Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER 1985 Helgi Hálfdanarson: Med í ráðum Varla hefur nokkur kynslóð íslendinga lagt sig svo í fram- króka að koma æskulýð sínum í hundana sem sú, er nú ræður lögum og lofum. Okkur er að takast að gera heimilum ókleift að annast um börn sín; og við vinnum markvíst að því að breyta opinberu uppeldis- og fræðslustarfi í duglaust sýndar- kák, sem enga burði hefur til að taka við hlutverki heimilanna. Þar er þó ekki allt á eina bók lært. Fyrir nokkrum árum hafði ég orð á því á almannafæri, að ein væri sú fræðslustofnun í landinu, sem rekin væri með miklum myndarbrag; þar væri ekkert til sparað, enda léti ár- angur ekki á sér standa; og sú stofnun væri Afbrotaskóli ríkis- ins, öðru nafni Sjónvarp. Fyrir mörgum áratugum tóku menn í Bandaríkjunum að hafa þungar áhyggjur af sívaxandi afbrotahneigð unglinga, sem að verulegu leyti yrði rakin til kvik- myndahúsa. Að sjálfsögðu gegndi sama máli á íslandi, nema hvað lítið fór fyrir áhyggj- um af þeirri þróun. Hafi einhver samvizku-glæta verið tórandi, var hún svæfð með því að banna börnum aðgang að því sem talið var einna sízt til mannbóta, þó að eftir sem áður stæði allt opið þeim aldursflokkum sem áhrifa- næmastir eru. Að undanförnu hefur djöful- gangur glæpamyndanna drjúg- um sótt í sig veðrið; og skiptir þó mestu að upp er risin áður nefnd stofnun, sem hefur tekið að sér að dæla þessari sáluhjálp inn á gafl í hvers manns húsi linnulaust árið um kring. Þarna er rekin hreinræktaður glæpa- skóli með áhrifaríkustu kennslu- tækni sem völ er á. Þar fá börn og unglingar á öllum aldri vand- aða sýnikennslu í öllum greinum afbrota, svikum, ránum, inn- brotum, smygli og umfram allt ofbeldi, morðum og meiðingum. Ekki er það heldur látið skorta á fullkomna menntun, hverra aðgerða má vænta af hálfu lög- reglu, og hvað það er, sem snjall- ir afbrotamenn þurfa helzt að varast úr þeirri átt. Og svo slá menn sér á lær, öldungis gáttaðir yfir versnandi framferði unglinga, svo að jafn- vel dregur til vígaferla. Uppeldi sjónvarpsins er þó ekki lokið með sjálfri glæpa- kennslunni. Hér á landi hefur um skeið staðið töluverð umræða um ásókn ungra auðnuleysingja í áfengi og „skít“. Skyldi nú ein- hver óráðinn ungling skorta fyr- irmyndir og leiðbeiningar í drykkju, þá er það ekki van- rækslu sjónvarpsins að kenna. Kvikmyndir þær, sem þar eru sýndar, virðast oft og einatt taka sérstakt mið af slíkum þörfum. Fróðlegt væri að vita, hversu duglega tóbaks- og vínframleið- endur styrkja gerð þessara mynda gegn því að hafa hönd í bagga með reykinga- og drykkju- venjum karla og kvenna, sem þar koma við sögu, einkum þeirra sem helzt eiga að vinna hylli eða vera til fyrirmyndar. Það er ekki einleikið, hvílík býsn fólk lætur í sig af áfengi í kvikmyndum við öll líkleg sem ólíkleg tækifæri. Naumast er gestur fyrr kominn inn úr dyrum en húsráðandi hveðrar upp: „Have a drink!" Og svo er tekið til að hvolfa í sig sjússnum, oft- ast án þess nokkurra áhrifa verði vart! Það er sem sé ekki aðeins óhætt að sloka töluvert, heldur er hvers dags mannlíf naumast eðlilegt, nema sífellt sé gutlað með vínföng. Ætli það sé svo nema von, að unglingskrakkar, sem eru að asnast með áfengi, að fyrirmynd fullorðinna, sulli frá sér glórunni áður en þau vita af? Þessi grey kunna ekkert hóf, og halda jafn- vel, að áfengi hljóti að vera þeim mun gagnlegra sem meira sé innbyrt af því. Hitt gegnir kannski meiri furðu, að fullorðið fólk skuli halda áfram að drekka eins og fermingarbörn fram eftir öllum aldri, jafnvel þótt það sé ekki talið til sjúklinga. Á þessu eilífðar-drykkjunám- skeiði þykir ekki taka því að gera nemendum skiljanlegt, að til há- tíðabrigða geta vel valdar guða- veigar lífgað sálaryl, ef það gleymist ekki, að „lítið umfram lítið er langtum meira en alltof mikið", og sá sem neytir áfengis svo að á honum sér, er fífl, og ekki húsum hæfur. Hins vegar er þeim rækilega vísað í sálufélag við menningarsnauðan veizlu- skríl, sem í tíma og ótíma lepur viskí, þennan óþverra, sem er drykkur handa dónum og ætti að flokkast með kogara og frost- legi. Það er kannski eftir öðru, að nú vilja sumir fyrir hvern mun koma krökkum upp á að þamba bjór, hvar og hvenær sem er, þessa alræmdu rónafæðu, sem siðuðu fólki býður við. í fljótu bragði kunna að virð- ast lítil tengsl milli kennslu sjón- varpsins í glæpum og þjóri ann- ars vegar og viðleitni útvarps og sjónvarps til að móta tónlistar- smekk unglinga hins vegar. Þó sést, þegar að er gáð, að skeggið er skylt hökunni. Á sviði tónlistar hefur útvarp- ið áratugum saman rekið grimm- an áróður fyrir því sem þar verð- ur einna lakast fundið. Viku eftir viku og ár eftir ár er öllum brögð- um beitt til að tjóðra tónlistar- áhuga unglinga sem fastast við innantóma poppmúsík. Að sjálf- sögðu flytur útvarpið heilmikið af ágætri tónlist; annað hvort væri nú. En þegar kemur að þátt- um, sem sérstaklega eru ætlaðir unglingum, og eru sumir beinlín- is stimplaðir „Lög unga fólksins", þá skipast heldur en ekki veður í lofti. Nú skal því ekki gleymt, að poppmúsík getur verið ákaflega misjöfn. Þar hefur komið fram góð tónlist, bæði erlendis og hér á landi. En mest af því sem út- varpið heldur hvað ákafast að unglingum, er fyrir neðan allar hellur. Það sem öðru fremur einkennir „stílinn", er kærulaus frekja, og kann einhver að draga í efa, að þar sé sá eðliskostur sem brýnast sé að dytta að í fari unglinga. En á þeirri breiddar- gráðu er flest annað kallað væmin vella. Þó keyrir fyrst um þverbak, þegar sjónvarpið kemur til skjal- anna. Mér er fyrir minni dæmi- gerður þáttur af slíku tagi, þar sem svo kallaðir listamenn er- lendir steðjuðu á svið í tilvalinni múnderingu, og að sjálfsögðu með svörtu gleraugun á sínum stað, til þess að persónurnar yrðu ögn ískyggilegar í framan og enginn yrði þar sakaður um væmni, heldur mætti ætla, að kapparnir kæmu rakleitt frá því að ræna banka, þó raunar ætti svipurinn öllu fremur að sýna, að nú stæði til að myrða kerling- una móður sína. Og þarna æddu þessir snillingar fram og aftur eins og apar á eldsglóðum, arg- andi, urrandi og hvæsandi langar hrynur upp í hljóðnemann, en hengsluðust þess á milli, kið- fættir og innskeifir, gapandi eins og þorskar, og hringluðu beina- grindinni hver framan í annan með ámátlegri tilgerð. Og mér er spurn: Hvers konar menning er það, sem þessum brengluðu furðufiskum er ætlað að efla? Þó að popp-dellan hafi lagt undir sig drjúgan hluta veraldar, ber ríkisfjölmiðli engin skylda til að leggja í einelti botnstrauma þeirrar tízku, þar sem ósvífnir gróðabrallarar ráða ferðinni. Sjónvarpið er stórkostlegur áhrifavaldur; möguleikar þess til þjóðþrifa og mannræktar eru ótæmandi. Og framlag íslenzka sjónvarpsins til heilla á mörgum sviðum er þrátt fyrir allt mikið og öllum ljóst. En þá er að spyrja: Er þessari stofnun fyrirmunað að gegna því menningarhlut- verki, sem henni var ætlað í öndverðu, án þess að hafa sí og æ sjálfan djöfulinn með í ráðum? Svo spyrja fleiri en ég. Ný íslensk- norsk orðabók Nýkomin er á markaðinn íslensk- norsk orðabók, sem hefur að geyma 15.000 orð. NKS-forlagið í Noregi gaf bókina út og eru höfundar hennar Ivar Orgland og Frederik Raastad. Lögð var sérstök áhersla á al- gengustu orð hins daglega máls á Islandi auk þess sem orðaforðinn nær einnig yfir algenga málnotkun á sviði menningar og almennra greina. Þá er nokkuð af nýyrðum úr talmáli, tölvumáli, fjölmiðlum og seinni tíma bókmenntum. Þá fylgir kort af íslandi þar sem skýrð eru ýmis framburðareinkenni hvers staðar fyrir sig. Einnig fylg- ir listi yfir helstu staðanöfn og algengustu skammstafanir. I formála segja höfundar m.a.: „Árið 1968 var Norræna húsið reist í Reykjavík. Þetta var engin tilvilj- un en fól meðal annars í sér ósk um að ísland yrði þátttakandi á öllum sviðum norrænnar sam- vinnu í enn ríkara mæli en orðið var. Það myndi gleðja okkur ef þessi orðabók stuðlaði enn að efld- um samskiptum." VOLKSWAGEN GOLF ÁRGERD 1986 ÞÝskur kostagripur, sem hceíir öllum MEDNÝRRI OG KRAFTMEIRI VÉL GOLFINN ei íœi í ílestan sjó Kjörínn fjölskyldubíll Duglegui atvinnubíll Vinsœll bílaleigubíll Skemmtilegur sportbíll Verö frá kr. 472.000,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.