Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 „Vaeri \>ér sama þo þú blésirekki þessum si^arettureyk yfir miy Qlla. " áster... ... þaö sem þér finnst. TM Rec. U.S. Pat. Off,—all rights reserved »1965 Los Angeles Times Syndicate Ég skal sjá um að hann verði ekki svona brosleitur þegar hann kemur í skói- ann! Mér þótti þetta ömurlegt! HÖGNI HREKKVÍSI 0KyTiNM QE'R-Dl pA£>/ " Sjálfstæðiskonur bjóði fram sérstakan lista „Velvakandi. Er ekki tími til kominn að við sjálfstæðiskonur bjóðum fram sér- stakan lista í Alþingiskosningum? Konur úr öðrum flokkum eru farn- ar að setja fram kröfur konum til handa innan flokkanna. Stærsta stjórnmálaflokki landsins finnst nóg að hafa aðeins tvær konur á Alþingi. Alþýðuflokkurinn, sem er fámennur, hefur eina konu á Al- þingi. Þriðja konan sem fór á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn var varamað- ur í Vestfjarðakjördæmi. Hún hefur setið þar með sóma en er látinn víkja fyrir ungum manni. Kvennalistinn fékk glæsilegan byr sem kunnugt er. Því skyldum við, sjálfstæðiskonur, sem erum helmingur fjölmennasta flokks landsins, ekki geta sigrað? Ég hef þá trú að ef við hefðum fleiri sjálf- stæðiskonur á Alþingi hefði hlutur lítilmagnans ekki verið fyrir borð borinn eins og nú virðist vera. Sjálfstæðiskona.“ Kvennafrídagurinn 1985 Gunnar Guðmundsson frá Hofi hefur sent Morgunblaðinu eftir- farandi vísur í tilefni af kvennafrí- deginum 1985: Konur í bólið með körlum ei fóru og kaldur matur á borðunum var. Bleyjur á krökkunum blautar þá voru, bölvaður skíturinn hrúgast upp þar. Ó, hvað við karlarnir áttum þá bágt því allar konurnar hlógu svo dátt. Kvennafrídagur er kominn og búinn, karlarnir mega því líta upp brátt. Ansi var margur þá aumur og lúinn þó af rekað væri lítið og smátt, en betri daga brátt munum fá ef bætum við ráð okkar konunum hjá. Víkverji skrifar Forvitnilegt ér að sjá, hve misjafnlega handlagnir veður- fræðingar sjónvarpsins eru við gerð veðurkorta, sem jafnan birt- ast í lok fréttatíma. Sumir veður- fræðingarnir gera afbragðsgóð kort, sem eru í senn skýr og auðles- in venjulegu fólki. Önnur eru klúð- ursleg og óskýr og dregin upp með svo klaufskri hendi, að ekki getur viðkomandi hafa fengið háar ein- kunnir í teikningu í barnaskóla. I fjölmiðli sem sjónvarpinu birtast stundum myndskýringar, sem notaðar eru með fréttum og frétta- skýringaþáttum. Þær eru allar kunnáttusamlega gerðar. Væri ekki ráð að sjónvarpið léti sömu listamenn teikna veðurkortin, svo að þar verði ávallt sömu gæði án tillits til þess hver verðurfræðing- urinn er eða hve góður teiknari hann er? XXX Yngsta fólkið í iandinu, barna- skólanemar, safnaði um sið- ustu helgi um 10 milljónum króna til styrktar öldruðum í landinu. Börnin fóru á heimilin og seldu hvíta penna á 100 krónur. Viðbrögð almennings við þessu framtaki unga fólksins, sem þjóðkirkjan átti frumkvæði að, voru góð og íslend- ingum til sóma. Islendingar hafa jafnan brugð- ist vel við, þegar hjálparstofnanir hafa leitað til almennings um stuðning í líknarmálum. Því til sönnunar mætti nefna ótal dæmi. Um þessar mundir, sem þetta söfnunarátak á sér stað, má minna á niðurstöður spár, sem birt var fyrir nokkru um fjölda aldraðra miðað við heildarmannfjöldaspár. Þar er heldur dapurleg framsýn, sem við þjóðinni blasir. Þegar þeir, sem nú eru miðaldra, verða komnir á gamals aldur, verða þeir mun fjölmennari í hlutfalli við heildar- mannfjöldann en nú er. Þetta stafar m.a. af því að nútíma getn- aðarvarnir hafa haft það í för með sér að yngri árgangar íslendinga eru mun fámennari en hinir eldri. Það er því fyrirsjáanlegt að eftir nokkra áratugi verða öldrunar- málin enn þyngri baggi á skatt- borgurum þessa lands en þau eru í dag. Það er því ekki allt fengið með getnaðarvörnum nútímans og þau félagslegu vandamál, sem þeim er ætlað að leysa, eiga eftir að skapa félagsleg vandamál eftir nokkra áratugi, sem ef til vill verða enn erfiðari viðfangs. XXX átturinn, sem sjónvarpið sýndi á mánudagskvöldið um ástandið á Norður-írlandi, var mjög upplýsandi um aðstæður, sem fólkið þar í landi býr við. Hatrið virðist rista svo djúpt í þjóðarsálina að þetta deilumál virðist í senn ólevsanlegt og óskilj- anlegt fólki, sem ekki hefur þurft að búa við slíkar ógnir. Þeir, sem leiddir voru fram fyrir kvikmyndavélar BBC, gáfu sigallir út fyrir að vera kristnir, en hatrið var svo ofsafengið að tillaga fréttamannsins, sem stakk upp á því í þáttarlok, að menn settust að samningaborði og leystu málin, var lýst móðgun við fólk, sem hafði misst sína nánustu í blóðugum átökum borgarastyrjaldarinnar í landinu. Mótmælendurnir setjast ekki til borðs með morðingjum, eins og foringi mótmælendanna komst að orði og IRA-maðurinn, sem kvaðst vilja leysa deilurnar friðsamlega, ef þess væri nokkur kostur, taldi það útilokað, skellti raunar allri skuldinni á Breta, sem hvorki virðast geta farið né verið með her í landinu. Þátturinn var frá upphafi til enda sorgarsaga Norður-írlands, saga sem enn er að gerast og enginn sér því miður fyrir endann á. ' XXX Framsóknarflokkurinn hefur jafnan staðið sem einn maður gegn öllum breytingum á kjör- dæmaskipuninni. Lítið atkvæða- fylgi flokksins á Stór-Reykjavík- ursvæðinu hefur haft það í för með sér að hann hefur viljað viðhalda úreltri kjördæmaskipan, þar sem vægi atkvæða er mun minna á suðvesturhorni landsins en annars staðar. Það er því einkar athyglisvert, er fréttir berast af kjördæmisþingi Framsóknar á Suðurlandi, að full- trúar af höfuðborgarsvæðinu viðra sérframboð þar undir stöfunum BB. Telja framsóknarmenn í Reykjavík og á Reykjanesi þau 8.700 atkvæði sem þeir hafa í kjör- dæmunum tveimur harla áhrifa- lítil, þar sem þessir kjósendur eigi aðeins einn fulltrúa á Alþingi með atkvæðum, sem myndu duga fyrir 3 til 4 þingmenn, ef atkvæðin væru í öðrum kjördæmum. Athyglisvert er jafnframt, að ekki er talað í þessari andrá um að réttur kjósenda á suðvestur- horninu sé fyrir borð borinn á Alþingi, heldur aðeins réttur þeirra framsóknarmanna, sem kosið hafa B-listann. Með sérfram- boði nýtist atkvæðafylgið sem sagt betur í þéttbýlinu en án þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.