Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 21
 Líkan af Kvosinni samkvæmt tillögunum. Til nánari glöggvunar: Tjörnin í forgrunni, 1. Ráðhús, 2. Austurvöllur, 3. Morgunblaðshús og 4. Bflageymslur. andi og sundurleysis og misræmis gætti í samsetningu byggðar. Þá væru bílastæðismál í öngþveiti og bílar þektu nú nær öll miðsvæði í miðborginni. Markmið nýju til- lagnanna fælu meðal annars í sér úrbætur í þessum efnum. Götur og torg Höfundar leggja til, að Austur- stræti allt verði gert að göngugötu. Aðalstræti verði göngugata með strætisvagnaumferð, og að Póst- hússtræti verði göngugata með takmarkaðri umferð. Lagt er til að Borgartorg verði á núverandi Hótel Islandsplani, Vallarstræti verði opnað út á Austurvöll og gönguleið opnuð út í Kirkjugarðs- garðinn á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Göngusvæðið verði allt hellulagt til aðgreiningar frá akandi umferð. Þar sem mikinn mannfjöldi safnast oft saman á Austurvelli fyrir framan Alþingis- húsið vegna hátíðahalda, leggja höfundar til að hluti Austurvallar, er snýr að Alþingishúsinu, verði einnig hellulagður. Lagt er til, að Kirkjutorg standi undir nafni og stæði þau sem eru meðfram Kirkjuhvoli verði færð yfir á miðju torgsins við gróðursetta röð trjáa. Breytingar á lóðaskipan verða mestar á svæðinu milli Hafnar- strætis og Tryggvagötu austan- verðrar, þar sem fyrirhugað er að reisa bílgeymsluhús með strætis- vagna- og þjónustumiðstöð fyrir almenning. Eins er lagt til, að legu Grófarinnar verði breytt til að auðvelda akstur strætisvagna til og frá Aðalstræti. í bílageymsluhúsinu á milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu er gert ráð fyrir stæðum fyrir bíla, sem hefur í för með sér mikla fjölgun bílastæða, þar sem nú eru bílastæði í miðborginni, á víð og dreif. Ennfremur má geta þess, að gert er ráð fyrir leigubílastæðum í jöðrum göngusvæðisins fyrir 3 til 4 bíla á hverjum stað. Fjarlægð hús og nýbyggingar Höfundar tillögunnar telja óhjá- kvæmilegt að nokkur hús í gamla miðbænum víki, til að heildar- mynd skipulagstillögunnar nái fram að ganga. Þessi hús eru eftir- farandi: — Lækjargata2,4,6A, 6Bog8. — Hús á lóðum Hafnarstrætis 17 a rni i m i tttt rtti irrrm rrri M m Mi Ui3 □MDJ iMiniEBirifrninanmjiixinn g. og 19, er snúa að Tryggvagötu. — Hafnarstræti 2,21 og 23. — Austurstræti 8 (verði flutt á Árbæjarsafn), Austurstræti 10, 20 og 22. — Aðalstræti 8 (er samþykkt í byggingarnefnd til niðurrifs). — Aðalstræti 3 og 16. — Hús á lóð Vesturgötu 2, er snúa að Tryggvagötu. — Vonarstrtæti 5B. — Tjarnargatall. — Kirkjustræti 10. — Aðalstræti 7 (viðbygging við Hótel Vík). Að sögn Guðna Pálssonar eru þetta að mestu leyti timburhús frá aldamótum, en í flestum þeirra standi lítið eftir af upprunalegu útliti og innri gerð. Ekkert þeirra, að undanteknu Austurstræti 8, sem lagt er til að flutt verði í Árbæjarsafn, hafi það fagurfræði- legt gildi, að mati hans og Dagnýj- ar, að þau megi ekki missa sín til að ná fram þeirri uppbyggingu, sem tillagan stefni að. Um nýbyggingar í Kvosinni segir meðal annars í greinargerð með tillögunum: Aðaluppbygging nýbygginga á svæðinu á sér stað i Áðalstræti, Lækjargötu og Austurstræti, þar sem byggðar yrðu samfelldar hús- araðir. Þar er gert ráð fyrir 5 hæða húsum, þar sem 5. hæðin er þakhæð. Höfundar telja betra að ná fram sterkri heildarmynd í Kvosinni með jafnháum húsum í nýbyggingum, þar sem misháar húsaraðir vilja frekar undirstrika misræmi. (Uppbygging í kringum Morgunblaðshús, Iðnaðarbanka, Nýja Bíó). Húsaröðin við Lækjar- götu afmarkar þannig miðborgar- kjarnann frá græna svæðinu aust- an Lækjargötu. Þess skal getið, að fyrir liggur staðfest skipulag unn- ið á vegum Borgarskipulags af reitnum milli Pósthússtrætis, Lækjargötu, Austurstrætis og Skólabrúar, þar sem gert er ráð fyrir 3'/2—4'/2 hæða háum húsum (nýtingarhlutfall 2,5). Á lóðinni nr. 8 við Tjarnargötu er ráðgert 5 hæða hús, á lóðunum Suðurgötu 3A + 5,3Ví> hæða íbúðar- hús. Gert er ráð fyrir 3 hæðum ofan á Aðalstræti 9, 2Vi hæða húsi við Tryggvagötu á lóð Vesturgötu 2. Á Steindórsplani er fyrirhuguð bygging, er gæti orðið Hús Reykja- víkurborgar í nánum tengslum við torgið fyrir framan. Gömlu húsin kringum torgið frá Aðalstræti 2 og að Aðalstræti 10, sem er friðað, styrkja hvert annað og mynda samfellda heild. Á hornlóð Vonar- strætis og Tjarnargötu er ráðgert að rísi Ráðhús Reykjavíkur. Við Tryggvagötu er fyrirhugað 4ra hæða bílgeymsluhús. Skipulagstillaga þeirra Dagnýj- ar og Guðna gerir ennfremur ráð fyrir um það bil 30 þúsund fer- metrum á svæðinu í virkum ný- byggingum. Telja höfundar fjölg- un íbúða á svæðinu mikilvæga til að auka jafnvægi á móti verslun og þjónustu. Samkvæmt skrá Fasteignamats ríkisins frá því í sumar, eru skráðar 17 íbúðir á svæðinu. í tillögunum segir að „minnsta kosti efsta hæð allra húsanna skal vera íbúð eða um það bil 20% af heildargólffleti, þ.e. 60 til 80 íbúðir". Ennfremur er bent á, að samkvæmt skipulagstillögu af Skuggahverfi, sem nýlega var samþykkt í skipulagsnefnd, er gert ráð fyrir um það bil 500 íbúðum, sem koma jafnframt til með að styrkja verslun og þjónustu í miðbænum. í öllum nýbyggingum leggja höfundar áherslu á, að húsin hafi glæsilegt yfirbragð miðborgar- húsa og séu í háum gæðaflokki hvað varðar efnisval. Á þessu stigi er verið að undir- búa samkeppni um skrifstofubygg- ingu fyrir Alþingi á lóðum Al- þingis við Kirkjustræti. Lagt er til að þær og aðrar byggingar á reitn- um milli Kirkjustrætis, Vonar- strætis og Tjarnargötu séu í sam- ræmi við aðrar nýbyggingar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lét þess að lokum getið, að með fram- kvæmd þessara skipulagstillagna ætti að vera tryggt, að gamli miðbærinn gæti áfram orðið mið- stöð verslunar, þjónustu og fjöl- skrúðugs mannlífs. „Öll þessi skipulagsvinna er einnig grund- völlur að endurskoðun aðalskipu- lagsins, en sú vinna er nú í fullum gangi og lýkur væntanlega síðari hluta næsta árs,“ sagði Vilhjálm- rrn nm im nm m DDQ ŒIl Œ33 IED ffl nna im im nnn cn ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.