Morgunblaðið - 27.11.1985, Side 22

Morgunblaðið - 27.11.1985, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 Bjarn Olav Olsen (Lv.) frá fyrir- tækinu sem framleiöir „samtals- vélina“, og Tore Alvik, skipu- leggjandi umfangsmikillar hjálp- artækjasýningar, sem haldin verður í Bærum í Noregi á næsta ári, kynna fréttamönnum hið nýja hjálpartæki málheftra. „Samtals- vél“ handa málheftum MÁLHEFTIR einstaklingar eiga ( náinni framtíð von á nýjum hjálparmiðli, nokkurs konar „samtalsvél“, sem orðið getur þeim að ómetanlegu gagni. Tæki þetta var smíðað f Noregi og getur myndað mál- hljóð eftir forriti og haft á takteinum 80 mismunandi setningar, orð eða tölur. Er bæði unnt að tengja það við sima og nota eitt sér. Með þvi að þrýsta á hnapp á tækinu geta málheftir „talað“ meö aðstoð þess. Hafa má tækið með sér hvert sem er og það gengur hvort sem vill fyrir rafhlöðum eða venjulegu húsa- rafmagni. Talvélin var búin til hjá fyr- irtækinu Falck Produkter i Riser og verður meðal margra nýjunga á mikilli hjálpar- tækjasýningu, sem haldin verð- ur i Bærum i Noregi i júnimán- uði á næsta ári og nefnist „Funksjonalen ’86“. Að henni stendur sýningarfyrirtækið Info-Rama i samvinnu við samtök fatlaðra í Noregi. Indland — Pakistan: Kjarnorkuvígbún- aður skapar spennu milli ríkjanna WaKhinglon, 25. nóvember. AP. Pakistanar eiga nú ekki langt í land með að koma sér upp kjarnorku- vopnum og margt bendir til að Ind- verjar muni bregðast við með því að hefja kjarnorkuvígbúnað í töluverð- um mæli. Sú stefna sem bæði ríkin hafa tekið eykur mjög á kjarnorkuvá í Suður-Asíu að sögn Carnegie-stofn- unarinnar I Kandaríkjunum sem vinnur að friðarmálefnum. Stofnunin telur að ástand það sem skapast hefur í Pakistan og á Indlandi stuðli að þvf að kjarn- orkuvopn breiðist út um heiminn og auki líkurnar á kjarnorkuhern- aði. Fimm þjóðir viðurkenna þegar að þær hafi yfir kjarnorkuvopnum að ráða: Bandaríkin, Sovétríkin, Kína, Bretland og Frakkland. Hið sjötta, Indland, sprengdi kjarn- orkusprengju árið 1974 en þarlend stjórnvöld hafa ávallt haldið því fram að tilraunin hafi verið gerð í friðsamlegum tilgangi. Nokkrar aðrar þjóðir eru álitnar ráða yfir kjarnorkuvopnum eða standa mjög nærri því að koma þeim upp, þ.á m. Pakistan, ísrael og Suður-Afríka. Indland og Pakistan hafa þrisv- ar átt í stríði síðan ríkin voru stofnuð 1947 eftir að nýlendustjórn Breta linnti. Eftir að Indverjar sprengdu kjarnorkusprengju sína 1974 hófu Pakistanar umfangs- miklar aðgerðir til að koma sér upp kjarnorkuvopnum, og er talið að þeir séu langt komnir við gerð þeirra eða hafi þau jafnvel þegar undir höndum. Bílasprengjan í Frankfurt: Tveir arabar grunaðir Krankrurt, 25. nóvemSer. AP. VESTUR-þýsk yfirvöld leita nú tveggja araba, sem grunur leik- ur á að komið hafi fyrir bfla- sprengju á verslunarsvæði bandaríska hersins í Frankfurt. 35 manns, flestir Bandaríkja- menn, særðust í sprengingunni á sunnudag. Rúður splundruð- ust allt að 300 metra frá sprengj- unni og um 40 bifreiðar skemmdust. Vestur-þýska lögreglan sagði strax eftir sprenginguna að allt benti til þess að flokkur vestur-þýskra, vinstri sinn- aðra hryðjuverkamanna stæði að baki sprengjutilræðinu. Að sögn lögreglunnar keyptu tveir útlendingar BMW bifreiðina, sem sprengj- unum var komið fyrir í, og höfðu þeir marokkönsk vega- bréf meðferðis. Gefin hefur verið út lýsing á mönnunum tveimur. Þeir eru milli þrítugs og fertugs, gætu verið arabar, en eru örugglega útlendingar. Aðeins annar þeirra talar þýsku. Nýr skákmeistari Dr. Hans Berliner, prófessor í tölvuvísindum við Carnegie-Mellon- háskólann í Pittsburgh stendur hér við nýja skáktölvu, sem hann hefur hannað. Þetta á að vera sterkasta skáktölvan, sem enn hefur verið búin tíl. Hún getur sundurgreint 175.000 leiki á einni sekúndu, eða helmingi hraðar en nokkur skáktölva, sem vitað er um. Er aðstoðarmaður Begins flæktur í Pollard-málið? Castro vill í stríð við Suður-Afríkustjórn Tel Afk, 26. nóvember. AP. BÆÐI dagblöð og útvarp í ísrael greindu frá því á þriðjudag að fyrrver- andi ráðgjalí Menachems Begin, fyrr- um forsætisráðherra ísraels, hefði fengið Jonathan J. Pollard, starfs- mann bandaríska sjóhersins, til að njósna (þágu ísraela. Útvarpið og dagblöðin tvö, Haar- etz og Yediot, greindu frá nafni mannsins, Rafaels Eytan, sem var ráðgjafi stjórnar Begins um hryðju- verk. Frásögn þessi var reist á frétt- um í Washington Post, en þar var maðurinn aftur á móti ekki nafn- greindur þar sem engar áreiðanleg- ar heimildir bæru því vitni að Eytan væri viðriðinn málið. ísraelska dagblaðiö Hadashot segir frá þvf að árið 1974 hafi Poll- ard unnið sem sjálfboðaliði f kibb- utz. Þar hafi hann boðist til að hjálpa ísraelsku leyniþjónustunni og eftir að ferill hans hafði verið rannsakaður hafi hann verið ráðinn útsendari ísraela. London, 25. nóvember. AP. Fidel Castro, Kúbuleiötogi, hefur farið fram á þaö viö Sovétmenn, aÖ þeir leyfi honum að lýsa yfir stríði á hendur Suður-Afríkustjórn. server á sunnudag. Sagði frá þessu í breska blaöinu Ob- Observer hefur fyrir fréttinni háttsettan en ónafngreindan mann ( sveit Kúbumanna í Moskvu en að hans sögn er til- gangurinn með stríðsyfirlýsing- unni sá að snúa baráttunni gegn Suður-Afríkustjórn upp í „alls- herjarstríð svipað því, sem háð var gegn Hitler". Segir Observ- er, að ráðamenn á Kúbu telji, að þannig verði unnt að hrekja Suður-Afríkumenn og stuðn- ingsmenn þeirra frá Angóla, Namibfu og Mósambik og grafa undan stjórninni í Pretoríu. Kúbumenn munu hafa lagt á það mikla áherslu við Sovét- menn, að stríðsyfirlýsing á hendur Suður-Afríkustjórn myndi auka mjög hróður þeirra í þriðja heiminum en gera veg Atlantshafsbandalagsins, Ev- ÓlA PRÍK LAfJOAI? AÐ VfRA eÍNí 0& 00 GfBFk &WN0/A 'klxtM'mi Ný plata um Öla væntanleg! Hverri plötu og snældu fýlgir textablað og líka myndabók um Óla rópubandalagsins og Breska samveldisins að sama skapi minni. í Observer segir, að Kúbu- menn viðurkenni fyrir sjálfum sér, að stríðsyfirlýsingin geti verið dálítið tvíeggjuð. Óttast þeir einkum þetta fernt: Að Bandaríkjamenn hætti öllum samningaviðræðum við Sovétmenn; að Suður-Afríku- stjórn beitti öllum hernaðarleg- um og efnahagslegum mætti sínum gegn nágrannaríkjunum; að Bandaríkjamenn réðust á Kúbumenn ef þeir drægju ekki stríðsyfirlýsinguna til baka og að Suður-Afríkustjórn beitti kjarnorkuvopnum, einkum gegn Angólamönnum. Leiðrétting Jón Ásgeir Sigurðsson var rang- lega sagður höfundur greinarinnar „Sovéskir „geðlæknar’ og samtök gegn kjarnorkuvá" sem birtist f þættinum Af erlendum vettvangi sl. þriðjudag. Eins og þar kemur fram var um að ræða samantekt úr L’Express. Biðst Morgunblaðið afsökunar á þessum mistökum. ERLENT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.