Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985
9
HUGVEKJA
Fimmti
dagur jóla
— eftir sera Heimi Steinsson
,£n af og til erum við á það minnt, að
sveinninn ungi, sem fœddist í Betlehem,
er settur „til tákns, sem móti verður
mœlt“. Langt ersíðan hann hefurátt
jafn volduga ogóbilgjarna andmœlendur
ogeinmitt um okkar daga í sumum
þeim löndum, sem verið hafa heimahag-
ar kristni kynslóð eftir kynslóð. “
Fimmti dagur jóla er á lofti.
Vera má, að þér komi sú nafngift
á óvart, lesandi góður. En þá er
þess að minnast, sem alkunnugt
er, að jólin eru þrettán daga
hátíð frá fornu fari og allt til
þessa. Raunar er reisn hátíðar-
innar misjöfn frá degi til dags.
Eitt er haft til mannfagnaðar í
þennan tíma og annað í hinn.
Nokkrar eyktir milli jóla og ný-
árs sinna menn hversdagslegri
efnum. Áramótin hafa og sinn
sérlega svip. Dagana fyrir þrett-
ándann fjarar hátíðin út, þótt
efsti dagur jóla verði mörgum
manninum gleðistund. En allan
þennan tíma eru jól, fæðingar-
hátíð frelsarans, há-tíð, ofar
öðrum tíðum.
Menn þarfnast hátíða. Þær eru
endurskin þeirrar jólagleði, „sem
aldrei tekur enda“ og á sér stað
í ríki himnanna. Hátíðir eru
sprottnar af sterkri hvöt. Hvötin
sú á sér upptök við hjartarætur
okkar, innra með okkur, þar sem
himnaríki býr og leitar sér útrás-
ar á jólum, páskum, hvítasunnu
og endranær, þegar það ríki
sprengir af sér hlekki fallinnar
mannvistar.
Vel færi á því, að hver og einn
fengi að njóta jóla allt til enda
óáreittur af þvi vafstri, sem
menn löngum velkjast í dagana
fyrir áramót. Væri ekki ráð að
flytja um set það margvíslega
uppgjör, er þá á sér stað, —
ákvarða eins konar fjárhagsára-
mót í annan tíma, t.d. snemma
hausts, þegar flestir bera halann
brattan eftir sumarið og eru
fullir starfsorku og vinnugleði?
— Þá gætu menn unað jólum
með skilmálalausari hætti en nú
vill stundum verða, gjört sér
glaðan dag, — hátíð, — og búið
sig með þeim hætti undir hin
óhjákvæmilegu átök, er að öðru
leyti eiga sér stað velflestar
stundir ársins.
Augu mfn hafa séö
hjálpræöi þitt
Textar þessa dags greina frá
því, er María og Jósef fóru með
barnið Jesúm „upp til Jerúsalem
til að færa hann Drottni" (Lúk.
2:22). í helgidómihum hittu þau
öldunginn Símeon, en honum
hafði heilagur andi vitrað, að
hann skyldi ekki sjá dauðann,
fyrr en hann hefði augum litið
hinn smurða, Messías, Krist, —
frelsarann sem Guð hafði heitið,
að koma skyldi og hinir trúuðu
í fsrael væntu um þær mundir.
Símeon tekur hvítvoðunginn í
faðm sér og fer með elzta jóla-
sálminn, sem varðveitzt hefur og
fluttur er af manni í tilefni
fæðingar frelsarans:
„Nú lætur þú, Drottinn, þjón þinn í
friði fara,
eins og þú hefur heitið mér,
því að augu mín hafa séð hjálpræði
þitt,
sem þú hefur fyrirbúið í augsýn allra
lýða,
ljós til opinberunar heiðingjum
og til vegsemdar lýð þínum ísrael.“
Þannig fagnar fulltrúi hins
forna siðar Gamla testamentis
og Gyðingdóms höfundi hins
nýja siðar, kirkju Krists. „Augu
mín hafa séð hjálpræði þitt.“
Með fæðingu barnsins Jesú er
runnin önnur öld yfir mannheim.
Guð hefur skorizt í leikinn í því
skyni að rétta hlut sköpunar
sinnar. Ljós skín í myrkri. Og
þótt myrkrið ekki meðtaki ljósið,
mun ljósið allt að einu bera sig-
urorð af myrkrinu.
Sjálf munt þú
sveröi níst
En öldungurinn Símeon á
fleira ósagt. Að loknum lofsöngn-
um beinir hann máli sínu til
Maríu og segir við hana:
„Þessi sveinn er settur til falls
og til viðreisnar mörgum í ísrael
og til tákns, sem móti verður
mælt; og sjálf munt þú sverði
nístísálu þinni."
Annar dagur jóla er helgaður
fyrsta píslarvottinum, Stefáni,
en fjórði jóladagur nefnist
barnadagur ellegar dagur sak-
leysingjanna helgu og er þess þá
minnzt, hversu Heródes konung-
ur lét fyrirfara ungbörnum í
Betlehem og nágrenni hennar
(Matt. 2:16).
Þannig erum við seint og
snemma minnt á það um jóla-
leyti, að kristin trú er vettvangur
átaka og ýtrustu fórnar eigi síður
en dýpsta fagnaðar. Sá Guð, er
gjörðist maður í Jesú Kristi,
reyndist eigi aðeins tákn, sem
móti var mælt, heldur fórnar-
lamb, öllum kvölum kvalinn og
að lyktum líflátinn með skelfileg-
um hætti. Móðir hans, Guðsmóð-
irin særða, var sverði níst í sálu
sinni, er sonur hennar hékk á
krossinum á Hausaskeljastað.
Þeir, sem honum fylgja, eru
fagnaðarbörn. En tilefni gleði
þeirra er margslungið. Þeir eru
„keyptir lausir", eins og komizt
er að orði í einum af pistlum
þessa dags (Gal. 4:5). En kaup-
verðið er engin smámynt. Sjálfur
hlaut Kristur að gjalda lausn
þeirra með lífi sínu.
Þeim hinum sömu er þá einnig
ætluð sú „breytni eftir Kristi“,
er getur leitt þá í spor Stefáns
frumvottar og sakleysingjanna
helgu. Og allar stundir skyldu
kristnir menn vera minnugir
kaupverðsins dýra og sýna þá
minningu í breytni sinni. í ann-
arri lexíu þessa Drottinsdags
bendir Páll postuli á eðli og
innihald þeirrar gleði, sem læri-
sveinunum er fyrir búin og í
hendur fengin á jólum:
„íklæðist því eins og Guðs út-
valdir, heilagir og elskaðir,
hjartans meðaumkun, góðvild,
auðmýkt, hógværð og langlyndi.
Umberið hver annan og fyrirgef-
ið hver öðrum, ef einhver hefur
sök á hendur öðrum. Eins og
Drottinn hefur fyrirgefið yður,
svo skuluð þér og gjöra".
(kól.3:12—13)
Hér er engin hundakæti sett á
svið, heldur sá jólafagnaður, er
tekur mið af þeirri ábyrgð og
alvöru, sem fylgir því að vera
barn Guðs, útvalinn af honum,
sem varð hold á jörð og býr með
oss.
Heims um ból?
Fáum dögum fyrir jól las ég í
dagblaði nokkru athyglisverð
viðtöl við Islendinga, er eytt
höfðu einhverjum jólum ævinnar
erlendis. Þar á meðal var lýst
jólum í Sovjetríkjunum og á
Kúbu. Um hin fyrr greindu jólin
féllu þessi orð, meðal annarra:
„Eg var nú yfirleitt í prófum
á jóladag og annan í jólum ...
Rússar halda engin eiginleg jól,
þessir dagar eru yfirleitt venju-
Iegir vinnudagar hjá þeim ...
Grísk-kaþólskir Rússar halda
svo aftur sín jól í janúar, en það
eru auðvitað engin opinber jól,
maður verður ekki var við þessi
janúarjól, þau eru bara inni á
heimilum hinna trúuðu.“
Varðandi jól á Kúbu dró sögu-
maður fram nýlundu, er gjörðist
þar í landi árið 1969, en „þá varð
sá frægi atburður á Kúbu, að
jólunum var frestað vegna geysi-
mikillar sykuruppskeru". Síðar í
viðtalinu getur að lesa eftirfar-
andi upplýsingar: „Og eftir þetta
mál með sykuruppskeruna og
frestun jólanna ’69 voru jólin
ekkert endurvakin."
Þessi óbrotnu orð segja meiri
sögu en í augum uppi liggur.
Alkunnugt er, að Orþodoxakirkj-
an í Austur-Evrópu heldur jól í
annan tíma en gerist hér um
Vesturlönd. Því þarf það ekki að
koma neinum á óvart, þótt jóla-
dagarnir okkar skipi annan sess
þar en hér. Hitt er fremur til
umhugsunar, að þegar þessi
forna kirkja heldur fæðingar-
hátíð frelsarans, þá eru það
„auðvitað engin opinber jól“.
Gestur verður ekki jólanna var
í því fjölmenna samfélagi, sem
þarna er til umræðu. Þau fara
fram „á heimilum hinna trúuðu".
Kunnugir halda því raunar
fram, að „hinir trúuðu" í Rúss-
landi séu ekki ýkja fáir, enda átti
kirkjan öldum saman sterkari
ítök meðal almennings þar í landi
en víðast hvar annars staðar um
heimsbyggðina. Ástæða er til að
spyrja, hvers vegna jólin séu
orðin svo dæmalaust óopinber
hátíð austur þar.
Dæmi Kúbverja er auðvitað
enn skilmerkilegra. Þar var jól-
unum frestað og þau síðan „ekk-
ert endurvakin". — Ekki er
kunnugt, að rómversk-kaþólsk
kristni standi grynnri rótum á
Kúbu en annars staðar, þar sem
hún hefur numið land. Fróðlegt
væri að vita, hvaða hugmynda-
fræði lægi til grundvallar þeirri
ákvörðun að leggja niður jólin á
eyjunni þeirri.
Við syngjum gjarnan „Heims
um ból helg eru jól“ samkvæmt
þeim skilningi, að kristnar þjóðir
um alla heimsbyggðina taki með
nokkrum hætti undir einum
rómi. En af og til erum við á það
minnt, að sveinninn ungi, sem
fæddist í Betlehem, er settur „til
tákns, sem móti verður mælt“.
Langt er síðan hann hefur átt
jafn volduga og óbilgjarna and-
mælendur og einmitt um okkar
daga í sumum þeim löndum, sem
verið hafa heimahagar kristni
kynslóð eftir kynslóð.
AlþjóÖleg rádstefna um
kristna trú og boðun
Þessa dagana fer fram í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
ráðstefna um kristna trú og
boðun. Ráðstefnan er liður í
alþjóðlegu samkomuhaldi, er á
sér stað samtímis í 90 borgum
um allan heim. Um þetta efni
farast biskupi Islands svo orð í
bréfi til presta og safnaða:
„Þessir fjölmennu samfundir
verða með hjálp gervihnatta. í
tvær stundir á hverjum degi
verða þátttakendur hér heima
kl. 15—17 í beinu sambandi við
hálfa. milljón manna um sjón-
varpsskjáinn í lofgjörð, tilbeiðslu
og bæn. Hér er um samkirkjulegt
verkefni kristinna trúfélaga að
ræða, sem vert er að vekja at-
hygli sóknarfólks á, til þess að
þátttaka okkar verði sem mest.“
Ráðstefnan stendur frá 28. til
31. desember. í blöðungi, sem
gefinn hefur verið út af þessu
tilefni, kemur í ljós, að flestar
kirkjudeildir á íslandi taka þátt
í starfinu.
Hér er nýlunda á ferð, og
hljóta kristnir menn allir að
biðja starfinu blessunar. Vel fer
á að halda ráðstefnuna á jólum.
Hún gæti orðið til að efla meðvit-
und þátttakenda og annarra um
það, hversu fæðingarhátíð frels-
arans teygir sig „heims um ból“
og sameinar kristna menn víðs
vegar um heimskringluna undir
krossins helga tré, — þrátt fvrir
I allt.
f SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 30. DES. 1985
Spadstaitelni. happdioBttislan og rerðbreí Veðskuldabiéf - mðtirpgð
Söiugtngi Avðxturv Dog00ðMI Lánat Nafn- Sðkjgangl m.v.
Ar-ftokkur pr.kr.100 Mkrata ttl Inni.d 2afb. vaxdr mtam. ávðxtunar-
1971-1 23 782,00 Innfv i Saðiab 15.09 05 áárl HLV kröfu
1972-1 23.53229 7,50% 25 <L 12% 14% 16%
1972-2 18.751,55 7,50% 256 d. 1 ár 4% 95 93 92
1973-1 13.745,71 7.50% 255 d. 2ár 4% 91 90 88
1973-2 13.03935 7,50% 25 d. 3ár 5% 90 07 05
1974-1 8.329,71 7.50% 255 d. 4ár 5% 88 84 82
1975-1 6.904,24 7,50% 10 d. 5ár 5% 05 82 78
1975-2 5.108,67 7,50% 25 d. 6ár 5% 83 79 76
1975-1 4.584,23 7,50% 70 d 7 ár 5% 01 77 73
1976-2 3.802,05 7,50% 25 d. 8ár 5% 79 75 71
1977-1 3.276,96 7,50% 85 d. 9ár 5% 78 73 68
1977-2 2.737,47 2^21.96 7,50% 7,50% 250 d. 85 d. 10 ár 5% 78 71 66
1975-2 1 748,92 7,50% 250 d.
1979-1 1979-2 1.528,86 1.132,57 7,50% 7,50% 55 d. 255 d Vaðskuldabiéf - oreiðtirjgð
1950-1 1.026,05 7,50% 105 d. Sötugengl m.v.
1900-2 760,42 mnlv 1 SeOtab. 25.10.85 Lánsi 1 afbáárl 2afb. áárl
1901-1 690,48 7,50%
20% 28% 20% 28%
505,30 476,50 7,50% 7,50% 205 d.
1982-1 61 d. 1 ár 79 84 85 89
1962-2 348,82 7,50% 271 d. 2ár 66 73 73 79
1983-1 276,84 7,50% 61 d 3ár 56 63 63 70
1983-2 175,84 7,50% 301 d. 4 ár 49 57 55 64
1984-1 171,23 7,50% 1 ár 31 d 5ár 44 52 50 59
1984-2 162,54 7,50% 1 ár2S0d
1904-3 157,10 7,50% 1 ár 312 d.
1905-1 141,11 7,50% 2 ár 10 d Ejaiabief
197545 4.072,25 Inniv i Seölab 1985.85
1976-H 3.779.64 8,00% 90 d Veiðbiéfasjoðsins
1976-1 2.919,30 2590,17 0,00% 8.00% 330 d. 1 ár 91 d Gangl pr. 27712 - 1,402
553,03 0.00% 121 d. Mafrtvaro
7.010
1985-1IB 92,72 11,00% 10 *r. 1 afb 4 áh O 000 70.100
1965-2IB 95,75 10,00% 5 ér. 1 aft> A áh
1905-3IB 92,94 10,00% 5 Ar, 1 afb é ári
KJARABRÉFIN!
Á hálíu ári haía þau skilað eigendum sínum
ársávöxtun umíram verðtryggingu.
Spariljáreigendur! Kynnið ykkur kosti Kjarabréfa.
Verðbréfamarkaðu r
Fjáríestingailélagsins
Hafnarstræti 7, o 28566
Stofnaðili að Verðbréfaþingi Islands