Morgunblaðið - 04.12.1985, Síða 31

Morgunblaðið - 04.12.1985, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 31 Efnahagssamvinna Sov- Mugabe hittir Gorbachev að máli heimsókn. Símamynd/AP í Moskvu, þar sem hann er í opinberri étríkjanna og Zimbabwe Moskvu, 3. desember. AP. SOVÉTRÍKIN og Zimbabwe hafa undirritað samning um efnahags- lega og tæknilega samvinnu, að því er fréttastofan TASS sagði í dag. Jafnframt var undirritaður samning- ur um samvinnu Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og Föðurlandsfylk- ingarinnar í Zimbabwe, sem er fiokkur Mugabes forseta. Ekkert var látið uppi um inni- hald samninganna. Mugabe hefur verið vel tekið í þessa fyrstu opin- beru heimsókn sinni til Sovétríkj- anna, þar sem hann hefur meðal annars hitt Gorbachev leiðtoga Sovétríkjanna. Hér áður fyrr voru samskipti ríkjanna stirð. Líbanon: Kristnir og múhameðstrú- armenn búast til stórátaka Bæði Ryzhkov, forsætisráðherra kynþáttaaðskilnaðarstefnuna í Sovétríkjanna, sem undirritaði Suður-Afríku við þetta tækifæri samninginn fyrir hönd Sovét- og skoruðu á þjóðir heimsins að manna, og Mugabe fordæmdu beita landið efnahagsþvingunum. Bandaríkin: Hagvöxtur í októ- ber 0,3 prósent Washington, 3. desember. AP. HAGTÖLUR októbermánar í Banda- ríkjunum hækkuðu um 0,3 prósentu- stig, en það er minnsta hækkun á fjórum mánuðum, að sögn viðskipta- ráðuneytisins. Hagfræðingar . telja hina litlu hækkun í október benda til að hag- vöxtur næstu mánuða verði sáralítill. Hagtölur hafa sýnt hagvöxt síðustu sex mánuðina, en aukningin hefur ætíð verið innan við eitt prósentustig. Mesta aukning á árinu var í janúar, 1,3 stig. Fyrstu sex mánuði ársins nam aukning þjóðarframleiðslunnar i Bandaríkjunum 1,1 prósenti. Árið 1984 jókst þjóðarframleiðslan um 6,8% stig og benda því tölur til að aukningin á þessu ári verði snöggtum minni en í fyrra. Beirút, 3. desember. AP. KRISTNIR menn og múhameðstrú- Líbanons og búist er við að til mik- armenn fylkja nú liði í suðurhluta illa átaka komi milli hinna stríðandi Svik og prettir í Kínverska alþýðulýðveldinu Peking, 3. desember. AP. YFIRVÖLD í Kanton-héraði í Kína hafa handtekið mann að nafni Liu Hagran fyrir að svíkja allverulegar fúlgur fjár af fyrirtækjum, sem greiddu fyrir hann hótelreikninga og opnuðu fyrir hann bankareikn- inga í þeirri trú að Hagran næði fyrir þau ábatavænlegum samning- um. Þegar allt kom til alls reyndust samningsvonir þær, sem Hagran vakti, öldungis staðlausar. Kvöldblaðið Yangcheng sagði á mánudag að mál Hagrans bæri óheilbrigðum öfughneigðum innan Kommúnistaflokksins vitni og væri dæmi þess að spilling og lögleysur blómstruðu í kínversku þjóðfélagi. Að sögn fór Hagran til Kanton héraðs á síðasta ári og kvaðst vera yfirmaður úr hernum á eftirlaun- um. Á fimm mánuðum fékk hann 2,86 milljarða Bandaríkjadollara fyrir loforð um að útvega samn- inga. Hann fékk ásamt fjórtán samstarfsmönnum 6,16 milljónir dollara greidda í reiðufé. HagraYi fékk fé til að kaupa korn og næla í viðskiptasamninga og eitt fyrirtæki lét honum peninga í té til að kaupa ál- og stálvörur, en annað fól honum að útvega 6.000 japönsk vélhjól. Embættis- maður við verslunarfyrirtæki þáði mútur og batt svo um hnútana að Hagran fékk ólöglegan banka- reikning. Bretland: Umdeilt frumvarp um verslun á sunnudögum London, 3. desember. AP. LÁVARÐADEILD breska þingsins felldi í gærkvöldi brevtingartillögur við frumvarp stjórnar Margrétar Thatcher um að öllum verslunar- höftum verði aflétt á sunnudögum á Bretlandi. Þetta er mikið áfall fyrir kirkjunnar menn á Bretlandi, sem og stéttarfélög og smákaupmenn, en þessir hópar hafa barist harkalega gegn frumvarpinu. Hugh Montefiore, biskup af Birmingham, lagði fram breyting- artillögurnar, sem kveða á um takmörkuð höft á verslun á sunnu- dögum. Stjórnin lagði frumvarp sitt fram í lávarðadeildinni. Lá- varðarnir hafa vald til að seinka frumvarpinu um eitt ár, en þeir geta ekki fellt frumvarpið. Lá- varðadeildin telur 1.148 þingmenn og sitja þar ævilangt lávarðar og aðalsmenn, sérstakir, skipaðir heiðursmenn og biskupar bresku kirkjunnar. Fulltrúar í deildinni sitja þar ævilangt og gegna ráð- gjafarhlutverki. Talið er að frumvarpið um að verslanir fái að hafa opið að vild á sunnudögum hljóti harðar við- tökur þegar það verður lagt fram á neðri deild þingsins í vor. Margir þingmenn Verkamannaflokksins eru alfarið á móti frumvarpinu og hallir undir málstað stéttarfélags verslunarstarfsmanna og stéttar- félags verkamanna í verslunum og dreifingu. Ýmsir þingmenn íhaldsflokksins eru lítt hrifnir af frumvarpinu og óttast að hvíldar- dagurinn missi allan helgiblæ ef verslanir eru opnar án nokkurra takmarkana. Montefiore sagði, er hann kynnti breytingartillögu sína í lávarða- deildinni, að smáverslanir myndu eiga undir högg að sækja í sam- keppninni við stærri verslanir og starfsmenn í verslunum vildu frá- leitt missa frídag. Þá óttuðust kirkjuyfirvöld að opnar verslanir á sunnudugum myndu kynda undir óeiningu innan fjölskyldna, sem ætti síst við nú, þegar einu af hverjum þremur hjónaböndum lyktaði með skilnaði. Frumvarpið á aðeins við Eng- land og Wales. Verslanir á Skot- landi eru þegar opnar á sunnudög- um. Miklu fé varið til al- næmisvarna í Bretlandi fylkinga áður en varir. Bæði óháða dagblaðið An- Nahar og vinstri blaðið As-Safir vöruðu við því í gær að miklir bardagar milli suður-líbanska hersins (SLA) og Frelsissamtaka alþýðunnar (PLA) stæðu fyrir dyrum. SLA uppistendur mestan- part af kristnum mönnum og PLA eru samtök vinstri manna og mú- hameðstrúarmanna. PLA hrakti kristna menn brott frá strand- svæðum suður af Beirút í apríl og síðan hefur af og til skorist í odda milli PLA og SLA. London, 3. desember. AP. BRETAR munu verja rúmlega 6 milljónum sterlingspunda til að hefta útbreiðslu ónæmistæringar á næsta ári. Að sögn Normal Fowler, ritara félagsmálaráðuneytisins, verður tæp- lega helmingi upphæðarinnar varið til fræðslustarfsemi um sjúkdóminn og hvernig hægt sé að varast hann. Þá verður miklu fé varið til með- ferðar þessara sjúklinga og ráðgjaf- ar fyrir þá sem smitast hafa af sjúk- dómnum. Frá árinu 1982 þar til í október á þessu ári hefur 241 maöur í Bretlandi fengið ónæmistæringu á alvarlegasta stigi og hafa 134 þeirra þegar látist. „Ríkisstjórnin lítur á baráttuna gegn útbreiðslu þessarar hættulegu veirusýkingar sem algjört forgangsverkefni," sagði Fowler.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.