Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 25 Þýskaland: Einkafyrirtæki lögðu fé til leyniþjónustu Stuttftin, V.-Þýskalandi, 12. nÓTember. Frá Ragnari L. (iunnaresjni, frétumanni Morfrunblaðeins. GREIÐSLUR þýskra atvinnufyrir- tækja til BND (Bundes Nachrichten Dienst) sem komu fram nú um helg- ina eru nú til umræðu og rannsókna i þýska þinginu, en BND er hluti leyniþjónustu Vestur-Þjóóverja. í dag, þriðjudag, verður málið tekið fyrir hjá deild þeirri sem tekur fyrir fjármál leyniþjónustunnar. Talsmaður stjórnarinnar Fried- helm Ost, sagði á mánudag við fréttamenn að Helmut Kohl kansl- ari óskaði eftir þvl að málin yrðu skýrð svo fljótt sem auðið er. Svo virðist vera að greiðslur frá at- vinnufyrirtækjum árið 1979 hafi orðið til þess að BND gerði samn- ing við einkaspæjarafyrirtæki. Staðfest var á mánudaginn að fjögur fyrirtæki á árunum 1979-80 hefðu borgað samanlagt 400 þús- und þýsk mörk í fimm áföngum inn á einkareikning hjá starfsmanni BND í Múnchen. 21. ágúst 1979 var síðan einkaspæjarafyrirtækinu falið af BND að rannsaka atburði er stóðu í sambandi við hryðju- verk. Upphæðin sem um var samið var 650 þúsund þýsk mörk og þar af er talið að 250 þúsund hafi komið úr kössum BND. Ost, talsmaður stjórnarinnar, sem staðfesti peningagreiðslurnar og verkefnaveitinguna vildi hins vegar ekkert segja um það hvort þarna hefði verið farið að lögum. Þess í stað talaði hann um ein- kennilega fjármálahætti þáver- andi ríkisstjórnar. BND lýtur kanslaraembættinu en þáverandi formaður kanslara- embættisins var Manfred Schuler, frá SPD. Þáverandi stjórnarfor- maður, Helmut Schmidt, einnig frá SPD, lýsti því yfir nú um helg- ina að hann vissi ekkert um greiðslur þessar til BND. í málinu verður ekki bara Schuler, heldur líka fyrrverandi formaður BND, Kinkel, færður til yfirheyrslna núna næstu daga. Eftir upplýsing- um sem norður-þýska útvarpið segist hafa frá þeim er borguðu, fékk Werner Mauss peningana borgaða fyrir það að leita hryðju- verkamanna utan Þýskalands, en hann hefur aflað sér nokkurrar frægðar er hann vann fyrir trygg- ingafélög við rannsóknir á skart- gripaafbrotum. Gordievski smyglað frá Sovétríkjunum? London, 12. nóvember. AP. ÞVÍ var haldið fram í þætti í brezku sjónvarpsstöðinni, BBC, í gær- kvöldi að brezkir leyniþjónustu- menn hafi að öllum líkindum laum- að Oleg A. Gordievsky frá Sovét- ríkjunum í sumar. Gordievsky var mjög háttsett- ur innan sovézku leyniþjón- ustunnar (KGB). Hann fór í sumarleyfi til Moskvu í sumar, en hvarf sporlaust meðan á því stóð. Uppljóstranir hans leiddu til þess að Bretar ráku í haust 25 sovézka sendiráðsmenn úr landi fyrir njósnir. í þættinum, sem nefnist „Ár njósnarans" var haft eftir Arkady Shevchenko, sem flýði 1978 er hann var mjög hátt settur hjá Sameinuðu þjóðunum, að mögulegt væri að „smygla" manni á litlum báti eða dverg- kafbáti frá landsvæðum við Eystrasalt eða um afskekkt landamærahéruð, þar sem eftir- lit væri lítið. 1 þættinum kom fram að Gordievski hefði horfið óvænt og sporlaust í Moskvu. Sagt var að hann hefði óttast að KGB teldi sig valdan að handtöku Norð- mannsins Arne Treholt, sem lét Rússum m.a. í té NATO-skýrslur. Að sögn BBC bar sovézkur gagnnjósnari vitni við réttar- höidin yfir Treholt, en sagði ekki fullum fetum að það hefði verið Gordievski. Sagt var í þættinum að leyni- legur flótti Gordievski frá Sovét- ríkjunum skýrði hvers vegna hann skildi fjölskyldu sína eftir og eins það að brezk yfirvöld hefðu reynst ófáanleg til að segja hvaða dag hann flýði. í þættinum var rætt við bandaríska öldungadeildarþing- manninn David Durenberger, formann þingnefndar, sem fjall- ar um njósnamál. Hann sagðist hafa fengið skýrslu um Gordi- evski frá Bretum og að kenningin um að honum hafi verið smyglað frá Sovétríkjunum „gæti verið rétt eða röng“. Kvaðst hann ekki vilja andmæla kenningunni. Palme segir foringjum úr sjóhernum til syndanna Stokkhólmi, 12. nóvember. Frá Erik Liden, frétiantara Morgunhlaósms. OLOF Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar, veittist f gær, mánudag, harkalega að nokkrum foringjum úr sænska sjóhernum, sem fyrir skömmu lýstu yfir því að sænska stjórnin tæki brot erlendra kafbáta í sænskri landhelgi ekki nógu alvar- lega og reyndi einnig að draga úr alvöru málsins. Palme sakaði foringjana um dómgreindarleysi, of mikia hlut- drægni og hæfileikaskort. Hann neitaði að stjórnin hefði reynt að þagga málið niður. Foringjar þessir úr sjóhernum segjast í engu munu hvika frá gagnrýni sinni og leggja áherslu á að það hafi ekki verið þeir, sem hófu upp raust sína, heldur hafi þeir einungis svarað spurningum fréttamanns Svenska Dagbladet. Mikil deila sigldi í kjölfar yfirlýs- inga foringjanna um rétt þeirra, sem eru á mála hjá sænska hern- um til að segja skoðun sína tæpit- ungulaust. Tólf foringjar greindu frá óánægju sinni með frammistöðu stjórnarinnar í kafbátamálinu. Einn þeirra sagði að enginn vafi léki á að oftar hefði orðið vart við erlenda kafbáta í sænskri land- helgi, en stjórnin vildi vera láta, og augljóst væri að hún vildi ekki styggja sovéska ráðamenn. Yfirmenn og foringjar í sænska sjóhernum eru að sögn óánægðir vegna þess að stjórnin gerir miklar kröfur til sjóhersins, án þess að styðja og hvetja þá, sem leggja dag við nóttu til að þefa uppi land- helgisbrjóta undan ströndum Sví- þjóðar. Yfirmenn sjóhersins segja að það sé fyrir skort á peningum að betri árangur hafi ekki náðst. Og ríkisstjórnin heldur fram að það sé einmitt vegna þess hversu lítill árangur hefur náðst, sem skýrslur um kafbáta séu ekki tekn- ar alvarlegar, en raun ber vitni, og engin ástæða talin til að leggja frekara fé til kafbátaveiða. Palme lítur á yfirlýsingar for- ingjanna tólf sem afleiðingu þeirr- ar niðurlotahneigðar, er hljóti að grípa um sig þegar kafbátaveið- arnar ganga hvorki né reka. Færeyjar: Ríkisstarfsmenn enn í verkfalli Búist við lagasetningu fyrir helgi Þórshöfn, Færeyjum. Frá frétUriUra Morgun hlaó.sins, Jogvan Arge. OPINBERIR starfsmenn í Færeyj- um eru enn í verkfalli og ástædan enn sem fyrr þær deilur sem risið hafa milli Félags opinberra starfs- manna FOS og landstjórnarinnar um stöðu formannsins fyrir FOS hjá Landsímanum. Það var fyrst á miðvikudegi fyrir viku, að opinberir starfsmenn vöruðu landstjórnina við og sögðu að ef ekki hefði verið leyst úr þessu ágreiningsefni fyrir klukkan tólf á fimmtudegi yrði hafið verkfall á öllum opinberum vinnustöðum. Við þessu varð landstjórnin hins vegar ekki og 500 oinberir starfs- menn fóru í verkfall. Formaður Félags opinberra starfsmanna er skrifstofustjóri á Landsímanum, en forstjóri stofn- unarinnar hefur skert starfssvið hans mjög og skipað honum að koma sér fyrir í öðru húsi. FOS lítur á þetta sem uppsögn en for- stjórinn ber á móti því. Segir hann, að undirrótin séu samstarfsörðug- leikar, sem byrjuðu þegar stofnun- in fékk til liðs við sig danskan fjár- málastjóra. Sáttatilraunir hafa ekki borið neinn árangur og áhrif verkfalls- ins verða sífellt meiri. Útvarpið er næstum því þagnað, strand- ferðaskipin eru að hætta og flestar opinberar skrifstofur lokaðar. Danska stjórnin greindi frá þvi í dag, að verkfallið yrði leyst með lögum fyrir helgi. AP/ðimamynd Frelsaðar íir klóm skæruliða Bogota, 12. nóvember. AP. BELISARIO Betancur, ferseti Kólumbíu, hefur gert meira, en nokkur annar forseti landsins til að fá hreyfingar og samtök vinstri sinnaðra skæruliða í landinu til að leggja niður vopn og vinna friðsamlega að markmiðum sínum. Eftir átökin um dómshöllina i Bogota í síðustu viku þykir mörgum sem starf Betancurs hafi verið unnið fyrir gíg. Skæruliðar tóku höllina og fjölda gísla á sitt vald og það var ekki fyrr en eftir linnulaus áhlaup hersins í tæpan sólarhring að frelsa tókst höllina. Um hundrað manns létust í átökunum. Þessi mynd var tekin er öryggisverðir leiddu tvo starfsmenn í dóms- höllinni burt, eftir að hermenn höfðu frelsað þá úr höndum skærulið- anna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.