Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 Embætti skipulags- stjóra ríkisins: „Reikna með að taka ákvörð- un um embætti sveitunga fyrir helgi“ — segir félagsmála- ráðherra „Ég hef ekki tekið ákvörðun um hver skipaður verður skipulagsstjóri ríkisins, en fjórir af fimm mönnum sem scti eiga í skipulagsstjórn rfkis- ins mæltu með Stefáni Thors arki- tekt. Sigurður Thoroddsen hlaut eitt atkvæði," sagði Alexander Stefáns- son, félagsmálaráðherra, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Ég reikna með að taka ákvörð- un um embættisveitinguna fyrir helgi. Umsækjendur voru margir álitlegir, en ég hef ekki nægar upplýsingar um viðkomandi þar sem skipulagsstjórnin lét mér ekki í té annað en atkvæðagreiðsluna. Því er ég nú að láta gera úttekt á þeim sem um stöðuna sóttu," sagði félagsmálaráðherra. Umsóknarfrestur rann út 1. nóv- ember og sóttu alls 11 um embætti skipulagsstjóra, sem veitt verður frá og með 1. desember. Þeir eru auk, Stefáns og Sigurðar, Bergur Hlynur Sigurðsson'skipulagsfræð- ingur, Bjarki Jóhannesson skipu- lagsfræðingur, Geirharður Þor- steinsson arkitekt, Gestur Ólafs- son arkitekt, Guðrún Jónsdóttir arkitekt, Gunnar Kr. Friðbjörns- son arkitekt, Pálmar ólason arki- tekt og Trausti Valsson arkitekt. Einn umsækjandinn óskaði nafn- leyndar. Rit um verndun náttúru íslands ÚT ER komin 250 síðna bók um umhverfismál og þá löggjöf, sem er í gildi á því sviði. Það er bókin „Umhverfisréttur — Um verndun náttúru fslands“ eftir Gunnar G. Schram, prófessor. Úlfljótur, tímarit laganema, gefur bókina út. í bókinni er að finna heildaryfir- lit um helstu lög og reglur, sem gilda um umhverfismál hér á landi. Sérstaklega er fjallað um náttúruvernd, varnir gegn mengun á láði og legi, skipulagsmál, um- hverfismál, stjórnsýsluna á þessu sviði og vernd menningarverð- mæta. Þá er og getið þeirra al- þjóðasamninga um umhverfismál, sem ísland er aðili að. í formála segir m.a. að ritið sé ætlað þeim, sem fjalla um um- hverfismál — jafnt á sviði lög- fræði, sveitarstjórnamála og ann- arra stjórnsýslu og áhugamönnum um þessi efni. í bókarlok eru ítarlegar skrár yfir lög og reglugerðir um um- hverfismál og þá dóma, sem hafa gengið um þau efni. — Prentsmiðj- an Oddi annaðist prentun bókar- innar og band. (tlr fré(Utilkynnint;u.) Hafnarfjörður: Kvöldvaka í Fríkirkjunni KVÖLDVAKA verður haldin í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði annað kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst dagskrá- in kl. 20.30. í fréttatilkynningu frá kirkj- unni segir að kór Öldutúnsskólans muni syngja undir stjórn Egils Friðleifssonar. Ester Kláusdóttir les smásögu og kirkjukórinn syng- ur og leiðir almennan söng undir stjórn Þóru Guðmundsdóttur org- anista. Þá verður Gunnlaugur Stefánsson, guðfræðingur, ræðu- maður kvöldsins. — Úr fjárlagaumræðu — Guðmundur Bjarnason (F): Velferðarkerfið varið — Fjárlagafrumvarpið sýndarplagg, sagði Geir Gunnarsson Uppstokkun ríkisstjórnar Mynd þessi var tekin í garði Alþingishússins um það leyti er ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar var stokkuð upp í haust og Þorsteinn Pálsson tók við embætti fiármálaráðherra. A myndinni sjást Geir Hallgrímsson utan- rikisráðherra, hinn nýji fjármálaráðherra, sem flutti sina fyrstu fjárlagaræðu í gær, og Olafur G. Einarsson, formað- ur þingflokks sjálfstæðismanna. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra sagði í fjárlagaræðu í Sam- einuðu þingi í gær að fjárlagafrum- varp komandi árs stæði til jöfnuðar milli gjalda ríkissjóðs og tekna það ár. Horfið verður frá fyrri ákvörð- unum um viðbótarskattlagningu, þ.e. að leggja söluskatt á ýmsar vörur sem verið hafa án söluskatts. Stigið verður annað skrefið að niðurfellingu tekjuskatts á venju- legar launatekjur. Ríkisútgjöld verða lækkuð um 574 m.kr. um- fram það sem fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir. Niðurskurður á erlendum lántökum verður aukinn um 500 m.kr. Kaflar úr fjárlagaræðu Þorsteins eru birtir á miðopnu Morgunblaðs- ins í dag. Hér á eftir verður lítillega getið efnisatriða úr fjárlagaumræðu þingmanna: Afhrópaö frumvarp sem er einskis nýtt Geir Gunnarsson (Abl) sagði m.a. að fjárlagafrumvarpið ætti sér einstæða sögu. Sjálfstæðis- flokkurinn hefði í byrjun hótað Framsóknarflokknum stjórnar- slitum ef þeir samþykktu það ekki. Síðan hefðu sjálfstæðis- menn sjálfir á svonefndum Stykkishólmsfundi breytt frum- varpinu þar eð þeir töldu það algjörlega ófullnægjandi. Morg- unblaðið sá meira að segja ástæðu til þess að fjalla um þetta og sagði í leiðara að undarlegt væri hversvegna þingmenn sjálf- stæðisflokksins tóku frumvarpið ekki til endanlegrar afgreiðslu á þingflokksfundi í stað þess að hlaupa með það til Stykkishólms. Geir sagði ennfremur að frum- varpið væri eingöngu sýndarp- lagg sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði þegar hafnað, og uppdubb- aður fjármálaráðherra breytti þar engu um. Hér er um afhrópað frumvarp að ræða sem er einskis nýtt, svo fjárlagaumræðan verð- ur að bíða til annarrar umræðu sagði Geir að lokum. Landsfundur Alþýdu- bandalagsins Svavar Gestsson (Abl) vitnaði til orða Geirs Gunnarssonar (Abl), þess efnis, að fjárlaga- frumvarpið væri lítt umræðu- hæft, en ræddi síðan nær alfarið um nýafstaðinn landsfund Al- þýðubandalagsins, sem hann kvað tákna nýja sókn, nýja von Nýr þingmaður: Olafur Ragnar Grímsson Ólafur Ragnar Grímsson, prófess- or, tók í gær sæti Guðmundar J. Guðmundssonar (Abl.) á þingi vegna fjarveru þess síðarnefnda í opinberum erindum erlendis. og nýtt afl í þjóðmálunum. Andstæðingarnir ólu með sér vonir um, sagði hann, að Al- þýðubandalagið væri í tætlum. Sú von hefur nú breytzt í von- brigði. Svavar gerði síðan grein fyrir ýmsum landsfundarsamþykkt- um flokks síns, m.a. um hærri skatta á eignir, aukið skatteftir- lit, aukna samneyzlu og félags- lega þjónustu, afnám skattfríð- inda á fyrirtæki og efnafólk, heilsteypt húsnæðislánakerfi, kaupmáttartryggingu, endurmat á störfum kvenna, nýja byggða- stefnu o.fl. Alþýðubandalagið vísar til bjartari framtíðar, sagði ræðumaður, út úr kreppu hægri stjórnar. Skattkerfið gert réttlátara í máli Sighvats Björgvinssonar (A) kom m.a. fram að ef ná ætti árangri í ríkisfjármálunum þá yrði það aðeins gert með grund- vallarbreytingum á sjálfri fjár- lagagerðinni. Hann sagði að í staðinn fyrir þessar eilífu upp- suður og naglasúpugerð yrðu menn að gera sér ljóst að um tvennt væri að ræða. Annars vegar að halda áfram með ríkis- búskapinn á óbreyttum grund- velli sem óhjákvæmilega hlyti að kalla á verulega aukna skatt- heimtu. Hinn kosturinn væri sá að gerbreyta sjálfri fjárlaga- gerðinni og það væri einmitt það sem Alþýðuflokkurinn legði áherslu á. Sighvatur vék síðan að nokkrum meginatriðum, í þeirri umsköpun á sviði ríkis- fjármála, sem hann taldi nauð- synleg til þess að ná árangri. Fyrst ræddi hann um tekjuhlið ríkisbúskaparins, skattheimt- una, og sagði m.a. að einfalda þyrfti skattakerfið og gera það réttlátara. í því sambandi sagði hann að stórfækka þyrfti undan- þágum frá söluskatti og helst fella þær alfarið niður, gera þyrfti upp-skurð á tollamálum og fella niður og fækka tollflokk- um, leggja bæri niður tekjuskatt nema af allra hæstu tekjum og að stóreignasöfnun þyrfti að skattleggja með stighækkandi eignaskatti, svo eitthvað sé nefnt. Síðan ræddi hann um gjaldahlið ríkisfjármálanna og sagði m.a. að í umræðum um ríkisfjármál mættu menn ekki einskorða sig við ríkissjóð einan, ríkisstofnanirnar skiptu meira máli þegar á heildina væri litið. Þar þyrfti að gæta sömu að- haldssjónarmiða og í rekstri ríkissjóðs. Sighvatur sagði að lokum að fjárlagagerð ríkisstjórnarinnar byggði á gamla kerfinu sem væri löngu komið í strand. Nú þyrfti að leggja kjölinn að nýju og byggja traustari farkost úr vald- ari viði. Vantar frumleik og frískleik Kristín S. Kvaran (BJ) taldi frumvarp það til fjárlaga, sem nú væri rætt, sem og allan að- draganda þess, hreinustu van- virðu við þjóð og þing. í frum- varpið vantaði allan frumleik og frískleik. í raun væri fjárlaga- gerð af þessu tagi skripaleikur, sem vel hefði komið fram á síð- asta þingi, m.a. í því að skera niður útgjöld hér og þar, sem síðan hafi gengið afur í austri aukafjárveitinga hjá fyrrverandi fjármálaráðherra, án samráðs við fjárveitingavaldið sem væri á Alþingi. Höfum við nokkra tryggingu fyrir því, spurði hún, að sami leikurinn verði ekki leik- inn nú? Kristín taldi Bandalag jafnað- armanna vilja skjalda fórn- arlömb fjárlagastefnunnar, sem væru m.a. mennta-, menningar-, öldrunar- og dagvistunarmál. Standa þyrfti vörð um velferðar- kerfið. Kreppusvipur og rangar áherzlur Kristín Halldórsdóttir (Kvl) sagði þessa fjárlagaumræðu undarlega sviðsetningu og stjórnarflokkunum til lítils sóma. Ekki hafi þingflokkar stjórnarinnar fyrr verið búnir að samþykkja frumvarp til fjár- laga fyrir komandi ár en það hafi verið rekið ofan í þá til endurskoðunar. Öll vinnubrögð varðandi þetta mál hafi verið með fádæmum og Kvennalistinn mótmælti þeim harkalega. Hér væri í raun talað um óunnið þingmál. Engin trygging væri fyrir því að nýjar tölur væru marktækari en þær, sem þing- flokkar stjórnarinnar hefðu fyrr tíundað. Umbúðirnar utan um þetta frumvarp kunna að líta laglega út, sagði Kristín efnislega, en þær fela ekki kreppusvipinn og kolrangar áherzlur. Síðan vék Kristín að margs konar lands- fundarsamþykktum Kvenna- lista. Hún spurði m.a.: man nú engin kosningaloforðin um 80% húsnæðislán til 40 ára? Hvernig hafa þau og önnur loforð stjórn- arliða veriðefnd? Velferðarríkið varið Guðmundur Bjarnason (F) sagði m.a. að markmið stjórnarflokk- anna við fjárlagagerðina hefðu verið að draga úr þenslu í þjóðar- búskapnum, að draga úr við- skiptahalla og verðbólgu, að stöðva erlenda skuldasöfnun og að stefna að hallalausum fjárlög- um. Hann sagði ennfremur að þessi markmið hefðu sett stjórn- arflokkunum þröngar skorður. Samdrátturinn bitnaði á fjár- festingunum en ekki heilbrigðis- og menntakerfinu. Því hefði tek- ist að verja velferðarkerfið og ' halda áfram uppbyggingu á því sviði en á það hefði Framsóknar- flokkurinn lagt ríka áherslu. Þegar vaxtagreiðslur útúr landinu eru komnar í sex millj- arða króna verður ekki hjá þvi komist að grípa til marktækra varnaraðgerða. Árangur í stjórn ríkisfjármála Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra sagði m.a. í lokaorðum sínum að umræðurnar um fjár- lagafrumvarpið sýndu að árang- ur hefði náðst í stjórn ríkisfjár- málanna. Stjórnarandstaðan einfaldlega treysti sér ekki til þess að ræða frumvarpið að svo komnu máli og ástæðan væri sú að ríkisstjórninni hefði tekist að setja fram hallalaus fjárlög. Þorsteinn sagði að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði aldrei sagt að fjárlagafrumvarpið væri mark- laust plagg heldur væru þetta ummæli sem stjómarandstaðan hefði fundið upp. Þorsteinn sagöi ennfremur að málflutningur stjórnarandstöðunnar væri illa rökstuddur og einkenndist af gífuryrðum og slagorðaflaumi, sem ekki væri ástæða til að svara. Hann fór þó nokkrum orðum um ræðu Svavars Gests- sonar (Abl) og sagði að til væru eðlilegar skýringar á því, hvers vegna formaður Alþýðubanda- lagsins treysti sér ekki til þess að ræða um fjárlagafrumvarpið. Skýringin væri einfaldlega sú að á landsfundi flokksins um síð- ustu helgi hefðu tekist á tvö öfl, „lýðræðiskynslóðin" svokallaða og gömlu flokkshestarnir, og „lýðræðiskynslóðin" hefði farið með sigur af hólmi. Þess vegna væri það ekki lengur í verkahring Svavars að mæla fyrir hönd Alþýðubandalagsins heldur „lýð- ræðiskynslóðarinnar". Þorsteinn sagði að lokum að vegna breytinga á erlendum gjaldeyrismörkuðum hefði verið nauðsynlegt að gera breytingar á fjárlagafrumvarpinu og þrátt fyrir skamman tíma þá hefði ríkisstjórninni tekist að gera tillögur til breytinga sem miðuðu að því að gera fjárlagafrum- varpið virkara tæki en áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.