Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 Ljóðorka í opnum dansi Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Sigurður Pálsson: UÓÐNÁMIJ LAND. Forlagið 1985. Sigurður Pálsson er eitt þeirra skálda sem virðast hugsa í ljóða- flokkum fremur en einu ljóði um afmarkað efni. Þetta er auðvitað ekki einhlítt, en hefur engu að síður sett mark sitt á bækur skáldsins. í Ljóð námu land eru ljóðaflokk- ar mest áberandi: Ljóðnámuland, Ratsjá vongleðinnar, Miðbærinn í Reykjavíkurborg og Þáframtíðar- skildagi. Segja má að aðrir hlutar bókarinnar séu eins konar ljóða- flokkar: Vorkvöld í Reykjavík, Draumorð, Færeyjar og Nær og fjær. Ljóðaflokkurinn Ljóðnámuland fjallar í senn um landnám íslands og ljóðalandnám. Niðurstaðan er að það var ljóðið sem nam land. Þessu verður að sjálfsögðu ekki mótmælt hér því að ljóðið var með í för þegar norrænir menn komu til íslands. „Staðfestan og hugar- flugið" voru greinar af sama meiði. Best þykir mér Sigurði Pálssyni takast í ljóði VIII í Ljóðnámuland, en það er svona: Að austan komið að vestan komið aðsunnan komið alsjáandi vatnið í djúpum brunni ídulinni lind nærir myrkar rætur Aftur á móti þykir mér minna til koma þegar skáldið fer að stunda sína alkunnu orðaleiki: Landslagið Landslögin Landslagskal byggja Með landslögum byggja (tlrV) Þá er eins og heyrist dálítið tómahljóð í annars vandaðri ljóða- gerð. í Ratsjá vongleðinnar er tónn sem ég kann ágætlega við. Þessi tónn er sambland af rómantík og súrrealisma, rómantískur súrreal- ismi eins og í þessum línum: „Stál- þráður frostsins/rimpaði saman rabbabarareitinn/og vök Tjarnar- innar/og meira að segja jökul- sprungurnar/á Vatnajökli svo tungllýstir draugar/gátu rennt sér ótrauðir niður jökulskallann/ niður að koníaksbirgðaskipum lið- innar aldar“. Síðan er talað um græna laumufarþega „úr tróju- hesti vorsins" og ljóðaflokkurinn endar á að vegsama það sem heitir „ljóðorka himnanna í opnum dansi". Mun raunsærri skáldskapur og enn opnari birtist í ljóðunum í Vorkvöld í Reykjavík þar sem áhersla er lögð á að draga upp einfaldar myndir úr borgarlífinu og gæða þær óvæntu lífi, oft á glettinn og vel að merkja fyndinn hátt. Sigurður Pálsson, sem fæddist og ólst upp í Norður-Þingeyjar- sýslu, hefur með þessum ljóðum og fleiri í Ljóð námu land lagt sitt af mörkum til Reykjavíkurskáld- skapar, gerst Reykjavíkurskáld. Hjá Sigurði Pálssyni er að mestu leyti hætt að rigna í borginni eins og svo algengt var áður í ljóðum. Miðbærinn í Reykjavíkurborg, ljóð VIII lýsir því: Gatanermjúk ogþurr eftir að atómskáldin fóru í kaffi og sneru teskeiðunum upp í þessum ljóðaflokki stundar Sigurður Pálsson töluvert spak- mælasmíði eins og þegar hann hermir frá því að ljóðskáld séu Sigurður Páisson krabbameinslæknar tungumálsins og þeir sem ekki stuðli og rími séu kvikasilfursmiðir. Ekki ber að vanmeta orðaleiki og fyndni, en af þessu er komið nóg í ljóðagerð Sigurðar Pálssonar og kominn tími hjá honum til að huga að öðru. Sigurður Pálsson getur í stutt- um ljóðum sagt heilmikið undir því yfirskyni að hann sé að greina frá hversdagslegum hlutum. Þetta er ljóst af Draumorðum, Færeyj- um og Nær og fjær. Dæmi um slík ljóð eru Vængbjartur (í minningu V.G.) og Útfiri, en ekki síst smá- ljóð á borð við Jarðarsmár, Frjáls og Safngler. Það er ljóst að Sigurður Pálsson er meðal þeirra skálda sem yrkja hvað best í hópi þeirra sem nálgast nú óðfluga miðjan aldur, en það sem skyggir á gleðina yfir því að fá í hendur jafn athyglisverða bók og Ljóð námu land er að skáldið yrkir oftar af kunnáttu en tilfinn- ingu. Það er mikils virði að kunna og freistandi að sýna kunnáttu sína, en meira virði að geta ort af sannri tilfinningu. Kunnátta og tilfinning þurfa vitanlega að fara saman. Sigurður Pálsson þarf ekki leng- ur að senda lesendum vottorð um kunnáttu sína eða biðja um próf- skírteini. Hann þarf eftir lækn- ingu tungumálsins að færa út landamæri eigin ljóðs, halda áfram að nema land þar sem málið endar og önnur víðátta tekur við. Siðir og venjur Bókmenntir Jenna Jensdóttir SIÐIR Námsgagnastofnun Menntamálaráðuneytið — skóla- rannsóknadeild Hafdís Ólafsdóttir er höfundur myndefnis Nú á síðustu árum sendir Náms- gagnastofnun frá sér svonefnd „Lesarkasöfn" (ég hélt nú að les- arkir væru óheftar arkir) sem eiga að koma í stað „úreltra" lestrar- bóka með gömlu efni, að sögn forsvarsmanna stofnunarinnar. Þótt „arkir" þessar eigi að leysa gömlu lestrarbækurnar af hólmi verður ekki betur fundið en hér sé fremur um sagnfræði að ræða. Það styrkir þá hugsun að kennsluleiðbeiningar fylgja hverri „lesörk". Tæplega er kennurum sagt svo fyrir, að kennsluleiðbeiningar fylgi fagurbókmenntum. Eða hvað? „Lesörkin" Siðir er einkum ætluð 4. til 6. bekk grunnskóla. Þórður Helgason valdi efnið og samdi kennsluleiðbeiningar. „Lesörkin" hefur að geyma texta eftir merka höfunda, íslenska og erlenda. Hér er um að ræða bæði bundið og óbundið mál. Flestir eru höfundarnir löngu liðnir eða komnir á aldur fram. í fáum orðum til lesandans segir Þórður Helgason meðal annars: „Lesörk þessi hefur að geyma margvíslegt efni, fornt og nýtt, innlent og erlent, sögur, ljóð og frásagnir. Allt efnið á það þó sameiginlegt að í því er leitast við að bregða birtu yfir siði og venjur í samskiptum manna." Hér er um vandað safn sögu- brota, ljóða og kafla að ræða, eftir ágæta höfunda. Eini núlifandi, íslenski höfundurinn er Páll H. Jónsson, sem á hér kafla úr bók sinni Agnarögn. Sem heild þykir mér „Lesörkin" heldur þunglamaleg en það dregur engan veginn úr þeirri staðreynd að efni hvers og eins er höfundi sínum til sóma. Sumar kennsluleiðbeiningarnar eru þannig úr garði gerðar að út úr þeim geta komið stefnumark- andi skoðanir. Tökum dæmi úr leiðbeiningun- um varðandi sögubrot úr „Dóru- bókunum" efdr Ragnheiði Jóns- dóttur: Dóra er yfirstéttarstúlka. Á hverju hefur hún áhuga? Af hverju telur Dóra að einungis sé hægt að hugga fólk með gjöfum?“ SIÐIR toír«(í( itet;»••( r.MjbttíKfaskl „... Hverjir fara í einka- skóla?...“ Úr leiðbeiningum varðandi ljóð- ið Hænsni eftir Örn Arnarson: „Vel kemur til greina að bera saman lýsingu kvennanna í Dóru, Karli og kerlingu og Hænsnum og ræða í framhaldi af því kvenrétt- indi og kúgun kvenna." Eru allar konur kúgaðar? Þessi „Lesörk" ásamt fleiri bók- um frá Námsgagnastofnun barst mér fyrir skömmu og sé ég því ástæðu til að geta hennar, þar sem það hefur ekki verið gert áður. Það væri óneitanlega gaman ef svona „Lesarkasafn" geislaði líka af gleði, þess þarf ungt fólk með og af nógu er að taka, einnig eftir þá höfunda sem hér eru til kvaddir. Að vinna í leir og glerjung Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er óralangt síðan farið var að vinna í leir og sem mótunar- fyrirbæri er hann eitt af merki- legustu efnum er skaparinn hef- ur þóknast að miðla manninum. Leirinn hefur verið notaður í nýta hluti um árþúsundir og er svo enn gert í miklum mæli. Þá eru til ævaforn listaverk, sem mótuð voru í leir og menn fundu fljótlega upp aðferðir til að styrkja hann og herða. Þannig hef ég séð árþúsunda gömul risa- stór ker á Krít, sem voru svo heilleg, að svo var sem þau hefðu verið gerð fyrir fáeinum árum, — voru þetta forðabúr þeirra eyja- skeggja. iSiesbye sér til fyrirmyndar — en sú hefur heldur betur slegið í gegn fyrir að endurnýja keramiklistina með einfaldleik- ann að leiðarljósi ásamt einstæð- umglerjungi. En Sjöfn er þó gjörólík Siesbye að upplagi, verk hennar þyngri og rammgerðari og þannig séð mjög íslenzk. Listakonan er að gera ýmsar merkilegar tilraunir með gerð glerjunga úr íslenzku hraungrýti og fer hér allt öðru vísi að en áður hefur verið gert — hér er ekki útlit hraunsins sem skiptir máli heldur sjálft efni þess og þetta blandar hún þangi. Þessar tilraunir hafa verið lengi að þróast og verið mikið þolin- mæðisverk, sem undirrituðum hefur gefist kostur á að fylgjast með að nokkru. Verkum sínum skiptir Sjöfn í þrennt á þessari sýningu enda Sjöfn Haraldsdóttir í gegnum aldirnar hafa verið gerðar óteljandi tilraunir með leir og brennslu hans og til skamms tíma var leirinn eitt af aðalefnum myndhöggvara. Á seinni árum hafa svo leirlist- armenn reynt að víkka út sviðið með hvers konar tilraunum og stendur sú þróun yfir ennþá. Sýnir þetta best óteljandi mögu- leika þessa undursamlega efnis. Leirlistarmönnum hefur einatt ekki nægt hið hefðbundna svið og lagt út á svið skúlptúrsins og jafnvel málverksins en með mjög mismunandi árangri — oftar eru það myndhöggvarar, sem ná miklum árangri í slíkum tilraun- um og jafnvel málarar og mætti vísa til ýmissa mestu málara aldarinnar. íslenzkir leirlistarmenn hafa verið inni í þessari þróun síðustu áratugi og má sjá glöggt dæmi um það á sýningu Sjafnar Har- aldsdóttur í Gallerí Borg þessa dagana. Sjöfn er vel menntuð, hvort tveggja í myndlist sem leirlist auk þess sem hún hefur lokið prófi sem myndlistarkennari. Menntun sína hlaut hún hér heima og í Kaupmannahöfn þar sem hún býr nú og starfar og hefur hlotið ýmsar viðurkenn- ingar. Það er einfaldleikinn, sem er uppistaðan í myndum Sjafnar og kann að vera að hér sé hún að taka hina miklu listakonu Alev eru þau gerólík að formi þótt glerjungurinn kunni ávallt að vera sá sami. Hér er um að ræða veggmyndir, sem hún nefnir „Keramisk málverk" og eru þau um margt áhugaverð að sam- setningu og mjög vandunnin í sínu gerða formi. Næst taka við hvítar flísar, sem Sjöfn nefnir „Hvítar melódíur." Hér er uppi- staðan hvít, flöt flatarmálsleg form þar sem einfalt línuspil markar flötinn hér og þar. Mikil nákvæmnisvinna þar sem til- gangurinn er fegurð einfaldleik- ans. Á gólfi eru svo stórar málað- ar ker-skálar og eru þær vafalítið merkilegasti hluti sýningarinnar fyrir rismikinn formrænan ein- faldleika og listræn vinnubrögð. Með þessari sýningu sinni vinnur Sjöfn mikinn listasigur og skipar sér ótvírætt í hóp okkar fremstu leirlistarmanna. Sýningunni er vel fyrir komið og létt er yfir sýningarsölum Gallerí Borg þessa dagana. Þó hefði það prýtt sýninguna ennþá meir að hafa nokkur einföld veggteppi á afmörkuðum stað til að auka við hlýleikann eins pg Alev Siesbye gerði með svo ágæt- um árangri er hún fékk þær Kim Naver og Tine Jolander til liðs við sig. Allt um það, þá verður spenn- andi að fylgjast með framhald- inu hjá þessari atorkumiklu listakonu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.