Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÖ, MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 Vamba- og garnahreinsun á Selfossi: Um 4 þúsund blóðmörs- keppir saumaðir á dag ^ Selfossi, 8. nóvember. Á SELFOSSI starfrækir Sláturfélag Suðurlands garna- og vambavinnslu- stöð í svonefndu Þórshúsi. f sláturtíð vinna þar um 40 manns og yfir vetr- artímann eru þar 25 á launaskrá. f stöðinni er unnið úr þvi sem til fellur í sláturhúsum SS á Sel- fossi og víðar auk þess sem reynt er að fá hráefni annars staðar að frá landsbyggðinni. Vambirnar eru kaiónaðar, pill- aðar, sniðnar og saumaðar. Hjá Sláturfélaginu er gerður blóðmör allan ársins hring og þess vegna stöðug þörf á unnum vömbum. í Þórshúsinu á Selfossi eru i slátur- tíðinni saumaðir þetta 3—4 þús- und keppir á dag. Konurnar sem vinna við keppa- sauminn bera sig að líkt og þær séu að sauma fatnað eða þvíumlíkt. Vambirnar eru sniðnar til á sníða- borði eftir kúnstarinnar reglum og siðan saumaðar í véium og eftir liggur fagurlega lagaður blóðmör- skeppur. Þegar stöðin var heimsótt kepptust konurnar við og tilbúnir keppirnir hrúguðust upp, en fóru samt sem áður jafnóðum á mark- aðinn í Reykjavík. í stöðinni eru allar garnir unnar sem Sláturfélagið notar utan um vínarpylsurnar. Garnirnar eru fyrst valsaðar og þannig hreinsað út úr þeim. Síðan eru þær víddar- mældar og garnir með rétta vídd valdar úr. Þá eru þær spólaðar upp Garðar Einarsson milli starfsstúlkna í stöðinni. Starfsfólk rekur garnirnar. MorgunblaAið/ Sig. Jðns. á plasthólka í þar til gerðum vél- um. Þannig eru garnirnar síðan saltaðar og geymdar. Sláturfélagið notar eingöngu náttúrulegar garnir utan um pyls- ur sínar og reynt er að kaupa garnir af sláturhúsum því frekar hefur verið hörgull á görnum en hitt. Garðar Einarsson stöðvarstjóri í Þórshúsinu sagði að góður starfs- andi væri í húsinu, þar ynni sama fólkið ár eftir ár og því góður kunningsskapur milli manna. Hann sagði vinnsluna í gangi yfir veturinn og fram á vorið, eða meðan hráefnið entist. Hann sagði það hafa verið gagn- rýnt að stöðin hætti vinnslu hluta úr árinu og að hafa ætti færra fólk í vinnu svo starfsemin yrði jafnari allt árið. Ástæðuna fyrir því að ekki væri hægt að koma til móts við þetta sagði hann þá að eftirspurnin væri það mikil eftir þessum vörum að henni yrði ekki annað öðruvísi en með þeim mannskap sem nú væri til staðar. Stefnan væri sú að vinna allt árið, þ.e. að fá nægilegt hráefni til að gera slíkt mögulegt. Hann sagði frekar erfitt að fá garnir hjá sláturhúsum og væri ástæðan sennileg sú að það þyrfti mannskap til að sinna þessu sér- staklega í hverju húsi nokkuð sem ekki væri kannski lögð áhersla á. Sig. Jóns. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar kennsta Iðnskólinn í Hafnarfirði Innritun á vorönn: Innritun á vorönn er hafin og fer fram í skrif- stofu skólans alla virka daga kl. 9.00-13.00 til loka þ.m. Tekið er við innritun í eftirtaldar deildir: — 1. stig og 3. stig fyrir nemendur, sem eru á námssamningi hjá fyrirtæki eða meist- ara. — Grunndeildmálmiöna. - Grunndeild rafiðna. — Grunndeildtréiðna. — Framhaldsdeild hárgreiðslu. — Tækniteiknun. — Fornám. Meistaraskóli fyrir byggingariðnaðarmenn mun hefjast í janúar og er innritað í hann á sama tíma. Námskeið í notkun tölvustýrðra framleiðsluvéla: í janúar hefjast námskeið fyrir iðnaðar- og tæknimenn þar sem kennd veröur notkun tölvustýrðra framleiðsluvéla. Á námskeiöinu veröur f jallað um eftirtalda þætti: — Verksviðtölvustýrðravéla. — Umritun upplýsinga af vinnuteikningum eöa vinnulýsingum í forritunarmál. — Mötun skipana inn í stýribúnað vinnsluvélar. — Vinnaívinnsluvél. Námskeiðið er 20 stundir og er námskeiös- gjaldið kr. 3.000. Innritun fer fram í skrifstofu skólans. Skólastjóri. fundir — mannfagnaöir Lífeyrissjóðurinn Hlíf heldur aðalfund sunnudaginn 17. nóvember og hefst hann kl. 14.00 að Borgartúni 18. Dagskrá: Reglugerðarbreytingar og venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin. Fræðslufundur um- hrossarækt verður í slysavarnafélagshúsinu í Hafnarfiröi fimmtudaginn 14. nóvember 1985 kl. 20.30. Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur sýnir m.a. myndir frá fjórðungsmótinu í sumar. Nú er einstakt tækifæri að spyrja Þorkel spjör- unum úr og skiptast á skoðunum um hrossa- rækt. Allir velkomnir. Hestamannafélagið Sörli, Hafnarfirði. Akranes Sjálfstæöisfélag Akraness heldur aöalfund 14. nóvember kl. 20.30 i Sjálfstæöishúslnu, Heiöargeröi 20. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnurmál. Stjórnin. Spekingar spjalla Miövikudagskvöldiö 13. nóvember kl. 20.30 mun skólanefnd Helm- dallar standa fyrir rabbfundi um stjórnmál. Gestir fundarins veröa Vilhjálmur Egilsson, Sigurbjörn Magnusson, Óli Björn Kárason og Þór Sigfússon. Kaffiveitingar. Nefndin. Viðtalstími stjórnarmanna Miövikudaginn 13. nóv. mun Arnar Hákonar- son vera til viötals á skrifstofu Heimdallar í Valhöll, Háaleitisbraut 1, milli kl. 16 og 18. Mun hann veita upplýsingar um starfsemi félagsins og einnig skrá inn nýja felaga. Sjálfstæðisfélag Akureyrar Aðalfundur. Sjálfstæöisfélag Akureyrar heldur aöalfund 21. nóv. nk. kl. 20.30 i Kaupangl viö Mýrarveg á Akureyri. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Félagarfjölmennlö. Stjórnin. Opnunarhátíð Föstudaglnn 15. nóvember kl. 21.30 veröur „Neöri deild" Valhallar opnuö eftir miklar endurbætur á salarkynnum („Neöri deildin" hét áöur „Kjallari Valhallar"). Á þessari opnunarhátiö veröa sérstaklr gestír þeir Heimdellingar sem nú prýða framboösllsta í prófkjöri Sjálfstæöisflokksins fyrir borgar- stjórnarkosningar. Það eru þau: Anna K. Jónsdóttir, Árni Sigfússon, Baldvin Einars- son, Bjarni Á. Friðriksson, Jóhanna E. Svelnsdóttir, Katrin Gunnarsdóttlr, Kristín Sigtryggsdóttir, Sigurbjörn Þorkelsson, Sólveig Pétursdóttir og Vilhjálmur G. Vil- hjálmsson. SÍemmtinefnd „Neöri deildar" fókk hátíölegt loforð frambjóöendanna aö ræður veröi ekki fluttar heldur veröi rabbað yfir „léttum veitingum og Ijúfri tónlist”. Sverrir Stormsker listamaöur mun einnig heiöra samkomuna og flytja nokkurfrumsamin verk. Anna Jóhanna Katrin Sigurbjörn Sólveig Vilhjólmur mammmml
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.