Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 fclk í fréttum Sænski skemmtikrafturinn og rithöfundurinn Tage Danielsson látinn víarsyrgjaþessadagana ástsælasta revíuhöfund sinn, leikstjórann og skáldið Tage Danielsson. Hann lést af krabba- meini 57 ára gamall. Rauðhærður, langur og vand- ræðalegur laumaði hann út úr sér bröndurunum og háðinu sem allt- af hafði alvarlegan undirtón og uppbyggilegan boðskap ef vel var að gáð. Hann hafði einstæðan hæfileika til þess að gera alvör- una skemmtilega og skopið alvar- legt. Háðinu beitti hann mark- visst en það varð aldrei að níði í meðferð hans. Það er óhætt að segja að Hasse Alfredsson og Tage Danielsson hafi verið þekktasta og vinsæl- asta „parið" í sænskum skemmt- anaiðnaði. Þeir komu fram sam- an í 23 ár og sömdu ógrynnin öll af revíum, gamanleikjum og uppákomum. Margt af því besta hefur verið gefið út á plötum og er sívinsælt í óskaþáttum út- varpsins. Fólkið stóð á öndinni af hlátri yfir tiltækjum þeirra og athugasemdum og alltaf virt- ust þeir hafa jafn gaman af sjálf- Tage Danielsson ir, enda sumt af þessu búið til á staðnum. Ferill þeirra byrjaði með stúdentarevíum — Tage kom frá Uppsölum og Hasse frá Lundi. Þegar á stúdentsárum sínum var Tage ráðinn við útvarpið og um tíma var hann yfirmaður skemmtideildar þess. Árið 1962 settu þeir félagar á stofn fyrirtækið „Sænsk orð“. Báðir höfðu þeir stundað mála- nám með það í huga að gerast kennarar og kom það sér vel þótt á öðrum vettvangi væri. Fyrir- tækið framleiddi revíur, bækur og skemmtidagskrár sem lífgað hafa upp á sænska menningu nú í rúma tvo áratugi. Tage var óvenju fjölhæfur. Hann gaf út ljóðabækur, samdi og setti upp óperu og leikstýrði kvikmyndum. Ópera hans, Ani- malen, var öðrum þræði innlegg hans í baráttunni fyrir verndun náttúrunnar. Það var málefni sem hann lét sig miklu skipta allt til síðustu stundar. Síðasta myndin sem hann leikstýrði var um Ronju ræningjadóttur eftir sögu Astrid Lindgren. Þessi mynd hefur ekki aðeins fengið góða dóma kvikmyndagagnrýn- enda heldur einnig frábærar mót- tökur hjá almenningi, ungum sem eldri. Þessi hugljúfi háðfugl skilur eftir sig óvenju stórt skarð í sænsku menningar- og skemmt- analífi. Félagi hans og samstarfs- maður Hasse Alfredsson sagði við útför hans: „Tage var heiðar- legasta og besta manneskja sem ég hefi þekkt," og mátti hann trútt um tala. (Pétur Pétursson, Lundi) MENNINGARHELGI SKIPTINEMA Það var líf og fjör í tuskunum í skátaheimilinu í Sólheimum Reykjavík, um síðustu helgi er 18 erlendir skiptinemar sem komu til landsins í ágúst hittust og héldu „menningarhelgi“. Skoðuð voru söfn, alþingi, sjónvarp og fleiri stofnanir auk þess sem slegið var Morgunbiaðid/Bjami Melinda og Lee frá Bandaríkjunum, Veronica frá Brasilíu og Davíd og Peter frá Bandaríkjunum. KLAUS DUARTE BARRETTE „Það er þroskandi að fara svona að heiman“ Þetta hefur stundum verið afar erfitt en mjög reynslu- ríkt tímabil og þrátt fyrir byrj- unarörðugleika mjöggaman. Ég talaði ekki orð í ensku eða íslensku þegar ég kom svo tungu- málið háði mér til að byrja með. Svoer Brasilía ólík íslandi, þannig að það er ýmislegt sem er mér framandi hérna," sagði Klaus Duarte Barrette. „Hugsunarháttur íslendinga er allt annar en heima. Þar snýst lífiðekki eins mikið um peninga og hugmyndina að eignast þetta og hitt. Kannski er ástæðan fyrir því líka sú, að fátæktin er miklu meiri heima. Hér gengst ungt fólk til dæmis upp í því að eiga fínan klæðnað, en heima er það oftast nær algjört aukaatriði." — Hefurðu átt auðvelt með að eignast vini? „Kannski ekki til að byrja með en núna hef ég eignast marga kunningja i gegnum skólann, en éger I Menntaskólanum við Sund.“ — Nú hefurðu lært ótrúlega mikið í málinu á þremur mánuð- um. „Já, en það hefur verið dálítið strembið því íslenskan er alls ekki auðvelt mál. á léttari strengi og fólk spreytti sig til að mynda á íslenskukunnátt- unni. Hljóðið virtist létt í krökkunum sem eru á aldrinum sextán til átján ára, flest ánægð með dvöl sína hér og heimþrá vart farin að segja til sín, enn sem komið er. Ungmennin koma meðal annars frá Brasilíu, Bandaríkjunum, Hol- landi Austurríki og Suður-Afríku. „Ég vildi og læra Eg var mest hissa á að sjá allt þetta grjót hérna og hvað það er ofsalega lítið af trjám. Þetta er mjögólíkt heima- landi mínu, Frakklandi,“ sagði Céline Mathey 18 ára skiptinemi frá Suðaustur-Frakklandi. „íslendingar fara líka svo seint að sofa og krakkar á mínum aldri skemmta sér stundum á furðu- Þröngt mega sáttir sitja, segir máltækið, en við tökum okkur það bessa- leyfi að breyta málshættinum í þröngt mega sáttir sofa. Það er Derek, skiptineminn frá Suður-Afríku sem hérna hefur hallað sér. CÉLINE MATHEY gjarnan koma aftur eða vinna hérna“ legan máta. Það tók mig líka langan tíma að venjast drykkju- siðum jafnaldra minna." — Hvernig gengur þér að samlagast krökkunum í skólan- um? „Ég er í Menntaskólanum í Kópavogi og núna finnst mér mjög gaman. Það var erfitt í byrjun þegar ég kunni ekkert í málinu að eignast vini og hafa frumkvæðið að spjaili, en þetta hefur allt lagast og í dag á ég marga góða kunningja. Ég dreif mig líka f kórinn og er I stjórn skólablaðsins svo ég hef nóg að fást við.“ — Heimþráin ekkert farin að gera vart við sig? „Nei, ég hef enga heimþrá og þegar ég fer heim þá er ég stað- ráðin að læra íslensku í Paris og koma svo aftur og læra, eða bara vinna.“ — Er ekki gaman að hitta hina skiptinemana og tala saman á íslensku? „Jú, þetta hefur verið alveg frábært. Okkur á líka eftir að ganga betur að ræða saman næst þegar við hittumst. Annars er alveg furðulegt hvað flestir hérna hafa lært mikið á svona skömmum tíma.“ Céline Mathey. Klaus Duarte Barrette. Tíminn sem ég er búinn að vera hérna hefur verið fljótur að líða og það er þroskandi að fara svona að heiman um stund. Fyrir mig er þetta mjöggott, því þegar ég er í burtu frá fjölskyld- unni og mínu umhverfi, get ég notað tímann til að hugsa minn gang varðandi framtiðina og líf mitt, án áhrifa frá fólkinu heima. Gaman gaman, Céline frá Frakk- landi, Tine frá Danmörku og Sandra frá Bandaríkjunum. Þessar stúlkur eru allar frá Banda- ríkjunum. Tabi, Lisa og Melinda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.