, ekki einhlítur mælikvarði á verðbólgu- áhrif fjárlaga, því að fleira skiptir máli en hallinn einn. Einkum getur umfang opinberra umsvifa verið mikilvægt í þessu sambandi, hvað sem hallanum Hður. Þanni^er til „Til aö geta gert sér grein fyrir væntanlegum áhrifum fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar næsta ár eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu og lánsfjárlagafrumvarp- inu, þarf að hyggja að tveimur grundvallarat- riðum, sem hafa verið vanrækt í umræðum um stjórn opinberra fjár- mála hér að mínum dómi.“ dæmis hægt að veita aðhald í opinberum fjármálum og þar með viðnám gegn verðbólgu með því að draga úr útgjöldum og sköttum um sömu upphæð, þótt lánsfjár- þörfin og verðbólguhallinn séu hin sömu eftir sem áður. Eins getur samsetning skatttekna ríkissjóðs skipt miklu máli. Til dæmis er hætt við, aö hækkun söluskatts og lækkun tekjuskatts á móti (eins og fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir) geti kynt undir verðbólgunni í bráð, af því að söluskattshækkun- in veltur beint út í verðlagið. Það, sem áður sagði um verðbólguhall- ann í fjárlagafrumvarpinu fyrir 1986, verður að skoða í ljósi þess- ara fyrirvara. Þótt sambærilegar tölur um verðbólguhalla fyrri ára liggi ekki fyrir, benda athuganir til þess, að verðbólguáhrif fjárlaga hafi verið allmiklu meiri á undanförnum árum en þau verða 1986, ef frum- vörpin tvö verða að lögum og lög- unum verður fylgt. Að því leyti er framför fólgin í þessum frum- vörpum. Það er þó engu að síður umhugsunarefni, að meðan ríkis- stjórnin hefur ráðizt gegn verð- bólgunni með því að draga úr kauphækkunum með löggjöf, hefur hún — hálfpartinn óvart að því er virðist — kynt undir verðbólg- unni um leið með ógætilegri stjórn opinberra fjármála. ógátið hefur aðallega verið fólg- ið í því að einblína á A-hluta fjár- laganna og vanrækja B-hlutann og þó einkum C-hlutann, þ.e. sjóða- kerfið. Þannig hefur þess ekki verið gætt nógu vandlega að rýma fyrir fjárútlátum C-hlutans (t.d. lánveitingum fjárfestingarsjóð- anna eða orkuframkvæmdum Landsvirkjunar) með því að draga saman seglin á öðrum sviðum til að koma í veg fyrir þenslu, verð- bólgu og skuldasöfnun. í þessu efni er þó ekki langt að leita fyrirmynd- ar um hyggilega hagstjórn. Norð- menn hafa á síðustu árum gætt þess vandlega að láta ekki hina miklu þenslu í olíuiðnaði þeirra á síðustu árum ganga út yfir allt efnahagslífið, heldur hafa þeir beitt aðhaldi á öðrum sviðum og náð ágætum árangri. Verðbólgan í Noregi er og hefur verið með minnsta móti þrátt fyrir olíuævin- týrið. Af þessu getum við lært. Erlendar skuldir f upphafi var vitnað til athuga- semda ríkisstjórnarinnar við fjár- lagafrumvarpið, þar sem segir: „ ... nýjar erlendar lántökur opin- berra aðila verða ekki meiri en nemur afborgunum eldri gengis- bundinna lána.“ Þegar fjármál opinberra aðila eru skoðuð í heild, kemur þó í ljós, að nýjar erlendar lántökur opin- berra aðila i A-, B- og C-hluta munu samkvæmt frumvörpunum tveim nema 6,1 milljarði 1986 eins og fram kom að ofan, meðan af- borganir munu verða um 3,7 millj- arðar. Þannig munu erlendar skuldir opinberra aðila aukast um 2,4 milljarða (6,1 - 3,7), eða 2% af þjóðarframleiðslu, þegar allt er talið. Einnig af þessu má ráða, hversu brýnt það er að skoða áhrif opinberra fjármála í heild á efna- hagslífið í stað þess að einblína á einn hluta þeirra, A-hlutann, og horfa framhjá hinum. Niðurlag En þótt áhrif fjármálastjórnar opinberra aðila í heild á verðbólgu og skuldasöfnun reynist verri en áhrif A-hlutans eins, er einnig ljóst, að svigrúm til aðhalds og sparnaðar í opinberum fjármálum er að sama skapi meira, þegar opinberi geirinn er skoðaður allur. Áður hefur komið fram, að fyrir- huguð lánsfjárþörf B- og C-hlut- ans 1986 er meiri en lánsfjárþörf A-hlutans. Þannig er ástæðulaust að einskorða umræður um aðhald í opinberum fjármálum við A-hluta ríkissjóðs. Þvert á móti virðist ekki síður vænlegt til árangurs að leita sparnaðarleiða í hinum hlutum opinbera geirans, einkum C-hlutanum. ílöfundur er prófessor í þjóðhag- frædi við Háskóla íslands. „Sagan af Sigríði stórráðu“ — ný bók eftir Játvarð Jökul KOMIN er út ný bók eftir Játvarð Jökul Júlíusson, „Sagan af Sigríði stórráðu", en undirtitill er „Skarð- verjaríki og Reykhólaauður, Látra- ætt og Skáleyjarsystkin“. Á kápusíðu segir svo m.a.: Sagan af Sigríði stórráðu hefst á Skarðverjum og eru ættir hennar síðan raktar og saga hennar sögð þangað til hún kveður þennan heim í Kaupmannahöfn, eftir stormasama ævi konu sem aldrei lét bugast og vildi helst sjálf ráða ferðinni hvar sem leið hennar lá. Auk ættfræðinnar er Sagan af Sigríði stórráðu full af fróðlegum sögnum af merkilegu fólki öld eftir öld og aldarfar og búskaparhættir rifjast upp fyrir þeim sem heyrt hafa sagt frá feðrum sinum og mæðrum á liðnum öldum. Bókin er hvarvetna skemmtileg og fróð- leg og stíll og frásagnarháttur höfundar er með ágætum. Bókinni er skipt í fjölmarga kafla og lýkur með nafnaskrá. Hún er 213 bls. að stærð. Útgefandi er Víkurútgáfan. Játvarður Jökull Júlíusson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.