Morgunblaðið - 29.12.1985, Page 18

Morgunblaðið - 29.12.1985, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 „Astæðan fyrir því ad ég skrifaði um dauðann út frá líffræðilegu sjónarmiði var m.a. sú að mig langaði til að svipta hinni ógnvekjandi hulu af því sem við eigum öll óhjákvæmilega fyrir höndum, þeim atburði lífsins sem er sjálfsagðastur og eðlilegastur. í hinni vestrænu menningu liggur það sem viðkemur dauðanum í þagnargildi sé þess nokkur kostur. Fólk forðast að tala um hann af því að það kvíðir honum en ég vil halda því fram að sá kvíði stafi að miklu leyti af því að við erum hrædd við hið óþekkta. Tilgangurinn er sem sé m.a. sá að eyða kvíða en auk þess er ýmislegt viðkomandi þessum at- burði merkilegt og þess virði að því sé gaumur gefinn,“ segir Alex Birch, danskur líffræðikennari sem var hér á ferð fyrir skömmu. Hann hefur skrifað bók sem notuð er við kennslu í skólum í Danmörku og nefnist „Dodens Biologi“. Erindi hans hingað til lands var að kynna sér greftrun- arsiði á íslandi og hlaut hann styrk til ferðarinnar af hálfu opinberra aðila í Danmörku. „Tilgangurinn að eyða kvíða við hið óþekkta“ — segir Alex Birch um bók sína um líffræði dauðans „Það vekur athygli mína að þið íslendingar virðist að mörgu leyti hafa mun afslappaðri af- stöðu til dauöans, ef svo má að orði komast, en við Danir t.d. Þessi afstaða kemur fram í ýmsu í fari ykkar. Þið virðist síður gera langtímaáætlanir og eruð gjarnari á að láta hlutina ráðast en við. Og þið eruð áreiðanlega miklu fremur örlagarúar en við erum. Ef til vill stafar það að nokkru leyti af nábýli ykkar við óblíð náttúruöfl sem þið verðið stöðugt áþreifanlega vör við og það svo miklu meira en flestar aðrar þjóðir. Þrátt fyrir allt sem t.d. Danir og íslendingar eiga sameiginlegt þá hafa þjóðirnar lifað við ólíkar aðstæður og það setur mark sitt á ótalmargt í menningu þeirra, trúarbrögðum og uppruna einstaklinganna. Eg nefni Dani sem dæmi til saman- burðar en margar Evrópuþjóðir búa við svipaðar aðstæður og þeir og þessar aðstæður eru mjög frábrugðnar íslenzkum aðstæð- um.“ „Líffræði dauðans? í hverju er hún eiginlega fólgin?“ „Hún er fólgin í líffræðilegri þróun sem hefst alls ekki á dauðastundinni heldur löngu fyrr. Dauðinn er reyndar for- senda lífsins, líffræðileg nauð- syn, eins og m.a. má sjá á því að án dauðans yrði alls ekki líft á jörðinni eftir mjög skamman tíma. í náttúrunni eru öllum hlutum skorður settar og til að skýra þetta má nefna að ef ein einasta sóttkveikja fengi að tímgast hindrunarlaust liði ekki á löngu áður en hún og afkom- endur henna yrðu fyrirferðar- meiri en jörðin sálf. Dauðinn er sem sé einhver mikilvægasti hlekkurinn í lífkeðju náttúrunn- ar. Það er því óeðlilegt og óæski- legt að við skulum óttast hann svo mjög að við megum vart til hans hugsa, hvað þá að tala um hann. í líffræðikennslunni varð ég fljótt áskynja að áhugi á þessu efni var vissulega fyrir hendi en upplýsingar voru af skornum skammti og þær fáu upplýsingar sem fyrir lágu voru vægast sagt óaðgengilegar. Því ákvað ég að útbúa sjálfur námsefni um þetta og það er ætlað til kennslu í skól- um og hjá umsjónarmönnum kirkjugarða fyrst og fremst. Síðan bók mín kom út ásamt tveimur öðrum sem fjalla um skyld efni hef ég hins vegar orðið þess greinilega var að það eru ekki aðeins skólanemar eða þeir sem starfa í tengslum við dauð- ann sem hafa áhuga á þessu heldur vill almenningur mjög gjaman fræðast um þetta. Ýmis- legt viðkomadi þessu efni er líka beinlínis skemmtilegt og mjög fróðlegt frá menningarlegu sjón- armiði séð. Greftrunarsiðir eru t.d. margvíslegir og í þeim koma fram hinar fjölbreytilegustu hugmyndir sem menn gera sér um lífið og dauðann. Það má t.d. spyrja hvers vegna kirkjugarðar séu afgirtir. Upphaflega mun það ekki hafa verið í virðingarskyni við hina látnu eins og kann að vera nú á tímum. Það var af því að á miðöldum gekk búpeningur laus í leit að æti. Einkum voru svínin fljót að snuðra kirkjugarð- ana uppi og hreint vandræða- ástand var ekki óalgengt af þeim sökum. Því var farið að girða þessa staði af eins og síðan hefur verið gert alls staðar. Eftir sem áður voru kirkjugarðar vipsælir samkomustaðir og til eru myndir sem sýna að þar voru haldnir markaðir og hátíðir, auk þess sem kirkjugarðurinn var vinsælt athvarf vændiskvenna og drykkjumanna. Þau lög sem nú eru í gildi um kirjugarða eiga að mestu leyti rætur að rekja til hreinlætissjónarmiða og heilsu- verndar og í Danmörku gengu í gildi lög árið 1624 þar sem reynt var að hindra útbreiðslu smit- sjúkdóma með því að heimila einungis nánustu ættingjum fólks sem látizt hafði af völdum slíkra sjúkdóma að fylgja því til grafar. Árið 1682 komu svo lög sem kváðu á um það að líkkistum skyldi lokað innan fjögurra daga frá andláti og ofan jarðar mátti ekkert lík vera lengur en átta daga. Lengi vel var siður að grafa fyrirfólk inni í kirkjunum, þ.e. undir kirkjugólfinu, og sá siður að brenna reykelsi við kirkjuleg- ar athafnir mun eiga sér rætur í því að svo stæk var nályktin í kirkjunum að nauðsynlegt var að deyfa hana með einhverjum hætti. Ýmiss fróðleikur af þessu tagi getur varpað ljósi á marga af þeim siðum sem viðteknir eru núátímum." „En hvenær var farið að brenna lík?“ „Hér á Vesturlöndum komu menn auga á það á 19. öld að ýmsir ókostir voru því fylgjandi að greftra lík. í þéttbýli var hreinlega skortur á rými og kirkjugörðum fylgdi ávallt ákveðin smithætta eins og ber- lega kom í ljós þegar drepsóttir geisuðu. Það var á síðari hluta 19. aldar, að líkbrennslufélög voru stofnuð víða í Evrópu en tilgangur þeirra var að koma upp aðstoðu til líkbrennslu. Það sem kom umræðu um líkbrennslu á stað fyrir alvöru var atburður sem átti sér stað í Flórens árið 1826. Þá andaðist indverskur prins þar í borginni og í sam- ræmi við indverska hefð var lík hans brennt opinberlega á báli. Þetta varð til þess að fyrsti lík- brennsluofninn í heimi var tek- inn í notkun í Mílanó árið 1875. Líkbrennsla mætti að sjálfsögðu verulegri andstöðu, einkum af hálfu kirkjunnar. Það er alltaf erfitt að rjúfa gamlar hefðir og taka upp nýja siði. Margir óttuð- ust að þeir mundu missa af upprisunni ef jarðneskar leifar irra lægju ekki á sínum stað. Biblíunni stóð ekkert sem bannaði líkbrennslu beinlínis og smátt og smátt fjölgaði þeim sem voru fylgjandi líkbrennslu. í kaþólskum iöndum er yfirleitt litið um það að lík séu brennd og á Ítalíu og Frakklandi fer einungis 1% útfara fram með þessum hætti. f Danmörku allri fara 60% útfara þannig fram, þar af 90% allra útfara í Kaup- mannahöfn og nágrenni. Mér er sagt að hér á fslandi séu það aðeins 10%. Átæðan kann að vera sú m.a. að hér er aðeins til einn líkbrennsluofn. Ég hef skoð- að þá aðstöðu sem hér er til lík- Alex Birch brennslu og í Danmörku fengi hún ekki samþykki yfirvalda. Skorsteinninn er of lágur og í Danmörku eru gerðar þær kröfur að brennt sé við svo mikinn hita að sjáikur reykurinn brenni og ekki sjáist svo mikið sem örla á reyk upp úr skorsteininum þegar brennt er. Ég kann enga skýringu á því hvers vegna líkbrennsla er svona miklu fátíðari hér en í Danmörku. Kannski stafar þetta af því að þið eruð ekki í eins miklum vandræðum með land- rými og við, en í Danmörku verð- ur maður talsvert var við þá afstöðu fólks að brennsla sé geðfelldari en greftrun þar sem eyðing hinna jarðnesku leifa er hægfara." „Hefur verið rannsakað hversu lengi Ifk eru að rotna í gröfum sínum?“ „Já, yfirleitt má segja að eftir 3—4 ár sé ekkert eftir af líkinu í kistunni en beinagrindin og þunnt brúnt duftlag sem þær lífverur sem eiga þátt í þróuninni skilja eftir sig. Það fer að miklu leyti eftir því á hvaða árstíma viðkomandi deyr hversu fljótt rotnunin gengur fyrir sig. Það eru skordýr sem sjá um rotnun- ina, mismunandi tengundir á mismunandi skeiðum. Þau sem koma síðast til að gegna hlut- verki sínu lifa mestmegnis á leif- um annarra skordýra. Það er því ekki gömul þjóðsaga að við end- um æviskeið okkar með því að verða „ormunum að bráð“ eins og við Danir segjum, þetta á sér stoð í raunveruleikanum.“ „Færist það í vöxt í Danmörku að fólk deyi í heimahúsum?" „Já, og þar er sterkur þrýsti- hópur sem krefst þess að þeim sem það vilja séu búin sömu efnahagslegu skilyrði af hálfu hins opinbera ogjæim sem deyja í sjúkrahúsum. Ýmislegt bendir til þess að þeim sem deyja heima muni fjölga mjög á næstu árum enda hefur það ýmsa kosti þegar yfirleitt er hægt að koma því við. T.d. hefur það verið reiknað út að beinn fjárhagslegur ávinn- ingurséaðþví." „Er rnikill munur á greftrunar- siðum í Danmörku og hér?“ „Það sýnist mér ekki vera. En það er dýrara að deyja á íslandi en í Danmörku. Mér skilst að kostnaður við venjulega útför hér á landi sé 30—38 þúsund krónur. Það finnst mér dýrt. t Danmörku kostar virðuleg útför á bilinu 20—27 þúsund krónur ísl. en hið opinbera leggur til fé sem nægir fyrir útför þar sem enginn kostnaður er lagður í annað en það allra nauðsynleg- asta.“ „Hefur þér aldei fundizt þetta efni óhugnanlegt umfjöllunar?** „Nei, í rauninni ekki. 1 fyrstu var mér að vísu lítið um það gefið enda vissi ég þá Htið um það. En eftir því sem vitneskjan eykst hef ég komizt að raun um það að þau atriði sem tengjast dauð- anum snerta ótalmarga þætti lífsins og þannig getur þessi vitn- eskja orðið til þess að útskýra eitt og annað. Umræður um þessi mál hafa aukizt mjög í Dan- mörku á síðari árum en tilfinn- ingasemi hefur að sjálfsögðu sett sinn svip á þær. Ég tel hins vegar að greinargóðar og undan- bragðalausar upplýsingar um þetta efni gefi fólki tækifæri til þess að vega og meta það á skyn- samlegan hátt og hjálpa því þannig til að nálgast dauða- stundina sem er óumflýjanleg, án þess að óttast hana svo mjög,“ sagði Alex Birch. pl,tri0ítTOlillíiíií?> Góðan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.