Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 Á grænu ljósi — eftirGunnar Finnbogason Hver sá sem leggur fram sinn skerf til að stemma stigu við umferðaróhöppum á þakkir skild- ar. Umtal og fræðsla um allt, sem _ lýtur að umferð, er góðra gjalda vert en aðalatriðið er þó, að raun- verulegur árangur náist, þ.e. fækk- un umferðaróhappa í hvaða mynd sem er. Mér sýnist, að umferðar- vikan hafi í mörgu misst marks, ef svo má segja, og eru umferðar- óhöppin skýrasti vottur þess. Það er eitthvað, sem brestur, en verum þó minnug þess, að stundum er hægt að læra meira á ósigri en sigri. Hvers vegna fór þetta svona? Það er af því að ekki er litið nógu raunhæft á málið. Það er þessi prédikun, sem gengur mann frá manni. Þið eigið að aka hægar og ^ taka tillit til annarra. Þetta er ekki gert og þið um- ferðarpostular takist nú á við þessa staðreynd en hugsið ykkur ekki það sem ætti að gera. 1. Er akstur of hraður hér í borg? Svar við þessari spurningu hlýt- ur að nokkru að miðast við akstur í nálægum borgum (sbr. metið sem stefnt var að á föstudegi) enda erum við ekki eitthvað öðruvísi en aðrir Evrópubúar, ekki heldur land _ né götur. Svan Akstur er (yfirleitt) ekki of hraður. Við lifum ekki lengur á kerrutímabilinu og verðum að viðurkenna að bílarnir „eiga“ akbrautina og við verðum að haga okkar lífi samkvæmt því. 2. Takið tiliit tiJ annarra í um- ferðinni. Þetta er gott svo langt sem það nær en er í rauninni vitleysa. Inn í þetta blandast líka atriðið að gefa öðrum „réttinn". Lítum nánar á þetta: Bíll stans- ar til að hleypa vegfaranda yfir götu en við hlið þessa bíls kemur svo annar bíll, sem veit ekki hvað er að gerast, en ekur einmitt á vegfarendur með hryllilegum af- leiðingum. Sárt er til þess að vita að börn verða oftast fórnarlömbin í þessum tilvikum. Þessu verður að linna. Hvernig? Einfaldlega með því að hætta Gunnar Finnbogason „Langflestir ökumenn eru „góðir“ ökumenn og heyrst hefur að í þeim hópi séu 90%öku- manna. Hin tíu prósent- in eru „vondir“ öku- menn og eru alltaf ad lenda í árekstrum. Af hverju? Af glannaskap, frekju eða heimsku?“ Hér má skjóta því inn, að líklega eru merktar gangbrautir yfir götu orðnar alltof margar — sem verð- ur til þess að fótgangandi setur allt sitt traust á gangbrautina og anar út á götuna. Getur þá ekki merkt gangbraut, þar sem ljós eru ekki, veitt falskt öryggi? 3. Á rauðu Ijósi. Þá kem ég að því sem oft er búið að agnúast út í, og ekki síst lögregl- an, að fótgangandi maður fer yfir götu á rauðu ljósi og þá segir lögg- an: Þú fullorðinn mátt ekki gefa börnunum svona slæmt fordæmi. — Á svona mjóum götum eins og eru hér í Reykjavík hlýtur þetta alltaf að gerast. Þetta er stað- reynd. í Vestur-Evrópu er þetta alls staðar svona (líklega síst í Vestur-Þýskalandi) og hér kemur enn að því að við erum ekki frá- brugðin öðru fólki. Þetta er svona og mörg orð hafa verið sögð til að fá fólk til að breyta þessu, en það virðist ekki hægt og þá er að taka því. Hvað er til ráða? í fyrsta lagi að kenna það, að börn megi ekki ætla sér það sama og fullorðnir (það er í svo mörgu öðru líka) og ekki má alitaf vera að kynda undir við barnið og segja: þú mátt þetta af því að ég geri það. Sá (fullorðinn) sem gengur yfir á rauðu ljósi veit að hann gerir það á sína ábyrgð og þess vegna yrði það líka árangursríkara ef löggan segði þetta við hinn brot- gjarna: Farðu bara yfir á rauðu ljósiogdreptu þig. Til að draga saman mikið efni í stutt mál má segja þetta: 1. Akið eins og umferðarreglur segjatil um. 2. Gefið (nálega) aldrei „réttinn". 3. Haldið ykkur á hægri akrein 'nema til þess að aka fram úr. 4. Akið á hæsta lögleyfðum hraða (auðvitað miðað við aðstæður) yfir á grænu ljósi. Tilefni þessara orða er það að það er ömurlegt að sjá íslenska bílstjóra silast áfram (er þetta ekki snertur af eigingirni?) þegar grænt ljós byrjar en hraðinn á bílnum eykst eftir því sem á tim- ann líður því að bílstjórarnir halda að nú séu þeir að missa af græna ljósinu og svo fara þeir síðustu yfir á rauðu. E.t.v. mætti sekta bílstjóra fyrir þetta fávitalega aksturslag, þ.e. að aka of hægt á grænu. 5. Tannhjólið. Það er nú meiri vitleysan eins og það er sett fram nú, en það lítur vel út á skerminum, en hvernig er háttað um hugsanlega árekstra í því sambandi? Ef „tannhjól" á að verða atriði I umferðinni verða að koma til skýrar reglur um bætur og „rétt“ þeirra sem lenda í árekstrum. 6. Ölvun við akstur. Hún jaðrar við glæpsamlegt athæfi og sennilega má uppræta slíkan ósóma. Fyrst og fremst þarf að hafa viðurlög skýr og þung. Ef þú spyrð einhvern á götunni hvaða viðurlögum sé beitt í þessu efni veit enginn neitt. Af hverju? Málið er gert of flókið en allt veltur á því að ökumenn viti um hvað er að tefla. Hugsum okkur að reglur um viðurlög væru þessar: 1. brot: Svipting ökuleyfis eitt ár og að auki sekt. (Ef um gróft brot er að ræða getur það leitt til öku- leyfissviptingar allt að 5 árum.) Bifreiðastjórinn fær að biðtíma sínum loknum nýtt ökuskírteini, gult á litinn. 2. brot: Svipting ökuleyfis í 5 ár auk verulegrar sektar. (Ef um gróft brot er að ræða getur það valdið ökuuleyfissviptingu ævi- að gefa þennan „rétt“ sinn og vera að taka tillit til fótgangandi. Vertu ekki hissa — hér er verið að tala um staðreyndir. Og viltu ekki að barn þitt komist klakklaust yfir götuna? Kenndu því þá að fara aðeins yfir götu þegar hún er auð. Akbrautin er gerð fyrir bílana og við verðum að bíta í það súra epli, að með því að gefa „réttinn" erum við að nálgast það að brjóta um- ferðarreglur. Akstur bifreiða er háður sérstökum reglum og þessar reglur eru settar til þess m.a. að vernda vegfarendur og þeim ber að fylgja en ekki að vera að gefa neinn „rétt“. Vik frá reglum skap- ar yfirleitt glundroða. „Glampar í fjarska á gullin þil“ Síðara bindi eftir Þorstein á Skálpastöðum HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hefur sent frá sér nýja bók eftir Þorstein Guðmundsson bónda á Skálpastöðum í Lundarreykjadal, „Glampar í fjarska á gullin þil“, síðara bindi. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „Borgfirski bóndinn segir hér frá búskaparárum sínum á Skálpastöðum í Lundarreykjadal. Hann hóf þar búskap með eigin- konu sinni Þórunni Vigfúsdóttur árið 1930. Sagt er frá uppbygg- ingu húsa, ræktun túna, skepnu- höldum og flestu sem búskap til- heyrir. Það skiptast á skin og skúrir í lífi bóndans, en stórbýlið langt.) Bílstjórinn fær að liðnum 5 árum nýtt ökuskírteini, rautt að lit. 3. Svipting ökuleyfis ævilangt auk geysihárrar sektar. Þessi atriði þarf að fjalla um og auglýsa rækilega. Þennan lit ökuskírteinanna má auðvitað yfirfæra á bifreiðastjóra vegna annarra brota á umferðar- lögunum eftir nánari reglum. 7. Tíu prósentin. Langflestir ökumenn eru „góðir“ ökumenn og heyrst hefur að í þeim hópi séu 90% ökumanna. Hin tíu prósentin eru „vondir" ökumenn og eru alltaf að lenda í árekstrum. Af hverju? Af glannaskap, frekju eða heimsku? Þessir menn skilja ekk- ert bla, bla, heldur verður alvaran að vera þeim augljós. Slíkum áhrifum er áreiðanlega unnt að ná á margvíslegan hátt. Hið gamla hefur brugðist: fortölur, sýnið til- litssemi, gefið réttinn, akið hægar. Það ber að leita nýrra leiða til að fá þessa „vondu" bílstjóra til að bæta ráð sitt. Gömlu ráðin duga ekki — ekki sektir o.s.frv. Af hverju ekki að taka kvikmyndina í þjónustu sína? Til dæmis að dæma ökuníðinginn til að horfa á velpassandi kvikmynd 10-20 sinn- um, að hann skrifi frásögn af árekstri sínum eða lesi upphátt frásögn annars manns af áþekkum atburði — eða að hann sé dæmdur til að fylgjast með hinum slasaða á spítala og jafnvel að vera við jarðarför fórnarlambsins, ef svo ber undir. (Hér skal það sett innan sviga að ökumaður á ekki nærri alltaf sök á slysi — það getur verið hinn fótgangandi eða óviðráðanlegar aðstæður og skal það ekki rætt frekar.) Við verðum að gera eitthvað til að fækka slysum og árekstrum og þess vegna ber að líta af raunsæi á málið og það hefi ég reynt. Höíundur er skólastjórí Vörðu- skóla. á Skálpastöðum ber vitni um stórhug, bjartsýni og samheldni fjölskyldunnar. Þá eru í bókinni nokkrar frá- sagnir af samskiptum höfundar við menn og málleysingja og lýsa þær best óvenju næmri tilfinn- ingu hans fyrir umhverfi sínu. Loks er þátturinn „Grímsá og Grafarhylur" þar sem rakin er saga laxveiðanna í Grímsá frá upphafi og sagðar skemmtilegar veiðisögur frá þessari perlu lax- veiðiáa í Borgarfirði." Bókin er 176 bls., prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf. Ljósmyndir á bókarkápu tók Ól- afur Árnason ljósmyndari á Akranesi. I>órir S. Gröndal skrifar frá Flórída Langi Jón lejsir bjórmálið á Islandi Mikið lifandis skelfing var nú annars sorglegt að fylgjast með endalokum bjórmálsins í sumar er leið. Allt leit svo ljómandi vel út í vor, þegar ég heimsótti Frón, og útlit var fyrir, að ísland myndi aftur komast í hóp bjórlanda, eftir að þjóðinni hafði verið meinað að njota þess eðla drykks í næstum 80 ár. En þingmenn landsins kiknuðu enn einu sinni eða brast hugrekki, og þeir brugðust bjórunnendum eins og þeir hafa gert svo oft áður. Það er hægt að lesa um hina ömurlegu frammistöðu þings landsins í þessu máli í ágætri grein, sem Sigurður Pétursson, gerlafræðingur, skrifaði í Morgun- blaðið fyrir skömmu. Þar rekur hann hina illskiljanlegu rök- semdafærslu leiðtoga þjóðarinnar. Hvað skal nú til bjargar verða? Eiga landsmenn að sætta sig við að lifa og deyja, láta neita sér um eins sjálfsögð mannréttindi eins og að geta keypt og drukkið áfengt öl? Á sama tíma selur ríkisvaldið þeim allt það brennivín sem þeir vilja. Þessu má líkja við fáránleg lög, sem gilda í mörgum fylkjum Bandaríkjanna um það, að sala á flugeldum er bönnuð. Sagt er, að þeir geti vaidið slysum. En það er hægt að labba sér inn í búð og kaupa skammbyssu. Það eru litlar vonir til þess, að hið háa Alþingi muni af sjálfs- dáðum gera breytingar á áfengis- löggjöfinni og leyfa bruggun og innflutning bjórs. Lykilinn að lausn málsins er að finna á öðrum vettvangi. Við lifum á tímum þrýstihópanna og oft eru notaðar annarlegar aðferðir til að ná sett- um markmiðum. Lítum á aðferðir Grænfriðunga í hvalveiðimálinu. Það mál var raunverulega ekki útkljáð á íslandi, heldur vestur í henni Ameríku, í Louisville, Kentucky, en þar eru höfuðstöðvar Long John Silver Fish & Chips. Við sáum, hvað gerðist í hval- veiðimálinu. Grænfriðungar og aðrir umhverfismenn settu press- una á Langa Jón, sem svo aftur klagaði til íslenzku fiskfyrirtækj- anna í Ameríku. Forráðamenn landsins og viðskiptajöfrar í fisk- sölumálum urðu felmtri slegnir og fylltust hræðslu um það, að amer- ískt fólk myndi hætta að kaupa og éta íslenzka þorskinn. Þing- menn fengu svo þvag fyrir hjartað og samþykktu strax að hætt skyldi hvalveiðum. Hér virðist sannast amerískt orðtak, sem er einhvern veginn á þann veg, að viljir þú fá athygli einhvers, þá þurfi ekki annað en að koma við pyngju viðkomandi. Þú getur talað þar til þú verður blár í framan og stendur á öndinni og hann ansar þér engu. En komir þú við pyngjuna, snýst málið við. Nú hlustar hann á þig. Fjöldi bjórneytenda í Ameríku er gífurlegur og má þar finna fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum. Bjórfylgjendur á íslandi þurfa að vekja athygli þessa fólks á þeirri grimmd og þeim mannréttinda- brotum, sem framin hafa verið á íslenzkri þjóð í rúmlega þrjá aldar- fjórðunga með því að meina henni að njóta góðs öls. Bjórfólk hér vestra myndi ábyggilega koma til hjálpar. Málið yrði auðvitað að kynna rækilega og halda yrði upp áróðri á öllum sviðum. Ekki er útilokað, að hægt myndi verða að ná stuðn- ingi bandarískra yfirvalda. Við- skiptajöfnuðurinn hér er mjög óhagstæður, eins og kunnugt er, og er nú leitað hart á þær þjóðir, sem flytja mikið af varningi til landsins, en kaupa lítið í staðinn, að opna markaði fyrir bandarískar vörur. Amerískir bjórframleiðend- ur myndu pressa þingmenn hér til að herða að íslendingum og fá þá til að létta af bjórbanninu, til að hægt verði að selja þar amerískan bjór. Aðaláherzlan yrði auðvitað lögð á það að fá fólk til að hóta að hætta að kaupa íslenzkan fisk nema Alþingi landsins hætti að kvelja og pína saklausa íslands- menn með því að meina þeim að svala þorsta sínuin í góðu öli. Svo má líka til vara athuga með að skipuleggja bann á Flugleiðir og hótun um að hætta að kaupa ís- lenzkan iðnvarning. Með þessu móti er hægt að koma við pyngju hins háa Alþingis og þá kannski von til, að hægt verði að koma í gegn bjórfrumvarpi og létta þessu fáránlega banni. Höíundur er ræðismaður í Flórída og framkrædmastjóri rið fisksölu- fyrirtæki á Miami.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.