Morgunblaðið - 29.12.1985, Síða 16

Morgunblaðið - 29.12.1985, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 I komizt að apakettirnir biti eða klóri suma veiðimennina, og þá á sýkillinn greiðan aðgang inn í blóðrásina. Blm.: Búizt þið við því að ónæm- istæring verði að meiriháttar drepsótt víða um heim? Gallo: Ég vil engu spá um það. Ég býst ekki við að veikin taki að breiðast eins mikið út meðal fólks með eðlilega kynhneigð eins og reyndin hefur verið meðal kyn- hvarfra. Aftur á móti má búast við því, að ónæmistæringin eigi eftir að hafa gífurlega alvarlegar afleiðingar fyrir Afríkubúa, ef nýjustu upplýsingar sem við höf- um fengið þaðan, reynast réttar. Blm.: Hvaða upplýsingar? Gallo: Starfsbróðir okkar einn frá París tók blóðsýni úr hópi sjúklinga, sem vistaðir voru á sjúkrahúsi í Kinshasa og var þessi hópur valinn af handahófi. Af þeim 140, sem blóðsýni voru tekin úr, reyndist 71 hafa jákvæða svör- un við ónæmistæringarveirum. Þetta er ægilega há tala. Blm.: Voru þetta jafnt karlar sem konur? Gallo: Jafnt af báðum kynjum. Og af litlum hópi, alls 40 manns, sem valinn var af handahófi meðal fólks á förnum vegi til töku blóð- sýna, reyndust þrír hafa sýkilinn. Það táknar sex eða sjö prósent alls almennings í landinu; og ef fólk er eins næmt fyrir veikinni þar um slóðir eins og hér á Vestur- Afríkani með grænan apakött: Með því að klóra og bíta... .. .smituðu apakettirnir menn með ónæmistæringu: Markaðstorg í Kinshasa. löndum, þá er ástandið þarna í Mið-Afríku hreint og beint skelfi- legt. Blm.: Er hægt að ímynda sér að tölurnar eigi eftir að verða eitt- hvað áþekkar meðal Vestur- landabúa? Gallo: Þá hugsun vil ég ekki einu sinni reyna að hugsa til enda, og held raunar að ekkert þvílíkt eigi eftir að gerast. En ég álít líka að maður eigi ekki að vera að spá of miklu í þessum efnum. Það verður að taka á þessu máli; hér áður hætti okkur til að vanmeta þennan sýkil. Éggleymi því ekki hvaðembætt- ismenn á sviði heilsugæzlu og lækna- og hjúkrunarlið á sjúkra- húsum hló innilega að mér, þegar ég kom í fyrsta skipti til Þýzka- lands og var að skýra frá þessum sýkli; ég tek það fram að þýzkir vísindamenn á sviði veirurann- sókna gerðu ekki gys að útlistun- um mínum. Blm.: Hefur þessi afstaða heil- brigðisyfirvalda og sjúkrahúsliða breytzt síðan? Gallo: Já, alveg örugglega í Þýzkalandi; sú afstaða breyttist fyrir um það bil einu ári. Þjóðverj- ar eru núna búnir að koma sér upp framúrskarandi góðum rannsókn- arstofum og sérfræðingum á sviði ónæmistæringarrannsókna í Múnchen, Frankfurt, Göttingen, Bonn og Berlín. Blm.: Það hefur komið í ljós að ónæmistæringarsýking er afar algeng í fangelsum meðal þeirra fanga sem neyta eiturlyfja. Geta það talizt viðeigandi viðbrögð ef starfsmenn fangelsanna fara að nota grímur og gúmmíhanzka við störf sín, þegar þeir eru innan um sýkta fanga? Gallo: Ég held nú að það sé hrein og bein móðursýki. Ekki færi ég að nota grímu ef ég umgengist einhvern sem sýnt hefur jákvæða svörun við veirunni. Blm.: Sé niðurstaðan á rannsókn blóðsýnis HTLV-3 jákvæð, þýðir það fyrst og fremst að viðkomandi hafi myndað mótefni gegn ónæm- istæringarveirum. Þarf það endi- lega líka að tákna, að veirurnar sjálfar séu á ferli í líkama hans? Galio: Þetta er spurning, sem oft er búið að spyrja áður og ég er farinn að verða svolítið leiður á henni, af því að það hefur verið þvælt svo mikið um þetta. Blm.: Samtök kynhvarfra og einnig læknasamtök hafa lýst yfir þeirri skoðun sinni, að ef mótefni finnist í blóði manna, þá geti það líka táknað að viðkomandi sé orð- inn ónæmur gegn sýklinum. Gallo: Við rannsökuðum þetta fyrir einu ári hjá hópi kynvilltra, sem sýnt höfðu jákvæða svörun varðandi mótefni í blóði gegn ónæmistæringarveirum. Hjá 85 prósent þeirra, sem gengust undir þessa rannsókn, gátum við ein- angrað ónæmistæringarveiruna. Blm.: Og hvað þá með þau 15 prósent sem eftir voru? Gallo: í þeim tilvikum mátti rekja niðurstöðuna til tæknilegra mistaka við rannsóknina. Það þýð- ir sem sagt í reynd 100 prósent hinna rannsökuðu. Blm.: Er allt það fólk sem sýnt hefur jákvæða HTLV-3 svörun þá mögulegir smitberar? Gallo: Já. Ég get ekki sannað að hver og einn þeirra smiti einhvern eða einhverja, en ég hlyti að teljast geðbilaður ef ég svaraði þessari spurningu neitandi. Fólk með já- kvæða svörun á HTLV-3 er með sýkilinn í blóðinu; þessir menn eru því mögulegir smitberar, svo mikið er víst. Blm.: Ber þá að líta á alla sem sýnt hafa jákvæða HTLV-3 svörun sem sjúklinga? Gallo: Ég lít á þá sem fólk er gæti verið í bráðri hættu. Enginn veit enn sem komið er um lang- tímavirkni veirunnar. Það er því heimskulegt og enn allt of snemmt að fara að fullyrða, að einungis fimm eða tíu af hundraði þeirra, sem reynzt hafa haft jákvæða HTLV-3 svörun, eigi eftir að veikj- ast af ónæmistæringu. Blm.: Ágizkanirnar virðast vera á bilinu þrjú og upp í tuttugu pró- sent. Gallo: Ég gizka á að rúmlega tíu prósent þeirra, sem sýkzt hafa, muni sennilega fá ónæmistæringu. Þar að auki mundi ég búast við því að eitt prósent til viðbótar af þeim sem ganga með sýkilinn verði öðrum sjúkdómum að bráð, sem enginn setur núna f samband við ónæmistæringu, þótt þessir sjúk- dómar stafi af ónæmistæringar- veirunni, til dæmis vissir heila- sjúkdómar og vissar tegundir krabbameins. Blm.: Samkvæmt þessari hlut- fallstölu yðar ættu að vera yfir 100.000 sjúklingar með ónæmis- tæringu í Bandaríkjunum einum saman, ef gengið er út frá því eins og bandaríska farsóttastofnunin í Atlanta gerir, að ein milljón Bandaríkjamanna hafi nú þegar smitazt af veirunni. Gæti þá hlut- fallið milli þeirra sem smitazt hafa og þeirra sem fá ónæmistær- ingu af því smiti tekið að hækka enn, þegar fram líða tímar? Gallo: Þessu er ennþá ekki hægt að svara. Ég held, að eftir um það bil fimm ár verði það 15 prósent smitaðra sem veikjast. Sennilega er þetta lág ágizkun hjá mér. Það er ef til vill dálítið óvarlegt af mér, en ef ég segi það sem ég álít sjálfur innst inni, þá held ég að allir sem þegar hafa smitazt af veirunni, muni eftir um það bil 20 ár héðan í frá... Blm.: Munu þeir allir deyja úr þessu? Gallo: Það held ég ekki, en ég hugsa að þeir verði þá allir heilsu- farslega þannig á sig komnir að þeir kynnu að veikjast mjög alvar- lega. Blm.: Er mögulegt að varnar- kerfi líkamans vinni bug á ónæmi- stæringarveirunni? Gallo: Já, það gæti vel verið. Blm.: Eruð þið bjartsýnir að því er varðar árangur þeirra rann- sókna, er miða að framleiðslu bólu- efnis, og á þróun haldbærrar lækn- ingameðferðar gegn ónæmis- tæringu? Gallo: Ég gæti ekki starfað við þessar vísindarannsóknir, ef ég væri ekki hóflega bjartsýnn á góð- an árangur af starfi okkar. Blm.: Mun bóluefni gegn sjúk- dómnum fyrst koma fram eða verður viss lækningameðferð fyrri til að líta dagsins ljós? Gallo: Um það vil ég engu spá; hvort tveggja þróast saman og það er brýn nauðsyn á hvoru tveggja. Bóluefni gæti líka orðið til mikillar hjálpar við læknismeðferð gegn sjúkdómnum. Veiran veldur sjúk- dómnum á þann hátt að hún færir sig frá einni t-hjálparfrumunni yfir á aðra, og ef við getum fram- leitt bóluefni, sem kæmi í veg fyrir að veiran næði að breiðast út í líkamanum, þá værum við um leið komnir með reglulegt lyf í hend- urnar eða að minnsta kosti mikla hjálp í læknismeðferð gegn sjúk- dómnum. Blm.: Hvað álítið þér, er þetta spurning um þrjú ár, tíu ár eða tuttugu? Gallo: Það er spurning um það hve mikið fjármagn verður lagt í skipulegar rannsóknir og einnig um það hve vel okkur tekst að skipuleggja og samræma sjálft rannsóknastarfið. Einhver verður að hafa kjark til að hefjast handa við að prófa sig áfram með vissum lyfjum, sem lofa góðu í baráttunni gegn ónæmistæringu, og hafa við þær rannsóknir allstóran hóp sjálf- boðaliða til meðferðar. Það þurfa að vera nægilega stórir hópar sjúklinga og vinna að þessum próf- unum í nægilega mörgum rann- sóknamiðstöðvum, til þess að unnt sé að ná fram vísindalegum hald- góðum niðurstöðum. Ef slíkri rannsóknaáætlun væri hrundið af stað, gætum við reiknað með því að hafa að minnsta kosti náð fram afar athyglisverðum niðurstöðum eftir þrjú til fjögur ár. Það ástand sem við búum við um þessar mundir er mjög svo furðulegt: Annars vegar kann svo að fara að sú skelfing, sem ónæm- istæringin veldur, leiði til þess að fólk fari almennt að taka upp kynlífsbindindi, ef okkur tekst ekki að finna haldgott ráð gegn þessum sjúkdómi. Hin hlið málsins er svo ósköp einföld: Þegar allt kemur til alls, verða menn að halda áfram að geta menn. Menn verða að fá að ástunda og njóta áfram kynlífs. Apótekara- skipti í Stykkishólmi Stykkishólmi 23. desember. UM ÞESSI áramót verða apótekara- skipti hér í Stykkishólmi en Jón Björnsson sem hér hefir verið í 10 ár, lætur hér af þjónustu og flytur til Akraness þar sem hann tekur við Akranesapóteki af Stefáni Sigur- karlssyni sem var hér þegar Jón kom og tók hér við af Stefáni. Ég átti stutt samtal við Jón á heimili hans og spurði hann hvern- ig honum hafi líkað dvölin hér í Stykkishólmi. „Við höfum kunnað hér frábærlega vel við okkur," sagði Jón, „og vissulega komum við til með að sakna hér margra og svo er hér friðsæll og fagur staður og allt gerir þetta sitt til að það er enginn vandi að una hér. Það var vissulega enginn ferða- hugur í mér og hér hefði ég verið lengur ef atvikin hefðu ekki hagað því þannig að þessu starfi var skipt, þannig að nú verður ólafsvík sérstakt apótekaraumdæmi og átti að koma þessu þannig fyrir fyrir nokkrum árum en var frestað. Ég hafði allt Nesið áður með útibúum bæði í Grundarfirði og Ólafsvík. Reyndi ég að gera mitt besta til að annast þessa þjónustu." Það fer ekki á milli mála að Hólmarar sakna Jóns og hans góðu fjölskyldu. Hitt á líka eftir að reyna á hvort rétt hafi verið að skipta apótekinu í tvennt. Stykkishólmsapótek var stofnað árið 1838 og hefir starfað hér síðan og nú þegar Jón lætur af störfum er væntanlegur hingað kvenapó- tekari, Hanna María Sigurbjörns- dóttir, sem tekur við um áramót og er það í fyrsta sinn í sögunni að hér starfar kvenmaður að lyf- sölu. Árni Á Þorláks- messu í Stykkishólmi Sty kkishólmi 24. desember. ÞAÐ VAR mikið um að vera í Hólminum í gær, á Þorláksmess- unni, fyrír utan þetta venjulega, þ.e. jólaumferðin í búðunum. Kirkjukór- inn á æfíngu og starfsfólkið og gest- ir að æfa í kirkju sjúkrahússins jólasálmana. Þá heyrðist í lúðrun- um. í Hólmgarði, skrúðgarðinum okkar, var samankomið margt fólk kl. 15 til að fagna jólunum. Bar þar mikið á blessuðum börnunum enda eru jólin þeirra að meira leyti. Blás- ið í lúðra, sungið og fagnað við stóra norska jólatréð okkar. Lionsklúbburinn hefir undan- farin ár haft þann sið að félagar bregða sér i viðhafnarbúninginn og fara um bæinn og á sjúkrahúsið og dvalarheimilið þar sem þeir afhenda gjafir og sælgæti. Þetta setur sinn svip á umhverfið. Nú þegar ljósin eru hætt að ljóma í eyjunum og öll byggð þaðan horfin í skammdeginu, bæta hin mörgu jólaljós í bænum þetta verulega. f kirkjugarðinum hefir verið komið upp fjölmörgum ljósum og má heita að hann sé eitt ljóshaf. í gærkvöldi lék svo harmonikku- leikarinn okkar, Hafsteinn Sig- urðsson, í vöruhúsinu Hólmkjör og bætti það einnig jólagleðina, en Hafsteinn hefir um langan tíma haldið hér uppi músík fyrir Hólm- ara og verið þar ótrauður. Er hann líka kennari við Tónlistarskólann hér. Ámi Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.