Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 15
Fiskiþing 1985 MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 15 Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá setningu Fiskiþings á mánudag. Fiskimálastjóri, Þorsteinn Gíslason, ávarpar fundarmenn. Kvótakerfið festir var- anlega í sessi lífs- hættulega miðstýringu - sagði Björgvin Jónsson, í framsöguræðu á Fiskiþingi „ÉG játa, aí fullri hreinskilni, að ég er vægast sagt afskaplega tortrygginn á kvótakerfið. Tortryggni mín byggist fyrst og fremst á því, að ég tel, að með því sé verið að festa varanlega í sessi lífshættulega miðstýringu, sem muni, þegar fram líða stundir, hneppa sjávarútveginn í skrifræðis- og mið- stýringarfjötra, er nær ógerningur sé að komast úr,“ sagði Björgvin Jónsson, útgerðarmaður, meðal annars í framsögu sinni um afkomumál sjávarútvegs- ins á fiskiþingi. Björgvin sagðist telja, að afla- kvótakerfið nyti yfirgnæfandi meirihlutafylgis, að minnsta kosti fram á næsta ár. Allt of mikið af dýrmætum tíma hefði farið í karp um þetta mál og afkomumál grein- arinnar meðal annars fallið í skuggann vegna þessa. Hann teldi því, að á þessu þingi ættu fulltrúar að einbeita sér að afkomumálum sjávarútvegsins og gera í alvöru tilraun til að endurreisa reisn hans og virðingu. Þjóðin yrði að skilja á hverju hún lifði. Björgvin fjallaði síðan um stöðu efnahagsmála í landinu og stjórnun peningamála, sem hann taldi í miklum ólestri. Hann fjallaði síðan um afkomu í einstökum greinum fiskvinnslunn- ar: „Saltfiskframleiðslan var rekin með miklu tapi fram yfir mitt ár og það svo miklu, þar sem hún var erfiðust, eins og á Snæfellsnesi, að þar eru horfur á að fyrirtæki leggi upp laupana. Verð á saltfiski hefir hækkað eftir því sem liðið hefur á árið og nokkur ávinningur orðið að SDR-tengingu samninga. Hafa ber þó í huga, að samningar við stærsta kaupandann, Portú- gali, voru fastbundnir allt árið. Ég tel þvi, að í heild verði saltfisk- vinnslan á árinu rekin með nokkru tapi. Frystingin bjó við þolanlega afkomu fyrstu mánuði ársins, en síðan hefir sífellt stefnt í meiri og meiri taprekstur. Á þróun verðlags dollara þar drjúgan hlut að máli. Það alvarlegasta í þessum efnum er samt það, að vegna þessa tap- reksturs, sýnist mér nú horfur á því, að við séum að stefna í voða öllu því markvissa starfi, sem búið er að leggja í uppbyggingu sölu- kerfa íslenzkra fyrirtækja í Bandaríkjunum, bezta matvæla- markaði heimsins. Það yrði ör- lagaríkt fyrir þjóðina, ef vitlaus peningapólitík eyðilegði þann markað á fáum mánuðum. Á þessu ári tókst að gera samn- inga um sölu á 200.000 tunnum af síld til Sovétríkjanna og 45.000 tunnum til Norðurlandanna. Þess- ir samningar tókust fyrst og fremst fyrir markvisst sölustarf Síldarútvegsnefndar undir forystu Gunnars Flóvenz. En bagalegt er, að verð lækkaði um 13% í doll- urum frá fyrra ári. Enn seljum við þó sildina á verulega hærra verði en keppinautar okkar. Mér er persónulega kunnugt um, að Gunnar Flóvenz var ákaflega ófús að undirrita þessa samninga, nema trygging væri fyrir því, að fé yrði útvegað úr verðjöfnunarsjóði Afla- tryggingasjóðs til að unnt yrði að greiða sjómönnum og útvegsmönn- um viðunandi verð fyrir síldina, miðað við þá miklu verðlækkun, sem varð á henni saltaðri. Þetta tókst ekki. Við verðlagningu á síld til söltunar á þessu hausti var beitt aðferðum, sem óþekktar eru, jafnvel á þessu undralandi. Höfuð- röksemd oddamanns, sem verðinu réð, var sú, að sjómenn og út- gerðarmenn þyrftu einfaldlega á hækkun á hráefnisverði að halda. Nú vill svo til á þessu hausti, að mestur hluti síldarinnar er verkaður i landshluta, sem mér er hlýtt til, og þar sem ég hafði nokkur afskipti af pólitík sem ungur maður. Á mínum æskuárum þarna austur á landi hefði þessi síldarsöltun verið talin mikil guðs- gjöf, sem flutt hefði mikla fjár- muni inn í landshlutann. I hita leiksins skapaði þetta líka mikla vinnu meðan saltað var. Þvi miður sýnist mér nú, að þessi mikla síld- arsöltun á Austfjörðum í haust geti snúizt upp í efnahagslegan harmleik, sem svipt gæti Aust- firðinga tugum milljóna af allt of litlu starfsfé, sem þar var fyrir. Eitt af brýnustu verkefnum í sjáv- arútvegi nú er að reyna með stjórnvaldsaðgerðum að bæta að hluta þau miklu mistök, sem þarna voru gerð. Ástandið á skreiðarmörkuðum er óbreytt frá síðasta ári. Nær ekkert hefir selzt af skreið á þessu ári, en nokkuð mikið greiðzt af útistandandi skuldum í Nígeríu. Enn eru þó útistandandi í Nígeríu yfir 6 milljónir dollara. Á síðustu lánsfjárlögum var heimild fyrir ríkisstjórnina til að ábyrgjast 250 milljónir króna af afurðalánum á skreiðinni. Þessi heimild verður notuð og átti í reynd að vera komin í gagnið fyrir mörgum mánuðum. Stjórnkerfi okkar er hins vegar orðið svo flókið og miðstýringin svo mikil, að mál þetta er búið að flækjast milli skrifborða í kerfinu mánuðum saman. Ég undirstrika hins vegar, að þegar þetta sér dagsins ljós, sem vonandi verður á þessu ári, þá er hér aðeins um lán að ræða. Ég undirstrika líka, að stjórnvöld taka ennþá útflutn- ingsgjöld af þeirri skreið, sem selst, og taka auk þess fullan gengishagnað af hverju kílói sem selst. Nálgast þessi gjöld 20% af skilaverði skreiðarinnar. Hygg ég, að slíkt skilningsleysi stjórnvalda á jafnmiklum vanda sé vandfund- ið, þótt grannt væri leitað. Við munum krefjast þess að fá endurgreidda verðtryggða alla þá aukapinkla, sem lagðir hafa verið á skreiðina undanfarin mörg ár. Við munum krefjast þess að fá 250 milljóna króna ríkislánið fært yfir í verðjöfnunarsjóð skreiðar og að svipuð upphæð til viðbótar verði greidd úr verðjöfnunarsjóði til að greiða veðlán af skreiðarbirgðum. Inn í verðjöfnunarsjóðinn kæmu siðan á móti allir þeir aukapinklar, sem lagðir hafa verið á skreiðina undangengin 10 til 12 ár. Afskipti ríkisvaldsins af þessu máli eru sorglega lítil. Ég fullyrði, að ef ríkisstjórn íslands hefði eytt þriðjungi þess tíma, sem hún hefur eytt í Rainbow Warrior-málið, í aðstoð við að selja skreiðina, þá væri hún öll seld.“ Ekki möguleikar til uppboðs á fiski - við núverandi aðstæður, segir Kristján Ragnarsson „ÉG tel, að við núverandi aðstæður séu ekki möguleikar til uppboðs á fiski. Menn verða að gera sér grein fýrir því, ætli þeir sér að hafa upp- boðsmarkað, eins og til dæmis er í Bretlandi og Þýzkalandi, fer allur fiskur á markað og er boðinn upp. Útgerðarmenn, sem jafnframt verka fisk, verða að láta þann fisk, sem þeir afla, fara inn á markað. Hér eru veiðar og vinnsla svo samtengd, að ég á erfitt með sjá, að útvegsmenn, sem verka afla af skipum sínum, séu tilbúnir til að kaupa afla sinn á uppboði aftur og sæta samkeppni við aðra aðila um það,“ sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, er hann var inntur álits á hug- myndum um uppboðsmarkað á fiski hér á landi. „Þetta ætti þó ekki að útiloka uppboðsmarkað, heldur er ég svo hræddur um það, að svo víða á landinu eru svo fáir aðilar, sem gætu keppt um þennan afla. Kannski aðeins einn fiskkaupandi í stórri verstöð. Á þannig stað get ég ekki áttað mig á því, hvernig slík mál gætu leyst. Þó gæti svarið við því verið í gegnum fjarskipti, að menn yrðu að sæta sama verði og annars staðar. Aðstæður geta verið svo breytilegar frá einum stað til annars. Á einum stað getur hátt verð verið réttlætanlegt þann tiltekna dag vegna lítils framboðs, sem ekki á við á öðrum stað. Þess vegna hefði ég viljað fara hægt í sakirnar, reyna frjálsa verðmynd- un, þar sem samkeppni á sér stað, sjá hvað út úr því kemur. Næsta mál í því efni gætu verið humar- veiðarnar, sem ég tel upplagðan grundvöll fyrir frjálsa verðmynd- un, þar sem menn gætu farið til Kristján Ragnarsson margra kaupenda og útgerðin ekki mjög háð vinnslunni. Við ættum ekki að ætla okkur um of í þessu í byrjun, þannig að þeim jákvæða árangri, sem náðst gæti, yrði spillt. Nú er það svo á þessum fisk- mörkuðum, sem ég nefndi, að þar er ákveðið lágmarksverð í gildi og það er óheimilt að selja fisk undir því verði. Ef hann ekki selst fyrir það, er skylt að setja fiskinn í mjölvinnslu. Að því leyti gæti verið eitthvert lágmarksverð hér, en að sjálfsögðu myndi þetta minnka umfang verðákvarðana og hafa verðmyndandi áhrif á íslandi. Aukið frelsi og breytingar og að reyna að þreifa sig áfram hvað þetta varðar, tel ég vera jákvætt og er á engan hátt bundinn af því, að það, sem við erum að gera í dag, sé það eina rétta,“ sagði Kristján Ragnarsson. Veiðigjaldakerfi það, sem koma skal - sagði Bjarni Bragi Jónsson, aðstoðarbanka- stjóri Seðlabankans, við „HELZT virðist þá mega gera sér vonir um, að rétturinn til leyfasölu reynist lykillinn að framtíðarþróun yfir til veiðigjaldakerfis, sem hlýtur að vera það, sem koma skal,“ sagði Bjarni Bragi Jónsson, aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans, meðal annars í erindi um gengisskráningu og verðmyndunarkerfi sjávarútvegs- ins, sem hann flutti á Fiskiþingi. Þetta kom fram í þeim hluta ræðu Bjarna Braga, sem fjallaði um veiðistjórnun, en þar sagði hann eftirfarandi: „Meðan við höfðum ekki full ráð yfir fiski- stofnum landgrunnsins var í reynd ekki kostur neinna skynsamlegra stjórntækja á þessum vettvangi. Mikilli útgerð varð því að halda uppi með misjöfnum árangri sem eins konar herkostnaði til að halda hlut okkar gagnvart öðrum þjóð- um, enda þótt þannig væri nærri fiskistofnunum höggvið. Frá því að við náðum þessum yfirráðum, hafa verið gerðar tilraunir með beina magnstjórnun sóknar eða afla, öðru nafni haftastjórn. Frá hagrænu sjónarmiði er hvers kon- ar stjórn af því tagi langtum lakari en beiting frjálslegra fjárhags- legra stjórntækja eins og veiði- gjalda. En af öllum slíkum,- sem til greina koma, hefur núverandi kvótakerfi ótvíræða yfirburði til skynsamlegrar hagnýtingar, án þess að nokkuð sé dregið úr hinum miklu mats- og álitamálum þess. Mér virðast flokkadrættir í þessu efni markast af æði gegnsæjum setningu Fiskiþings Bjarni Bragi Jónsson eiginhagsmunaviðhorfum. Sökn- uður manna yfir, að kerfið veiti ekki svigrúm fyrir kapp án forsjár, á sér ekki hagræna réttlætingu. Megingalli kerfisins felst þó I því, að með því er sett upp lénskerfi veiðiréttar, svo að samkeppni fær ekki notið sín og grisjun úreltra og óhæfra flotaeininga er tafin. Gallar þessir munu koma berlega í ljós með vaxandi aldri flotans. Helzt virðist þá mega gera sér vonir um, að rétturinn til leyfasölu reynist lykillinn að framtíðar- þróun yfir til veiðigjaldakerfis, sem hlýtur að vera það, sem koma skal.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.