Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI . TIL FÖSTUDAGS ‘kwr/Mm-uwa Unglingum sýnd lítilsvirðing 1028—7200 skrifar: Um síðustu helgi fór ég í kvik- myndahús. Þar stm þetta var á níu sýningu á föstudagskvöldi var mikið af unglingum á aldrinum 13—17 ára í bíó. Þegar ég kom að anddyrinu tók ég eftir því að stór hluti unglinganna hafði áfengi undir höndum, og ekkert óeðlilegt við það því að unglingar hafa jú enga aðra staði til að fá sér í glas á, áður en þeir fara í partý eða á ball. Fljótlega kom í ljós að leitað var á unglingunum áður en þeir kom- ust inn. Og er ekkert við það að athuga, heldur hvernig að því var staðið. í anddyrinu voru tveir karlmenn, sem leituðu jafnt á strákum sem stelpum! Þetta vakti undrun mína og hneykslun því að allir vita hve unglingsaldurinn er viðkvæmt tímabil og er því aldrei að vita hvort einhver af ungu stúlkunum hafi tekið nærri sér að láta karlmann leita á sér. Er ekki rétt að það sé bannað í lögum að karlmenn leiti á konum? Er það skoðun mín að þetta sé eitt af fjölmörgum dæmum, sem sýna lítilsvirðinguna sem unglingum, sem ekki þekkja rétt sinn, er sýnd. Hólmarar gefa út hljómplötu Á þessu ári kom út hljómplata þar sem þeir félagar Bjarni Lárentsin- usson og Njáll Þorgeirsson í Stykk- ishólmi sungu nokkur hugljúf tví- söngslög, en um árabil hafa þeir skemmt Hólmurum og öðrum með söng sínum. Ég hefi oft ætlað að vekja at- hygli á þessari plötu, bæði hvað efnisvali og meðferð laga viðvíkur og eins hinni vönduðu upptöku Halldórs Víkingssonar, sem einnig er úr Stykkishólmi. Hann er mikill tónlistarmaður og kennari og hefir sérhæft sig í að taka söng og hljóð- færaleik upp á hljómplötur. Hann á nú fullkomin tæki til þess, eins og best kemur fram á þessari hljómplötu. Undirleikari þeirra félaga er Jóhanna Guðmundsdótt- ir, organleikari við Stykkishólms- kirkju og tónlistarkennari. Þessi hljómplata hefir fengið ágætar undirtektir enda vandað efni, söngur og allur frágangur. Ingvar Víkingsson hefir séð um og teiknað plötuumslag, sem sagt allt Hólmarar sem hér hafa unnið gott og þarft verk. Þá er rétt að geta þess að Hinrik Finnsson,' Stykkishólmi, á þarna fallegt lag, en hann hefir um árabil samið lög, sem á góðri stund hafa verið sung- in hér á Stykkishólmi og víðar. Þessir hringdu . . Um opnunartíma Landsbókasafnsins Sigurdur hringdi: Gaman þætti mér að vita hverjum aðalsafn Lands- bókasafnsins á að þjóna. Safnið er opið alla virka daga frá kl. 9—19 en á laugardög- um frá kl. 9—12. Hvað með fólk sem vinnur allan daginn og kemst ekki á bókasafnið fyrr en á laugardögum? Fyrir það er tíminn heldur naumur. Betri fyrirsögn Rúnar Guðbjartsson, SeL vogsgrunni 7, skrifar: „A bjórnum líf sitt að launa." Þessa fyrirsögn mátti lesa í Morgunblaðinu 30. októ- ber sl. með frétt frá fréttarit- ara blaðsins i Lundúnum. Fjallaði fréttin í stuttu máli sagt um kráargest, sem bar eld að skyrtu annars kráar- gests. Brugðu viðstaddir þá á það ráð að hella bjór yfir manninn, sem stóð í ljósum logum, og slökkva þannig eldinn. Ég trúi því ekki að einhver kveiki að gamni sínu í öðrum manni, en olóðum manni er til alls trúandi. Því hefði fyrirsögnin mátt vera svona: „Hætt komin af völdum bjórs." Það er ekki mikill vandi að mæla með þessari hljómplötu en í raun mælir hún með sér sjálf. í lokin má geta þess að Fálkinn hf. Arngrímur Sigurdsson skrifar: Hr. Velvakandi: Lengi hefur verið barist um mannssálina. Aukinni fræðslu um skaðsemi áfengis hefur verið mætt með fleiri áfengisauglýsingum, oft dulbúnum. Ein slík kemur nú viku- lega fyrir augu í Sjónvarpinu undir heitinu Staupasteinn. Ekki verður því neitað að stundum er fyndni í þessum þáttum, en hún er sauðar- gæran sem úlfinn hylur. Sviðssetn- ingin er öll ætluð til þess að hafa þau áhrif að þarna sé gott og gaman að vera. Myndavélinni er í Reykjavík hefir tekið að sér að sjá um dreifingu og sölu verksins. Árni Helgason, Stykkishólmi. títt beint að flöskum og glösum og oft er hellt í þau þótt þess sjá- ist ekki þörf. Áfengisframleiðendur eiga eflaust hluti í fyrirtækjum sem framleiða kvikmyndir. Umræddur þáttur er að öllum líkindum undan þeim rifjum runninn. Það mun vera til embætti áfengisvarna- ráðunautar í þessu landi. Það hefði verið full ástæða til að leita álits hans áður en fyrrnefnd „áfengis- auglýsing" var tekin til reglulegrar birtingar. spurt og svaraÓ Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hverjir eru flokksbundnir? Gyða Jóhannsdóttir spyr: „Mig langar til að spyrja hverj- ir séu „flokksbundnir sjálfstæð- ismenn", en aðeins þeir mega taka þátt í prófkjöri flokksins. Þannig er að ég hef verið gjald- keri í hverfafélaginu hér í Hlíð- unum og þá komst ég að því að í síðasta prófkjöri voru margir skrifaðir inn í félagið af vinum og kunningjum án þess að þeir bæðu um það — vegna þess að þegar farið var að rukka inn fé- lagsgjöld vildu margir ekki borga og sögðust aldrei hafa viljað verða félagar." Gunnlaugur Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri fulltrúaráós Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík svarar: „Þeir eru flokksbundnir sem skrifað hafa undir inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag. Þeir sem taka mega þátt í prófkjöri eru allir meðlimir sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri þegar prófkjörið fer fram. Einnig þeir stuðningsmenn flokksins sem eiga munu kosningarétt í Reykjavík við borgarstjórnar- kosningarnar, og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík fyrir lok kjörfundar." Aðalleikarar í bandaríska skemmtiþættinum Staupasteinn. Dulbúin áfengisauglýsing ÞOLÆFINGAR Þú hefur kannski komist aö því að þú ert þreklaus eftir æfingarnar á laugardaginn. Nú bjóðast: Aerobic þolleikfimi. 4 vikna námskeið. Jazz-leikfimi. Vöðvaslakandi leikfimi. Ný námskeið að hefjast. Músík-leikfimi, létt og styrkjandi. 6 vikna námskeið. Takmarkaður fjöldi í hverjum hóp. Sólbaðsstofa, sem býður upp á Ijósabekki atvinnumannanna: Silver Spectrum. Sólbaðsstofan — Ræktin sf. Ánanaustum 15 S. 12815 & 12355 Notaðir bílar til sölu SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ: i Subaru 1800 4WD árg. ’82, Alfa Romeo Alfetta 2000 árg. ekinn 66 þús. Verð 360 þús. ’78, ekinn 54 þús. Verd 240 Ford Bronco V8, sjálfsk., árg. Mazda B 1800 Pickup ’82, 74. Verð 195 þús. ekinn 23 þús. Verð 250 þús. Mazda 626 GLX 4 dyra Mazda 323 station árg. ’80, m/öllu, ekinn 28 þús. Verð ekinn 44 þús. Verð 200 þús. 440 þús. Mazda 929 LTD, 4 dyra, m. Mazda 626 2000 LX Hatch- öllu, árg. ’82, ekinn 43 þús. back árg. ’84, ekinn 22 þús. Verö400þús. Verð 470 þús. Mitsubishi Lancer árg. ’82, Mazda 323 1300 Saloon árg. ekinn 79 þús. Verö 250 þús. ’81, ekinn 63 þús. Verö 240 þús. Mazda 323 1500 Hatchb., 3 stk. Mazda 626 dísel árg. sjálfsk., árg. ’82, ekinn 33 ’84, eknir 30—45 þús. Verð þús. Verð 280 þús. 470—520 þús. Fjöldi annarra bíla á staðnum. BILABORG HR Smiöshöföa 23, sími 812 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.