Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 27 Dótturdóttir Gorbachevs Oksana, fimm ára gömul dótturdóttir Mikhail Gorbachevs, leiðtoga sovézka kommúnistaflokksins, sést hér fylgjast með hersýningu Rauða hersins í Moskvu á afmælisdegi byltingarinnar í síðustu viku. Með henni eru móðir hennar, Irina, og faðir. Frakkland: Afrískur seiðkarl svíkur fé af lögreglumönnum Nke. 12. nóvember. AP. AFRISKUR seiðkarl prettaði í síð- ustu viku 60 þúsund franka (um 312 þúsund íslenskar krónur) út úr tveimur lögreglumönnum í borginni Nice í Frakklandi. Seiðkarlinn kvaðst geta breytt fimmtíu sentíma mynt í fimmhundruð franka seðla með því að sjóða myntirnar í hnaus- þykkum, göróttum miði. En lögreglu- mennirnir fengu að kenna á því að ekki er allt gull sem glóir og sátu eftir með fulla ráptuðru af rifnum dagblöðum. I dagblaðinu Nice Matin var greint frá því um helgina að annar lögregluþjónanna, Alain Foussard, hefði heimsótt mann, sem kallaði sig „seiðkarlinn mikla og sjáand- ann Seydou Diaby", til að leita ráða við vandamálum sínum. Meðan þeir ræddu málin, Seydou Diaby og Alain Foussard, bað fyrrnefndur lögreglumanninn um að láta hálfan franka detta í pott fylltan sjóðandi undraeðju. Seið- karlinn breiddi yfir pottinn og kyrjaði kynlegar þulur áður hann svipti hulunni af á nýjaleik og viti menn: fimmhundruð franka seðill flaut á yfirborði glussans. Skömmu síðar sótti Foussard seiðkarlinn aftur heim og var nú í fylgd með einum starfsbróður sínum. Diaby endurtók leikinn nokkrum sinnum og undruðust lögreglumennirnir stórum. • Tvímenningarnir fóru þá á stúf- ana, söfnuðu saman sparifé sínu og tóku lán, og þremur dögum síðar heimsóttu þeir seiðkarlinn í þriðja sinn með 60 þúsund franka meðferðis. Seiðkarlinn Diaby kom peningunum fyrir í ferðatösku, hafði yfir þrotlausar þulur og lét þá hafa töskuna með þeim orðum að þeir mættu opna hana að þrem- ur dögum liðnum, en opnuðu þeir töskuna fyrr mundi galdurinn engin áhrif hafa. Lögreglumennirnir gerðu eins og fyrir þá var lagt, en þegar þeir loksins opnuðu töskuna fundu þeir aðeins rifin og tætt dagblöð. Þegar lýst var eftir seiðkarlinum var hann á bak og burt og hefur enn hvorki fundist af honum tangur né tetur. Efna til mótmælasetu Seoul, Suöur-Kóreu, 11. nóvember. AP. UM 120 forystumenn andófsmanna í Suður-Kóreu hófu í dag mótmæla- setu í framhaldi af fundi, sem hald- inn var til að mótmæla meintum pyntingum við yfirheyrslur hjá lög- reglunni. Meðal þátttakenda eru Kim Dae-Jung og Kim Young-Sam, þekktustu andstæðingar Suður- Kóreu-stjórnar, formenn nýstofn- aðra mannréttindasamtaka, sem hafa á stefnuskrá sinni að auka veg lýðræðis i landinu. Fyrrnefnd samtök urðu hvati að stofnun Nýja kóreska lýðræðis- flokksins, sem varð næststærsti stjórnmálaflokkurinn á þinginu eftir kosningarnar í febrúar, og hefur flokkurinn verið mjög her- skár í stjórnarandstöðu síðan. Stjórnvöld hafa enga tilraun gert til að reka andófsmennina á brott og látið nægja að hafa eftir- lit með húsinu. Ortega vísar á bug friðaráætlun Managua, Nicaragua, 12. nóvember. AP. í gær hafnaði Daniel Ortega, forseti Nicaragua, áætlun þeirri, sem Contadora-ríkin lögðu fram í síðasta mánuði um frið í Mið-Ameríku. Ortega sagði á fundi með erlend- um sendifulltrúum og embættis- mönnum úr hópi sandinista, að stjórn hans gæti ekki gengist undir takmarkanir um vopnabúnað og fjölda hermanna, á meðan lands- menn ættu yfir höfði sér innrás, sem Bandaríkjamenn styddu með ráðum og dáð. „Það er fráleitt að fara fram á, að ríki afsali sér sjálfræði sínu og grundvallar réttindum, auk þess sem slík krafa brýtur í bága við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og Samtaka Ameríkuríkja," sagði hann. í áætluninni er m.a. gert ráð fyrir stöðvun vígbúnaðar, banni við íhlutun í málefni annarra ríkja og að allur erlendur her verði á brott úr þessum heimshluta. Þá er þar einnig ákvæði um frjálsar kosningar og frjálsa fjölmiðlun. Ortega krafðist þess m.a., að sáttagjörð fæli í sér loforð Banda- ríkjanna um að hlutast ekki til um málefni Nicaragua. HAMRABORG 3, SÍMI. 42011, KÓPAVOGI GERVASONI baölínan ný sending HITASTILLT BAÐBLÖNDUNARTÆKI Það er auðvelt að láta hita- stillt Danfoss baðblöndurv- artæki leysagamla tækið af hólmi. Spurðu pípulagn- ingarmanninn, hann þekkir Danfoss. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2,SlMI 24260 Bjóðum nánast allar stærðir rafmótora frá EOF í Danmörku. EOF rafmótorar eru í háum gæðaflokki og á hagkvæmu verði. Ræðið við okkur um rafmótora. = HEÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 24260 V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! JttargttttMðbifc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.