Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.12.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 Plurfw Utgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö. Hryðjuverk á jólum Arás arabískra hryðju- verkamanna á saklausa borgara í flughöfnum við Róm og Vínarborg á þriðja í jólum er níðingsverk, sem ríkis- stjórn ísraels segist ætla að hefna. Sjö eða átta ódæðis- menn köstuðu handsprengj- um og létu vélbyssuskothríð dynja á viðskiptavinum ísra- elska flugfélagsins E1 Al. Sumir sjónarvottar segja að vísu, að skotið hafi verið á allt sem fyrir var. í Róm féllu 14 manns og 3 í Vínarborg, en rúmlega hundrað særðust. Arásirnar voru gerðar sam- tímis á flugvöllunum. Svo virðist sem allir ofbeldis- mennirnir hafi annað hvort náðst eða verið drepnir. Ofríkisverk þeirra, sem sætta sig ekki við sæmilegar leikreglur í mannlegum sam- skiptum, hafa sett svip á þetta ár. Á fyrri hluta þess höfðu þjóðaleiðtogar á Vest- urlöndum uppi stór orð, um að þeir ætluðu að taka hönd- um saman í baráttunni við hermdarverkamenn. Síðar á árinu var það talið marka tímamót í átökum ríkis- stjórna við þessa hrotta, að Bandaríkjamönnum tókst að hafa hendur í hári þeirra, sem rændu ítalska skipinu Achille Lauro. Bandarískar orrustu- þotur flugu í veg fyrir egypska vél og neyddi hana til að fljúga með ræningja skipsins til Sikileyjar. Banda- ríkjastjórn þótti ríkisstjórn Ítalíu sýna of mikla linkind gagnvart forsprakka sjóræn- ingjanna, þegar hún leyfði honum að fara úr landi. Stjórnvöld í Austurríki hafa ekki verið sökuð um of mikla hörku í garð þeirra forvígis- manna PLO eða annarra, sem telja sér öll fólskuverk heimil til að klekkja á ísraelum. Nú eru það höfuðflugvellir þess- ara tveggja ríkja, sem breyt- ast i blóðvöll. Tilviljun ræður því ekki, að jólahátíðin er valin til að vinna grimmdarverk af þessu tagi. Þeir, sem fyrir þeim standa, eru haldnir hömlu- lausri þörf fyrir að ganga fram af öðrum. Er nokkuð í meiri andstöðu við hugmynd- ir kristinna manna um það, hvernig fæðingu frelsarans skuli fagnað en miskunnar- laus árás á saklaust fólk? Yngsta fórnarlambið að þessu sinni var 11 ára stúlka. Þegar Achille Lauro var rænt, töldu glæpamennirnir sig knúna til að drepa fótlama mann í hjólastól. ísraelar segjast ætla að hefna þessara síðustu fólsku- verka. Því hefur verið haldið á loft í erlendum blöðum, að fjöldamorðin á flugvöllunum við Róm og Vínarborg hafi þann tilgang að egna ísraela. Öfgamönnum meðal Araba standi ógn af því, hve vel miði í umleitunum til að koma á varanlegum friði milli ísra- ela og nágranna þeirra. Þeir sjái þann kost vænstan til að spilla framgangi þeirra mála, að ísraelar hefni sín svo grimmilega, að allir Arabar rísi upp í andúð og reiði. Skoðanir af þessu tagi ber ekki að afskrifa, þegar blóð- baðið í Róm og Vín er íhugað. Við sáum það í nýlegum sjón- varpsþætti um forvígismenn öfgahópa í nágrannalandi okkar Norður-írlandi, að þeir telja ekkert geta komið í stað byssunnar í baráttunni til endanlegs sigurs fyrir mál- stað, sem allir siðaðir menn telja að leysa beri við samn- ingaborð. Lagaleg úrræði til að halda hryðjuverkamönnum í skefj- um hafa ekki borið neinn ár- angur til þessa. Af þeim sök- um er ekki annað talið unnt en svara þeim nema í sömu mynt. Það er yfirlýst stefna Israela að hefna sín ávallt í tilvikum sem þessum. Árásin á höfuðbækistöðvar PLO í Túnis á þessu ári er til marks um það. Sumir töldu, að með henni hefði ísraelsstjórn far- ið út fyrir hæfileg mörk. En hvar á að draga slík mörk í tilvikum sem þessum? Hvar eru siðferðileg mörk þeirra manna, sem ganga með vél- byssur og handsprengjur inn í hóp saklauss fólks, er bíður þess að fá flugfar til ættingja og vina á jólahátíðinni? Við íslendingar erum sann- færðir um að atburðir sem þessir séu okkur fjarlægir. Hryðjuverkin gerast þó ekki nema í nokkurra klukku- stunda flugfjarlægð frá landi okkar. Ofbeldismennirnir halda sér enn nálægt Mið- jarðarhafi. Hvenær kemur að flugvöllum viö Atlantshaf, má spyrja. Það er fyllsta ástæða fyrir okkur að huga í alvöru að öryggi á Keflavíkur- flugvelli, eina alþjóðavellin- um hér á landi. rþessu síðasta Reykjavíkur- bréfi ársins er rætt um þann atburð á alþjóðavettvangi, sem vakti hvað mesta eftirvænt- ingu og athygli á árinu, fund þeirra Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, og Mik- hails Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, í Genf 19. og 20. nóvember síðastliðinn. Þegar litið er yfir það, sem ritað hefur verið í erlend blöð um fundinn, vaknar sú spurning, hvort leiðtogunum hafi í raun tekist að brúa hyldýpið, sem er á milli á þeirri. William Safire dálkahöf- undur New York Times dregur það í efa með þessum orðum: „Viðræður geta dregið úr óvináttu og þær eru nauðsynlegar til að leiðrétta ranghugmyndir, en að baki ágreinings- ins milli risaveldanna býr annað en tortryggni byggð á misskilningi. Þar er á ferðinni vissan um sögulegt hlutverk þeirra, að útbreiða eigið stjórnkerfi til allra heimshorna — auk þeirrar ábyrgð- ar Bandaríkjamanna að ýta undir frelsi alls staðar. Gagnkvæmur skilningur mun breikka hyldýpið en ekki minnka það. Unnt er að tala við þá. Margir þeirra eru geðþekkir sem einstaklingar. Harð- stjórn verður þó ekki þoluð vegna þess að harðstjórinn eða útsendarar hans trúa því í einlægni að þeir hafi rétt fyrir sér. Hún verður aðeins hættulegri. Leið- togafundir ættu að kenna okkur, að samskipti leysa ekki allan vanda, sér- staklega þegar þau sýna okkur, hve mjög við erum ósammála.“ Það var yfirlýst markmið Reagans fyrir fundinn, að hann ætti að verða upphaf frekari viðræðna fulltrúa Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna um takmörk- un vígbúnaðar og annað, sem á milli skilur. Gorbachev lagði á hinn bóginn áherslu á það, að hann ætlaði að ná ákveðinni niðurstöðu í afvopnunarmál- um á fundinum sjálfum. Orð hans og jafnvel hótanir fyrir fundinn var ekki unnt að skilja á annan veg en þann, en allt ylti á því að fá Reagan til að falla frá áformum sínum um geimvarnir gegn langdrægum eldflaugum. Tekist á um geimvamir Bandaríska vikuritið Time lýsir við- ræðum ieiðtoganna um geimvarnir og takmörkun vígbúnaðar með þessum hætti: „Reagan tók fyrstur til máls og talaði greinilega frá dýpstu hjartarótum. Hann hallmælti „siðlausu eðli“ gagn- virkrar gjöreyðingar, þeirrar fælingar- kenningar, sem sett hefur svip sinn á samkeppni risaveldanna í meira en tvo áratugi. Hann sagðist ekki geta verið fylgjandi kenningu, sem miðaði að því að tryggja frið með hótun um að sprengja veröldina í loft upp. Við verð- um, sagði hann við Gorbachev, „að finna betri leið“. Forsetinn taldi, að það yrði ekki gert nema með því að fækka sóknar- vopnum og leggja meiri áherslu á varn- arvopn. Hann sagðist gera sér ljóst, að Gorbachev liti á geimvarnarkerfið sem yfirvarp, Bandaríkjamenn ætluðu í raun að ná þeirri aðstöðu, að þeir gætu þurrk- að Sovétmenn út í fyrsta kjarnorku- höggi. Hann vildi fullvissa Gorbachev, um að þetta væri ekki og yrði aldrei markmið Bandaríkjamanna. Gorbachev greip fram í og reyndi að komast að. „Viltu vinsamlega leyfa mér að klára,“ sagði Reagan. Áhyggjur sov- éska leiðtogans væru fyllilega rétt- mætar, sagði forsetinn. En hann gæti dregið úr þeim með loforði um „opnar rannsóknastöðvar". Reagan lagði síðan fram það boð, að Sovétmenn fengju að kynnast öllum þáttum kerfisins, eftir að Bandaríkjamenn hefðu þróað tækni til að koma á fót virkri hlíf gegn kjarn- orkueldflaugum. Gorbachev hallaði sér aftur í stólnum og horfði í augu Reagans „án þess að blikna", segir embættismaður, sem sat fundinn. Hann sagði ekkert. Enginn sagði orð. Síðan tók hann hægt og rólega til máls en tilfinningahitinn jókst jafnt og þétt og var orðinn ákafur undir lokin. Gorbachev sagðist skilja allt, sem viðmælandi sinn hefði sagt, sér væri ljóst, að Reagan þætti mikið til geim- varnaáætlunarinnar koma. Hitt taldi Gorbachev fráleitt, að unnt væri að koma á fót geimkerfi, sem gerði kjarn- orkuvopn úrelt. Miklu líklegra væri, að í raun stefndi Reagan að einhverjum myrkraverkum með þessu kerfi, hann ætlaði að nota varnir sem yfirvarp í viðleitninni við að geta veitt Sovét- mönnum fyrsta högg með kjarnorku- vopnum. „Þig getur dreymt um frið,“ hrópaði sovéski leiðtoginn, „en við verð- um að horfast í augu við staðreyndir." Roði hljóp í kinnar Gorbachevs og hann lagði áherslu á orð sín með bendingum: “Eg er ekki blóðþyrstur maður. Við verðum að fækka öllum vopnum, ekki hefja smíði nýrra." Reagan reyndi að komast að með þessum orðum: „En ef við opnum rann- sóknastofur okkar, geta vísindamenn okkar séð, hvað þið eruð að gera. Þið gætuð séð, hvað við erum að gera.“ Gorbachev lét sér ekki segjast. „Við eigum að banna öll geimvopn. Banna þau! Banna öll geimvopn!" Þegar hér var komið kastaði Gorbach- ev þessari spurningu hastarlega fram: „Hvers vegna trúið þið okkur ekki?“ Með henni snerti hann viðkvæmustu taugina í sambandi risaveldanna á kjarnorkuöld, og þarna reis spennan hæst á leiðtoga- fundinum og hættan varð mest á því, að hann færi út um þúfur. Ákefðin rann nú af Gorbachev og hann sagði loks: „Mér sýnist við ekki komast lengra." Óþægileg þögn ríkti nú í gullbúnu, rjómagulu herberginu, þaðan sem sást yfir kyrrt Genfarvatn. Reagan reyndi að nálgast viðmælanda sinn úr annarri átt. Kannski væri gott fyrir þá báða að gera stutt hlé og breyta um umhverfi. Hann lagði til að þeir fengju sér göngu- ferð í svölu Genfarloftinu. „Ah,“ sagði Gorbachev snögglega. „Frískt loft kynni að gefa okkur frískar hugmyndir." Reag- an svaraði: „Kannski eigum við eftir að finna að þetta tvennt fer saman.““ í sinn brotnar Síðan segir Time frá því, að á leiðinni í garðskálá við vatnið hafi Reagan beðið Gorbachev að segja Arbatov, ráðgjafa sínum um bandarísk málefni, að hann hefði ekki bara leikið í lélegum kvik- myndum. En Arbatov hæddist að kvik- myndaleik Reagans á blaðamannafundi, eins og sýnt var oftar en einu sinni í íslenska sjónvarpinu. Gorbachev sagðist vita þetta um leikferil Reagans, hann hefði einu sinni séð hann í hlutverki fótalauss manns. Síðan hlógu þeir báðir. ísinn brotnaði. Áður en Reagan fór í gönguferðina, stakk hann skjalamöppu undir hand- legginn. 1 henni voru tillögur Banda- ríkjamanna um hvað ætti að ræða í framtíðarviðræðum um takmörkun vig- búnaðar. Þegar þeir voru sestir við arin- eld í skálanum við vatnið, dró forsetinn skjöl úr möppunni. Sum þeirra voru á rússnesku og rétti hann Gorbachev þau með þeim orðum, að þeir ættu að gefa fulltrúum sínum fyrirmæli, um hvað þeir skyldu ræða í næstu samningalotu um afvopnunarmál. Gorbachev setti á sig gleraugu og fór að lesa tillögurnar, sem voru í 9 liðum. Lagt var til, að ríkin fækkuðu kjarn- orkuvopnum sínum um 50% í samræmi við yfirlýsingar fyrir fundinn. Stungið var upp á því, að gerður yrði sérstakur bráðabirgðasamningur um meðaldræg- ar kjarnorkueldflaugar í Evrópu. í þriðja lagi var vakið máls á hugmyndum Bandaríkjamanna um að varnarvopn komi í stað sóknarvopna, og hvor aðili um sig geti haldið áfram að kanna varnaraðgerðir gegn langdrægum kjarn- orkuvopnum í samræmi við það, sem leyft er í samningnum um bann við gagneldflaugakerfum, ABM-samningn- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 29 REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 28. desember um frá 1972. I öðrum liðum var hvatt til þess að ráðstafanir verði gerðar í því skyni að auka traust milli ríkjanna, banna efnavopn, sporna gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna og að koma á fót stjórn- stöðvum til að draga úr líkum á mistök- um á hættutímum. Reagan sagði við Gorbachev að hann yrði að samþykkja öll atriðin eða ekkert. Hann gæti ekki valið þá hugmynd, sem sér þætti best og hafnað hinum. Gorbachev neitaði að ræða málið á þessum grundvelli, tillögurnar leyfðu Bandaríkjamönnum að halda geim- varnaáætluninni áfram. Á hinn bóginn sagði Gorbachev, að þráðurinn mætti ekki slitna í afvopnunarviðræðunum. Þeir risu úr sætum og héldu í átt til bifreiða sinna. Þegar þeir komu að þeim, sagði Reagan: „Ég held við séum sam- mála um að þessi fundur sé gagnlegur." Já, sagði Gorbachev. Þá verðum við að hittast aftur, hélt Reagan áfram. Á bílastæðinu bauð hann Gorbachev til Bandaríkjanna næsta sumar og Kreml- arhöfðinginn svaraði: „Og ég býð þér til Sovétríkjanna." Þannig voru tveir leið- togafundir á næsta ári og 1987 ákveðnir. Nixon endurbættur I ræðu, sem Reagan flutti á Banda- ríkjaþingi við heimkomuna, sagði hann meðal annars: „Hvert höldum við héðan? Við viljum mjög gjarnan, að samskiptin batni. Við erum reiðubúnir og fúsir til að fara skref fyrir skref að markinu. Við vitum, að friður er ekki aðeins það ástand, þegar ekki er háð stríð. Við viljum hvorki falskan frið né veikbyggðan frið; við erum ekki að eltast við einhvers konar tilbúna slökun. Við getum ekki sætt okkur við sýndar-umbætur, sem stand- ast ekki tímans tönn. Við viljum raun- verulegan frið.“ Breska vikuritið Economist segir, að Gorbachev hafi hitt bandaríska ráða- menn fyrir eins og þeir geti bestir verið á fundinum í Genf. Blaðið vitnar í kafla úr grein eftir Richard Milhous Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseta, í tímaritinu Foreign Affairs sem gerð var að umtals- efni í Reykjavíkurbréfi fyrir leiðtoga- fundinn og birtir vikuritið sama kafla úr greininni og Morgunblaðið gerði. Eco- nomist segir: „Hann [Gorbachev] hitti Reagan: (a) sem hafði verið að lesa nýlega grein Nixons í Foreign Affaim. „Slíkir fundir stuðla því aðeins að friði, ef leiðtogarnir átta sig á því, að spenna milli ríkjanna á ekki rætur að rekja til þess, að við skiljum ekki hvor annan, heldur hins, að við skiljum, að við höfum gjörsamlega andstæðra hags- muna að gæta í hugmyndafræði og að því er varðar pólitíska afstöðu til ein- stakra ríkja." (b) sem barði tvfstígandi embættismenn og þreytandi blaðamenn til hlýðni; og (c) sem geymdi skotfærin fyrir aðalorr- ustuna um takmörkun vígbúnaðar og geimvarnaráætlunina. Gorbachev veit nú hvern hann á í höggi við: andstæðingurinn er hvorki fasistinn, sem lýst hefur verið á síðum Prövdu, né hinn hættulegi klaufabárður, sem lýst er í evrópskum tröllasögum, heldur forseti, sem er Richard Milhous Nixon endurbættur. Þörf Gorbachevs sjálfs fyrir samninga við Bandaríkin vex, hann verður að geta dregið úr fjár- veitingum til hermála og stundað við- skipti við Vesturlönd. En tíminn vinnur einnig gegn Reagan, eftir mikla upp- sveiflu í bandarísku efnahagslífi er að koma lægð, og forsetinn er í þeirri óþægilegu stöðu að búa og þurfa að semja í Washington. Eigi Reagan að takast ætlunarverk sitt þarf hann að koma fram við samstarfsmenn sína og fjölmiðlamenn með sama hætti og hann gerði i Genf. Og með einhverjum hætti verða þeir Gorbachev að koma ágrein- ingnum um geimvarnirnar fyrir kattar- nef, og það geta þeir gert, ef þeim tekst að sýna geðprýði við arineldin." Framhaldid Eftir leiðtogafundinn lýstu 81% Bandaríkjamanna yfir ánægju sinni með það, hvernig Reagan hafði staðið sig á honum og 77% töldu hann standa sig vel í forsetaembættinu. Hugh Sidey, sem skrifar um bandaríska forsetaembættið í Time segir, að Reagan sé nú greinilega fremsti leiðtogi veraldarinnar, hvorki meira né minna. Ásakanir andstæðinga hans um að forsetinn botni ekkert í viðfangsefnum sínum séu marklausar. Sífelldar fréttir um skoðanaágreining og átök milli manna í ríkisstjórn og meðal embættismanna forsetans séu ekki annað en athugasemdir á spássíu, þótt þær kunni að vera réttar. Enginn þungavigtarmaður í alþjóðastjórnmál- um svo sem eins og Pierre Trudeau, Helmut Schmidt og nú Mikhail Gor- bachev hafi staðist honum snúning. Þessi ummæli manns, sem hefur haft það að atvinnu í mörg ár að gagnrýna íbúa Hvíta hússins í Washington, sýna ef til vill best vonimar, sem menn binda við framhaldsfundi þeirra Reagans og Gorbahcevs á Vesturlöndum. Þegar utanríkisráðherrar Atlantshafsbanda- lagsins hittust á árlegum vetrarfundi sínum í Brussel á dögunum, notaði George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvert tækifæri sem gafst til að minna menn á, að enn væru mörg ljón í veginum fyrir samkomulagi um takmörkun vígbúnaðar og afvopnun. Evrópskir aðilar bandalagsins hafa látið í ljós vonir um að i næstu lotu takist samninganefndum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna að ná bráðabirgðasam- komulagi um takmörkun meðaldrægra kjarnorkueldflauga í Evrópu. Viðræður fulltrúa í nefndunum hefjast að nýju í Genf um miðjan janúar. Þar er rætt um langdrægar eldflaugar, meðaldrægar eldflaugar og geimvopn. í ályktun ráð- herrafundar NATO er lýst yfir fullum stuðningi við málstað Bandaríkjanna á öllum sviðunum þremur. Þetta túlka bandarískir embættismenn sem þögult samþykki við þá stefnu Reagans að hafna öllum skilyrðum Sovétmanna um fráhvarf frá geimvarnaáætluninni. Það fer eftir því, hvernig sérfræðingunum tekst að greiða úr málum sín á milli, hvaða árangur næst, þegar þeir Reagan og Gorbachev hittast að nýju í Banda- ríkjunum um mitt næsta ár. Á utanríkisráðherrafundinum í Brússel hlaut ræða Geirs Hallgrímsson- ar, utanríkisráðherra, góðar undirtektir. Þótti mönnum hann tala af raunsæi, þegar hann leit fram á veginn og mat stöðuna á grundvelli leiðtogafundarins í Genf. Hann sagði meðal annars: „Nýju leiðtogarnir í Kreml hafa aftur á móti ekki breytt um sína grundvallar- stefnu, þeir reyna enn að rjúfa samstöðu Vesturlanda. Þó að við fögnum þvi, að nokkur árangur hefur náðst nýlega í því að koma á þeinum samningaviðræðum milli austurs og vesturs, sérstaklega milli risaveldanna, sem ákveðið hafa að hraða afvopnunarviðræðunum í Genf, þá skulum við ekki gleyma því, að markmið Sovétmanna eru enn þau sömu. En okkur á að vera betur ljóst en flestum öðrum að ágreiningsmálin eru mörg og ekki er auðvelt að leiða þau til lykta. Oskhyggjan ein má ekki ráða ferðinni." „Þegar litíd er yfirþad, semrit- að hefiir verið í erlend blöð um firnd þeirra Ron- alds Reagan og Mikhails Gorb- achev, vaknar sú spurning, hvort þeim hafi í raun tekist að brúa hyldýpið, sem er á milli þeirra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.