Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 39 Málverk eftir Jean-Fréderic Schnyder, olía á striga 1984. Svissnesk myndlist Myndlist BragiÁsgeirsson Á dögunum var opnuð sýning, Svissnesk myndlist, í húsakynn- um Nýlistasafnsins og eru hér kynntir nokkrir framúrstefnu- menn þarlendra. Mjög vel er að þessari sýningu staðið hvað uppsetningu alla snertir og frágang auk þess sem ágæt sýningarskrá hefur verið gefin út, sem prýdd er mörgum myndum. Væri ekki nokkur vafi á því að aðsókn myndi stóraukast á sýningar ef þannig væri þetta sem oftast. Þeir sem eiga myndir á sýning- unni eru Helmut Federle, Jean- Fréderic Schnyder, John Armleder, Klaudia Scifferle, Martin Disler, Oliver Moset og Peter Fichli/ David Weiss. Þetta er ásjáleg og þokkaleg sýning en á henni er sá ljóður að of margir gamlir kunningjar er áður hafa sýnt á Nýlistasafn- inu eru hér mættir og bæta engu við fyrri afrek. Svisslendingar eiga marga ágæta nútímalistamenn og þeir eiga einnig ríka erfðavenju að ausa af langt aftur í fyrri miðald- ir. Á þessari öld hafa þeir átt bóga eins og Arnold Böcklin og Ferdinand Hodler. Tingueli, sá hugmyndaríki þúsundþjalasmið- ur, er og Svisslendingur og það er Diter Rot einnig svo og mý- grútur annarra ágætra framúr- stefnulistamanna. Þá eru söfnin óteljandi í Sviss og mörg hreinustu gersemar. Húsagerðarlist þeirra er og með miklum ágætum og verkfræðing- ar þeirra einstæðir svo sem sjá má á mannvirkjum og vegagerð. Sveitaþorpin í fjöllunum eru unaðsreitir fyrir fögur hús og magnaða stemmningu. Allt þetta ber mjög listrænni þjóð vitni. Sýningin í Nýlistasafninu virð- ist fyrst og fremst vera kynning á ákveðnum listahóp og góðkunn- ingjum ráðamanna Nýlistasafns- ins fremur en alvarleg kynning svissneskrar listar. Það er helsti ljóður hennar þrátt fyrir að margt jnegi gott um hana segja. Svissnesk bók um nýlist sem er í eigu minni segir mér margt, sem hér kemur hvergi fram. Gn samt ber að þakka og virða þessa viðleitni. Sverrir Stormsker Hljómplötur ÁrniJohnsen Sverrir Stormsker er laghentur hljómlistarmaður sem nýlega gaf út samnefnda plötu. í flestum lögunum leikur Sverrir á öll hljóð- færi og virðist jafnvígur á bæði borð í þeim efnum. Bestu lög plöt- unnar eru Fingrapolki nr. 6 í FÍSu Dúr. Op. 6966 og Kant’etta, en í hvorugu þessara laga er texti meðfylgjandi. Sverrir Stormsker sýnir það á hljómplötu sinni sem hann kallar einnig Hitt er annað mál, að hann er þjálfaður tónlistarmaður og ágætur lagasmiður, en tölvan hef- ur brjálast í vangaveltum yfir textunum, því þeir eru meira og minna út og suður og hæfðu meira að segja vart sóðalegasta hverfinu í Lagos. í sumum textunum gengur Sverrir rakleiðis fram af brúninni, en í öðrum tiplar hann á tæpasta vaði, en þar bjargar það textagerð- inni að höfundurinn er gamansam- ur og kaldhæðinn í senn. Sumir textarnir eru meinfyndnir þótt þeir séu varla birtingarhæfir en í þeim efnum minnir textagerðin nokkuð á Tom Lerher, sem löngum hefur verið talinn með þeim svæsnari. Verstir eru þó klámkafl- ar plötunnar. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott segir máltækið og textinn Fyrir- gefðu mér er skrambi góður, sömu- leiðis lagið og söngurinn, en um sönginn á plötunni er það annars yfirleitt að segja að hann virðist hálfsoðinn, þ.e. hálfhrár. í einum textanum sem heitir Fallegur segir Stormsker: í fé- pyngjum þú finnur ekki hamingju, það kreistir enginn eplasafa úr sítrónu. Og þessi skoðun er. eins konar samnefnari fyrir texta plöt- unnar, eða eins og í laginu Kjarn- orkukomminn þar sem um er að ræða einn á móti öllu, alveg sama hvað er. Sverrir Stormsker hefur sýnt að hann er ágætis tónlistarmaður og frumlegur, en ráð væri að hann gerði við textatölvuna. Dæmisaga og þróun- arsaga rithöfundar Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Vésteinn Lúðvíksson: OKTAVÍA. Mál og menning 1985. OKTAVÍA er safn dæmisagna eftir Véstein Lúðvíksson. í félagi nokkru er ákveðið að ráða framkvæmdastjóra. í Ijós kemur að meðal umsækjenda er virkur, en umdeildur félagi, Okta- vía að nafni. Formaðurinn gerir það að tillögu sinni að stjórnar- mennirnir tólf, átta karlmenn og fjórir kvenmenn, rökstyðji hver og einn atkvæði sitt og afstöðu með átta sögum um Oktavíu. Tillagan er samþykkt. Oktavía samanstendur af þess- um rökstuðningi, með og móti Oktavíu. Sögurnar eru með ýmsum hætti, í senn jákvæðar og neikvæðar, og þegar lestri þeirra er lokið hefur lesandinn fengið margbrotna mynd af Oktavíu og ætti að vera fær um að dæma hvort hún sé „mennsk, ómennsk, ofurmennsk eða þetta allt í senn“, með orðum höfundarins í eins konar eftir- mála. Sagnagerð Vésteins Lúðvíksson- ar hefur tekið breytingum undan- farið og gerst æði nærgöngul eins og í Madur og haf sem hann sendi frá sér í fyrra. Á Oktavíu mætti Vésteinn Lúðvíksson líta sem framhald fyrrnefndrar skáldsögu, hún er könnun sem með raunsæilegu yfirbragði freistar þess að teygja sig inn í djúp mannssálarinnar. Oktavía speglar margt, jarðneskt og ójarðneskt; hún gerist í vöku og draumi eða á slíkum mörkum. Lýsing hennar verður hluti af ímyndunum stjórn- armannanna tólf, opinberar fyrst og fremst það sem þeim býr í hug. Mynd hennar verður ekki heil. Við fáum ekki úr brotunum heillega persónu sem gæti hugsanlega verið til, heldur það sem aðrir sjá og gera sér í hugarlund. Oktavía er af þessum sökum margar manneskjur. Að minnsta kosti tólf. Áhugi Vésteins Lúðvíkssonar á austurlenskum fræðum, ekki síst búddisma, er augljós í Oktavíu. Á bls. 75 kemur Bókin um veginn og taóisminn til móts við lesendur. Oktavía segir: „Skyldu ekki takast ástir með himni og heimi ef mann- kynið slyppi við hugsjónir og af- skiptasemi allra þeirra sem telja sig hæfa stjórnendur?" Og er ekki búddisminn lifandi kominn á bls. 77? Þar stendur m.a.: „Til að komast áfram verð- urðu aðeins að gefa upp alla von um að komast áfram.“ Auðvitað er það Oktavía sem hefur orðið. Eg lít á Oktavíu Vésteins Lúð- víkssonar sem athyglisverða þró- unarsögu rithöfundar. Hún er eins og fyrr segir í dæmisagnastíl og í slíkum sögum er manni ekki þröngvað til að taka afstöðu heldur fær maður tækifæri til að vega og meta söguna og lærdóm hennar. Sumir kaflar, einkum stystu sög- urnar, bera góðri íþrótt höfundar- ins vitni. En stundum er um of hversdagslega frásögn að ræða. Þrátt fyrir ýmsa slíka áberandi galla, sambandsleysi höfundar við lesanda, er Oktavía að ýmsu leyti óvenjuleg bók. í leit að ást og gleði Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Helgi Sæmundsson: SUNNAN í MÓTI. Ljóð 1937-75. Skákprent 1984. Helgi Sæmundsson var um ára- bil meðal þekktari bókmennta- gagnrýnenda landsins og náði sér einna best á strik á sama tíma og Sigurður A. Magnússon skrifaði merka bókmenntagagnrýni í Morgunblaðið og Bjarni Bene- diktsson frá Hofteigi var áhrifa- mikill í Þjóðviljanum. Vettvangur Helga var Alþýðublaðið. Skáldið Helgi Sæmundsson var aftur á móti að mestu óþekkt, hafði þó sent frá sér æskuljóð árið 1940: Sól yfir sundum. Helga mátu þó sumir fyrir góðar tækifærisvísur og fáum blandaðist hugur um að maðurinn var orðhagur og gat kastað fram snjöllum stökum. Það var ekki fyrr en Helgi var að mestu hættur að leggja stund á gagnrýni að hann sendi frá sér Sunnan í móti (1975). Eftir það fóru að koma ljóðabækur frá Helga: Fjallasýn (1977), Tíundir (1979) og Kertaljósið granna(1981). Nú er komin frá Skákprenti önnur prentun Sunnan í móti og af því tilefni er ástæða til að fara nokkrum orðum um skáldskap Helga Sæmundssonar. í Sunnan í móti er allt með fremur hefðbundnum hætti. Skáldið yrkir um náttúruna, ást- ina og dauðann og trúarkennd sína. Það varast að fara inn á mjög nýstárlegar brautir í skáld- skapnum og mörg ljóðanna vitna um aðdáun á skáldum liðins tíma; skáldið hyllir þjóðskáldin gömlu og það skírskotar til þeirra í fjöl- mörgum ljóðum. Þetta er yfirleitt smekklega gert. Stundum er skáldið á ferðalagi og yrkir um það sem fyrir augu ber, jafnt í Möðrudal þar sem hann gistir „háran hal“ og í Dölum vestur þar sem Stefán frá Hvítadal situr enn Bessatungu „og býður mér í glas“. Þessi ljóð ásamt fyndnu kvæði um „kirkjubóls- halldórið" í Önundarfirði eru skemmtileg aflestrar. Það fer ekki á milli mála að skáldið er hagmælt. Á slíka gáfu geta menn lagt mat eftir aðstæð- um því að hún er ekki alltaf til framdráttar skáldum þótt hún geti komið sér vel í dagsins önn. En Helgi Sæmundsson býr líka yfir tilfinningum sem eru í ætt við skáldskap og geta orðið kveikja skáldskapar. Þannig yrkir hann til dæmis um það sem máli skiptir. Ljóðið kallar hann Niðurstöðu: Lífiðersókn íleitaðástoggleði, boðiðermargt og bannað fátt ef þorum leikinn að þreyta, leita,þráognjóta enósigur vís ef okkur bregst og sundlar. Brestimigkjark þábyrjaégaðdeyja. Helgi Sæmundsson Tvær síðustu línurnar eru að minu viti ósvikinn skáldskapur. Annað laglegt kvæði er Svífur að haustið: Ersumariðflýr ogsvalviðrignýr um mennogdýr og fuglinn mæðist á tæpri snös -þá leggégljáinná oggeingloksútaðslá vallarins liljur og grös. Matthías Jochumsson átti fyrir nokkru merkisafmæli sem vonandi verður til þess að fólk rifjar upp ljóð hans. Lokaljóð Sunnan í móti nefnist f Odda og er helgað Matt- híasi þrátt fyrir minningu Sæ- mundar fróða og Snorra stráks. Þar standa þessi gullvægu orð: Sááskiliðþjóðarþökk sem þorði aö finna til. Undir þessi orð hljótum við að taka með Helga Sæmundssyni. 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.