Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1986 45 Brids á Húsavík: Guðmundur Pétursson og Magnús Torfason sigruðu __________Brids____________ Arnór Ragnarsson Magnús Torfason og Guðmundur Pétursson sigruðu í 1. opna Sam- vinnuferða/Landsýn mótinu sem fram fór á Húsavfk um helgina. Spilaður var Mitchell-tvímenning- ur. Magnús og Guðmundur tóku forystuna í upphafi keppninnar og héldu henni til loka þótt Þórarinn Sigþórsson og Þorlákur Jónsson þrengdu að þeim á lokasprettinum. Lokastaðan: Magnús Torfason — Guðmundur Pétursson 1521 Þórarinn Sigþórsson — Þorlákur Jónsson 1498 Kristján Blöndal — Jónas P. Erlingsson 1425 Sigfús örn Arnason — Rúnar Magnússon 1414 Vilhjálmur Pálsson — Sigfús Þórðarson 1413 Jakob Kristinsson — Júlíus Sigurjónsson 1412 Birgir Þorvaldsson — Jóhann Jónsson 1398 Pétur Skarphéðinsson — Þóra Sigmundsson 1383 Grettir Frímannsson — Hörður Blöndahl 1372 Páll Pálsson — Frímann Frímannsson 1363 ólafur Ágústsson — Pétur Guðjónsson 1353 Ragnar Magnússon — ValgarðBlöndal 1348 Jón Stefánsson — Sveinbjörn Jónsson 1342 Þormóður Einarsson — Kristinn Kristinsson 1342 Anton Gunnarsson — HjálmarPálsson 1331 Ásgeir Ásbjörnsson — Hrólfur Hjaltason 1319 Björn Halldórsson — Guðni Sigurbjarnason 1309 Helgi Steinsson — Gylfi Pálsson 1297 Skúli Jónsson — Jón Árnason 1288 Björn H.Jónsson — Eiður Guðlaugsson 1257 Valur Sigurðsson — Símon Símonarson 1253 Mótið þótti takast í alla staði mjög vel. Keppnisstjóri var ólaf- ur Lárusson en reiknimeistari Vigfús Pálsson. Bridsfélag Hvols- vallar og nágrennis Nú er lokið þrem umferðum Staðan: Brynjólfur Jónsson — Haukur Baldvinsson 55 Magnús Bjarnason — Árni Sigurðsson 49 Guðmundur Jónsson — Gísli Kristjánsson 43 Helgi Hermannsson — óskar Pálsson 38 Árni Jónsson — Andri Jónsson 23 stjórnin endurkosin en i henni eiga sæti: Helgi Hermannsson formaður, Kjartan Jóhannsson varaform., óskar Pálsson ritari, Magnús Bjarnason gjaldkeri og Eyþór Gunnþórsson meðstjórn- andi. Svipmyndir frá Samvinnuferða/Landsýn mótinu á Húsavík. af fimm í Ás-mótinu sem er barometer með þátttöku 15 para. Byggingarfélagið Ás styrkir þetta mót og verður það fram- vegis aðaltvímenningur félags- ins. Eyþór Gunnarsson — Kristján Hálfdánarson Kjartan Jóhannsson — örn Hauksson Ólafur ólafsson — Jón Kristinsson moiguuuinuiu/ oig. njornss. Aðrir hafa ekki náð meðal- 20 skori. Einnig er nú í gangi kennsla fyrir byrjendur og eru 7 20 nemar að stíga fyrstu skrefin inn í ólæknandi heim brids. 5 Á aðalfundi félagsins var Bridsfélag Akraness Nú er nýlokið hjá Bridsfélagi Akraness þriggja kvölda Mitch- ell-tvímenningi með þátttöku 24 para. Sigurvegarar urðu Oliver Kristófersson og Þórir Leifsson/Vigfús Sigurðsson. Þeir Oliver og Vigfús, sem spiluðu saman síðustu umferð- ina, náðu þeim einstaka árangri að fá 395 stig þegar meðalskor var 270 stig. Þessi árangur skaut þeim félögum úr 12. sæti í 1. sætið. Röð efstu para varð þessi: Oliver Kristófersson — Þórir Leifsson/ Vigfús Sigurðsson 939 Jón Alfreðsson — Karl Alfreðsson 921 ólafur G. ólafsson — Guðjón Guðmundsson 899 Hörður Jóhannesson — Kjartan Guðmundsson 895 Eiuai GuJrr.undsaon — Ingi Steinar Gunnlaugss. 894 Skúli Ketilsson — ólafur Guðjónsson 872 Meðalskor var 210. i Guðfinna L. Péturs- dóttir — Minning Fædd 7. júlí 1925 I)áin 3. nóvember 1985 Með fátæklegum orðum langar okkur að kveðja ömmu. Guðfinna Lea Pétursdóttir, eða amma á ölduslóð eins og við ævin- lega kölluðum hana, var hrifin svo skyndilega í burtu frá okkur. Við eigum ömmu svo margt að þakka, hún gaf okkur svo mikla gleði og hlýju, sem við munum geyma í minningu um hana. Það var alveg sama hvort heldur við heimsóttum ömmu heim á ölduslóð eða á sjúkrahús, alltaf tók hún á móti okkur brosandi, hversu veik sem hún var. í sumar áttum við saman yndis- legar stundir, þegar við gistum hjá ömmu og afa í þrjár heilar' vikur. Fyrir það og svo margt annað viljum við þakka. Elsku afi, Ásbjörn og Viðar, við biðjum góðan Guð að vaka yfir ykkur og varðveita á þessari sorg- arstund, einnig Jónu frænku okkar á Hrafnistu, sem sér nú á eftir kærum ástvin. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Helga Lea og Jón Freyr. í dag, á útfarardegi elskulegrar systur minnar, vil ég minnast hennar með fáeinum kveðjuorðum. Guðfinna Lea, eða Dista eins og hún var kölluð af nánustu vanda- mönnum, fæddist 7. júlí 1925 í Reykjavík, dóttir hjónanna Guð- rúnar Þorbjarnardóttur og Péturs Péturssonar. Þegar hún var sex ára gömul andaðist móðir okkar. Var Dista þá tekin í fóstur til ömmusystur sinnar, Guðlaugar Bergþórsdóttur, og eiginmanns hennar, Ásmundar G. Þórðarsonar, barnakennara í Viðey. Hjá þessum sæmdarhjónum ólst hún upp við mikið ástríki og umhyggju fram yfir fermingarald- ur. Þá hófst lífsbaráttan. Stundaði hún ýmis almenn störf, þar til hún hóf nám í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni. í þeim skóla fékk hún þá þekkingu, sem hún nýtti sér vel þegar eigið heimilishald hófst. Enda var heimili þeirra hjóna með miklum glæsibrag. Á jóladag árið 1946 giftist systir min unnusta sínum, Jóni Egils- syni, deildarstjóra hjá Kaupfélagi Hafnfirðinga. Reistu þau bú sitt að ölduslóð 10, Hafnarfirði, og hafa búið þar sfðan. Eignuðust þau hjónin þrjá mannvænlega syni, þeir eru: Egill, múrari, kvæntur Kristjönu Magnúsdóttur. Börn þeirra eru: Helga Lea og Jón Freyr. Ásbjörn, stundar nám í matvæla- fræði, og Viðar, sem er við nám í lögfræði við Háskóla íslands. Þar sem mér fannst einkenna heimili systur minnar og mágs var hvað umhyggjusemi og samheldni þeirra var mikil við uppeldi sona sinna. Tel ég mig geta talað þar af kunnugleika, þvf við hjón vorum svo lánsöm að fá fbúð í nýbyggðu húsi þeirra á ölduslóðinni. Þar bjuggum við f tuttugu ár. Þökkum við Hulda samveruna og góða vináttu alla tíð. Sfðustu æviár systur minnar voru erfið vegna þráláts sjúkdóms, en vonir stóðu til, nú eftir síðustu skurðaðgerð, að um einhvern bata væri að ræða. Sú von brást, hún andaðist í svefni 3. nóvember sl. Nú, þegar leiðir skilur um sinn, vil ég koma á framfæri þakklæti til systur minnar og mágs fyrir mikla alúð og ræktarsemi sem þau ætíð sýndu Jónu móðursystur okkar. Kæri mágur, megi Guð gefa þér, sonum, tengdadóttur og öðru venslafólki sinn styrk á sorgar- stundu. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Hallgrímur I dag, miðvikudaginn 13. nóv- ember 1985, verður gerð frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði útför Guðfinnu Leu Pétursdóttur, öldu- slóð 10, þar f bæ. Mig langar með nokkrum orðum að minnast minnar elskulegrar frænku og vinkonu, hennar Distu. Ég held að mér hafi aldrei brugðið eins mikið og þegar hringt var til mín sunnu- daginn 3. nóvember og mér til- kynnt um lát hennar, því það kom mér svo sannarlega á óvart, en það sýnir að maður er aldrei viðbúinn að taka þvf, þegar dauðinn er ná- lægur. Dista eins og hún var alltaf kölluð, átt við veikindi að stríða, en mér fannst ekkert vera í þá áttina að dauðinn væri f nánd. Eg verð að segja að það eru mér mikil sárindi að sjá á eftir Distu yfir á æðra tilverustig, en þetta er eitt af því sem við verðum að læra að sætta okkur við, en mest er eftir- sjáin hjá hennar nánustu, eigin- manni, sonum, tengdadóttur og barnabörnum, því hennar líf sner- ist fyrst og fremst um hag þeirra og velgengni. Ég átti því láni að fagna, að búa i og alast upp f hús- inu hennar og þaðan, frá Ölduslóð 10, á ég margar og góðar minning- ar. Hún var mér sérstaklega góð og elskuleg frænka, þó hún væri það ekki í raun og veru, en samt var hún uppáhaldsfrænka min. Það var gott að vera í návist henn- ar og fjölskyldunnar, ég hugsa um öll afmælisboðin hjá henni og minnist margra ánægjulegra stunda á heimili hennar. Dista bar sig alltaf vel og var hress og kát f návist allra, þó sjúk væri. Hún flikaði ekki veikindum sinum meðal annarra. Dista átti góða og elskulega fjölskyldu og hefur umhyggja þeirra verið ein- stök. Ég á mjög erfitt á þessari stundu er ég rita þessar lfnur, að sætta mig við að eiga aldrei eftir að hitta hana hér f þessu lífi, en trúin boðar nýtt líf eftir þetta líf og ég held f það og vona að við hittumst á æðra tilverustigi. Drottinn gaf og Drottinn tók, blessað veri nafn hans. Við, vinir Distu og fjölskylda, erum full af trega og söknuði, en ég vil þakka alla tryggð og um- hyggju fyrir mér, þó sérlega á mínum uppvaxtarárum. er okkar samgangur var mikill. Ég vona að Distu liði vel f hendi Guðs. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem sVo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (EinarBen.) Ég votta fjölskyldu Distu mína dýpstu samúð. Drottinn blessi hana um alla eilífð. Blessuð sé minning hennar. Hún hvíli í friði. Stefán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.