Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 56
”^^uglýsinga- síminn er 2 24 80 inngisittfilitfrifr SIADFEST lAHSIRAUST MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. LandhelgisgKshimenn viA hina nýju þyrhi f Frakklandi talið fri vinstri: Jón Pálsson flugvirki, Gunnar Bergsteinsson forstjóri og Pill Halldórsson fhigstjóri. Benóný Ásgrímsson Dugmaður er nú ytra ásamt Páli og Jóni og fljúga þeir þyrlunni heim. Á innfelldu myndinni kvittar Gunnar Berg- steinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar fyrir mótttöku þyrlunnar. Landhelgisþyrlan afhent GUNNAK Bergsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar fór til Frakk- lands í síðustu viku til að taka við þyrlunni sem Landhelgisgæslan festi kaup á þar. Jafnframt var kaupverð hennar greitt. Þyrlan er af gerðinni Dauphin flugi sem innifalið var í kaupun- 365 N, framleidd af Aerospatiale flugvélaverksmiðjunum í Mar- isnane og kostar með öllum tækjum 25,5 milljónir franka, eða 133,5 milljónir íslenskar krónur. Þrír íslendingar eru úti í Frakklandi að ljúka því æfinga- um en búist er við að þeir haldi með þyrluna áleiðis til fslands á fimmtudag og komi þá um helg- ina ef vel viðrar. Hér þarf að setja í hana sérstök tæki og er búist við að hún verði tekin í notkun eftir viku eða hálfan mánuð. Hafskip: Beinar viðræður Útvegsbankans og Eimskips hf. GERA MÁ ráð fyrir að niðurstaða fáist í málefnum Hafskips hf. alveg á næstunni, jafnvel í þessari viku. Eins og kunnugt er hafa staðið yfir viðræð- ur um hugsanleg kaup Eimskipafélagsins á Islandssiglingum Hafskips. Jafnframt hafa forráðamenn Hafskips rætt um sölu á Atlantshafssiglingum félagsins til annarra aðila. Útvegsbanki fslands er helsti viðskiptabanki Hafskips og hefur gengið í verulegar ábyrgðir fyrir félagið. Bankastjórn Utvegsbank- ans og bankaráð ræddu þessi mál sérstaklega á fundi i gær, og þar fluttu bankastjórar bankans bank- aráði skýrslu um málið. Stjórn Eimskipafélags Islands hf. mun funda um málið í dag. Stjórnendur Útvegsbankans og Hafskips ákváðu í sameiningu í sumar að leita leiða til þess að selja eignir Hafskips og viðskipta- sambönd. Stóðu viðræður á milli Hafskips og Eimskips í liðlega tvo mánuði í sumar og haust. Viðræð- um er nú þannig háttað, að banka- stjórar Útvegsbankans tóku þá ákvörðun í samráði við stjórnend- ur Hafskips að viðræður við Eim- skip um að þau mál sem snúa beint að bankamálum og fjármögnun sem snýr að hugsanlegri sölu, fara fram á milli stjórnenda Útvegs- bankans og Eimskips án þátttöku stjórnenda Hafskips. Knattspyrnuáhugi á Grænlandi: 130 Danir til Dublin BOEING-VÉL Flugleiða 727 fer ár- degis í dag í allóvenjulegt leiguflug, að sögn Erlings Aspelund, fram- kvæmdastjóra flugrekstrarsviðs Flugleiða. Flýgur vélin áleiðis til Syðri Straumfjarðar á Grænlandi og sækir þangað 130 Dani, sem þar eru að störfum. Þorsteinn Pálsson í fjárlagaræðu: Samdráttur í umsvifum og lántökum ytra 1,2 milljarðar Sparnaöaraögerðir — frestun verkefna — minni yfirvinna — færri ráöningar Flytur vélin þá til Dublin á ír- landi, þar sem Danirnir ætla að fylgjast með landsleik Dana og íra, sidegis i dag. Strax að loknum landsleiknum verða Danirnir 130 síðan ferjaðir á nýjan leik flugleið- is til Syðri Straumfjarðar. Landsleikur Dana og Ira er liður í undankeppni heimsmeistara- mótsins í knattspyrnu. Danir eru nánast öruggir um að komast í úrslitakeppnina í Mexíkó á næsta sumri, en frar eiga enga mögu- leika. Dönsku verkamennirnir á Grænlandi vilja þó greinilega hafa vaðið fyrir neðan sig, og mæta á völlinn í Dublin til þess að hvetja sína menn, þó að fyrirhöfnin sé ærin. ÁKVEÐIÐ hefur verið að hverfa frá fyrri áformum um að leggja söluskatt á ýmsar vörur og þjónustu, sem ekki hefur verið söluskattsskyld, sagði Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð- herra, í fjárlagaræðu í gær. Skatt- byrði einstaklinga af beinum skött- um til ríkisins er áætluð 3,8% 1986, miðað við tekjur greiðsluárs, í stað r4,4% í ár og 5,5% á árunum 1981- 1983. Stefnt er að lækkun ríkissjóðs- tekna, frá því sem segir í fjárlaga- frumvarpi, sem svarar 300 m.kr., - og lækkun gjalda sem svarar 574 m.kr. Lækkun gjalda nær til sparnaðaraðgerða hjá einstökum ráðuneytum, frestunar á verkefn- um og minni yfirvinnu og færri ráðningar afleysingafólks. Auk þess er ráðgert að lækka áður ráðgerðar lántökur ríkissjóðs um 500 m.kr. og lántökur fyrir- tækja með eignaraðild ríkissjóðs um 300 m.kr., eða 800 m.kr. sam- tals. Lántaka til framkvæmda Landsvirkjunar lækkar t.d. um 250 m.kr. f þessu felst m.a. frestun á gangsetningu Blönduvirkjunar að minnsta kosti til ársins 1990. Kindakjöteútsalan: Fyrsta vikan fjórföld hjá afurðasölunni AFURÐASALA SÍS seldi yfir 220 tonn "*»af kindakjöti fyrstu sex daga kinda- kjötsútsölunnar. Er það litlu minna kjöt en afurðasalan selur í venjuleg- um mánuði. Langmest selst af árs- gamla kjötinu. Steinþór Þorsteinsson deildar- stjóri í afurðasölu SfS sagði í samtali við Morgunblaðið að þrír vtfjórðu hlutar sölunnar væri í gamla kjötinu, en einn fjórði í kjöti frá síðustu sláturtíð. Hann sagði að salan héldist svipuð áfram og kaup- menn væru auk þess farnir að kaupa kjöt til að eiga í birgðum. Með sama áframhaldi myndi gamla kjötið klárast í næstu viku. Hjá Sláturfélagi Suðurlands fengust þær upplýsingar að kjötsal- an hefði aðeins tekið við sér eftir að útsalan byrjaði, en ekkert meira en það. Sláturfélagið á ekkert kjöt frá því í fyrra og er það væntanlega skýringin á því að ekki ber eins mikið á aukningunni þar. 15% mismunur er á verði gamla og nýja kjötsins. Steinþór Þorsteinsson taldi að fólk hefði ekki áttað sig á því að verðlækkunin næði einnig til nýja kjötsins, og væri það skýringin á því að sala þess hefði ekki aukist eins mikið. Þær 90 milljónir sem áætlað er að verja til útsölunnar duga til söiu á um 2.000 tonnum af kjöti. Steinþór taldi að því marki yrði ekki náð fyrr en nokkru eftir næstu mánaðamót. Samtals er samdráttur í umsvifum og erlendum lántökum hins opin- bera 1,2 milljarðar króna, en þar af fara 800 m.kr. til að draga úr erlendum lántökum. Ráðgerður sparnaður nær bæði til rekstrarútgjalda og frestunar framkvæmda. Sett verða mörk á fjárveitingar til einstakra út- gjaldaliða, m.a. ferða- og bíla- kostnað, risnu og aðkeypta þjón- ustu. Launaútgjöld lækka um 130 m.kr. sem svarar til 230 stöðugilda af 10 þúsund stöðugildum í A-hluta fjárlaga. Síðasttalda lækkunin á m.a. að nást með minni yfirvinnu sem fyrr segir. Fjármálaráðherra sagði óhjá- kvæmilegt að endurmeta sjálfvirk (lögbundin) útgjöld ríkissjóðs til að koma í veg fyrir stóraukna skattheimtu á næstu árum. Fallið yrði frá áður ákveðinni viðbótar- skattheimtu að hluta til en fram- kvæmd fyrirheit um áframhald- andi lækkun tekjuskatts af al- mennum launatekjum. Erlendar lántökur verði skornar niður. Þó verði ekki raskað við velferðar- kerfinu. Sjá kafla úr ræðu fjármálaráð- herra á miðsíðu og frásögn af fjár- lagaumræðu á þingsíðu, bls. 32. Forsetinn situr fyrir hjá frægum listamanni ÞEKKTUR andlitsmálari, June Mendoza hefur undanfarna 9 daga dvalizt á fslandi og málað forseta íslands, frú Vigdísi Finn- bogadóttur. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins mun málar- inn, sem málað hefur marga þjóð- höfðingja Evrópu og fjölskyldur þeirra, hafa óskað eftir því við forseta fslands að hún fengi að mála hana. Verkinu er nú lokið með þeim hætti að listamaðurinn getur lokið við myndina heima hjá sér. June Mendoza hefur eins og áður sagði málað marga þekkt- ustu þjóðhöfðingja Evrópu og nánustu ættingja þeirra. Ný- lega mun frúin hafa lokið við að mála málverk af Karli prins af Wales og eiginkonu hans, Diönu prinsessu. Listmálarinn fór utan í morgun með mál- verkið, en ekki er ljóst hvað um það verður, hvort það verð- ur keypt til íslands eða ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.