Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 1
56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 257. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1985 Líbería: V aldaránstilraunin brotin á bak aftur Monrovíu, 12. nóvember. AP. STJÓRNARHERINN í Líberíu tilkynnti í dag, aö hann heföi brotið á bak aftur tilraun Thomasar Quiwonka hershöfðinga til valdaráns í landinu. Moses Wright, einn helzti yfirmaður stjórnarhersins, flutti útvarpsávarp síðdegis í dag, þar sem hann skoraði á landsmenn að halda tryggð við Samuel K. Doe forseta og stjórn hans. Miklir bardagar brutust út í nótt, er uppreisnarmenn gerðu skyndiárás á forsetahöllina í Monroviu, höfuðborg landsins. Voru þar að verki stuðningsmenn Quiwonka hershöfðingja, sem hef- ur verið landflótta eftir árangurs- lausa valdatilraun í nóvember 1983. Bardagar urðu mjög harðir sums staðar í höfuðborginni í dag og þó einkum við forsetahöllina. Féllu þar á annan tug manna. Fjöldi fólks þusti út á göturnar og dansaði af gleði, er fréttist um valdarán Quiwonka. í morgun lögðu hersveitir hliðhollar forset- anum til atlögu við uppreisnar- menn á ný og hröktu þá úr þeim stöðum, sem þeir höfðu tekið, en þeir höfðu m. a. náð á sitt vald annarri helztu útvarpsstöð lands- ins. Miklar breytingar á pólsku stjórninni AP/Símamynd Kasparov skoraði þrisvar Nýbakaður heimsmeistari í skák, Garri Kasparov, sést bér í knattspyrnu- keppni, sem fram fór í Moskvu í fyrrakvöld milli „Kasparov-liðsins“ og liðs blaöamanna. Kasparov, sem er mjög liðtækur knattspyrnumaður, skoraði þrjú mörk í leiknum. Ákafir bardagar í Afganistan: Uppreisnarmenn herða flug skeytaárásir sínar á Kabúl Varsjá, 12. nóvember. AP. ZBIGNIEW Messner, hinn nýi for- sætisráðherra Póllands, skipaði í dag 9 nýja ráðherra og þrjá aðstoðarráð- herra í stjórn sína. Þrír valdamiklir hershöfðingjar, sem voru í fyrri stjórn, verða hins vegar áfram í stjórninni. Messner gerði grein fyrir skipan nýju stjórnarinnar i ræðu á pólska þinginu i dag. í hópi þeirra, sem fóru úr stjórninni, var Stefan Olszowski, fráfarandi utanríkis- ráðherra, hvað kunnastur. Hann er foringi þeirra harðlínumanna, sem oft hafa verið í andstöðu við Wojciech Jaruzelski, leiðtoga pólska kommúnistaflokksins. Marian Orzechowski, 55 ára gamall sérfræðingur i marxískri hugmyndafræði, tók við embætti utanríkisráðherra af Olsowski, sem áður hafði einnig sagt af sér sem meðlimur í stjórnmálaráði kommúnistaflokksins. Talið er, að brottför Olsowzkis úr áhrifastöðum verði til þess að styrkja Jaruzelski í sessi sem leið- toga flokksins með tilliti til fyrir- hugaðs flokksþings, sem haldið verður á næsta ári. í ræðu sinni lagði Messner aðal- lega áherzlu á efnahagsvandamál Póllands, sem eru mjög umfangs- mikil og erfið viðureignar. Hann minntist hins vegar varla á stjórn- arandstöðuna í landinu. Islamabad, 12. nóvember. AP. MIKLIR bardagar geysa nú í norður- og vesturhluta Afganistan. Hafa hersveitir úr sovézka innrásarliðinu auk herliðs stjórnarinnar í Kabúl hert sóknaraðgerðir sínar mjög í grennd við borgina Herat. Sveitir uppreisnarmanna hafa brugðizt við af mikilli hörku. Hafa þ»r króað af þrjár birgðaflutningalestir Sovét- manna á þjóðveginum frá sovézku landamærunum til Kabúl, valdið þeim miklu tjóni og náð miklu her- fangi. Þannig náðu uppreisnarmenn í einni árás 11 flutningabifreiðum, sem fluttu eldsneyti fyrir flugvélar Sovétmanna. í tveimur öðrum árásum eyðilögðu uppreisnarmenn Prentsmiðja Morgunblaðsins Filippseyjar: Dóms að vænta í Aquino- málinu Manila, Filippseyjum, 12. nóvember. AP. ÞRIGGJA manna dómur, sem fjallað hefur um Aquino- málið á Filippseyjum, hefur komist að einróma niður- stöðu en ekki verður frá henni skýrt fyrr en að átta dögum liönum. 25 hermenn og óbreyttir borgarar voru á sínum tíma sakaðir um að drepa Benigno Aquino, leið- toga stjórnarandstöðunnar. Augusto Amores forseti dómsins vildi ekkert segja um sjálfa niðurstöðuna í dag. Fab- ian C. Ver, hershöfðingja, og 24 mönnum öðrum, hermönnum og óbreyttum borgurum, hefur verið stefnt fyrir réttinn 20. nóvember nk. til að hlýða á dómsuppsöguna. fjölda flutningabifreiða og her- vagna fyrir Sovétmönnum. Hafa Sovétmenn brugðið á það ráð að leggja jarðsprengjur meðfram þjóðveginum úr norðri til Kabúl til þess að hindra leifturárásir uppreisnarmanna á flutningalest- irnar. Uppreisnarmenn hafa jafn- framt aukið mjög flugskeytaárásir sínar á Kabúl. Skutu þeir 10 flug- skeytum á sovézka sendiráðið í Kabúl 4. nóvember og á laugar- dagskvöld gerðu þeir einnig flug- skeytaárás á herflugvöll borgar- innar. Daginn áður réðust þeir á varðstöð inni í borginni, þar sem þeir felldu fjölda hermanna en komust síðan undan með mikið af vopnum frá stjórnarhernum. Sovétmenn auka nú mjög við- búnað sinn í Panjsherdal. Sást mikil herflutningalest þeirra halda í austur frá Kabúl á fimmtu- dag og önnur á sunnudag. Að undanfömu hefur fjöldi fallinna og særðra sovézkra hermanna verið fluttur til Kabúl eftir bar- daga í Panjsherdal, en þar hafa átökin verið hvað hörðust í landinu frá upphafi styrjaldarinnar þar. Gert er ráð fyrir, að sovézka innrásarliðið eigi enn eftir að herða sóknaraðgerðir sínar á næstunni til þess að tryggja stöðu sína sem bezt, áður en vetur leggzt að. Beirút: Hús hrundi í spreng- ingu og fjórir biðu bana Beirút, 12. nóveniber. AP. SPRENGJUMAÐUR framdi sjálfsmorð í dag með því að aka vörubifreið hlaðinni sprengiefni á byggingu í Beirút, þar sem kristnir menn héldu fund til þess að ræða friðaráætlun Sýrlendinga. Beið maðurinn bana í sprengingunni ásamt konu og tveimur líbönskum hermönnum, sem reyndu án árangurs að skjóta á ökumanninn, er hann stefndi með miklum hraða á húsið. Mennirnir fjórir eru Terry Anderson, fréttamaður AP-frétta- stofunnar, séra Lawrance Jenco, sem er kaþólskur prestur, David Jacobsen, yfirmaður bandaríska háskólasjúkrahússins í Beirút, og Thomas Sutherland, yfirmaður landbúnaðardeildar bandariska háskólans þar. Ástæðan fyrir för Waites nú er sú, að hann hefur fengið orðsend- ingu frá mannræningjunum, sem vakið hefur bjartsýni um að fá megi mennina fjóra lausa. Mann- ræningjarnir krefjast þess, að 17 félagar sínir, sem dæmdir voru í Fimm kunnir forystumenn kristinna manna, þeirra á meðal Camille Chamoun, fyrrverandi forseti Líbanons, særðust í sprengingunni. Einnig særðust aðrir tólf menn til viðbótar. Frá því var skýrt í dag, að Terry Waite, sérstakur sendimaður Roberts Runcies, erkibiskups af Kantaraborg, myndi fara til Beir- út á morgun, miðvikudag, og reyna að fá leysta úr haldi fjóra Banda- ríkjamenn, sem verið hafa fangar hjá öfgasinnuðum hópi múham- eðstrúarmanna í langan tíma. . t. (AP/Slmamynd) Þannig var umhorfs eftir sprenginguna í Beirút í gær, sem varð með þeim hætti, að maður ók bifreið hlaðinni sprengjuefni á hús, sem gereyðilagðist í sprengingunni. Fjórir biðu bana, þar á meðal maðurinn, sem ók bifreið- inni. fangelsi í Kuwait 1983 fyrir ríkjamanna og Frakka þar, verði sprengjuárásir á sendiráð Banda- látnir lausir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.