Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 milljónir dollara og hann mátti velja leikstjóra og annað (m.a. réði hann svolítið hvað auglýst yrði á meðan á útsendingum þáttanna stóð. Það mátti t.d. ekki auglýsa salernispappír). Að auki lofaði ABC að hafa fleiri auglýsingar í einu og fækka þannig auglýsinga- innskotum. En við þurfum nú ekki að hafa áhyggj ur af því. Til að leikstýra myndaflokknum fékk Paramount-mann, sem er frekar úrræðagóður skipuleggj- andi en mikill listamaður. Dan Curtis á ekki litríkan feril innan kvikmyndanna. Hann hafði gert tvær hryllingsmyndir og leikstýrt sápuóperu svo eitthvað sé nefnt, en þeir hjá Paramount töldu að hann byggi yfir þeim krafti, sem verkefnið krafðist. Wouk var ekki hrifinn af hryllingsmyndum Curt- is. Það var ekki fyrr en Paramount sendi honum tvo sjónvarpsþætti sem Curits hafði gert, að Wouk samþykkti að ræða við hann. „Hann kom heim til mín, en hann leit ekki út eins og framleiðandi sem ætlaði að smjaðra fyrir höf- undi,“ sagði Wouk í blaðaviðtali. „Ég opnaði dyrnar og fyrir framan mig stóð þessi maður í svörtum buxum, svartri skyrtu, með gull- keðju um hálsinn og krullað, svart hár. Herra Hollywood. Þetta hafði strax góð áhrif. Hérna er náungi, hugsaði ég, sem er það sem hann er.“ „Pug“ Henry þurfti að vera traustur maður og nógu fyrir- mannlegur til að geta staðið við hliðina á forsetum, forsætisráð- herrum og einræðisherrum, en þó nógu ungur, fimmtugur eða svo, til að líta út eins og flotaforingi á uppleið. Og samkvæmt bókinni átti hann að vera lægri en konan hans. Robert Mitchum varð fyrir valinu. Hann var þá 65 ára. Eftir að hafa borðað með honum hádeg- ismat, sagði Curtis, „ég vissi að þetta var rétti maðurinn og ég leitaði aldrei að neinum öðrum“. Viðbrögð Mitchums lýsa honum vel en hann mun hafa fengið um eina milljón dollara fyrir leik sinn í myndaflokknum. Hann sagði: „Þetta var lokkandi, ókeypis há- degismatur í heilt ár.“ Ali MacGraw varð fyrir valinu í hlutverk Natalie Jastrow. Þótt hún væri 43 ára leit MacGraw ekki út fyrir að vera deginum eldri en þrítug eins og sögupersónan átti að vera. MacGraw varð heimsfræg þegar hún lék í Love Story árið 1971. Eftir það lagði hún leiklist- ina á hilluna og einbeitti sér að ástinni sinni, Steve heitnum MaQueen. Þau voru ákaflega mikl- ir vinir þótt þau hafi skilið árið 1977. „Ég hef ekki ennþá náði mér eftir lát hans,“ var haft eftir henni í nýiegu blaðaviðtali. Seint á átt- unda áratugnum sneri MacGraw sér aftur að kvikmyndaleik og lék m.a. á móti Kris Kristofferson í Convoy. Hún hefur oft fengið slæma dóma fyrir leik sinn og Blik- ur á lofti varð henni víst ekki til mikils frama. Hún hafði vonað svo yrði. Jan-Michael Vincent leikur eig- inmann Nataliu. Sá hefur haft frekar einhæf hlutverk með hönd- um um ævina, yfirleitt verið kald- 23 Bandaríski rithöfundurinn Herman Wouk. Um HERMAN WOUK og my ndaflokkinn l»egar bókin „Winds of War“ kom út í Bandaríkjunum áriö 1971 rataöi hún beint á lista stórblaösins The New York Times yfír mest seldu bækur í Bandaríkjunum. Hún var á listanum í heilt ár. l»egar bókin var gefin út í vasabroti var hún prentuö í þremur milljónum eintaka. Hún hefur veriö þýdd á 16 tungumál, að minnsta kosti, þar á meðal á íslensku undir heitinu Stríðsvindar. Höfundurinn, Herman Wouk, var tregur til að láta kvikmynda söguna en lét undan um síðir. Jack Pulman var fenginn til að vinna kvikmynda- handrit uppúr bókinni en hann lést í miðju kafi og leikstjórinn Dan Vurtis fann ekki uppá nein- um öðrum en Wouk sjálfum til að vinna áfram við handrits- gerðina. Það var alveg nýtt fyrir Wouk að skrifa kvikmyndahand- rit. Eftir að hafa ritað átta stórar skáldsögur og nokkur leikrit um æfina rann upp fyrir höfundin- um að hann mundi aldrei læra að skrifa kvikmyndahandrit öðruvísi en að snúa Winds of War yfir í sjónvarpsmyndaflokk. Hann komst fljótlega að því hve mikill munur er á að skrifa skáldsögu og skrifa handrit. „Aðeins fimmtán til tuttugu prósent efnisins, sem er í bók- inni, kemur fram á skjánum," lét Wouk hafa eftir sér. „Kvik- myndamiðillinn getur sagt svo miklu meira og hraðar. Árásin á flóttamennina sem flúðu frá Kraká til Varsjár var byggð upp setningu eftir setningu í bókinni til að ná tökum á ímyndunarafli lesandans. Á skjánum varir þessi árás í nokkrar sekúndur með vítislogum og dýfum flugvéla og skelfdum hrossum og fallandi fólki.“ Wouk skrifaði atriði sem leik- stjórinn Curtis strikaði jafn- harðan út. „Eitt atriðið, sem mér var illa við að missa, átti að sýna Hitler og Göring uppi í Eiffel- turninum f París að draga franska fánan niður og setja upp fána nasista á meðan sorg- mæddur fransmaður horfði á. Það þótti mér áhrifaríkt." Það kom einnig fyrir að Curtis bæði Wouk að skrifa inn atriði, sem ekki er að finna í bókinni. En Wouk var ánægður með árangur- inn. Hann sagði: „Kvikmyndir einfalda næstum alltaf og þetta er einföld útgáfa af sögu minni, fólki minu og sagnfræðinni. En innan þeirra marka er mynda- flokkurinn sögunni trúr.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.