Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 5
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins: MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 5 Verði rekin sem sjálfseignarstofnun — sagði Alda Möller á Fiskiþingi ALDA Möller, deildarverkfræðingur Rannsóknastofnunar fískiðnaðarins, lýsti á Fiskiþingi í gær, hugmyndum um að gera stofnunina að sjálfseignar- stofnun, en hún heyrir nú ríkisvaldinu til. Stofnunin yrði þá undir stjórn fískvinnslu, útgerðar og sjávarútvegsráðuneytisins. Á fjárlögum er kostnaður stofnunarinnar áætlaður um 25 millónir króna og áætlaðar tekjur vegna rannsóknaverkefna um 10 milljónir króna. Alda Möller sagði í erindi, sem hún flutti um stofnunina, að á síðasta ári hefðu rannsóknartekj- ur stofnunarinnar verið 35,1% af heildargjöldum. Auðsætt væri að aukning á fjármagni til fiskiðnað- arrannsókna kæmi tæpast frá ríkisvaldinu. Hún yrði að koma frá iðnaðinum, þar sem nánast sjálfvirkt niðurskurðarkerfi fjár- veitingavaldsins sæi til þess. Þótt fiskiðnaðurinn hefði sætt sig við það smám saman að greiða fyrir rannsóknir, væri meirhluti rann- sóknanna seldur undir kostnaðar- verði eða með öðrum orðum niður- greiddur af ríkinu. Á þetta mætti líta frá tveimur sjónarhornum. í fyrsta lagi, að ríkisvaldið væri að aðstoða iðnaðinn með fjárframlög- um og flestir væru sammála um að ekki veitti af. Á hinn bóginn mætti líta svo á, að ríkisvaldið væri með þessu að skapa stofnun- inni vissa einokun, sem meðal annars tefði fyrir því, að fyrirtæk- in eða samtök þeirra kæmu sér upp eigin aðstöðu. Eins og málum væri háttað í dag, væri starfsemi Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins blanda af ríkisreknum rannsóknum og rekstri, sem byggði á útseldri þjón- ustu samkvæmt fyrirfram ákveðn- um samningum. f stað beinna fjár- framlaga ríkisins til stofnunarinn- ar væri það farsælla, að það styrkti einstök rannsóknaverkefni, sem sérstaklega væri sótt um fé til. Til dæmis mætti hugsa sér að stofnað- ur yrði Rannsóknasjóður fiskiðn- aðarins, sem yrði í vörslu sjávarút- vegsráðuneytisins og umsóknir úr honum yrðu afgreiddar til eins árs í senn. Einnig mætti hugsa sér, að í stað sérstaks rannsóknasjóðs með föstum framlögum yrði ein- faldlega sótt um fjármagn til skil- greindra verkefna beint til sjávar- útvegsins. Með þessu fyrirkomu- lagi yrði iðnaðurinn hvattur til að leggja fé í rannsóknir, verkefni yrðu vandlega skilgreind og árang- ur af hverju verkefni veginn og metinn í verklok. „Áðurnefndar breytingar á fjár- mögnum fiskiðnaðarrannsókna hér á landi þýða breytt rekstrar- fyrirkomulag fyrir stofnunina. Eðlilegast er að hún verði rekin sem sjálfseignarstofnun, það er sem sjálfstætt fyrirtæki undir stjórn aðila fiskvinnslu, útgerðar og sjávarútvegsráðuneytisins. Þannig myndi fiskiðnaðurinn sjálfur hafa bein áhrif á þróun rannsóknamála í greininni. Núver- andi lög um stofnunina þarf þá að fella úr gildi, en í stað þeirra að setja almenn lög um fiskiðnað- arrannsóknir hér á landi. Eðlileg- ast væri að ríkisvaldið fæli hinni nýju stofnun það takmarkaða eft- irlitshlutverk, sem hún nú hefur með höndum," sagði Alda Möller. „Vinn ekki undir stjórn FFSÍ“ — segir forstjóri Land- helgisgæslunnar „ÉG geri ekki ráð fyrir að þetta breyti neinu, þar sem ég vinn ekki undir stjórn Farmanna- og físki- mannasambandsins heldur dóms- málaráðuneytisins", sagði Gunnar Bergsteinsson forstjóri Landhelgis- gæslunnar þegar leitað var álits hans á samþykkt þings FFSÍ þar sem lýst er vantrausti á hann. Gunnar sagði að þessi samþykkt hefði ekki áhrif á stöðu hans, það yrði ekki nema yfirboðarar hans teldu ástæðu til að finna að störf- um hans. 36 þúsund tonn af síld komin á land Góö veiði hjá þeim bátum sem enn eru að MJÖG góð síldveiði er hjá þeim bátum sem enn eru á sfldveiðum, en margir eru búnir með kvóta sína og fækkar bátum á miðunum með hverjum degi. Þó eru undantekning- ar frá þessu því einstaka bátar eru að byrja á sfldinni um þessar mund- ir. Sfldin fæst nú aðallega á fjörðun- um eystra. Lang mest af sfldinni fer nú til frystingar, en sumar stöðvarn- ar sunnanlands eru þó enn að salta til að fylla kvóta sína. Um helgina voru komin á land 36.431 tonn af síld í 629 löndunum frá upphafi vertíðar. Hefur síldin borist til 27 hafna. í síðustu viku komu 7.624 tonn á land. í síðustu viku var mestu landað í Grindavík og er Grindavík þar með orðin hæsta löndunarhöfnin í stað Eski- fjarðar. I nót hafa veiðst 35.232 tonn en 1.199 tonn í reknet. Megnið af síidinni hefur farið til söltunar, en 4.195 tonn verið fryst. Hér á eftir fer listi yfir verstöðv- arnar og síldarlöndun frá upphafi vertíðar í tonnum talið. Ikindun í síðustu viku er innan sviga.: Vopnafjörður 1.147 tonn (54), Borgarfjörður eystri 56 (0), Seyðis- fjörður 2.160 (86), Norðfjörður 2.106 (295), Eskifjörður 4.695 (652), Reyðarfjörður 2.486 (45), Fá- skrúðsfjörður 2.440 (196), Stöðvar- fjörður 1.137 (115), Breiðdalsvík 1.229 (60), Djúpivogur 2.540 (117), Hornafjörður 2.716 (715), Vest- mannaeyjar 2.541 (1.542), Þorláks- höfn 2.902 (1.281), Grindavík 5.429 (1.726), Sandgerði 420 (80), Kefla- vík 805 (142), Hafnarfjörður 157 (0), Akranes 815 (208) og aðrar hafnir 650 (308). Forstöðumaður Kvik- myndasafns og Kvik- myndasjóðs Islands: Fjórir sækja um FJÓRIR umsækjendur hafa sótt um stöðu forstöðumanns Kvik- myndasafns íslands og Kvikmynda- sjóðs fslands, en embættið verður veitt frá og með næstu áramótum. Umsóknarfrestur rann út 1. nóvem- ber sl. og mun stjórn Kvikmynda- sjóðs skila tillögum sínum til menntamálaráðuneytisins varðandi starfsveitinguna. Umsækjendur eru: Guðbjörg Gústafsdóttir, BA í ensku og frönsku frá Háskóla íslands, Guðbrandur Gíslason, MA í ensku, þýsku og norrænu frá Köln, Gunn- ar H. Arnason, sýningarmaður í Laugarásbíói og Elínborg Stefáns- dóttir, bókmenntafræðingur. 15.og 16. nóv. Komaþeiraftu k stdrkostleg ein vinspelasta msveit 7 ratugarins Vegna fjölda áskorana hefur nú tekist aö fá hina frábæru Searchers til aö koma aftur til íslands og skemmta í Broadway 15. og 16. nóvember. Síö- ast þegar Searchers komu fram í Broadway var fullt hús og fólk skemmti sér konunglega. Því miöur komust þá færri aö en vildu en úr því er nú bætt og hvetjum viö því gesti okkar til aö tryggja sér nú miöa tíman- lega. Matseöill Koníakslöguð humarsúpa Fylltur grísahryggur m/vínmarineruðum ávöxtum ís m/perum og rjóma Hljómsveitin Tibra leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Pantið borö sem fyrst í síma 77500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.