Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 Fiskiþing 1985 Kæða Halldórs Ásgrímssonar á Fiskiþingi: Núverandi veiðistjórnun hefur aukið tekjur sjávarútvegs um hundruð milljóna HALLDÓR Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, sagði við setningu Fiskiþings, að verulegur árangur hefði náðst meö núverandi stjórnun Bskveiða. Sagði hann sparnað vegna hennar nema um 400 milljónum króna fyrir botnfisk- veiðiflotann í heild, aukin sókn í rækjuveiðar fæli í sér 700 til 800 milljóna króna aukningu á útflutningsverðmæti sjávarafurða og aukin gæði þorska- flans færðu útveginum nálægt 200 milljónir króna á ári miðað við núgildandi verðlag. Hér fara á eftir kaflar úr ræöu Halldórs: „Við verðum að líta hlutlaust á þann árangur, sem náðst hefur með núverandi fiskveiðistefnu. í því sambandi þarf einkum að spyrja þriggja spurninga: Hefur fiskveiðistefnan orðið til þess, að aflinn er sóttur með minni til- kostnaði? Hefur hún orðið til þess að afli hafi komið á land, sem annars hefði ekki veiðzt? Hefur fiskveiðistefnan orðið til að auka verðmæti aflans? Því miður liggja ekki enn fyrir reikningar fyrir útgerðina í heild á árunum 1984 og 1985, en í áætl- unum Þjóðhagsstofnunar er reikn- að með, að í kjölfar nýju fiskveiði- stjórnunarinnar hafi fylgt 9 til 10% sparnaður í sóknartengdum útgerðarkostnaði. Fyrir botnfisk- flotann í heild er hér um nálægt 400 milljónir króna á ári að ræða miðað við núgildandi verðlag. Á sama hátt má telja víst, að kvóta- kerfi á loðnu- og síldveiðum hafi gert þær veiðar hagkvæmari en fyrr. Með tilkomu kvótakerfisns á botnfiskveiðum 1984 var hvatt til sóknar í vannýtta fiskistofna. Rækjuveiðar á djúpmiðum 1984 og 1985 eru glöggt dæmi um þetta en engar hömlur voru lagðar á þær veiðar og sókn í þær skerti ekki aflamark í botnfiskveiðum. Árið 1984 jókst rækjuaflinn frá árinu áður um rúmlega 11.000 lestir og árið 1985 er búizt við að rækjuafl- inn verði lítið eitt meiri en 1984. Þessi aflaaukning felur í sér aukið útflutningsverðmæti um 700 til 800 milljónir króna miðað við nú- verandi verðlag, ekki sízt af því að rækjan er í vaxandi mæli fryst um borð. Fiskveiðistjórnin stuðlar tví- mælalaust að bættri aflameðferð, þar sem menn geta ekki lengur bætt sér upp lakari gæði með því að auka stöðugt afla. Skýrslur Fiskifélags íslands um gæðaflokk- un þorskaflans 1984 sýndu, að 85,5% fóru í fyrsta gæðaflokk samanborðið við rúmlega 80% árið áður. Gæðaflokkun 1985 virðist vera svipuð og 1984. Þetta eykur verðmæti þorskaflans fyrir útveg- inn um nálægt 200 milljónir króna Breyttan vinnutíma og aukna hagræðingu - þar til frystihúsin geti keppt við frystitogara og hátt ferskfiskverð erlendis, segir Bjarni Grímsson, fulltrúi á Fiskiþingi „MEGINMUNURINN á frystitog- húsi nema í ákveðnu magni og þvi ara og frystihúsi í landi er sá, að er samsuða þessa alls heppilegust, nýting togarans sem slíks er 85 til þegar til lengdar lætur,“ sagði 90 % af líftíma hans, en nýting frysti- Bj arni meðal annars. hússins er 20 til 25 % af líftíma þess.“ _ á ári miðað við núgildandi verðlag. Auðvitað er ekki hægt að fullyrða, að þessi breyting stafi eingöngu af breyttri fiskveiðistjórn, en hún á hér hlut að máli og áreiðanlega er hægt að ná enn meiri árangri. Fiskveiðistefna, sem tekur ekki heildarhagsmuni fram yfir sér- hagsmuni, framtíðarhagsmuni fram yfir stundar ávinning, er stefnuleysi. Stjórnmálamenn, sem telja staðbundna hagsmuni vega þyngra en heildarhagsmuni þjóð- arinnar eru að bregðast skyldu sinni. Það er vissuiega mikið á þá lagt, að standa gegn margvíslegri kröfugerð og hagsmunabaráttu, en sjálfstæði hverrar þjóðar byggist í reynd á að það sé gert. Undanláts- semi leiðir venjulega til upplausn- ar og ringulreiðin, sem þá skapast, getur haft alvarlegri afleiðingar, en menn vilja almennt hugsa til. Okkur hefur tekizt á undanförnum árum að skapa bærilega samstöðu um fiskveiðistefnuna. Fiskiþing hefur ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum og ég treysti því, að héðan muni koma málefnalegar niðurstöður eins og áður.“ Halldór ræddi ennfremur verð- lagningu á fiski og þá hugmynd, sem fram hefur komið um upp- boðsmarkaði á takmörkuðum svæðum til reynslu: „Annað atriði, sem Samband fiskvinnslustöðv- anna lagði til, var að sérstaklega yrði kannað hvort unnt sé að koma á uppboðsmarkaði á afmörkuðum svæðum til reynslu. Forsenda þess, að eiginlegur staðbundinn upp- boðsmarkaður komist á, er að nægilegur fjöldi kaupenda og selj- enda sé á tilteknu markaðssvæði. Eins og samgöngumálum er háttað hér á landi, er þessi forsenda óvíða fyrir hendi. Helzt kæmi það til greina á Reykjavíkur- og Reykja- nessvæðinu. í þessum efnum virð- ist raunhæfara að hugsa sér að frjáls verðmyndun yrði til fyrir atbeina fjarskipta, en víða erlendis hafa verið þróuð tölvukerfi, sem nota mætti sem grundvöll að upp- lýsinganeti fyrir slík viðskipti. Öll þessi atriði þarfnast þó meiri skoðunar og ég tel því rétt að skipa nefnd til að kanna þessi mál nánar og gera tillögur um hvernig standa beri að tilraun af þessu tagi. Eins og oft áður er afkoma sjáv- arútvegsins í heild erfið. Svipting- ar á gjaldeyrismörkuðum hafa aukið erfiðleika fiskvinnslunnar og nú er svo komið, að hún er rekin með umtalsverðu tapi. Framundan eru samningar um kaup og kjör og mikilvægt að fyllsta tillit sé tekið til þessarar þröngu stöðu. Ýmsar þjónustugreinar hafa greitt hærri laun en fiskvinnslan getur NORRÆNI fjárfestingarbankinn ákvað fyrir skömmu, að taka ekki gildar ábyrgðir fiskivinnslufyrir- tækja í Grindavík vegna fram- kvæmdalána, sem bankinn veitti fyrirtækjunum sem hluthöfum í Fisk- eldi Grindavíkur hf. Var sú ákvörðun tekin eftir að bankinn hafði metið gildi hverrar ábyrgðar fyrir sig eftir athugun ársreikninga fyrirtækjanna. Björgvin Jónsson, útgerðarmað- ur, ræddi mál þetta meðal annars á Fiskiþingi á mánudag og tók þetta sem dæmi um stöðu sjávar- útvegs á íslandi. Hann sagði Fisk- eldi Grindavíkur miðlungs stóra fiskeldistöð, sem rekin væri þar í bæ og flest ef ekki öll fiskvinnslu- fyrirtæki staðarins væru hlut- hafar. Norræni fjárfestingarbank- inn hefði veitt fyrirtækinu fram- leyft sér og komast upp með að setja ýmsar hækkanir út í verðlag- ið og krefjast meir af sjávarútveg- inum. Þessari öfugþróun verður að linna. Hins vegar er ekkert; auðvelt svar að finna með hvaða hætti það verður gert. Almennt má segja, að aðhalds þurfi að gæta á öllum sviðum. Sjávarútvegurinn býr við gífurlegt aðhald í rekstri og stöðvun í fjárfestingum hefur ríkt. Því er ekki hægt að þola þenslu á ýmsum öðrum sviðum, sem aðallega er greitt fyrir með erlendum lánum og kostnaðar- hækkunum, sem velt er út í innlent verðlag og lenda á útgerð og fisk- vinnslu að verulegu leyti." kvæmdalán. Hluthafar hefðu verið beðnir að ganga I ábyrgð fyrir lán- um, sem námu sömu upphæð og það hlutafé, er hvert fyrirtæki hefði lagt fram. Öll fiskvinnslufyr- irtækin hefðu verið látin senda ársreikninga sína til bankans til þess að hann gæti metið gildi hverrar ábyrgðar fyrir sig. Niður- staða bankans hefði verið sú, að engin ábyrgðanna hefði verið tekin gild. „Nú er ég einn af þeim, sem lít á atvinnurekstur í Grindavík, sem blómann úr rekstri vélbátaútgerð- ar í landinu og á hin grónu fiskiðn- aðarfyrirtæki þar sem stórauðug. Þessi saga segir mér meiri sann- indi, en niðurstöður tuttugu hag- deilda um afkomu sjávarútvegs- ins,“ sagði Björgvin Jónsson. Norræni fjárfestingarbankinn: Fiskvinnslufyrirtæki í Grindavík ekki ábyrgð- arhæf fyrir lánum - segir Björgvin Jónsson, útgeröarmaður Þessar upplýsingar komu fram í framsöguerindi Bjarna Gríms- sonar við setningu Fiskiþings. Bjarni fjallaði um afkomu í sjávar- útvegi og hvaða möguleika fisk- vinnslan hefði til að aðlaga sig breyttum aðstæðum og aukinni samkeppni, meðal annars við frystitogarana. Bjarni sagði, að í dag væri glæsilegt að gera út á frystingu og selja í Evrópu ferskan fisk. Fyrir nokkrum árum hefði verið sagt að um offjárfestingu hefði verið að ræða í skipum og jafnvel frystihúsum: „Hafi verið offjárfesting og of mikil sókn, er þá ekki svo í dag?“ spurði Bjarni. „Og hvað missir þjóðfélagið, ef fiskurinn, sem veiddur er af einum togara, veitir bara 20 mönnum atvinnu í stað 70 til 80 áður. Meginmunurinn á frystitogara og frystihúsi í landi er sá, að nýting togarans sem slíks er 85 til 90% af líftíma hans, en nýting frysti- hússins er 20 til 25% af líftíma þess. Þannig þarf mörgum sinnum lægra framlag úr rekstri til að standa við afskriftir og vexti. Þetta segir, að sú hagræðing, sem bezt borgar sig fyrir fiskvinnsluna, er að láta vinna 16 til 18 tíma á sólarhring í stað 8 tíma eins og gert er í dag. Á togurum er unnið allan sólarhringinn. Hins vegar er nýting frystihússins á fiskinum til muna betri en hjá togaranum og margföldunaráhrifin í þjóðfélag- inu eru helmingi meiri en hjá togaranum. Þannig er mín skoðun sú, að með breytingu vinnutíma og stöðugri hagræðingu séu frysti- húsin fullfær um að keppa við frystitogarana og hátt verð á ferskfiskmörkuðum. Hins vegar eru ákveðnar tegundir fisks, sem borgar sig ekki að vinna í frysti- Útflutningur sjávarafurða fyrstu 9 mánuði ársins: 23 % verðmæta- aukning milli ára á föstu gengi - hlutfall sjávarafurða - verðmæti útflutnings er 77,3% HÉR FER á eftir yfirlit Fiskifélags íslands um útflutning sjávarafurða á tímabilinu frá áramótum til 30. september. Heildarútflutningur þetta tímabil var 478.668 lestir að verðmæti tæpir 19 milljarðar króna. Sama tímabil í fyrra var útflutningurinn 369.593 lestir að verðmæti tæpir 12 milljarðar króna. A fostu gengi er verðmæti útflutnings sjávarafurða 23% meira en í fyrra. Hlutfall sjávarafurða miðað við heildarverðmæti vöruútflutnings landsmanna er þetta tímabil nú 77,3 % en var 71,9 % á sama tímabili í fyrra: Einstakir afurðafiokkar: Jan./sept. Jan./sept. 1985 1984 Tonn þús./kr. Tonn þús./kr. Frystar afurðir 122.643 10.782.014 110.429 6.699.464 Saltaðar afurðir 60.690 3.861.155 55.558 2.458.958 ísaðar og nýjar afurðir 113.942 1.550.231 49.558 624.410 Hertar afurðir 617 122.423 122 20.741 Mjöloglýsi 173.663 2.111.792 146.408 1.701.097 Niðurl. og niðurs. 2.767 505.237 2.325 329.664 Aðrar afurðir 4.346 19.417 5.193 71.302 (Verðlag hvors árs.) Helstu vöruflokkar: Jan./sept. Jan./sept. 1985 1984 Frystar afurðir: Tonn þús./kr. Tonn þús./kr. Síld 3.010 54.360 6.369 90.565 Loðna 929 20.102 824 12.779 Heilfrystur fiskur 12.584 465.382 10.567 250.619 Flök 92.726 7.982.688 81.117 4.961.029 Rækja 6.191 1.229.712 3.442 521.766 Humar 630 375.721 535 246.023 Hrogn 2.138 107.636 2.765 127.218 Dýrafóður 45 206 0 0 Hvalkjöt 3.116 271.357 3.718 282.238 Hörpuskel 1.236 272.771 1.093 207.227 Saltaðar afurðir: Saltfiskur þurr 1.472 68.333 2.290 87.803 Saltfiskur óverk. 36.523 2.740.985 27.832 1.472.965 Saltfiskflök 2.509 198.939 1.765 109.014 Þunnildi 35 1.852 91 3.922 Grásleppuhrogn 1.111 127.536 1.604 128.107 Matarhrogn 1.17065.245 1.223 47.690 Beituhrogn 408 18.124 311 8.528 Síld 17.462 640.141 20.441 600.929 Mjöl og lýsi: Þorskalýsi kaldhr. 1.158 41.735 1.819 42.659 Þorskalýsi ókaldhr. 632 13.938 1.420 22.119 Loðnulýsi 67.526 751.301 41.335 447.347 Karfalýsi 430 4.814 1.291 14.116 Hvallýsi Þorskmjöl 1.399 8.778 18.380 99.840 8.292 92.517 Síldarmjöl 191 2.440 318 4.009 Loðnumjöl 92.273 1.165.110 88.992 1.049.314 Karfamjöl 1.137 12.601 2.000 18.743 Lifrarmjöl 30 409 94 1.269 Steinbítsmjöl 0 0 95 1.081 Síldarlýsi 110 1.224 413 4.732 (saðar og nýjar afurðir: Nýr fiskur m/flugi 1.189 111.184 984 56.679 Nýr fiskur m/gámum 21.543 633.261 9.580 148.523 Nýr fiskur m/skipum 91.211 805.786 38.995 419.208 Helstu viðskiptalönd: Jan./sept. Jan./sepL 1985 1984 Tonn þús./kr. Tonn þús./kr. Bandaríkin 57.522 6.553.056 54.029 4.275.839 Bretland 133.919 3.580.303 67.715 1.487.663 Portúgal 23.386 1.729.599 15.121 814.388 Sovétríkin 35.983 1.687.156 33.131 1.163.357 V-Þýskaland 31.594 1.030.576 39.936 857.920 Asíulönd 11.168 793.456 8.680 461.286 Frakkland 23.435 646.901 18.793 461.300 Spánn 9.007 613.329 12.672 447.384 Danmörk 31.644 404.552 12.561 345.445 ítalia 4.668 366.066 5.277 225.422 Finnland 21.502 291.991 23.330 308.165 Grikkland 3.412 237.699 2.604 125.920 Svíþjóð 5.992 176.122 8.162 179.825 Holland 13.998 167.241 8.364 94.183 Noregur 7.006 136.775 2.638 47.743 Pólland 7.780 102.022 15.912 184.688 Færeyjar 43.663 96.318 19.338 38.303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.