Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 37 V Ný skipulagsreglugerð — og staða skipulagsmála hérlendis — eftir Bjarka Jóhannesson Hinn 1. september sl. tók gildi ný skipulagsreglugerð sem leysir af hólmi eldri reglugerð frá árinu 1966. Báðar þessar reglugerðir byggja á skipulagslögum frá árinu 1964. Þessi nýja reglugerð er að mörgu leyti til bóta og hún er mun ítarlegri en hin fyrri. Þó bendir ýmislegt til þess að við íslendingar höfum ekki fylgt þróuninni í skipu- lagsmálum sem skyldi. Þar sem byggðaskipulag gegnir vaxandi hlutverki í nútímasamfélagi er mikilvægt að vel sé á þessum mál- um haldið og full ástæða er til að staldra við og skoða málið nánar. Hlutverk byggðaskipulags er einkum þríþætt: það er umhverfis- mótandi, það ákvarðar hagsmuni einstaklinga og réttarstöðu og það stýrir hagsmunum samfélagsins í heild. Skipulag skiptist í fjóra flokka eftir yfirgripi þess og ná- kvæmni. Deiliskipulag tekur til einstakra hverfa eða lítilla svæða, aðalskipulag nær yfir heilt sveit- arfélag, svæðisskipulag nær til fleiri en eins sveitarfélags og landsskipulag nær yfir landið allt. Nýja skipulagsreglugerðin gerir ekki fullljóst hvaða tilgangi hver tegund skipulags á að þjóna og möguleikar byggðaskipulags virð- ast ekki vera fullnýttir. Lítum fyrst á deiliskipulag sem nær yfir minnst svæði, er í minnst- um mælikvarða og sýnir mesta nákvæmni. Það kveður á um lóða- mörk, stærð, gerð og staðsetningu húsa, legu og breidd gatna og göngustíga, leiksvæði, gróður og fleira í þeim dúr. Það bindur því sem næst endanlega gerð og útlit umhverfisins og telst því e.t.v. fremur vera hönnun en eiginlegt skipulag. Þetta er því sú gerð skipulags sem bindur mest hags- muni einstaklinga. í skipulags- reglugerðina vantr.r skýra skil- greiningu á því hlutverki deili- skipulags að vera umhverfismót- andi og binda hagsmuni einstakl- inga. Lítum næst á aðalskipulag. Það er í stærri mælikvarða og nær yfir stærra svæði en deiliskipulag. Aðalskipulagsuppdráttur sýnir einkum umferðarkerfi og land- notkun á afmörkuðum svæðum og er því ekki umhverfismótandi eða bindur hagsmuni einstaklinga. í skipulagsreglugerðina vantar skýra skilgreiningu á því hlutverki deiliskipulags að vera umhverfis- mótandi og binda hagsmuni ein- staklinga. Lítum næst á aðalskipulag. Það er í stærri mælikvarða og nær yfir stærra svæði en deiliskipulag. Aðalskipulagsuppdráttur sýnir einkum umferðarkerfi og land- notkun á afmörkuðum svæðum og er því ekki umhverfismótandi eða bindur hagsmuni einstaklinga í sama mæli og deiliskipulag. Þó er þar kveðið á um ýmsa þætti svo sem legu hraðbrauta, afmörkun óbyggðra svæða og leyfilega starf- semi í íbúðarhverfum svo eitthvað sé nefnt. Aðalskipulag hefur hins vegar jafnframt þann tilgang að vera hagstjórnartæki, og þarf reglugerðin að ganga mun lengra en hún gerir ef tryggja á að aðal- skipulag þjóni þeim tilgangi. Aðal- skipulag er áætlun um að stýra þróun byggðar í þá átt sem er talin æskileg og hagkvæm. Nauðsynlegt er að vita aó hvaða leyti þróunin er æskileg og hagkvæm og fyrir hvern eóa hverja. Reglugerðin ætti þannig að kveða á um þá skyldu að gera glöggt grein fyrir forsend- um og afleiðingum skipulagsins, svo sem hagkvæmni og á hvaða hagsmuni skipulagið hefur áhrif, og einnig hvaða valkostir hafi fleiri komið til greina og hvers vegna tiltekinn valkostur var val- inn. Einnig þarf skipulagið að vera rammi fyrir framkvæmdaáætlun viðkomandi sveitarfélags, en þar sem forsendur breytast ört þarf það þó að vera hæfilega sveigjan- legt. Það er því óeðlilegt að binda skipulagstímabilið við 20 ár eins og reglugerðin gerir, heldur mætti skipulagið að vera bindandi fyrir þróun næstu 5 ára, sýna líklega þróun næstu 15 eða 20 árin og hugsanlega valkosti að þeim tíma liðnum. Einna mest virðist þó vanta upp á túlkun reglugerðarinnar hvað varðar svæðisskipulag, og virðist helst vera litið á það sem útvíkkað aðalskipulag. Talin eru upp ýmis smáatriði sem eiga að vera í svæð- isskipulagi, svo sem útivistar- svæði, sérhæfður iðnaður, land- búnaðarsvæði og fleira í þeim dúr. Þetta getur verið gott og gilt í einstökum tilfellum en verður almennt að teljast allt of bindandi og jafnvel andstætt raunverulegu eðli svæðisskipulags. Svæðisskipu- lag verður að fara þann gullna meðalveg að samræma hagsmuni sveitarfélaga án þess að farið sé þar út í atriði sem ekki koma málinu við og eru best komin í höndum sveitarfélaganna sjálfra hvers fyrir sig. Því er eðlilegra að svæðisskipulag nái einungis til fárra tiltekinna þátta og ætti reglugerðin að kveða á um í hvaða tilfellum er skylt að gera svæðis- skipulag, til hvaða þátta það á að ná og skyldur sveitarfélaganna til að framfylgja því. Einkum má nefna tvö tilfelli þar sem skylt ætti að vera að gera svæðisskipu- lag. í fyrsta lagi þegar um er að ræða kerfi þar sem minnsta sam- felld eining spannar fleiri en eitt sveitarfélag, sem dæmi má þar nefna stofnbrautakerfi höfuðborg- arsvæðisins. í öðru lagi þar sem hagsmunir sveitarfélaga rekast á, til dæmis þannig að eitt sveitarfé- lag geti ekki leyft malbikunarstöð í jaðri íbúðarhverfis í næsta sveit- arfélagi. í þessum tilfellum er ekki nóg að treysta á frjálsa samvinnu sveitarfélaganna heldur þarf staða skipulagsins að vera lögbundin. Ýmis dæmi eru einnig um það að svæðisskipulag geti verið æskilegt en þó ekki nauðsynlegt, einkum ef um sameiginlega hagsmuni er að ræða, t.d. betri nýtingu þjónustu eða auðlinda. Loks eru ýmis dæmi þess að svæðisskipulag geti verið óæskilegt og firri ákvarðanatöku frá þeim sem málið snertir. í frumdrögum að reglugerðinni var einnig fjallað um landsskipu- lag, en þar sem þess er ekki getið í skipulagslögunum frá 1964 var það þó fellt niður í endanlegri út- gáfu reglugerðarinnar. Eins og svæðisskipulag ætti landsskipulag að sjálfsögðu einungis að ná til einstakra tiltekinna þátta. Lands- skipulag er mjög vandmeðfarið og erfitt í framkvæmd, þar sem oft rekast á hagkvæmnisjónarmið og byggðarstefnusjónarmið. Mun ég því ekki fjalla nánar um það hér. Ef skipulag á að vera gott stjórntæki verðum við að þekkja möguleika þess og annmarka, hvenær á að nota það, hvernig á „Ef skipulag á að vera gott stjórntæki verðum við að þekkja möguleika þess og annmarka, hven- ær á að nota það, hvern- ig á að nota það og hvenær á ekki að nota það.“ að nota það og hvenær á ekki að nota það. Nokkur framþróun hefur ^ orðið hérlendis í skipulagsmálum á síðari árum, en betur má ef duga skal og ljóst er að enn er langt í land með það að vel sé staðið að skipulagsmálum hérlendis. Nauð- synlegt er að athuga málið betur og endurskoða bæði skipulagslögin og reglugerðina með það fyrir augum að skipulag geti orðið það stjórntæki sem best verður á kosið. Höfundur greinarinnar er skipu- lagsfræðingur og starfar sem skipu- lagsfulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ. Fréttabréf úr Jónshúsi: Vetrarstarfið kom- ið í fastar skorður Jónshúsi, 31. október. ÞÁ er vetur konungur genginn í garð og félagslíf komið í fastar skorður. Var vetri heilsaö 3 daga í röð hér í húsi, fyrst með ís- lenzkri lambasteik og jazzi, þá með Rússagildi FÍNK og loks með samkomu fyrir eldra fólkið sunnudaginn fyrstan í vetri. Um leið og lambasteik er nefnd má geta þess, að ýsa hefur verið á boðstólum á fimmtudögum í október hjá hinum ágætu gest- gjöfum í félagsheimilinu, Berg- Ijótu og Arfeq, og mun svo einnig verða í nóvember og þar aö auki eru bjúgu á matseðlinum á mið- vikudögum. Seint munu landar taka danska svínakjötið fram yfir íslenzkan mat. Eins og að ofan greinir var dagur eldra fólksins í Jónshúsi sl. sunnudag. Að lokinni guðs- þjónustu í Skt. Pálskirkjunni stjórnaði sendiráðspresturinn samkomu í félagsheimilinu, þar sem sr. Árni Pálsson sagði frá afa sínum, sr. Árna á Stóra-Hrauni, við mikinn fögn- uð áheyrenda, Hjálmar Sverr- isson söng nokkur lög við und- irleik Maríu Ágústsdóttur og Óskar J. Sigurðsson vitavörður í Vestmannaeyjum sýndi lit- skyggnur úr gosinu, sem hann hafði sjálfur tekið. Var sam- koman fjölsótt og gömul kynni rifjuð upp með ýmsum, er eldra fólkið íslenzka hér mjög margt, þótt skörð komi í hópinn. Við biskupsvígslu í Viborg 6. október tók sr. Árni Pálsson meðfylgjandi myndir. Það var fagur haustdagur eins og raun- ar margir aðrir á þessu hausti, er sr. Georg S. Gejl dómpró- fastur í Álaborg var vígður biskup yfir Viborgarstifti af Ole Bertelsen Kaupmanna- hafnarbiskupi. Eiginkona nýja biskupsins, Reidun, er norsk og mjög áhugasöm um varð- veizlu og notkun þjóðbúninga; þess vegna er grænlenzki bún- ingurinn og upphluturinn, sem grænlenzka biskupsfrúin og eiginkona íslenzka fulltrúans bera við vígsluna. Var geysilegt fjölmenni í hinni fögru dóm- kirkju Viborgar og komust færri þar inn en vildu. Blaðið Þórhildur kemur ekki út lengur, þar sem gerð þess og prentun reyndist of dýr og seinvirk, en Nýr Hafnarpóstur hefur hafið göngu sína. Blaðið Hafnarpóstur kom út hjá ís- lendingum hér á árunum 1980—81. Síðan hefur íslenzka blaðið borið nafnið Þórhildur og komu alls út 16 eintök á þremur árum. 1. tbl. Nýs Hafn- arpósts kom út nú í september og annað í október, og mun næsta blað verða tölvuunnið á skrifstofu félaganna hér í hús- inu. Hefur nýja blaðið fengið hrós þeirra, sem á því þurfa að halda, en dagskrá allrar starfsemi hér er í blaðinu eins og verið hefur og er mikilvægt, að það berist í tæka tíð til allra félagsmanna hverju sinni, en Þjóðbúningar frá nágrannalöndunum. þeir eru nú um 700 í íslend- ingafélaginu og rúmlega 300 i Námsmannafélaginu. Standa félögin vel saman að útgáfunni sem áður. Ritnefnd Nýs Hafnarpósts skipa nú: Erla Sigurðardóttir, Lárus Ágústsson, María Ragn- arsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Tryggvi Guðmundsson, útlit annars Ingibjörg Rán Guð- mundsdóttir og Kolbrún Þ. Oddsdóttir, en myndasmiður er Jens Ormslev. Tónlistarlíf í íslenzku ný- lendunni hér í Kaupmanna- höfn er með óvenju miklum blóma. Æfa tveir kórar af kappi. Karlakór Kaupmanna- hafnar æfir vikulega undir stjórn Kristjönu Þórdísar Ás- geirsdóttur og mun hann syngja á sameiginlegri Nývígður biskup ( Viborg, Georg S. Gejl og Kaupmannahafnarbiskup Ole Bertelsen ganga úr kirkju. skemmtun kóranna á næst- unni. Kirkjukór íslenzka safn- aðarins stjórnar María Ágústs- dóttir og er verið að æfa fyrir tónleika Norræna félagsins í Stenlöse kirkju, þar sem ís- lendingurinn sr. Felix ólafsson er prestur, auk messusöngs í Skt. Pálskirkju. Tveir kórfélag- ar leika einatt með kórnum á hljóðfæri sín, Gunnar Gunn- arsson á flautu og Sigríður Helga Þorsteinsdóttir á fiðlu. Þá eru hér 3 íslenzkar eða norrænar hljómsveitir, sem Guðmundur Eiríksson stjórn- ar. Skal fyrst talinn jazz-dúett- inn, sem kom fram í félags- heimilinu á jazzkvöldi síðasta sumardag, en 1 honum spila þeir Guðmundur og Ole Ras- mussen og munu margir kanrt- ast við þá félaga frá Gauki á Stöng í Reykjavík frá í sumar. f Rússagildi Námsmannafé- lagsins fyrsta vetrardag hér í Jónshúsi lék íslenzka dans- hljómsveitin í Kaupmanna- höfn fyrir dansi við frábærar undirtektir samkomugesta, en hana skipa Guðmundur, sem leikur á hljómborð, Ole Ras- mussen á bassa, Svend Arne Howland gítar og ólafur Sig- urðsson á trommur. Þá stendur Guðmundur Eiríksson fyrir hljómsveitinni „Passepartout", en í henni eru auk ofannefndra: Claus Jensen á trommur, Ole Mortensen á saxafón og með hljómsveitinni syngur Lone Höyerskov. Spila þau einkum Funk-rokk og hafa komið víða fram á dansleikjum á stúd- entagörðum og i háskólum. G.L.Ásg. e ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.