Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 33 * Alyktun framsóknarmanna á Suðurlandi: Akureyri, 11. nóvember. IÐNAÐARDEILD SÍS bauð starfs- fólki verksmiðjanna á Akureyri til kaffidrykkju í Sjallanum á laugar- daginn. Jón Sigurðarson, forstöðu- maður Iðnaðardeildar, bauð gesti velkomna með stuttri ræðu. Hann kvaðst vilja efla samstarf stjórnenda verksmiðjanna og starfsfólksins meðal annars með því að kynna því rekstur og fram- leiðslu verksmiðjanna, velgengni eða áföll, svo að það vissi jafnan hvað væri að gerast. Nú um sinn þyrfti til að mynda mjög að bæta markaðs- og sölumál, gæta þess að afgreiðsla á vörum stæðist, þær væru afhentar á réttum tíma á réttum stöðum, og að salan gegni snurðulaust. Slíkt væri ekki síst mjög mikilvægt nú þegar tilkostn- aður væri meiri en tekjurnar og staðan því erfið. Nú væri hins vegar framundan mikil vörukynn- ing og markaðsátak og ef allir yrðu samtaka, háir sem lágir, yrði þeim málum vel borgið. Auk kaffiveitinga og söngs verk- smiðjukórsins undir stjórn Árna Ingimundarsonar, fór fram fjöl- breytt sýning á margskonar fatn- aði frá prjóna- og skinnadfeild, svo sem peysum, jökkum, stökkum og kápum. Flestar voru flíkurnar hannaðar af starfsmönnum Iðnað- ardeildar, Þorsteini Gunnarssyni eða Ingólfi ólafssyni á Akureyri. Sv.P. Atvinnu- leysi eykst f OKTÓBERMÁNUÐI sl. voru skráó- ir 10.275 atvinnuleysisdagar á landinu öllu, sem er aukning um 1.300 daga frá septembermánuói, segir í fréttatil- kynningu frá Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráóuneytisins. Þetta svarar til þess að 475 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá allan mánuóinn, sem jafngildir 0.4 prósenti af áætluó- um mannafla á vinnumarkaói í mán- uðinum samkvæmt spá Þjóóhags- stofnunar. Fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga er nú mun minni en i sama mánuði sl. 2 ár en árið 1984 voru skráðir 24 þúsund atvinnuleysisdagar í október og árið 1983 15 þúsund dagar. Síðasta dag októbermánaðar voru 760 manns á atvinnuleysisskrá á landinu öllu. Þessi þróun atvinnu- mála hefur fyrst og fremst átt sér stað í ýmsum sjávarplássum þar sem fiskvinnsla hefur dregist sam- an af ýmsum ástæðum. Hemlaförin voru 18 metrar MISHERMT var í frétt af hörðum árekstri á mótum Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka í Breióholti í blaðinu sl. laugardag, aó mælst heföu 50 metra hemlaför eftir strætisvagninn, sem lenti þar á jeppabif- reið. Hemlaförin mældust átján metrar. Þá var og ónákvæmt greint frá orsök áreksturs- ins. Hann varð þannig, að jeppinn kom akandi upp og suður Reykjanesbraut og beygði yfir á Stekkjar- bakkann. Þegar hann var kominn yfir á eystri akreinina stöðvaðist jeppinn og skipti engum tog- um, að strætisvagninn, sem kom niður Reykjanes- braut, skall á honum. Jeppinn er talinn ónýtur. Þingmenn flokksins flytji frumvarp um bann á kjötinn- flutningi VarnarliÖsins JÓN HELGASON, landbúnaðaráö- herra, og Þórarinn Sigurjónsson, alþingismaður, voru í hópi þeirra sem greiddu atkvæði með ályktun um innflutning á kjöti til varnarliðsins, sem samþykkt var á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins á Suðuríandi um síðustu helgi. I ályktuninni segir orðrétt: „Verði innflutningur á kjöti til Keflavikurflugvallar ekki stöðvað- ur nú þegar skorar kjördæmis- Sokkabandsárin í Hafnarfirði Asthildur Þórðardóttir kynnir hljóm- plötuna Sokkabandsárin í veitinga- húsinu A. Hansen á Vesturgötu 4, Hafnarfirði, í kvöld, miðvikudags- kvöld. þingið á þingmenn flokksins að flytja frumvarp á Alþingi sem taki af öll tvímæli um bann við inn- flutningi á kjötvöru til varnarliðs- ins. Jafnframt verði tollaeftirlit hert.“ Guðni Ágústsson, formaður kjördæmisráðs framsóknarmanna á Suðurlandi, sagði i samtali við Morgunblaðið, að sér skildist þeir Jón Helgason og Þórarinn Sigur- jónsson hefðu fallist á það í þing- flokki framsóknarmanna að biða eftir áliti þriggja lögfræðinga, sem ríkisstjórnin hefur kvatt til. Þeir gætu hins vegar tekið aðra ákvörð- un þegar niðurstaða lögfræðing- anna lægi fyrir. Jón Helgason var aðili að að samkomulagi þriggja ráðherra, fjármála-, utanríkis- og landbún- aðarráðherra, um að leita álits lögfræðinganna þriggja. '///ysMÚá' 'te///á6tófös/ Wmm Clint Eastwood í aðalhlutverki Vígamannsins Bíóhöllin: Frumsýnir Vígamanninn BÍÓHÖLLIN frumsýnir í dag, miðvikudag, kvikmyndina „Víga- maðurinn" (Pale Rider), nýjustu kvikmynd Clint Eastwood. Myndin er klassískur vestri og leikur East- wood aðalhlutverkið jafnframt því sem hann leikstýrir myndinni. Af öðrum leikurum í kvikmyndinni má nefna Michael Moriarty, Carrie Snodgress og Richard Klei. Myndatöku annaðist Bruoe Surtees og tónlistin er samin af Lannia Niehaus. Myndin er sýnd kl. 3,5.30 og 10. Morgunblaðift/ Árni Sæberg Á blaðamannafundi áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum. Frá vinstri eru: Baldur Gíslason, Ögmundur Jónasson, Björn Ólafsson, Sturla Þengilsson og Guðmundur Bjarnieifsson. Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum: Þingmenn hætti ábyrgðar- lausu orðagjálfri og snúi sér að alvörulausn húsnæðisvandans Fólk talar jafnvel um að bindast samtökum um að borga ekki „Ætlunin er að sjá til þess að þingmenn verði gerðir ábyrgir orða sinna. Fólk er jafnvel farið aö tala um að bindast samtökum um að borga ekki,“ sagði Ögmundur Jónasson, einn forsvarsmanna hóps áhugamanna um úr- bætur í húsnæðismálum, á blaöamannafundi. „Milliþinganefnd var sett á stofn í vor til að leysa húsnæðisvandann. Stjórnmálamenn gáfu loforð, en nú hefur komið í ljós að nefnd þessi, sem skipuð var stjórnmála- mönnum úr öllum flokkum, hefur ekkert aðhafst. Á meðan fyllast síður dagblaðanna af nauðungar- uppboðum, vandinn er stærri en nokkru sinni fyrr og húsnæðis- kaupendur eru síst betur staddir en áður,“ sagði Ögmundur. „Ríkisstjórnin kom upp ráðgjaf- arþjónustu á sínum tíma sem veitti 150.000 króna viðbótarlán til þeirra sem verst voru staddir. Hinsvegar var sá „greiði" lítið annað en gálgafrestur. Vitlausri greiðslujöfnun húsnæðislána var komið á. Misgengið sem áður hafði myndast mun aldrei koma til með að jafnast út þrátt fyrir greiðslu- jöfnunina. Hún var ekki samræmd með tilliti til annarra lána, svo sem banka- og lífeyrissjóðslána. Allt of há vaxtaprósenta er á verð- tryggðum lánum og erum við hræddir við frekari vaxtahækkun á lánin þar sem Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, hefur lýst yfir frjálsum vöxtum á sparifé. Lán til húsbyggjenda voru hækkuð, en lánin fást seint greidd út.“ Á fundinum kom fram að ráða- menn hafi viðurkennt að þeir ættu sök á þessum vanda. Forsætisráð- herra hafi sagt að misgengi láns- kjara og launa hafi verið stórpóli- tísk mistök, hann hafi heitið úr- bótum og sagt að slíkt mætti aldrei henda aftur. Aðrir ráðamenn, þar á meðal núverandi fjármálaráð- herra, hafi sagt í vor „að mörg viðfangsefni væru óleyst í hús- næðismálum, ekki síst vegna þess vanda sem skapast hefði vegna misgengis milli launa og láns- kjara". Áhugamenn um úrbætur í hús- næðismálum setja fram þá kröfu sína að loforð þau sem gefin voru í vor verði tafarlaust efnd og þeim peningum sem aflað var í vor með hækkun söluskatts verði ráðstafað til lausnar vandans eins og lofað var. Einnig tekur hópurinn undir það sem komið hefur fram á Al- þingi um að fresta nauðungarupp- boðum og gera þá kröfu til þing- manna að þeir hætti ábyrgðar- lausu orðagjálfri og snúi sér að alvörulausn þessa vanda. Hópurinn hefur sent milliþinga- nefndinni tillögur sínar um skatta- afslátt og skuldbreytingu lána vegna misgengis launa og láns- kjara. Skattaafsláttur tæki mið af misgengi lána og launa og háum raunvöxtum liðinna ára. Hópurinn lagði til að skuldbreyting lána húsnæðiskaupenda í bönkum og öðrum lánastofnunum yrði til a.m.k. 15 ára til að tryggja að greiðslubyrði af þessum lánum verði ekki óviðráðanleg. Alþingismennirnir Páll Péturs- son, Friðrik Sophusson, Halldór Blöndal og Þorsteinn Pálsson við- urkenndu m.a. óréttmætið sl. vor er þeir fluttu frumvarp til laga um fjáröflun til húsnæðismála, en ekkert hefur enn gerst í þeim efnum, að sögn forsvarsmanna áhugamanna um úrbætur í hús- næðismálum. „Mikið hefur verið rætt um glæpsamlega okurlánara í fréttum að undanförnu, sem starfandi hafa verið hér á landi. Ríkisvaldið er engu betra hvað það varðar svo ekki sé minnst á banka, lífeyris- sjóði og ýmsa verðbréfamarkaði," sagði Ögmundur Jónasson. Akureyri: Mjög þarf að bæta markaðs- og sölumál — sagði Jón Sigurðsson forstöðumaður Iðnaðardeildar SÍS á fundi með starfsfólki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.