Morgunblaðið - 29.12.1985, Page 22

Morgunblaðið - 29.12.1985, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 22 Sjónvarp Það er naumast hægt að lýsa umfangi myndaflokksins nema með tölum. Hann kostaði 40 milljónir dollara (um 1,6 milljarða ísl. kr.)þegar hann var gerður fyrir þremur áru m, kvikmyndahandritið var 962 blaðsíður að lengd, það innihélt _______ 1.785 atriði og gerði ráð fyrir 285 leikurum ásamt þúsundum manna í hópatriði. Myndaflokkurinn var tekinn á 267 ólíkum stöðum í sex löndum í tveimur heimsálfum og upptökur stóöu í 13 mánuði. Þaðtók heiltáraðklippa leikstjórinn og framleiðandinn, Dan Curtis, eitthvað í kringum 330 kflómetra af átekinni fílmu á milli handanna, sem hefði tekið tæpa átta sólarhringa samfleytt að sýna, en hann átti eftir að stytta i 27 kflómetra. Það gerir 15 _ klukkustundir. Myndaflokkurinn var frumsýndur í Bandaríkjunum í febrúar árið 1983 en íslenska sjónvarpið frumsýnir hann í kvöld. Hann skiptist í níu þætti og er hver um sig einn og hálfur tími að lengd (eins og hann í samstæða heild. Notast var við um 50.000 búninga og Mitchum einn gat valið úr 112 búningum. Þegar myndavélarnar hættu að suða hafði meðalbíómynd). Myndaflokkurinn heitir The Winds of War á frummálinu en hefur fengið íslensku þýðinguna Blikur á lofti hjá sjónvarpinu. Auk þess að vera ást- arsaga, stríðssaga og ævintýrasaga er Blikur á lofti sögulegt verk. Höf- undur þess er Her- man Wouk og það hefst vorið 1939 þegar Adolf Hitler gerir hers- höfðingjum sínum kunnugt um dagsetninguna á væntanlegri inn- rás í Pólland, þann 1. september. Eftir því sem sögunni vindur fram gerast svo aðrir alkunnir atburðir sögubókanna, fall Frakklands, baráttan um Bretland, innrás Þjóðverja í Sovétríkin og loks árás Japana á Pearl Harbour. Wouk, sem sjálfur reit kvikmynda- handritið eftir bók sinni, skapaði vitni að þessum atburðum, sem hann nefndi Victor („Pug") Henry. Hann er foringi í bandaríska flot- anum og er sendur til Berlínar vorið 1939 þar sem hann hittir alla helstu leiðtoga nasista. Það sem hann sér og heyrir í Berlín leyfir honum að spá fyrir um samninginn á milli Þjóðverja og Sovétmanna, sem gerði nasistum mögulegt að halda út í styrjöld. Hin nákvæma spá Henrys vekur athygli F.D. Roosevelts forseta Bandaríkjanna og forsetinn gerir hann að sérstökum erindreka sín- um. Sem slíkur hittir Henry per- sónur eins og Winston Churchill, Benito Mussolini og Jósef Stalín og er viðstaddur söguleg augnablik eins og fyrsta fund Roosevelts og Churchills um borð í bandarísku herskipi undan strönd Nýfundna- lands. Meðfram för Henrys um söguna bjó Wouk til hinar ýmsu persónur og ævintýri. Mest áberandi er saga Byrons, sonar Henrys, og Natalie Jastrow, amerísks gyðings, sem Byron er ástfanginn af. Hún er ritari frænda síns, Aarons, sem er sagnfræðingur búsettur í Siena. Nokkrum dögum áður en hersveit- ir nasista ráðast inn í Pólland krefst Natalie þess að fá að heim- sækja kærasta sinn, Leslie Slote, foringja í bandarísku utanríkis- þjónustunni, sem starfar í Varsjá. Hún tekur hinn ástsjúka Byron með sér. Þannig dregur Wouk leiftursókn Þjóðverja og loftárás- ina á Varsjá inní myndina. Seinna, þegar Natalie hefur gifst Byron, lokast hún inni í Evrópu ásamt frænda sínum sagnfræðingnum. Sem gyðingar eiga þau bæði á hættu að verða fórnarlömb útrým- ingarherferðar Hitlers á gyðing- um. Helförin, ofsóknir þær sem gyðingar máttu þola í heims- styrjöldinni, er ríkur þáttur í m yndaflokknum og í verkum Wouks, sem er gyðingur sjálfur. Það tók Wouk meiripartinn af 16 árum að leita gagna í og skrifa Blikur á lofti, sem út kom árið 1971, og framhaldsbókina, War and Remembrance. Hann átti ekki i neinum vandræðum með að neita mönnum um leyfi til að kvikmynda sögur hans, þar til hann fékk loks tilboð sem hann gat ekki hafnað. Barry Diller, fyrrum yfirmaður hjá ABC-sjónvarpsstöðinni er gerst hafði stjórnarformaður Paramount-kvikmyndaversins (framleiðanda myndaflokksins), stóð fyrir tilboðinu. Það hljóðaði uppá að ABC borgaði Wouk 1,5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.