Morgunblaðið - 13.11.1985, Side 1

Morgunblaðið - 13.11.1985, Side 1
56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 257. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1985 Líbería: V aldaránstilraunin brotin á bak aftur Monrovíu, 12. nóvember. AP. STJÓRNARHERINN í Líberíu tilkynnti í dag, aö hann heföi brotið á bak aftur tilraun Thomasar Quiwonka hershöfðinga til valdaráns í landinu. Moses Wright, einn helzti yfirmaður stjórnarhersins, flutti útvarpsávarp síðdegis í dag, þar sem hann skoraði á landsmenn að halda tryggð við Samuel K. Doe forseta og stjórn hans. Miklir bardagar brutust út í nótt, er uppreisnarmenn gerðu skyndiárás á forsetahöllina í Monroviu, höfuðborg landsins. Voru þar að verki stuðningsmenn Quiwonka hershöfðingja, sem hef- ur verið landflótta eftir árangurs- lausa valdatilraun í nóvember 1983. Bardagar urðu mjög harðir sums staðar í höfuðborginni í dag og þó einkum við forsetahöllina. Féllu þar á annan tug manna. Fjöldi fólks þusti út á göturnar og dansaði af gleði, er fréttist um valdarán Quiwonka. í morgun lögðu hersveitir hliðhollar forset- anum til atlögu við uppreisnar- menn á ný og hröktu þá úr þeim stöðum, sem þeir höfðu tekið, en þeir höfðu m. a. náð á sitt vald annarri helztu útvarpsstöð lands- ins. Miklar breytingar á pólsku stjórninni AP/Símamynd Kasparov skoraði þrisvar Nýbakaður heimsmeistari í skák, Garri Kasparov, sést bér í knattspyrnu- keppni, sem fram fór í Moskvu í fyrrakvöld milli „Kasparov-liðsins“ og liðs blaöamanna. Kasparov, sem er mjög liðtækur knattspyrnumaður, skoraði þrjú mörk í leiknum. Ákafir bardagar í Afganistan: Uppreisnarmenn herða flug skeytaárásir sínar á Kabúl Varsjá, 12. nóvember. AP. ZBIGNIEW Messner, hinn nýi for- sætisráðherra Póllands, skipaði í dag 9 nýja ráðherra og þrjá aðstoðarráð- herra í stjórn sína. Þrír valdamiklir hershöfðingjar, sem voru í fyrri stjórn, verða hins vegar áfram í stjórninni. Messner gerði grein fyrir skipan nýju stjórnarinnar i ræðu á pólska þinginu i dag. í hópi þeirra, sem fóru úr stjórninni, var Stefan Olszowski, fráfarandi utanríkis- ráðherra, hvað kunnastur. Hann er foringi þeirra harðlínumanna, sem oft hafa verið í andstöðu við Wojciech Jaruzelski, leiðtoga pólska kommúnistaflokksins. Marian Orzechowski, 55 ára gamall sérfræðingur i marxískri hugmyndafræði, tók við embætti utanríkisráðherra af Olsowski, sem áður hafði einnig sagt af sér sem meðlimur í stjórnmálaráði kommúnistaflokksins. Talið er, að brottför Olsowzkis úr áhrifastöðum verði til þess að styrkja Jaruzelski í sessi sem leið- toga flokksins með tilliti til fyrir- hugaðs flokksþings, sem haldið verður á næsta ári. í ræðu sinni lagði Messner aðal- lega áherzlu á efnahagsvandamál Póllands, sem eru mjög umfangs- mikil og erfið viðureignar. Hann minntist hins vegar varla á stjórn- arandstöðuna í landinu. Islamabad, 12. nóvember. AP. MIKLIR bardagar geysa nú í norður- og vesturhluta Afganistan. Hafa hersveitir úr sovézka innrásarliðinu auk herliðs stjórnarinnar í Kabúl hert sóknaraðgerðir sínar mjög í grennd við borgina Herat. Sveitir uppreisnarmanna hafa brugðizt við af mikilli hörku. Hafa þ»r króað af þrjár birgðaflutningalestir Sovét- manna á þjóðveginum frá sovézku landamærunum til Kabúl, valdið þeim miklu tjóni og náð miklu her- fangi. Þannig náðu uppreisnarmenn í einni árás 11 flutningabifreiðum, sem fluttu eldsneyti fyrir flugvélar Sovétmanna. í tveimur öðrum árásum eyðilögðu uppreisnarmenn Prentsmiðja Morgunblaðsins Filippseyjar: Dóms að vænta í Aquino- málinu Manila, Filippseyjum, 12. nóvember. AP. ÞRIGGJA manna dómur, sem fjallað hefur um Aquino- málið á Filippseyjum, hefur komist að einróma niður- stöðu en ekki verður frá henni skýrt fyrr en að átta dögum liönum. 25 hermenn og óbreyttir borgarar voru á sínum tíma sakaðir um að drepa Benigno Aquino, leið- toga stjórnarandstöðunnar. Augusto Amores forseti dómsins vildi ekkert segja um sjálfa niðurstöðuna í dag. Fab- ian C. Ver, hershöfðingja, og 24 mönnum öðrum, hermönnum og óbreyttum borgurum, hefur verið stefnt fyrir réttinn 20. nóvember nk. til að hlýða á dómsuppsöguna. fjölda flutningabifreiða og her- vagna fyrir Sovétmönnum. Hafa Sovétmenn brugðið á það ráð að leggja jarðsprengjur meðfram þjóðveginum úr norðri til Kabúl til þess að hindra leifturárásir uppreisnarmanna á flutningalest- irnar. Uppreisnarmenn hafa jafn- framt aukið mjög flugskeytaárásir sínar á Kabúl. Skutu þeir 10 flug- skeytum á sovézka sendiráðið í Kabúl 4. nóvember og á laugar- dagskvöld gerðu þeir einnig flug- skeytaárás á herflugvöll borgar- innar. Daginn áður réðust þeir á varðstöð inni í borginni, þar sem þeir felldu fjölda hermanna en komust síðan undan með mikið af vopnum frá stjórnarhernum. Sovétmenn auka nú mjög við- búnað sinn í Panjsherdal. Sást mikil herflutningalest þeirra halda í austur frá Kabúl á fimmtu- dag og önnur á sunnudag. Að undanfömu hefur fjöldi fallinna og særðra sovézkra hermanna verið fluttur til Kabúl eftir bar- daga í Panjsherdal, en þar hafa átökin verið hvað hörðust í landinu frá upphafi styrjaldarinnar þar. Gert er ráð fyrir, að sovézka innrásarliðið eigi enn eftir að herða sóknaraðgerðir sínar á næstunni til þess að tryggja stöðu sína sem bezt, áður en vetur leggzt að. Beirút: Hús hrundi í spreng- ingu og fjórir biðu bana Beirút, 12. nóveniber. AP. SPRENGJUMAÐUR framdi sjálfsmorð í dag með því að aka vörubifreið hlaðinni sprengiefni á byggingu í Beirút, þar sem kristnir menn héldu fund til þess að ræða friðaráætlun Sýrlendinga. Beið maðurinn bana í sprengingunni ásamt konu og tveimur líbönskum hermönnum, sem reyndu án árangurs að skjóta á ökumanninn, er hann stefndi með miklum hraða á húsið. Mennirnir fjórir eru Terry Anderson, fréttamaður AP-frétta- stofunnar, séra Lawrance Jenco, sem er kaþólskur prestur, David Jacobsen, yfirmaður bandaríska háskólasjúkrahússins í Beirút, og Thomas Sutherland, yfirmaður landbúnaðardeildar bandariska háskólans þar. Ástæðan fyrir för Waites nú er sú, að hann hefur fengið orðsend- ingu frá mannræningjunum, sem vakið hefur bjartsýni um að fá megi mennina fjóra lausa. Mann- ræningjarnir krefjast þess, að 17 félagar sínir, sem dæmdir voru í Fimm kunnir forystumenn kristinna manna, þeirra á meðal Camille Chamoun, fyrrverandi forseti Líbanons, særðust í sprengingunni. Einnig særðust aðrir tólf menn til viðbótar. Frá því var skýrt í dag, að Terry Waite, sérstakur sendimaður Roberts Runcies, erkibiskups af Kantaraborg, myndi fara til Beir- út á morgun, miðvikudag, og reyna að fá leysta úr haldi fjóra Banda- ríkjamenn, sem verið hafa fangar hjá öfgasinnuðum hópi múham- eðstrúarmanna í langan tíma. . t. (AP/Slmamynd) Þannig var umhorfs eftir sprenginguna í Beirút í gær, sem varð með þeim hætti, að maður ók bifreið hlaðinni sprengjuefni á hús, sem gereyðilagðist í sprengingunni. Fjórir biðu bana, þar á meðal maðurinn, sem ók bifreið- inni. fangelsi í Kuwait 1983 fyrir ríkjamanna og Frakka þar, verði sprengjuárásir á sendiráð Banda- látnir lausir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.