Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 Minning: Herbert Jónsson kjö tiðnaðarmaður Fæddur 19. ágúst 1936 Dáinn 5, nóvember 1985 Eitt er víst, dauðinn er óum- flýjanlegur, en oft kemur hann óvænt og fyrr en búist er við. Vissulega brá okkur, nágrönnum Herberts Jónssonar, þegar við fréttum um ótímabært fráfall hans. Dugnaður og samvizkusemi einkenndu hann í ölium okkar samskiptum. Þar fór maður, sem aldrei lá á liði sínu, ef hann gat hjálpað öðrum. Af því fórum við nágrannar hans ekki varhluta. Ekki var annað vitað en Herbert væri heilsuhraustur, og enda þótt hann kenndi fyrir lasleika fyrir skemmstu, var það ekki álitið alvarlegt. En enginn veit sína ævina, fyrr en öll er. Herbert starfaði sem kjötiðnað- armaður á Reykjavíkursvæðinu og var eftirsóttur til starfa. Var vinnudagur hans því oft langur. Engu að síður átti hann sín áhuga- mál utan vinnutíma. Hin síðari ár gerðist hann virkur í félagi harm- óníkuleikara og einnig hafði hann mikinn áhuga á veiðiskap. Var oft gaman að ræða við Herbert yfir girðinguna um silungsveiðar. Eft- irsjá eftir liðnu sumri var mikil, en strax farið að hlakka til næsta sumars. Konu sinni, St3inunni Felix- dóttur, og börnum bjó hann gott ogglæsilegt heimili að Vesturbergi 20. Börnin voru farin að heiman, og meiri tími virtist vera til að sinna ýmsum áhugamálum, þegar kallið kom svo skyndilega. Við, sem bjuggum í næsta ná- grenni við Herbert, söknum góðs vinar og nágranna, og biðjum eft- irlifandi eiginkonu og börnum guðsblessunar. Alfreð Þorsteinsson Mig setti hljóðan þegar sú sorg- arfrétt barst mér að félagi minn, Herbert Jónsson, væri allur. Það var fjarri öllum raunveruleika að hugsa sér að slíkt mundi hafa gerst. Kvöldið áður höfðum við setið saman á fundi með stjórn og skemmtinefnd félags harmoniku- unnenda. Þar var Herbert ein- beittur og hress eins og hann átti Minning: Olafur Guðmundsson veggfóðrarameistari Fæddur 9. nóvember 1912 Dáinn 7. nóvember 1985 f dag miðvikudaginn 13. nóv- ember verður gerð frá Fríkirkj- unni í Reykjavík útför ólafs Guð- mundssonar veggfóðrarameistara, en hann lést á heimili sínu að- faranótt 7. þ.m. ólafur Guðmundsson fæddist 9. nóvember 1912 í Reykjavík. For- eldrar hans voru Jóhanna Þórey Magnúsdóttir og Guðmundur Guðmundsson sjómaður, sem stundaði lengst af siglingar á skip- um Eimskipafélags íslands. Ólafur var yngstur 3 systkina. Þau eru Marín Guðmundsdóttir gift Brynj- ólfi Jónssyni skipstjóra og Aðal- steinn Guðmundsson rafvirkja- meistari sem nú er látinn. Vegna veikinda og síðar andláts móður sinnar var Ólafur alinn upp hjá ágætum hjónum, þeim Vigdísi Önnu Gisladottur og Sigurði Jóns- syni rafvirkja, þannig eignaðist hann 5 fóstursystkini sem öll eru á lífi. Þau heita Sigurveig, Gísli Þór, Jóhanna, Jón og Sigurður. 1940 giftist ólafur Magneu A. Magnúsdóttur, ættaðri frá Eyrar- bakka. Þau eignuðust dóttur sem heitir Guðfríður, hún er gift Doyle C. Bisbee, þau eiga 2 börn og búa í Bandaríkjunum. Það var Ólafi þungt áfall þegar Magnea veiktist og lést eftir langa og erfiða sjúkrahúsvist meðan dóttirin var enn ung. ólafur sem var tvígiftur, giftist seinni konu sinni 1957. Hún hét Elín ísleifsdóttir, ættuð frá Vík í Mýrdal, Elín lést 26. ágúst sl. Þannig var hann orðinn ekkjumað- ur í annað sinn stuttu fyrir andlát sitt. ólafur lærði veggfóðraraiðn hjá Sigurði Ingimundarsyni vegg- fóðrarameistara, hann lauk sveinsprófi 1940 og fékk meistara- réttindi 1943. Eftir það varð hann sjálfstæður atvinnurekandi með rekstur í sinni iðngrein. Á þeim árum kenndi hann og útskrifaði nokkra nýsveina í veggfóðraraiðn. Tilgangur með þessum skrifum er ekki sá að ég ætli að rita langt mál um lífshlaup vinar míns ólafs Guðmundssonar, en ekki verður hans minnst án þess að í hugann komi, hvað mikið starf hann vann í félagsmálum iðnaðarmanna, hann var ákaflega ófeiminn að koma á framfæri skoðunum sínum og á þann hátt varð honum oft ótrúlega vel ágengt í þeim málum sem hann vildi ná fram. Öllum sem störfuðu með honum að félagsmál- um, var vel ljóst hvað hann lagði mikla áherslu á að allt færi rétt fram, lög, reglur, fundarsköp, allt skyldi vera nákvæmlega rétt. Of langt mál væri að telja upp öll þau félagsstörf sem ólafur vann fyrir félagssamtök sín, en svo eitthvað sé nefnt má geta þess að í áraraðir sat hann þau iðnþing sem haldin voru og gegndi þar oft trúnaðarstörfum. Hann var í framkvæmdastjórn Meistarasam- bands byggingamanna í nokkur ár og formaður Félags veggfóðrara- meistara í 14 ár. 9. nóvember 1972 þegar ólafur varð 60 ára voru honum þökkuð mikil og góð félags- störf með því að hann var kjörinn heiðursfélagi Félags veggfóðrara- meistara í Reykjavík. Um leið og ég kveð vin minn Ólaf, vil ég þakka honum góð kynni og fyrir það sem ég gat lært af honum. Ég veit að síðustu æviárin var hann þreyttur og sjúkur, en ég vil trúa því að nú líður honum vel. Félag veggfóðrarameistara í Reykjavík þakkar ólafi Guð- mundssyni hans framlag í félags- málum okkar iðngreinar og kveður hann hinstu kveðju. Guðmundur J. Kristjánsson ætíð vanda til og lagði þar sitt af mörkum sem verða mætti félags- skap okkar að liði. Kvöldið leið og er við kvöddumst voru ræddir endurfundir, en segja má eins og í máltækinu: „Enginn veit sína æ vina fyrr en öll er.“ Herbert var einn af stofnendum félags harmonikuunnenda, hefur setið þar mörg ár í skemmtinefnd, leikið í hljómsveit félagsins, reyndar starfað þar að félagsmál- um öllum með þvílíkum krafti og elju sem ég tel óhætt að fullyrða að fáir myndu á sig leggja. Hann var einnig mikill tengiliður meðal félagsmanna. Það var fyrir hans áeggjan að oft var hist heima hjá Herbert og hans góðu og elskulegu konu, Steinunni, æft saman á hljóðfæri og málin rædd undir kaffibolla. Kynni okkar hófust skömmu fyrir stofnun FHU er við vorum í námi i harmonikuleik. Það er margs að minnast á 9 árum og mun ég geyma það í huga mér. Þessar fátæklegu línur skrifa ég til að minnast góðs vinar sem ég veit við félagar hans eigum eftir að sakna. Herbert fæddist í Bolungavík, 29. ágúst 1936. Foreldrar hans eru Lína Dalrós Gísiadóttir og Jón Ásgeir Jónsson. Herbert var giftur Steinunni Felixdóttur, börn þeirra tvö eru Elísabet, gift Vilhjálmi Eggertssyni, og Sigurbjörn. Eg og kona mín, viljum votta ykkur okkar dýpstu samúð. Að leiðarlokum kveðjum við Herbert með virðingu og þökk. Hilmar Hjartarson Ég trúði varla mínum eigin eyrum þegar síminn hringdi á þriðjudagskvöldið 5. nóvember og tengdamóðir Herberts Jónssonar sagði mér lát hans. Hann Hebbi dáinn, nei, það gat ekki verið satt. Hann sem alltaf virtist svo hress og kátur og fullur af lífsgleði. Það hittist yfirleitt á að þegar ég hringdi til Steinu vinkonu minnar þá voru þau að fara á harmoniku- ball eða einhverja skemmtun í Félagi harmonikuunnenda, en þar var hann meðlimur og hún var alltaf að baka og hafði nóg að snú- ast. En mikið talar Steina um hversu góðu fólki þau hafi kynnst í gegnum það félag. Svo voru þau líka á dansnámskeiði um þessar mundir. Mér fannst það merkilegt því þau höfðu dansað svo mikið saman gegnum tíðina að mér fannst þau ekki þurfa að læra að dansa. Þá var hann allt í einu kallaður burtu, ég hélt að mig væri að dreyma. Herbert Jónsson hafði fyrir nokkru fundið fyrir óþægindum og fór því í hjartarannsókn og það var eins og klippt hefði verið á þráð svo snögglega bar dauða hans að. Hann fæddist í Bolungarvík 29. ágúst 1936. Foreldrar hans eru hjónin Lína Dalrós Gísladóttir og Jón Ásgeir Jónsson. Alsystkini hans eru Alda, fædd 9. mars 1935, Sigurvin, fæddur 29. ágúst 1923, Guðbjörg, fædd 29. apríl 1927, Óskar, fæddur 25. maí 1928, Ás- laug, fædd 29. september 1929 og Jóhann Líndal fæddur 25. nóvem- ber 1930. Þar sem Herbert ólst upp í stór- um systkinahópi hafði móðir hans kennt honum ýmislegt gagnlegt meðal annars að pressa föt og elda mat og maður var oft hissa að sjá hve hann gat verið flinkur í ýmsum kvennastörfum löngu áður en allt tal um jafnrétti varð aðalumræðu- efni á heimilum og vinnustöðum, og þó kona hans væri „lærð af hússtjórn" eins og fór mikið í taugarnar á okkur „grautóskvís- um“ um þetta leyti. Ég held að gæfa Herberts Jóns- sonar hafi verið fólgin í þvi að hann skyldi kynnast eiginkonu sinni Steinunni Felixdóttur þegar hún stundaði nám í Húsmæðra- skólanum ósk á ísafirði. Þau gengu í hjónaband 3. júní 1962. Þeim varð 2ja barna auðið. Þau eru Elísabet, fædd 5. janúar 1964, hún stundar nú nám í tækniteikn- un í Iðnskólanum í Reykjavík og er gift Vilhjálmi Eggertssyni, raf- eindavirkja frá Selfossi, og sonur- inn Sigurbjörn, fæddur 1. febrúar 1%5 býr nú í Varmadal á Rangár- völlum. Herbert og Steinunn voru einstaklega samhent hjón og þau áttu fallegt og notalegt heimili í Vesturbergi 20, þar sem ég og fjölskylda mín höfum átt góðar stundir þegar við höfum komið til Reykjavíkur. Herbert lærði kjöt- iðn og vann síðustu árin í Stór- markaðinum í Kópavogi. Þrátt fyrir að hann ynni mikið, hafði hann alltaf tíma til að sinna áhugamáium sínum, harmoniku- leik og laxveiðum á sumrura. Jón faðir hans fór alltaf með honum í laxveiði og hlakkaði mikið til. Svo þurfti pabbi oft að skreppa austur og hjálpa Silla sínum ef mikið hey var úti. Ég er ánægð fyrir hönd Steinu vinkonu minnar hve hún getur minnst elskulegs eiginmanns og hve hún á góð og samhent börn og sérstaklega tók ég eftir hversu heppin hún er með tengdason. Ég og fjölskylda mín þökkum Herbert Jónssyni góð kynni og biðjum góð- an guð að styrkja ástvini hans. Blessuð sé minning Herberts Jónssonar. Jóna Sigurðardóttir Hann Herbert er dáinn. Hann Herbert, þessi hrausti og sístarfandi maður, sem að vísu nýlega hafði orðið var við smá- óþægindi við áreynslu. Við fyrstu rannsókn virtist allt vera í besta lagi. Hann skrapp úr vinnu til að fara í þrekprófun hjá Hjartavernd, en kom þaðan liðið lík. Hvernig getur þetta gerst? I starfi og leik leiðum við sjaldn- ast hugann að því, að dagurinn í dag getur verið sá síðasti, sem við fáum að njóta með vinum og venslafólki. Mann setur því hljóð- ____________________________43 an við svo snögg umskipti og á bágt með að átta sig á þeim. Við höfðum lengi fengið að njóta þeirrar gæfu að vera stór og sam- rýndur systkinahópur. Einhvern tíma hlaut að bera skugga á. í sumar komum við öll 10 saman við útför manns einnar systurinn- ar, og nú, aðeins 4 mánuðum seinna, er það fyrsta okkar fallið frá, hann Herbert, sá hraustasti okkar allra. Herbert fæddist í Bolungarvík 29. ágúst 1936. Foreldrar hans eru Lína Dalrós Gísladóttir og seinni maður hennar Jón Ásgeir Jónsson, sjómaður, og eru þau búsett þar. Lína hafði misst fyrri mann sinn frá 6 börnum og Herbert var annar í röð fjögurra barna þeirra Jóns. Líf Herberts hékk á bláþræði fyrstu vikurnar, en Sigurmundur, læknir, reyndist sannspár, þegar hann sagði: „Ef hann lifir þetta af, verður hann hraustur þessi strákur." Ungur byrjaði Herbert að starfa við sjóinn og sýndi sig fljótt, að hann var ósérhlífinn, harðdugleg- ur og alltaf í góðu skapi, hvað sem á gekk, enda gat hann valið úr skipsrúmum. Herbert stundaði vélstjóranám á ísafirði og þar kynntist hann Steinunni Felixdóttur, sem þá var nemandi í húsmæðraskólanum þar. Þau giftust þann 3. júní 1962 og stofnsettu heimili sitt í Reykja- vík. Árið 1963 hóf Herbert kjötiðnað- amám í Kjötveri hf. Hann starfaði þar, í Búrfelli og víðar, þar til fyrir 7 árum, að hann hóf störf hjá Stór- markaði KRON og vann þar til dauðadags. Hann var alltaf eftir- sóttur starfsmaður, ábyggilegur, afkastamikill og framleiddi góða vöru. Það var Herbert mikil gæfa, að leiðir þeirra Steinunnar skyldu liggja saman. Hjónaband þeirra var sérstaklega gott, og fjölskylda hennar reyndist Herbert einstak- lega vinveitt frá fyrstu tíð. Börn Steinunnar og Herberts eru tvö: Elísabet, gift Vilhjálmi Eggertssyni, rafeindavirkja, þau búa í Kópavogi, og Sigurbjörn, bóndi í Varmadal á Rangárvöllum. Þegar þau hjónin höfðu lokið byggingu myndarlega íbúðarhúss- ins við Vesturberg, lét Herbert gamlan draum rætast. Hann hóf nám í harmonikuleik og gekk i raðir harmonikuunnenda. í því sem og i öðru studdi Steinunn hann af heilum hug og tók mikinn þátt í þeim ágæta félagsskap. Þau eignuðust með því marga góða vini, innanlands og utan. Við treystum því að sá sem öllu ræður styrki Steinu, börnin og tengdason og foreldra í þeirri miklu breytingu sem á lífi þeirra verður við svo sviplegt fráfall Herberts. Með okkur mun ávallt geymast minning um góðan bróður. Svstkinin Sauðárkrókur: Meðalþungi dilka minni en í fyrra Sauðárkróki, 4. nóvember. SAUÐFJÁRSLÁTRUN hjá Sláturfé- lagi Skagfirðinga lauk 19. október sl. Slátrað var 13.þ724 kindum, þar af 12.498 dilkum, sem er um 20% aukning frá fyrra ári. Meðalþungi dilka var 13,72 kg. en það er 690 gr. minna en haustið 1984. Nú stend- ur yfir nautgripaslátrun og er áætlað að lóga 330 gripum. Þegar henni lýk- ur hefst svo hrossaslátrun og er ráð- gert að slátra um 700 hrossum. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga var lógað 44.685 fjár, sem er ,1.847 kindum fleira en í fyrra. Þar af voru dilkar 41.035. Meðalþungi þeirra var 14,478 kg. sem er 678 gr. samdráttur miðað við sl. haust. Samt sem áður er þessi meðal- þungi með því besta sem verið hefur allmörg undanfarin ár, að árinu 1984 undanskildu. Meðal- þungi fullorðins fjár var 600 gr. minni nú. Áður en sauðfjárslátrun hófst var lógað hjá sláturhúsi kaupfé- lagsins 475 nautgripum. Nú er aftur hafin slátrun nautgripa og er áætlað að lóga 400 gripum. Gert er ráð fyrir að folalda- og hrossa- slátrun verði svipuð í haust og sl. ár, eða 4-5 hundruð. Kári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.