Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 29 inrgmimlbWiilí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágústlngi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innaniands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Flokkur í sjálfheldu Alþýðubandalagið er flokkur í sjálfheldu. Það er megin niðurstaða landsfundar flokks- ins, sem fram fór fyrir og um síðustu helgi. Fyrir landsfund- inn var ljóst, að staða formanns flokksins, Svavars Gestssonar, var orðin mjög veik. Hann lá undir mikilli gagnrýni innan flokksins fyrir einræðiskennd vinnubrögð. Þessi veika staða hans og innsta kjarna flokksins kom berlega í ljós á aðalfundi útgáfufélags Þjóðviljans fyrir nokkru, þegar flokksformaður- inn varð fyrir miklu áfalli. Þetta var staðfest á fyrsta fundi út- gáfustjórnar Þjóðviljans, þegar í Ijós kom, að Svavar Gestsson hefði ekki náð kosningu sem formaður stjórnar, ef atkvæði varamanna, hefðu verið talin með. Atökin á landsfundinum undirstrikuðu þessa veiku stöðu formanns Alþýðubandalagsins. Hann gerði ítrekaða tilraun til þess að koma í veg fyrir kjör Kristínar Olafsdóttur í stöðu varaformanns, en tókst ekki. Að fundinum loknum stendur for- maðurinn uppi umkringdur af þeim Kristínu Olafsdóttur, senm varaformanni og formanni mið- stjórnar og Olafi Ragnari Grímssyni, sem formanni fram- kvæmdastjórnar. Hann barðist gegn Kristínu og pólitískur fjandskapur þeirra Olafs Ragn- ars er nú orðinn augljós. Svavar Gestsson var því enginn sigur- vegari á þessum fundi, þótt hann næði endurkjöri, sem flokks- formaður. Staða hans sem slík næstu árin verður einnig erfið vegna þess, að skv. flokksreglum Alþýðubandalagsins má ekki kjósa hann formann á næsta landsfundi. Formennsku hans í flokknum lýkur því á næsta landsfundi Alþýðubandalagsins. Andstæðingar Svavars Gests- sonar gáfu sjálfum sér nafnið “lýðræð’issinnar". Þeir hafa haldið því fram í fjölmiðlum, að þeir hafi unnið sögulegan sigur á þessum landsfundi. Það er líka rangt. Þótt þeir hafi fengið vara- formann kjörinn, svo og for- mann framkvæmdastjórnar, hafa þeir ekki meirihluta í fram- kvæmdastjórn flokksins. Það er hægt að líta svo á að gamli for- ystuhópurinn í Alþýðubandalag- inu hafi haldið meirihluta í framkvæmdastjórninni eða a.m.k. að Alþýðubandalagsmenn í verkalýðshreyfingunni hafi náð þar oddaaðstöðu og geti deilt og drottnað að vild sinni. Alla vega er ljóst, að Olafur Ragnar hefur ekki meirihluta í framkvæmda- stjórninni. Með sama hætti og Svavar Gestsson er hann um- kringdur innan framkvæmda- stjórnarinnar og getur sig í raun hvergi hreyft. “Lýðræðis- sinnarnir hafa bví ekki náð undirtökum í Alþýðubandalag- inu en þeir hafa náð nægilega sterkri stöðu til þess að hefta athafnafrelsi formannsins. Gamla klíkan í flokknum, hefur misst svo mikið að hún er einnig lömuð. Þess vegna er Alþýðu- bandalagið flokkur í sjálfheldu. Þá vekur það einnig athygli, að allar umræður á landsfundin- um snerust um innbyrðis deilu- mál. Öll starfsorká fundarins fór í að leysa deilur milli manna, sem fyrst og fremst voru per- sónulegs eðlis. Þar sem þessar deilur voru ekki útkljáðar í kosn- ingum á milli manna, heldur með samningum að tjaldabaki, fékkst engin niðurstaða. Sú stað- reynd mun leiða til þess að Alþýðubandalagið verður upp- tekið við innri málefni sín næstu misseri. Það mun því engum tökum ná á stjórnarandstöðunni eða málefnabaráttu á þjóðar- vettvangi.Þetta hefur að sjálf- sögðu mikla þýðingu fyrir stjórnarflokkana og þýðir að helzti andstæðingur þeirra fram að næstu kosningum verður Alþýðuflokkurinn og hugsanlega Kvennalistinn að einhverju leyti.Um Bandalag jafnaðar- manna verður ekki að ræða vegna þess, að innri deilumál þess hafa dregið úr því allan kraft. Alþýðubandalagið siglir hrað- byri inn í samas konar ástand, eins og ríkti á Viðreisnarárunum og lamaði það að verulegu leyti þann áratug. Atökin eiga eftir að harðna en ekki minnka. Gamla klíkan í Alþýðubandalag- inu, sem er arftaki gömlu kom- múnistanna í Sósíalistaflokkn- um mun leggja alla áherzlu á það næstu misserin að grafa undan andstæðingum sínum og bregða fyrir þá fæti. Þessi gamli flokkskjarni hefur sérstaka þekkingu á vinnubrögðum af þessu tagi og hefur reynslu sinnar vegna verulega mögu- leika á að sigra í þeim átökum, þótt það yrði undir forystu annars manns, en Svavars Gestssonar, sem hefur misst fót- festu í svo ríkum mæli, að hann verður ekki áhrifamikill leiðtogi flokksins á þjóðarvettvangi úr þessu. Andstæðingar gömlu klí- kunnar eru hins vegar það fyrir- ferðamiklir í stjórnmálum,. að jafnvel þótt þeir tapi slagnum um yfirráðin í Alþýðubandalag- inu næstu árin munu þeir ekki leggja upp laupana.Þess vegna má búast við miklum pólitískum tíðindum af þessum vígstöðvum næstu misserin. Sú staðreynd, að Alþýðubandalagsmenn verða uppteknir við eigin deilumál næstu misseri veitir stjórnar- flokkunum hins vegar tækifæri, sem mikið veltur á, að þeir kunni að notfæra sér. Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra: „Fallið frá áður ákveðinni viðbótarskattheimtuu Dregið úr ríkisútgjöldum og erlendum lántökum LAUSLEGA áætlað virðist skattbyrði einstaklinga til ríkisins af beinum sköttum nema 3,8 %á árinu 1986 miðaö við tekjur greiðsluárs, en í ár er hún talin verða kringum 4,4%. A árunum 1981—1983 nam þetta hlut- fall um 5,5 %. Þannig komst Þorsteinn Pálsson, fjármála- ráðherra, að orði þegar hann flutti fjárlagaræðu í gær. Hér á eftir fara fáeinir kaflar úr ræðu hans. V erðlagsbrey tingar — kjarasamningar „Verðlagsbreytingar á næsta ári munu að talsverðu leyti byggjast á niðurstöðu kjarasamninga í árs- byrjun. Það er yfirlýst stefna ríkis- stjórnarinnar, að beita ekki kaup- skerðingu í því skyni að hafa hemil á þeirri þenslu, sem nú á sér stað í hagkerfinu. Að svo miklu leyti sem verðmætasköpun vex á næsta ári og næstu árum þurfum við að hagnýta hana jöfnum höndum til þess að verja kaupmátt launafólks og greiða niður erlendar skuldir. A miklu veltur því, hvernig stað- ið verður að samningsgerð. Fram hafa komið hugmyndir um eins konar allsherjarsáttmála launa- fólks, atvinnurekenda og ríkis- valds. Ég ætla ekki að fjalla um þær í einstökum atriðum við þetta tækifæri. Markmiðið með slíkum hugmyndum hlýtur í aðalatriðum að vera tvenns konar: í fyrsta lagi að þeir aðilar, er hlut eiga að máli, nái samkomulagi um kaupmátt eða lífskjarastig, sem aðilar reyna að verja með tilteknum aðgerðum. í öðru lagi yrði við það miðað að kjarasamn- ingar yrðu ekki til þess að auka verðbólgu og skuldasöfnun. Bæði þessi meginmarkmið skipta sköp- um, þegar til lengri tíma er litið, fyrir afkomu heimilanna og þjóð- arbúsins I heild. Með hliðsjón af þessum aðstæð- um tel ég að rlkisstjórninni sé bæði rétt og skylt að hlusta á hugmyndir, sem fram eru settar. um einhvers konar allsherjarsátt- mála af þessu tagi. Þetta hefur verið gert áður í meira eða minna mæli. 1 þessu sambandi á ekki að útiloka tilraun til ákveðins tíma. Að þeim tíma liðnum yrði unnt að meta árangurinn og ákveða, hvort unnt væri að semja til lengri tíma með þessum hætti. Áður en bollaleggingar um þess- ar hugmyndir halda áfram er nauðsynlegt að gera skýra grein fyrir því, að ríkisstjórnin getur ekki gengið til viðræðna við aðila vinnumarkaðarins á grundvelli sem þessum, nema samstaða sé milli stærstu heildarsamtaka launþega þar að lútandi. í þessu efni getur ekki eitt gilt fyrir launa- fólk á almennum vinnumarkaði og annað fyrir opinbera starfsmenn. enn hefur ekki komið í ljós hvort raunverulegur vilji og samstaða er um þessar hugmyndir. Komi það á daginn er ríkisstjórnin fyrir sitt leyti reiðubúin til viðræðna." Breytingar á fjárlaga- frumvarpinu „Ég mun nú gera grein fyrir þeim breytingum, sem ríkisstjórn- in og stjórnarflokkarnir hafa orðið ásáttir um að leggja til við Alþingi að gerðar verði á frumvarpinu. Breytingar ná til tekju-, gjalda- og lánaþátta frumvarpsins. Stefnt er að nokkurri lækkun tekna frá því sem kynnt er í frumvarpinu eða 300 m.kr. og gjöld verði lækkuð um 574 m.kr. Rekstrarafkoma ríkissjóðs verður því 397 m.kr. sem er nokkru betra en fram kemur í frumvarpinu. Auk þessa er ráðgert að lækka erlendar lántökur ríkis- sjóðs um 500 m.kr. og er þetta gerlegt vegna bættrar rekstraraf- komu og einnig með aukinni inn- heimtu afborgana og lækkun lán- veitinga og hlutafjárframlaga. Þessu til viðbótar er samkomulag um að lækka erlendar lántökur fyrirtækja með eignaraðild ríkis- sjóðs um 300 m.kr. Með þessum hætti næst það markmið að dregið verður úr eftirspurn og erlendar lántökur lækka um 800 m.kr. samtals. Ákveðið hefur verið að hverfa frá fyrri áformum um að leggja söluskatt á ýmsar vörur og þjón- ustu sem ekki hefur verið sölu- skattsskyld. Nemur þetta um 400 m.kr. Af öðrum breytingum á tekjuhlið er lagt til að aflað verði 100 m.kr. tekna aðallega með því að fella niður undanþágur til nið- urfellingar á aðflutnings- og sölu- gjaldi. Þyngst í þessu vegur gjald- frelsi á innflutningi ýmiss konar þjónustu- og framkvæmdavörum til Pósts og síma. Lagt er til að útgjöld ríkissjóðs verði lækkuð um 574 m.kr. frá því sem greinir í frumvarpinu. Ráðgert er að af sparnaði í rekstrarútgjöldum náist tæplega 50 m.kr. með lækkun einstakra rekstrarverkefna eða frestun þeirra um stundarsakir, en 120 m.kr. náist með sérstökum sparn- aðaraðgerðum á vegum ráðuneyta og stofnana ríkisins. Er fyrirhugað að setja ákveðin mörk á fjárveit- ingar til einstakra útgjaldaliða, m.a. ferða- og bílakostnað, risnu og aðkeypta þjónustu. Ætlunin er að lækka launaút- gjöld um 130 m.kr. með því að endurráða ekki strax í störf þeirra sem hætta, draga úr yfirvinnu og ráðningu afleysingafólks. Nú er unnið að gerð ítarlegra tillagna um framkvæmd þessa atriðis. Rétt er að fram komi, að sá sparnaður í launaútgjöldum, sem hér er rætt um, svarar til heilsárskostnaðar við um 230 stöðugildi hjá ríkinu af þeim 10 þúsund stöðugildum, sem fyrir hendi eru hjá A-hluta aðilum. LaunakostnaÓur vegna þeirra er í frumvarpinu áætlaður um 8 milljarðar króna þannig að hér er í raun verið að tala um mjög lítinn sparnað miðað við heildarlaunakostnað ríkisins. Tillögur um lækkun fram- kvæmdaframlaga skiptast á marga liði. Áformað er, að dregið verði úr framlögum til ýmissa málaflokka og fresta verður nokkrum þörfum verkefnum." Síðar sagði ráðherra: „Ekki er ráðgert að skerða fram- lög til vegaframkvæmda. Aftur á móti er talið gerlegt að lækka fjár- festingaáform áhaldahúss vega- gerðarinnar um 30 m.kr., en þar er um að ræða endurnýjun tækja og véla. Verkefni vegagerðarinnar hafa í auknum mæli verið boðin út á almennum markaði og tækjaþörf stofnunarinnar ekki eins og áður var. Hvað B-hlutann snertir, er ljóst að þau ríkisfyritæki sem höfðu áformað nokkra fjárfestingu verða nú að rifa seglin. Ýmis þessara fyrirtækja hafa haft mjög rúman fjárhag undanfarin ár og geta ráð- ist í miklar fjárfestingar. Gert er ráð fyrir að dregið verði úr fram- kvæmdum og endurnýjun búnaðar hjá Pósti og síma, Ríkisútvarpinu, Áburðarverksmiðju ríkisins og RARIK auk fleiri aðila, sem smærri eru í sniðum." Tekjur og gjöld Fjármálaráðherra vék síðan að tekjum og gjöldum ríkissjóðs 1986, samkvæmt frumvarpinu. Tekju- hliðin einkennist öðru fremur af tveimur meginþáttur, sagði hann. Annars vegar af lækkun tekju- skatts og umfangsmiklum breyt- ingum á sviði tollamála. Hins vegar af ráðstöfunum til að mæta tekjutapi vegna skatta- og tolla- breytinga, svo og til þess að koma í veg fyrir halla á ríkissjóði á næsta ári. Um tekjuhliðina sagði hann nánar: Lauslega áætlað virðist skatt- byrði einstaklinga til ríkisins af beinum sköttum nema 3,8% á ár- inu 1986 miðað við tekjur greiðslu- árs, en í ár er hún talin verða Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra kringum 4,4%. Á árunum 1981— 1983 nam þetta hlutfall um 5,5%. Ný tollalöggjöf sem fyrirhugað er að taki gildi frá og með næstu áramótum, mun hafa í för með sér að aðflutningstekjur ríkissjóðs munu lækka um 250 milljónir króna. Til að mæta þessum tekju- missi svo og vegna lækkunar tekju- skatts, ásamt því að tryggja jafn- vægi í ríkisfjármálum hefur verið ákveðið að leggja fram frumvarp um breytta tilhögun núgildandi vörugj aldsinnheimtu. Hækkun tekna ríkissjóðs vegna breytts vörugjalds er áætluð rúm- lega 1 milljarður króna. Verðlags- áhrif þessarar auknu skattheimtu eru áætluð þau, að framfærsluvísi- tala hækki um 1%, en byggingar- vísitala lækki um 0,5% vegna lækkunar tolla á byggingarvör- um.“ Fjármálaráðherra sagði áætluð heildarútgjöld ríkissjóðs 1986, skv. fjárlagafrumvarpi, 33,4 milljarði króna. Otgjöld til samneyzlu, þ.e. launa og rekstrar ríkisstofnana hækki um 11,3% frá gildandi fjár- lögum, vaxtakostnaður um 28,9% og ýmsar rekstrar og neyzlutil- færslur til atvinnuvega og ein- staklinga um 9,1 %. Framlög til vegamála eru áætluð rúmir 2 milljarðir króna. Til hús- næðismála 1.600 m.kr. Auk þess er ráðgerð 1.200 m.kr. lánsfjáröfl- un hjá lífeyrissjóðum til húsnæðis- mála. Fjárútvegun til Lánasjóðs nemur 1.100 m.kr. Sjóðurinn er orðinn annar stærsti lánasjóður í fjárlögum, næst á eftir byggingar- sjóði. Niðurgreiðslur á vöruverði og raforku eru fyrirhugaðar 1.000 m.kr. Orðrétt sagði ráðherra: „Þegar litið er á framlög til svonefndra velferðamála síðustu fjögra ára, kemur í ljós að framlög til mennta- og tryggingarmála eru svo til óbreytt sem hlutfall af þjóð- arframleiðslunni. Hins vegar hef- ur orðið aukning á framlögum ríkisins til heilbrigðis- og félags- mála, aukningin nemur um 1% af þjóðarframleiðslu til hvors mála- flokks frá árinu 1982. Sú aukning mæld í fjárhæðum á núverandi verðlagi nemur rúmlega 2 millj- örðum króna. í síðasta lagi vek ég sérstaka athygli á fjármagnsútgjöldum ríkissjóðs. í fjárlögum 1975 námu vaxtagreiðslur 1,5% af heildar- gjöldum, 1980 námu þær 3,5%, 4,6% 1984, 5,4% 1985 og eru áætl- aðar 6,2% 1986, eða 2.006 m.kr. skv. eldri framsetningu fjárlaga. Miðað við þá framsetningu sem nú er á fjárlögum nema vaxta- greiðslur 3.244 m.kr. og er það um 9,6% af útgjöldum. I langtíma- horfum um fjárhag ríkissjóðs er talið að þetta hlutfall geti orðið 12% árið 1988.“ Lánsfjáráætlun Fjárfesting sem hlutfall af þjóð- arframleiðslu hefur farið stöðugt lækkandi liðinn áratug, úr 30% af vergri þjóðarframleiðslu 1984 í 21% 1986. Hinsvegar er ekkert lát á viðskiptahallanum við útlönd og áhyggjuefni hve innlendur sparn- aður hefur dregizt saman. Innlend- ur sparnaður var um og yfir 25% af á síðasta áratug og er áætlaður 18% 1986. „Áætlað er“, sagði ráðherra, „að fjármunamyndun í landinu dragist saman um 2,5% 1986. Fram- kvæmdir atvinnuvega eru taldar dragast saman um 2,7% og opin- berra aðila um 4,2%. Hinsvegar er gert ráð fyrir óbreyttu umfangi í íbúðabyggingum, en útlit er fyrir að þær dragist saman um 10% í ár“. Orðrétt sagði ráðherra: „Lántökur ríkissjóðs eru áætlað- ar alls 4,6 milljarðar króna, en þar af renna 920 m.kr. til ráðstöfunar B-hluta fyrirtækja og 3.654 m.kr. til eigin þarfa A-hluta ríkissjóðs. Ráðgert er að afla 1.850 m.kr. innanlands með sölu spariskír- teina og 2.724 m.kr. með erlendum lántökum. I sem skemmstu máli er nú stefnt að lækkun erlendrar lán- töku til A-hluta ríkissjóðs um 500 m.kr. þannig að alls verði aflað erlendis frá 2.224 m.kr. Með þess- um hætti er gengið lengra en svo að erlendar lántökur samsvari afborgun af erlendum lánum. Helst hefði ég kosið að lækka er- lendar lántökur ríkissjóðs enn frekar en það verður ekki unnt á árinu 1986. Sérstaklega vil ég leggja áherslu á það að erlends og raunar inn- lends lánsfjár á ekki að afla til hvaða verkefna sem er. 1 rauninni er með öllu óvérjandi að taka er- lend fé að láni til reksturs hins opinbera. Miðað við það að raun- vextir á erlendu lánsfé eru nú á bilinu 5—6% þá segir það sig sjálft að þau verkefni sem fjárins er aflað til, veða að vera arðsöm. Að ýmsu leyti hefur innlendur lánsfjármarkaður undanfarin tvö ár ekki verið í því jafnvægi sem skyldi. Eftirspurn einkaaðila og hins opinbera eftir lánsfé hefur verið umfram framboð. Afleiðing- arnar hafa komið fram í alvarlegu misvægi á lánamarkaði og þurrð á sparifé til varanlegrar fjárfest- ingar. Snúist hefur verið gegn þessum vanda með raunhæfari ávöxtunarkjörum af hálfu opin- berra aðila og auknu frjálsræði í samkeppni um kjörin. Aukin og harðnandi samkeppni um sparifé, sem af þessu hefur leitt, hefur um sinn gert opinberum aðilum sér- staklega erfitt fyrir um innlenda lánsfjáröflun. Ástandið virðist þó smám saman vera að færast til betri vegar með betra jafnvægi milli innlána og útlána, bæði á vegum bankakerfisins og almennt á lánamarkaði." Afkoma ríkissjóðs 1985 „Rekstrarafkoma ríkissjóðs er um 2,8 milljörðum króna verri en var á sama tímabili 1984. Gjöld hafa hækkað um 47% en tekjur aftur á móti um 27%. Spár um afkomuhorfur A-hluta ríkissjóðs í árslok 1985 sýna að hagur ríkissjóðs mun versna veru- lega frá því sem fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Fjárlög þessa árs áformuðu að rekstrarhalli yrði 750 m.kr. Nú er hinsvegar áætlað að hann verði um 1,9 milljarðar króna. Orðrétt sagði ráðherra: „Meginskýringar á auknum rekstrarhalla frá fjárlögum ársins eru: — í fyrsta lagi vega áhrif kjara- samninga ríkisstarfsmanna og hækkun lífeyris- og sjúkratrygg- inga þyngst í auknum útgjöldum eða tæpum 1,5 milljörðum króna. — I öðru lagi hafa komið til ákvarðanir um viðbótarútgjöld að fjárhæð 1,4 milljarða króna. Þar valda mestu hækkun framlaga til húsnæðismála, útflutningsbóta, niðurgreiðslna og fjárframlaga til Áburðarverksmiðja ríkisins. — í þriðja lagi aukast tekjur ríkissjóðs á árinu aðeins um 1,8 milljarðar króna eða 7% frá fjár- lögum 1985 á meðan útgjöld hækka um 11% mæld á sama veg. Aukin fjárþörf vegna lána- og viðskiptareiknings frá fjárlögum nemur alls um 660 milljónum króna. Meginástæða þess er sú að í fjárlögum var gert ráð fyrir að greiða afborganir til Seðlabanka lslands að fjárhæð 160 milljónir „Allsherjarsáttmáli launafólks, atvinnurekenda og ríkisvalds“ Póst- og símamálastofnunin: Jólafrímerkin koma út á — eru eftir Snorra Svein Friðriksson JÓLAFRÍMERKI 1985 koma út á morgun á vegum Póst og símamála- stofnunarinnar og eni þau að þessu sinni eftir listamanninn Snorra Svein Friöriksson. Tákn myndanna eru veturinn — tími jólanna. Jafnframt verða gefin út eins póstkort Frímerkin eru tvenns konar. Annað að verðgildi 8 krónur, sem er burðargjald hér innanlands og til Norðurlandanna og hitt er 9 krónu merki sem notast á bréf til annarra Evrópulanda en Norður- landa. Á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni útgáfu frí- merkjanna kom fram að póst- og símamálastjórnin hefur á undan- förnum árum leitað til íslenskra Myndir þessar eru verk Snorra Sveins Friðrikssonar og eru jólafrfmerkin íár. , Morgunblaðið/Bjarni A blaðamannafundi er haldinn var í tilefni útgáfu jólafrímerkja 1985. Frá vinstri eru: Sigurþór Ellertsson, deildar- stjóri frímerkjasölunnar, Snorri Sveinn Friðriksson, listamaður, Rafn Júlíusson, póstmálafulltrúi, Bragi Kristjáns- son, framkvæmdastjóri viðskiptadeildar, Jón Skúlason póst- og símamálastjóri og Jóhann Hjálmarsson, blaðafull- trúi póst- og símamálastofnunar. morgun listamanna þegar um gerð jólafrí- merkja hefur verið að ræða. Árið 1983 hannaði Friðrika Geirsdóttir frímerkin og í fyrra voru þau eftir Alfreð Flóka. Stofnunin vill með þessu leggja áherslu á að frí- merkjaútgáfan geti stuðlað að kynningu íslenskrar listar erlendis, að sögn Jóhanns Hjálmarssonar, blaðafulltrúa. Snorri Sveinn fæddist á Sauðár- króki 1934. Hann stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík, MHÍ og framhaldsnám við Konst- fackskolan í Stokkhólmi. Hann hefur haldið nokkrar einkasýning- ar í Reykjavík og tekið þátt í samsýningum á vegum Félags ís- lenskra myndlistarmanna hér á landi og erlendis. Einnig hefur hann gert veggskreytingar á opin- berar byggingar. Snorri hefur starfað sem leik- myndateiknari við Ríkisútvarpið- Sjónvarp frá 1969 og veitir nú forstöðu leikmyndadeild sjón- varpsins. Þá hefur hann gert leik- myndir fyrir Þjóðleikhúsið. Verk hans eru m.a. í Listasafni ístands, Listasafni ASÍ og Listasafni Hl. Snorri hefur notið listamanna- launa íslenska ríkisins, setið f stjórn félags íslenskra myndlistar- manna og verið fulltrúi félagsins í Listráði Kjarvalsstaða. Snorri lýsir frímerkjunum á eftirfarandi hátt: “Vetrarmyndir íslands eru furðumyndir úr snjó. Sólin kveikir ljós í snjókristöllum. Snjókorn falla, mætast pg mynda form á hvítum fjallatindum, vörðu á heiðarbrún." Sigurþór Ellertsson, deildar- króna. I endurskoðaðri áætlun er hinsvegar áformað að greiða um- samdar afborganir sem nema alls 690 milljónum króna til bankans á þessu ári. Til að mæta viðbótarfjárþörf A-hluta ríkissjóðs í ár, er leitað lántökuheimilda til langs tíma í lánsfjárlögum fyrir árið 1986 allt að 1,5 milljarði króna. Það sem á vantar er gert ráð fyrir að taka í ár sem skammtímalán hjá Seðla- banka íslands sem greiðist á árinu 1986. Er sú fjárhæð 860 milljónir króna eins og fram kemur i fjár- lagafrumvarpinu sem hér er til umræðu." Fallið frá ákveðinni viðbótarskattheimtu Að síðustu sagði Þorsteinn Páls- son, fjármálaráðherra: „Ég hef í aðalatriðum gert grein fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir 1986, ásamt þeim breytingum, sem ráðgerðar eru. Meginatriðin eru þessi: — í fyrsta lagi fól frumvarpið í sér jöfnuð milli tekna og gjalda. Það er verulegur ávinningur, sem náðist með aðhaldssemi í útgjalda- ákvörðunum og aukinni tekjuöfl- un. — í annan stað hafa verið gerðar breytingar á frumvarpinu er fela í sér; • að dregið er enn frekar úr útgjöldum • að fallið er frá áður ákveð- inni viðbótarskattheimtu að hluta til og framkvæmd eru fyrirheit um áframhaldandi lækkun tekjuskatts af al- mennum launatekjum • að erlendar lántökur verða minni en ráð var fyrir gert • að ekki er raskað við velferð- arkerfinu — í þriðja lagi er nú mikilvægt að endurmeta sjálfvirk útgjöld ríkissjóðs til þess að koma í veg fyrir stóraukna skattheimtu á næstu árum, sem ella er óumflýj- anleg. — f fjórða lagi er rétt að minna á að við blasa ýmsir hættuboðar að því er varðar almenna efna- hagsstjórn í landinu. Með frum- varpinu og þeim breytingum, er ákveðið hefur verið að gera á því, er af ríkisins hálfu reynt að stuðla að betra jafnvægi. — Við fjárlagagerð er togað úr ýmsum áttum og ólíkir hagsmunir vegast á. Flestir hafa áhuga á margs konar verkefnum, er auka útgjöld, en fæstir eru talsmenn aukinnar skattheimtu. Aðstæður í þjóðarbúskapnum kalla svo einatt á að fjárlögin séu á hverjum tíma þáttur í að ná fram heildarmark- miðum í efnahags-, kjara- og at- vinnumálum, sem að er keppt. Með tilliti til þeirra ólíku hags- muna, sem hafa verður í huga í þessu sambandi.er þetta frumvarp auðvitað ekki gallalaust. En á móti því verður þó ekki mælt að í því felst ríkisfjármálastefna, er miðar að útgjaldaaðhaldi án þess að rýra kaupmátt og velferð. Það hlýtur að teljast mikilsverður árangur." stjóri frímerkjasölunnar, sagði, að í fyrra hefðu verið prentuð nær tvær milljónir jólafrímerkja og er gert ráð fyrir svipuðu upplagi í ár. Þá verða einnig gefin út svokölluð „maxi-kort“, sem eru póstkort með samskonar prentuðu frímerki á. „Slík kort hafa mikið söfnunargildi og eru þar af leiðandi mikil verð- mæti er fram líða stundir." Frí- merkjaársmappa Póst- og síma- málastofnunarinnar fyrir árið 1985 verður tilbúin nú með útkomu jóla- frímerkjanna og kostar hún 310 krónur, en stofnunin hefur gefið út slíkar möppur með þeim frímerkj- um sem út hafa komið á árinu allt frá árinu 1974. 1 útgáfunefnd eru Jón Skúlason, póst- og simamálastjóri, sem er formaður nefndarinnar, Rafn Júl- íusson, póstmálafulltrúi, Jóhann Hjálmarsson, blaðafulltrúi Póst- og símamálastofnunarinnar og af hálfu Félags frímerkjasafnara Hálfdán Helgason, tæknifræðing- ur, og Jón Aðalsteinn Jónsson, orðabókarritstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.